Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 17
. 111 ■ v/%' smi ■ Þegar við flettum upp á öftustu síðum dagblaðanna til þess að sjá hvað er í bíó, þá höfum við gjama í huga þá dóma sem gagnrýnendur hafa gefið myndunum og auðvitað er stuðningur að því, þegar úrvalið er orðið mikið, - kannske þrjátíu myndir í gangi í senn í bíóunum í Reykjavík. Gagnrýnendur eru auðvitað með mismunandi smekk, en þó leita þeir jafnan að því sama, - er myndin vel gerð? Hvernig er takan? Hvað um efnisþráðinn, - er eitthvað vit í honum eða er þetta bara vella? Eru einhverjir að vinna leiksigra í myndinni? Hvernig er hljóðsetningin? Fyrir 30-40 árum fóru menn ekki t' bíó til þess að gá að svona hlutum, - það var annað sem leitað var eftir þá, miklu fremur en nú. Þá var það fyrst og fremst ástin og fegurðin sem fólk leitaði eftir, því þá var heimurinn ekki orðinn eins gersneyddur rómantík og nú er. Meira að segja heimsstyrjöldin hafði ekki drepið rómantíkina. Það gerðu aðrir síðar, svipþungir efasemdarmenn, sem sáu ansk... í hverju horni og fussuðu við öllum þessum yndislegu sveitastúlk- um sem Hollywood framleiddi á færi- bandi, fallega greiddum í blúndukjólum með stífmálaðar varir. „Lífslygi og glassúr," sögðu efasemdarmennirnir og ■ fullyrtu að meira að segja brilljantín- greiðsla hlyti að ruglast í slagsmálum, en það mátti hún aldrei gera í Hollywoodmynd. Þar kom líka að Hollywood lenti í mesta þrengingar- skeiði, sem lauk ekki fyrr en farið var að bjóða upp á myndir sem stóð- ust öll próf andstyggðar raunveru- leikans. Rómantíkin lá eftir stungin svefnþorni eins og Mjallhvít og Guð má vita hvort hún verður nokkru sinni vakin upp aftur. Það vita víst allir nú hvað heimurinn er Ijótur og best að sýna hann svoleiðis. Það trúir enginn á fegurðina, sakleysið og heppnina, eins og áður. Árið 1945 kom út mikið og vandað kvikmyndatímarit á fslandi. Það hét „Stjörnur" og eins og sagði í fyrsta tölublaðinu var tilgangurinn sá að „kynna ýmsa kvikmyndaleikara og flytja fréttir beint frá vöggu kvikmyndanna í Hollywood." Þetta stóð blaðið dyggi- lega við í átta ár, en það kom út til ársins 1953. í afdölum til sveita skoðuðu ungar stúlkur á sér prófílinn í tveimur smáspeglum til að vita hvort þær líktust ekki Alexis Smith örlítið, eða þá Dorothy Lamour og á kappreiðaböll- unum brást ekki að þær komu auga á einhvern sem var með eins nef og Mickey Rooney á forsíðunni í „Stjörn- ur“. Eða þá augu eins og Gregory Peck. Um borð í togurum lásu ungu mennirnir líka „Stjömur" á frívaktinni. Áyfirborð- inu var það bara til að láta tímann líða, en þeir hafa þó áreiðanlega gefið því gætur hvort stæla mætti greiðsluna hans Tyrone Power og gætt í laumi að hvort þeim færi yfirskeggið hans Clark Gable. Við koksmaskínur sveitanna og undir dýnubotninum um borð í Agli Skalla- grímssyni og Röðli norður á Halamiðum velktust þessi skilaboð ofan af stjörnu- himinum í Hollywood manna á meðal og kyntu bál af þrám og unaðsdraumum í hversdagsleikanum. Við gerðum það okkur til gamans að glugga dálítið í þessu gömlu rit, bæði til þess að gleðja hin gömlu augu þeirra sem voru ungir á þessum árum og þeim til fróðleiks sem þá voru ekki til. Við lítum líka í tvö önnur tímarit sem út komu um þetta leyti og fylgdust vel með draumaheimi kvikmyndanna, en það voru „Bergmál" og „Blandaðir ávextir." Þau rit eru hætt að koma út, eins og „Stjömur.