Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 menn og málefni ÁGREINIIVGUR UM UPPBÓTAR- SÆTIN TEFUR KJÖRDÆMAMÁLIÐ Ráðherranefndin að hefja viðræður við formenn stjórnarandstöðuflokkanna, en í þessum viðræðum mun stjórnarskrármálið bera á góma. Breytt hlutfall ■ Eins og skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum, hefur stjónarskrárnefnd að mestu lokið endurskoðun á stjórnarskránni og atriðum sem eru tengd henni að undanskilinni þeirri grein hennar, sem fjallar um kjör- dæmamálið. Þar er enn um óleystan ágreining að ræða og bíður það þingflokkanna að skera úr honum. Áður en vikið er að þessum ágreiningi, þykir rétt að rifja upp þær ástæður, sem valda því, að samkomu- lag er um að gera breytingar á kjördæmaskipuninni með einum eða öðrum hætti. Þegar kjördæmaskipuninni var síð- ast breytt, sem var 1959, varð þegjandi samkomulag um, að eðlilegt væri að verulega færri kjósendur yrðu á bak við þingmann í strjálbýlinu fjarri höfuðborginni en í henni sjálfri og nágrenni hennar. Einkum var þá miðað við Vestfjarðakjördæmi, sem hafði fæsta kjósendur að baki þing- manni, og Reykjavík, þar sem flestir kjósendur voru á bak við þingmann. Reiknað var bæði með kjördæmakosn- um þingmönnum og uppbótarþing- mönnum, sem féiiu á viðkomandi kjördæmi. Niðurstaðan varð sú, miðað við kosningamar 1959, að væri tala kjósenda á bak við þingmann í Vestfjarðakjördæmi, merkt með töl- unni 100 varð hliðstæð tala í Reykja- vík 280. Síðan 1959 hafa orðið verulegar breytingar á búsetu landsmanna. Fjölgunin hefur orðið langmest í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík. Árið 1979 voru orðnar þær breytingar á kjósendatölunni. að væri talan 100 látin haldast óbreytt fyrir Vestfjarða- kjördæmi, var hún orðin 367 fyrir Reykjavík og 411 fyrir Reykjanes- kjördæmi. Það er sameiginlegt álit þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, að úr þessu verði að bæta, og ná a.m.k. svipuðu hlutfalli milli fámennasta kjördæmisins og fjölmenn- asta kjördæmisins og var 1959. Raddir hafa heyrzt um, að ganga ætti lengra og minnka muninn. Raddir hafa og heyrzt, sem gengið hafa í aðra átt. Við útreikninga hjá stjórnarskrár- nefnd hefur aðallega verið miðað við að ná áðurgreindu hlutfalli frá 1959, með samanburði á Vestfjarðakjör- dæmi og Reykjavík. Óbreytt kjördæmi Þegar stjórnarskrárnefnd hóf störf sín, kom sú spurning fyrst til umræðu, hvort miða skyldi við núverandi kjördæmaskipun eða hverfa að öðru fyrirkomulagi, t.d. taka upp ein- menningskjördæmi, gera landið allt að einu kjördæmi, hafa blandað kerfi einmenningskjördæma og landskjörs o.s.frv. Gert var yfirlit um þá valkosti, sem um gat verið að ræða. Þetta yfirlit var sent þingflokkunum til umsagnar. Niðurstaðan varð sú, að ekki myndi nægilegt þingfylgi við breytta kjör- dæmaskipan, enda höfðu litlar óskir komið fram um breytingar á henni, þegar undan eru skildar óskir Suður- nesjamanna um að skipta Reykjanes- kjördæmi. í heild mun mega segja, að kjósendur hafi sætt sig sæmilega við þá kjördæmaskipan, sem ákveðin var 1959, hvað skiptingu kjördæmanna og stærð snertir. Þá munu þingmenn margir ekki hafa áhuga á breytingu, þar sem núverandi skipan tryggir þeim áfram- haldandi þingsetu, a.m.k. fyrst um sinn. Eftir að þetta var komið í ljós, hlutu störf stjórnarskrárnefndar varðandi kjördæmamálið að byggjast á því, að núverandi kjördæmaskipan héldist óbreytt, en unnið yrði að því að koma á svipuðu hlutfalli milli kjósendatölu og þingmannatölu kjördæma og sam- komulag var um 1959. Úthlutun uppbótarsæta Hlutfallinu frá 1959 má ná á tvennan hátt. Annar möguleikinn er sá að breyta úthlutun uppbótarsæta og koma þannig á svipuðu hlutfalli og var 1959, án fjölgunar á þingmönnum. Hinn möguleikinn er sá að láta úthlutun uppbótarsæta vera óbreytta en fjölga í staðinn þingmönnum og láta Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi fá alla fjölgunina. Imprað hefur verið á þriðja mögu- leikanum, þ.e. að fækka kjördæma- kosnum þingmönnum í minni kjör- dæmunum, en fjölga þeim tilsvarandi í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Svo langt væri þá gengið á hlut minni kjördæmanna, að ótrúlegt er að fyrir slíkri breytingu sé meirihluti á Alþingi. Af mörgum ástæðum virðist sú leið eðlilegri að umræddu hlutfalli verði fyrst og fremst náð með breyttri úthlutun uppbótarsæta. Þetta byggist ekki sízt á því, að þau uppbótarsæti, sem viðkomandi flokk- ar hljóta, eru fyrst og fremst fengin vegna kjósendafylgis þeirra í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi. Nú eru uppbótarsætin 11, en þingsæti alls 60. Uppbótarsætum er þannig úthlutað nú, að fyrsta upp- bótarsæti flokks hlýtur sá fram- bjóðandi hans, sem hefur fengið flest atkvæði þeirra sem