Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 22
THE wólturs CIASSiœ THE NICOMACHEAN ETHICS -í fl'.t.r^'f « t)«n-í■ Y£S, THEBE ARE NEIj! POIISH JOKES! anð thii it the absolute Its! wotd. THELRST OFFICIHL POUSH JOKE BOOK by Larry Wilde *»öwe tí ttí wmtít bttt-tttlm joke txwk «n«j The Nicomachean Ethics eftir Aristóteles. Utgefandi: Oxford University Press ■ Aristóteles (384-322 f.t.o.) var ásamt læriföður sínum Platóni fremsti heimspekingur fornaldar, og ef til vill mesti hcimspekingur allra tíma. Hann samdi fjölda rita um hin ólíkustu efni, og alls staðar þykir hann orða hugsun sína svo skýrt að rit hans eru aðgengileg nútímamönn- um. Hann skrifaði um líffræði og stjörnufræði, mælskulist og skáld- skap, stjórnspcki og rökfræði og ekki síst siðfræði. Pessi bók er talin vera samin fyrir Nikómakkus son hans og geymir heilræði og rökræðu um góða siðferðilega breytni. Að áliti Aristó- telesar er gæfuvcgurinn meðalvegur dyggðanna. Dirfska er dyggð, en ekki hugleysi og fífldirfska, o.s.frv. Eitt af ritum Aristótelesar Um skáldskapariistina hefur komið út á íslensku hjá forlagi Hins íslenska bókmenntafélags. The Last Offical Polish Joke Book eftir Larry Wilde. Utgefandi: Pinnacle Books. ■ Larry Wilde hefur sett saman fjöldan allan af skopbókum og þetta er sú tíunda í röðinni Offical Joke Books. Aðrar hafa fjallað um húmor Gyðinga, ítala, fra, jómfrúa, kyn- óðra, svertingja, hvítingja, golfleik- ara o.fl. Og brandarar Wilde eru alveg ágætir; á köflum að vísu nokkuð óheflaðir. Dæmi: Hvers vegna fæddist Krist- ur ekki í Póllandi? Af því að í öllu landinu var ekki hægt að finna þrjá vitringa og eina jómfrú! Annað: Hvernig er hægt að sanna að Adam var Pólverji? Hver annar mundi standa frammi fyrir nakinni konu og aðeins hafa áhuga á því að éta epli! Þriðja og síðasta: Hvað kom fyrir Landsbókasafnið í Póllandi? Ein- hver stal bókinni! ROÐERT ELEGAm' *AlflNDOr* IA C.IA k:<ik, |«n<! Mollory is l.scnt toSalflon c.spionqgc wilh «n exolit,<|cQ<llyedgc bVthcauthorof MA.'-Ultii OV.VASTY A Kind of Treason eftir Robert Elegant. Utvegandi: Penguin Books. ■ Þessi bók hlaut á sínum tíma Edgar Allan Poe verðlaun og þykir það að jafnaði mikil upphefð. Söguhetjan Mallory er höfundur metsölubóka og kunnur blaðamað- ur, en þegar hér er komið sögu er hann í margvíslegum vanda: fjöl- skyldan yfirgefur hann, vinir hans einnig og hugmyndir hætta að streyma inn og út úr kollinum á honum. Þá fær hann tilboð sem ekki er hægt að hafna frá tímaritinu Quest. Hann er beðinn að gá að því hvað í raun og veru er að gerast í Saigonborg í Suður-Víetnam, og lendir í framhaldi af því í margs konar mannraunum, en greiðviknar stúlkur þar í borg stytta honum stundir og veita ró á milli. The Money Lenders eftir Anthony Sampson. Utgefandi: Coronet Books. ■ Þeir sem lesa að staðaldri fréttaritið Newsweek og Lundúna- blaðið The Observer kannast við Antony Sampson sem þar er reglu- legur dálkahöfundur. Sampson þykir greindur og glöggur fréttaskýrandi, og bækur sem hann hefur sett saman um stjórnmál og efnahagsmál á Vesturlöndum skipa honum á bekk með fremstu félagsvísindamönnum. Þessi bók, Lánadrottnararnir, fjallar um völd og vinnubrögð þeirra manna er ráða peningamálum heims- ins; hún fjallar m.ö.o. um bankaeig- endur. Hér kynnumst við sögu Chase Manhattan scm David Rockefeller rekur, Citibank sem Walter Wriston rekur, Lloyds sem Sir Jeremy Morse rekur og við kynnumst sögu Robert McNamara og Rothschild, Barings og Barclays fjölskyldanna sem sam- nefndir bankar eru kenndir við. Bókin hefur hlotið lofsamleg ummæli ritdómara, og er talin besta rit sem samið hefur verið um þetta efni. ■ Ofanncfndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, enga rítdóma. WALLSTREET JOURNAL FÆRIR ÚT KVÍARNAR Eitt áhrifamesta blað heims kemur á dagblaðamarkað í Evrópu í januar ■ Wall Street Journal er eitt af til að „meðallesandi“ blaðsins sé 47 ára á öld upplýsingaofhlæðis: staðreyndir, stórblöðum