“ Mjallhvít rómantíkurinnar tók þau með sér í kistuna, þar sem hún mun líklega hvíla úr þessu, því það er sagt að prinsinn hafi misst fæturna í Kóreu og höfuðið í Víetnam. og fagra „Hin heppna Alexis Smith“ „Megintilgangurinn er að auka nokk- uð þau litlu kynni sem íslenskir kvikmyndagestir hafa af ýmsum þeim stjörnum sem skærast Ijóma á kvik- myndahimninum,“ sögðu „Stjörnur" um tilgang blaðsins í fyrsta tölublaði og á sömu síðu brostu þau yndislega framan í lesandann, Mickey Rooney, Shirley Nei, í þá daga sigraði hið góða, sem nú fer alls staðar halloka. „Fögur stjarna í fáseðu umhverfi" stendur til dæmis undir mynd af Betty Grable, sem stendur innan í skeifu, - tákni heppninnar, - og skeifan er tindrandi af glimmer. „Betty Grable er heimsfræg fyrir leik sinn og fegurð. Þó mun hún vera frægust fyrir hinn einstæða líkamsvöxt sinn en um hann þarf í rauninni ekki að segja margt. Hann kynnir sig best sjálfur. Lítið á myndina og þér munuð sannfærast. „Stjörnur“ munu síðar segja lesendum sínum meira um hina frægu og dáðu Betty Grable, líf hennar, baráttu og sigra í heimi kvikmyndanna." Þykir mest varið í að sofa í rauðleitum náttfötum „Stjörnur" voru ekki einar um hituna. eins og áður segir.því á þeim tíma sem blaðið kom út voru einnig á ferðinni tímaritin „Blandaðir ávextir" sem komu út 1953-54 og „Bergmál“ en það blað kom út 1947-1957. Höfðu þessi tímarit bæði góð sambönd vestur til Hollywood og „Bergmál" náði að mynda Frank Sinatra, þar sem hann gluggar í eintak af blaðinu og ræddi eitt sinn við Walt Disney. Myndir frægra leikara prýddu síður þessara blaða eins og síður „Stjarna" og nærri má geta að það var handagangur í öskjunni, þegar Tyrone Power kom til Reykjavíkur og skrifaði í minningabækur ungu stúlknanna í bænum. „Stjörnur" höfðu svonetndau trétta- ritara, sem birti stöðugt nýjar fréttir af lífi hinna dáðu leikara og hér eru nokkur sýnishorn: „Hollywood 5. desember. Já, og það er alveg satt. - Nora Eddington (kona Eroll Flynn) hefur verið prófuð og það er mjög mikil ástæða til að halda að innan skamms fáum við að sjá hana á tjaldinu. Og því ekki það, - hún er sérstaklega falleg og hún myndast svo vel að slíks eru fá dæmi.“ „Þegar Betty Grable var lítil stúlka var hún kölluð „Ruth“. Hér um daginn var hún kölluð þessu ágæta nafni, en þá brast hún reið við og sagðist hata nafnið...Betty hefur engan einkaritara og labbar sjálf í bankann með aurana sína, án þess jafnvel að tala við fjármálaráðunaut sinn... Hún notar sjaldan sama lit af varalit meira en einu sinni, en gerir alltaf nýjar tilraunir í hvert sinn sem hún býr sig um... Henni þykir mest varið í að sofa í rauðleitum náttfötum." „Enginn hefði haldið að Helmut Dantine mundi slá Frank Sinatra út og hafa stúlkurnar sveimandi í kring um sig, þegar hann kæmi fram opinberlega í New York, en það er nákvæmlega það sem gerðist. Helmut sem virðist bara venjulegur ungur maður hérna vestur frá, var sannarlega ekki líklegur til að yfirvinna stúlkurnar. En hvað gerði hann ekki!“ „Susan Peters hefur verið talsvert veik undanfarið, en læknar hafa von um að hún nái sér bráðlega." „Barbara Hutton hefur verið að fara einkennilega oft út að skemmta sér með Phil Reed, en á sama tíma fer hinn fyrrverandi eiginmaður Barböru Carry Grant, dálítið oft á skemmtigöngu með Betty Hensel.