fallið hafa í kjördæmi. Annað uppbótarsætið fær sá fram- bjóðandi flokksins,sem hefur fengið hæstu hlutfallstölu eða prósentu. Þessi skipting helzt svo áfram á þann hátt, að þriðji, fimmti og sjöundi uppbótar- menn flokksins verða þeir fallfram- bjóðendur, sem hafa hæsta atkvæða- tölu, en annar, fjórði og sjötti þeir, sem hafa hæsta prósentutölu. Þó eru þær hömlur settar, að flokkur má ekki fá nema einn uppbótarmann úr hverju kjördæmi. í reynd hefur þessi úthlutunaraðferð oftast leitt til þess, að Reykjavík hefur fengið þrjá uppbótarþingmenn og Reykjaneskjördæmi þrjá. Þó hefur Reykjavík fengið fjóra uppbótar- menn, þegar flokkar, sem uppbót hlutu, voru fjórir. Reykjaneskjör- dæmi hefur í undantekningartilfellum ekki fengið nema tvo uppbótarþing- menn, t.d. í síðustu þingkosningum, þegar aðeins tveir flokkar fengu þrjú uppbótarsæti eða meira. Samkvæmt framansögðu, hefur það verið nokkuð föst regla, þótt með undantekningum sé, að uppbótarsætin hafa skipzt þannig, að sex þeirra hafa fallið til Reykjavíkur og Reykjanes- kjördæmis og fimm til annarra kjör- dæma, þótt raunverulega hafi flokk- arnir fengið þau vegna kjósendafylgis síns í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. Frá því sjónarmiði verður það að teljast sanngjarnt og eðlilegt, að þessi fimm uppbótarsæti falli eins og hin sex Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í skaut. Ef skiptingunni væri hagað þannig, að Reykjavík fengi sex uppbótarsæti og Reykjaneskjördæmi fimm, væri búið að ná svipuðu hlutfalli milli kjördæmanna og var 1959. Ef miðað er við kosningarnar 1979 og kjósendatala bak við þingmann merkt með 100 í Vestfjarðakjördæmi hefði talan orðið 255 í Reykjavík og 240 í Reykjaneskjördæmi. Árið 1959 var þessi tala 280 í Reykjavík, eins og áður segir. Flokksleg rök Enn sem komið er, hefur ekkert samkomulag náðst í stjórnarskrár- nefnd um breytingu á úthlutun uppbótarsætanna. Þeir flokkar, sem notið hafa uppbótarsætanna, hafa viljað og vilja enn halda úthlutunar- reglunum óbreyttum. Röksemd þeirra er flokksleg. Þeir halda því fram, að erfitt sé fyrir þá að fá frambjóðendur í kjördæmin utan Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis, nema þeir hafi möguleika á uppbótar- sæti. Það megi því ekki svipta flokkana þessum möguleika. Hér koma vissulega mannleg sjónar- mið til sögunnar. Innan þingflokka umræddra flokka eru margir þing- menn, sem ýmist eiga þingsæti sitt eða hafa átt þingsæti sitt núverandi uppbótarreglum að þakka. Svipað gildir um ýmsa þá, sem eru nú varamenn eða hafa verið varamenn. Þessi annmarki kemur einnig í Ijós, ef menn vilja ganga þó ekki sé nema til hálfs og fjölga t.d. uppbótarmönn- um Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis með því að afnema hámarks- regluna svonefndu, þ.e. að flokkur fái ekki nema einn uppbótarmann úr hverju kjördæmi. Af þessu myndi t.d. leiða það, að Norðurland eystra og Suðurland fengju yfirleitt ekki uppbót- armenn, en aftur á móti Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland. Ef vissir flokkar reynast ófáanlegir til að breyta nokkuð uppbótarreglun- um, virðist ekki önnur leið fyrir hendi en að fjölga þingmönnum. Fjölgun þingmanna þarf að verða mjög veruleg, ef hún á að nægja til að ná hlutfallinu frá 1959, ef reglur um úthlutun uppbótarsætanna haldast ó- breyttar. Bedið eftir flokkunum Segja má að eftir þær umræður, sem hafa farið fram um kjördæmamálið innan og utan stjórnarskrárnefndar, og þá útreikninga, sem gerðir hafa verið, ættu flokkarnir ekki að þurfa langan tíma til að taka ákvörðun sína, en stjórnarskrárnefnd bíður nú eftir að heyra er.danlega frá þeim. Ef menn vilja halda óbreyttri þingmannatölu eða sem minnst breyttri þingmannatölu, er um það að ræða að breyta úthlutun uppbótarsæta með því að færa uppbótarsætin að mestu eða öllu til Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis. Vilji menn hins vegar ekki breyta neitt úthlutunarreglunum, er um það að ræða að fjölga þingmönnum verulega. Þetta eru valkostirnir, sem um virðist að tcfla eins og málin standa nú. Hvorug leiðin mun vekja hrifningu hjá þeim, sem hefðu helzt viljað nota þetta tækifæri til róttækra breytinga á stjórnarháttum, t.d. meiri aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Sá, sem þetta ritar, er í þeirra hópi. Um slíkt er hins vegar ekki að ræða nú. Skilyrðin til slíkra breytinga eru ekki fyrir hendi. Vafalítið er það skárri kosturinn að fjölga ekki þingmönnum, eða a.m.k. að fjölga þeim sem allra minnst. Síðustu áratugi hefur útþensla ríkis- báknsins verið gífurleg. Stjórnarkerfið minnir í vaxandi mæli á öfugán pýramída. Veruleg fjölgun þingmanna myndi enn auka þessa öfugþróun. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.