Bandaríkjanna, virðulegt gamall kaupsýslumaður, oftast forstjóri hratt og án málalenginga. og gamaldags, virt og áhrifamikið. Tvær stórfyrirtækis sem hefur rúma 62 „Lesendur okkar eru greindir. Mjög milljónir Bandaríkjamanna kaupa blað- þúsund dali í árslaun, er metin á rúma greindir,“ segir Fred Taylor, einn ið á degi hverjum og talið er að lesendur 600 þúsund dali og eyðir 51 mínútu á ritstjóra Wall Street Journal. „Þeir vilja þess séu fleiri en sex milljónir. Athugun dag í að lesa Wall Street Journal. Og sannarlega ekki láta öskra á sig. Þeir útgefenda, Dow Jones hringsins, bendir þessi „meðallesandi" veit hvað hann vill vilja fá fréttir og upplýsingar á siðaðan Fjölbreytt bókaútgáfa hjá Skjaldborg á Akureyri: Astarlíf áttræðs karls og fimm- tugrar konu ■ Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri sendir frá sér á þessu ári 22 nýjar bækur, þar af 6 barna - og unglingabækur. Flestar eru bækurnar eftir íslenska höfunda. Hér er um að ræða: Ellefta bindi ritsafnsins Aldnir hafa orðið sem Erlingur Davíðsson hefur skráð. Þau sem sega frá eru: Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, Jón Eðvarð Jónsson rakarameistari á Akureyri, Jórunn Ólafsdóttir skáldkona frá Sörlaskjóli, Lórens Halldórsson farmaður og verk- stjóri, Margrét Thorlacius frá Öxnafelli, Zóphónías Pétursson dulspekingur í Reykjavík og Þorsteinn Stefánsson frá Rauðhólum í Vopnafirði. Dagar mínir og annarra er fjórða bindi af ritsafni Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli og geymir útvarpser- indi, ferðaminningar o.fl. Með reistan makka, 2. bindi. Hér segja átján manns frá hestum sínum. Bókina prýðir fjöldi mynda og bókar- auki er um Landsmót hestamanna á Vindheimamelum s.l. sumar. Erlingur Davíðsson tók saman. Mannfellirínn mikli er fyrsta bindi af ritsafni Eiðs Guðmundssonar á Þúfna- völlum, sem er kunnur fyrir fræðistörf sín og frásagnir. Lífsmörk í spori er heiti á minninga - og fróðleiksþáttum Torfa Þorsteins- sonar í Haga í Homafirði. Fagurt er í Fjörðum - þættir Flateyinga og Fjörðunga - sem Jó- hannes Bjarnason hefur ritað. Tvær fyllibyttur að norðan er ný bók eftir Guðmund Frímann. Er hér um að ræða „sannar skröksögur um Nóra, sem bæði var þjófur og ekki þjófur - um furðufuglinn Úlfdala-Begga sem skreið eins og votur hundur upp á Flórída- skagann - um Misferlið í Rauðhúsum - um Lánasama-Sigga í Kvisthaga" og margt fleira fólk. Sunnan Kaldbaks heitir Ijóðabók Braga Sigurjónssonar. Þetta er áttunda Ijóðabók höfundar. Séra Sverrir Haraldsson sóknar- prestur í Borgarfirði eystra sendir frá sér stóra Ijóðabók Að leikslokum, en hann hefur áður sent frá sér tvö ljóðakver. Boðsdagur hjá þremur þjóðum er heiti ferðaminninga Braga Sigurjóns- sonar fyrrum alþingismanns frá Banda- ríkjunum, Kína og Rússlandi. Sú útgáfubók Skjaldborgar sem kannski á eftir að vekja mesta athygli er. Mannleg tilbreytni. Höfundarnafnið Benedikt Pálsson er dulnefni og vill hann vera „huldumaður“ fyrst um sinn. Sagan er byggð á dagbókarblöðum og lýsir á hreinskilinn hátt ástarsambandi rúmlega áttræðs karls manns og fimmt- ugrar konu og er þar ekkert dregið undan. Guðbjörg Hermannsdóttir er höfund- ur nýrrar skáldsögu Afbrot og ástir. Hún hefur áður sent frá sér fjórar skáldsögur. Aðalheiður Karlsdóttir sendir frá sér fjórðu skáldsögu sína Konu vitavarðarins. Vigfús Björnsson, sem hefur ritað nokkrar barnabækur, breytir nú um lesendahóp og sendir frá sér skáld- söguna Skógarkofinn. Flugsveit 507 er ný skáldsaga eftir breskan höfund David Beaty að nafni. Þessi bók gerist í síðari heimsstyrjöld- inni og lýsir viðureign breskrar flugsveit- ar og áhafnar þyska skipsins Groningen. Groningen. Frá konu til konu er samin af bandarískum kvenlækni Lucienne Lan- son. Höfundur fjallar um skýrt og afmarkað efni, kynfæri og kyneðli konunnar. Eins um þá sjúkdóma sem þessi líffæri og þetta lífeðli geta átt við að stríða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.