“ „Einhver mesti kunningsskapur sem talað er um í Hollywood er þessi á milli Lana Turner og Frankie Sinatra. Þau kynntust þegar Lana var að leika með Tommy Dorsey, sem þá var húsbóndi Frankie. En nú er Lana bara gift Steve Crane og nú verða þau þrjú, - Lana, Steve og Frankie - að skemmta sér saman. Þetta sýnist allt ganga afskaplega vel.“ Þetta látum við gott heita um þessa góðu gömlu daga, þegar fólk trúði enn á heppnina og hamingjuna. Kannske trúum við enn á þetta, þótt við látum það ekki eins frjálslega uppi og pabbi og mamma gerðu. Kannske er þetta ennþá il, - hver veit, en sjaldnast við. næsta ljósastaur, eins og þau héldu gömlu hjónin, þegar þau voru ung. En þá er bara að labba lengra og athuga þarnæsta Ijósastaur... AM tók saman SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1982 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 BLANDAÐIR ÁVEXTIR Temple og Paramountleikarinn Bing Crosby. í blaðinu er grein um Tyrone Power og mynd af þeim Maureen O’Hara í kvikmyndinni „Svarti svanurinn" og enn kynning á Alexis Smith, með ýmsum upplýsingum um þessa leikkonu. Um Tyrone Power segir: „Þeir sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Tyrone Power tala mikið um fegurð hans og sérstakt jafnvægi. Hann hefur það viðmót, þá menntun og það útlit sem kvikmynda- framleiðendur og stjórnendur sækjast sífellt eftir. Hann heillar alla með alúð sinni og einlægum áhuga og hann hefur þann sérstaka hæfileika að gefa sam- ræðum leikandi líf...“ Alexis Smith fær ævisögu sína rakta í „Stjörnum”: „Alexis Smith er fædd í Canada en fluttist með foreldrum sínum til Holly- wood, þegar hún var fimm ára. Hér er ævisaga hennar í stuttu máli: 10 ára: Þá er hún álitin sérstök í píanóleik sínum. 11 ára: Bætti söng og dansi við list sína. 13 ára: Sýndi listdans í hinu fræga skemmtihúsi „Hollywood Bowl.“ 16 ára: Vann fegurðarsamkeppni í Californíu. 17 ára: Stundaði leiklistarnám í Los Angeles háskóla. 19 ára: Ágætur leikari. 20 ára: Mikil kvikmyndastjarna. Faðir Alexis var gullgrafari í Canada, afi hennar gróf eftir gulli í Afríku og langafi hennar gróf eftir því sama í Alaska. Sjálf grefur hún í Hollywood og finnur gnótt. Samt lifir hún sparlega og segir að peningar geti komið sér vel seinna. Alexis segir að steik sé uppáhalds- matur sinn. Skauta og badminton- íþróttaiðkanir eru aðal tómstundagaman hennar, en mest þykir henni gaman að horfa á fótbolta. Hún segist trúa því að fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Eiginmaður Alexis heitir Cragis Stev- ens og giftu þau sig 1944, eftir að hann hafði fengið undanþágu frá herþjón- ustu. Alexis er fædd 8. júní 1921 vegur 114 pund, er 168 sm. á hæð, Ijóshærð og með fallega blá augu.“ Ung og saklaus ofan úr sveit... Lýsingar eins og þessar á Alexis Smith hafa sem nærri má geta snortið viðkvæm hjörtu rómantískra unglinga í Bárðardal og á Freyjugötunni og kynt undir þránum á böllunum sem haldin voru í Mjólkursamsölunni og í Vetrargarð- inum, eða í mismunandi þrifalegum bröggum og skýlum sem notaðir voru til samkomuhalds víða um land, t.d. gamla bragganum á Raufarhöfn eða Kross- inum í Keflavík. Boðskapur kvikmyndanna frá Holly- wood var líka sá að það gerði ekkert til þótt maður væri peningalaus og ætti ekki nema eitt pils og eina peysu eða gömul og lúin jakkaföt, - maður þurfti aðeins að vera svolítið FALLEGUR og svolítið HEPPINN, þá var ekki ólíklegt að dís HAMINGJUNNAR slægi mann sprota sínum einn daginn. Dæmi um það var maður eins og Gregory Peck..: „Kynnist Gregory Peck“ segja „Stjörnur" í einu tölublaða annars árgangs: „Jafnvel hin vandláta Holiy- wood fann það og íbúar borgarinnar töluðu um það með hrifningu, - hinn stóri dökkeygi ungi maður er hinn fyrsti þar í borg til að gera samning við fjögur félög í einu. Hann lofaði að leika í 12 myndum á skömmum tíma. Allir vildu fá Gregory Peck..." Blaðið rekur nú ævisögu þessa heppna og laglega manns, hvernig hann fyrir tilviljun varð starfsmaður í kvikmynda- veri, gerðist „kallari" á senu og fékk loks smáhlutverk, sem sýndi að hann var „fæddur til að leika." Eftir það var brautin bein. Með allar þessar upplýsingar í vasanum átti enginn að þurfa að koma af fjöllum sem fór að sjá jólamyndirnar í Reykjavík 1946: Tjarnarbíó sýndi „Unaðsóma," ævisögu Chopin, Gamla bíó „The Three Cabelleros" og Nýja bíó „Home in Indiana." Þegar maður kom út aftur fannst manni að frægðin hlyti að bíða við næsta ljósastaur, eða þá sú hamingja sem fylgir fyrirbrigðinu „True Love,“ sem mjög var fjallað um í Hollywood. Dæmið af Grcgory Peck sýndi það og líka ævi Dorothy Lamour. Söng á milli lyftuferðanna Já, Dorothy Lamour. Sú stúlka fæddist nú ekki með gullskeið í munninum. Hún varð að vinna fyrir sér sem lyftustúlka í vöruhúsi í Chicago og þeyttist upp og niður í lyftunni frá morgni til kvölds. En í frístundum söng hún söngvana sína og svo fallega að ailir sem heyrðu hrifust af og voru „vissir um að brátt hlyti hún að hverfa frá lyftunni til söngsins..." eins og segir í „Stjörn- um.“ Á árunum fyrir og eftir 1950 tindruðu stjörnurnar og blikuðu sem aldrei fyrr og þetta voru engir urðarmánar og villutungl sem sjónhverfingamenn raun- veruleikans nú á dögum nota til þess að gera fólk svartsýnt og „deprímerað” yfir harðneskju, grimmd og ruddaskap morfínista, hóra og annars illþýðis sem oftar en ekki ber sigur af hólmi í lokin. ■ AnnSouthern. Hvaða karlmaður gat staðist þessi augu? Menn stálust til að strjúka ■ „Blandaðir ávextir“ fluttu tíðindi úr kvikmyndaheiminum. Forsíðuna prýðir ■ Góðar fréttir í „Stjömum“: “Glark Gable hvarf frá kvikmyndunum meðan á ■ Ungar Reykjavíkurmeyjar létu mynda sig hjá Lofti á þessum ámm og margar framanúrsérsaltiðogkíkjaíspegilbrotiðumborðí AgliSkallaogtogaranumRöðli. mynd af leikkonunni Ann Southern. styrjöldinni stóð, en nú er hann farinn að leika aftur.“ bestu mynda sinna birti Ijósmyndastofan í „Stjömum“. Þekkir einhver ekki hana mömmu sína á þessum myndum? EF DIS BAMINGJUNNAR SNERT- IR NG MEÐ SPROTA SÍNUM....” Helgar-Tíminn rifjar upp daga Hollywoodstjarnanna eins og afi og amma muna eftir þeim, - þá daga þegar heppnin og hamingjan réðu ríkjum „Séð í gegn um skráargatið“, á síðum „Bergmáls.“ ■ Astin og hamingjan: „Betty Grable er einhver vinsselasta leikkona heimsins. ■ „Bergmál" kom út í tíu ár, síðast 1947. Hún hefur fyrir nokkra síðan eignast dóttur, sem sést hér með henni. Samt er hún ekki búin. að snúa bakinu við leiksviðinu." ARMEN MIRANDA «^d l»u, og 0~,„ „ b.„ 6U> nMUiania. . iÍ9Mm V.líu hctur vtriiV til lcikkofta, «m svipaS hcfut til u • tmci. Mirjftda, „g „ lalf , Hun *f **“» vinnutorkur og ktur ckki i ■•■■' i íúttpor hcnrur L,u levo VCrfecfnin Huu hcfur ildrc, vcrið ir(S í ua,,.;.. . "" dagsvcrki loknu kf« hún að hufa t '_tyca nu»um ý •**»“ í kvikrnynduni. „hcrtv .... ZiJ? t*ll"]}ún «kk*rt það, scm raska kr Samkvæmt ósk aðdáanda á Siglufirði.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.