Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 30
‘jet ;u '&: ;<> n SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 ■ Dalla Cliiesa og kona hans í bíl sínum rétt eftir hina hryllilegu morðárás. Chiesa lögreglustjóri hafði lifað af Ijögur tilræði Rauðu herdeildanna á fimm árum, en Mafían „afgreiddi“ hann á 127 dögum. ÓGNARVALD MAFÍUNNAR Á SIKDLEY — 105 manns hafa verið drepnir á þessu ári í átökum Mafíunnar um heroinmarkaðinn í Palermo n Heitan vindblæ frá Afríku ber um strætið Via Isidoro Carini og hann feykir með sér bréfsneplum, plastpokum og ryki. Þetta er lítil og sóðaleg verslunar- gata í miðbæ Palermo og iíkt og í höfuðborginni allri má sjá að einhvern- tíma hefur þar verið álitlegra umhorfs. Á gagngséttinni standa blóm í háum kirkjugarðsblómavösum. Það eru sverð- liljur, og þær eru þegar nær sölnaðar í öllum þessum hita. Á veggjum húsanna má sjá för eftir riffHkúlur. Við hliðina á lítilli fatahreinsun hangir handskrifaður seðill sem á er ritað: „Hér dó von heiðarlegra Palermobúa." Á þessum stað var lögreglustjórinn Carlo Alberti Dalla Chiesa, 63ja ára að aldri, myrtur, ásamt konu sini, Emanú- elu, 32ja ára. Ódæðið var unnið að undirlagi Mafíunnar. Skothríð úr fjölda Kalaschinikow-riffla lék þau hjón svo herfilega að nánustu ættingjum var bannað að sjá líkin. Eins og jafnan á Sikiley, þá voru engin vitni til staðar. Enginn íbúanna hafði neitt séð eða heyrt. Frændi Dalla Chiesa, Goffredo Naselli segir: ;,í þessari-bölvaðri borg eru allir blindir og heyrnarlausir." Líkt og jafnan á Sikiley verður lögreglan því að fálma í myrkrinu. Ugo Viola, lögregluforingi, segir: „Annað hvort stöndum við þá að verki eða við verðum að treysta eingöngu á Guð og lukkuna". Enginn sá mennina, bílarnir voru brunnir, engin leið er að semja auglýsingar með lýsingu á glæpamönnunum, því enginn vill neitt segja. Gallharður veiðari hryðjuverkamanna Dalla Chiesa hafði verið fjóra mánuði í borginni. í fjögur ár þar áður hafði hann unnið á fastalandinu og verið drjúgur við að hafa uppi á hryðjuverka- mönnum. Vonast var til að honum yrði eins vel ágengt við að hafa uppi á Mafíumönnum á Sikiley, er hann var gerður að lögreglustjóra þar. En Mafían sýndi hér enn einu sinni hvers hún er megnug. Hryðjuverkamönnum hafði ekki tekist að vinna á Chiesa í fjórum tilræðum við hann á fimm árum, en Mafíunni tókst það aðeins 127 dögum eftir að hann kom til Sikileyjar. Prófessor einn segir við höfund þessarar greinar og ypptir öxlum: „Því miður, en það er ekki eins einfalt að fást við Mafíuna og menn ætla. Hingað koma dæmigerðir Norður-ítalir og ætla sér að leika einhverjar hetjur. Hvað hafði lögreglustjórinn svo upp úr krafsinu: Hann er dauður og Mafían hrósar enn sigri yfir stjórnvaldinu.“ Þetta var einfaldur sigur: Þegar Dalla Chiesa kom með flugvél til Sikileyjar hinn 30. apríl sl. hélt hann þegar með leigubíl til embættisskrifstofu sinnar í lögreglustöðinni og lét blöðin vita nákvæmlega af fyrirætlunum sínum. Hinn 3. september sl. fór hann svo í óbrynvörðum bíl til Via Isidore Carini og var kona hans við stýrið. Hann hafði ekki aðra fylgd en einn mann sem ók í bíl rétt á eftir honum. „Vera má að ég persónulega beri nokkurn ugg í brjósti," sagði hann í vinahópi. „En sem ■ Morð á almannafæri eru daglegt brauð á Sikiley og hér leika böm vettvangsrannsókn lögreglunnar, - lögregluþjónn dregur útlínur líksins á götunni! lögreglumaður má ég aldrei láta það uppi.“ Hugrekki Dalla Chfesa er aðdáunar- vert, þegar haft er í huga að hann var kominn til starfa í borg þar sem enginn stjórnmálamaður leyfir sér að nefna orðið „Mafia" upphátt. En jafn litla virðingu sýndi líka Mafían þessu hugrekki. Hún drap hann og konu hans, eins og hún hafði drepið 103 manneskjur aðrar á árinu, en yfirstandandi ár er hið blóðugasta í heldur rauðleitri sögu Mafíunnar í Palermo í áraraðir. Meira að segja á klósettinu er dómarinn ekki óhultur Giovanni Falcone, 43ja ára gamall rannsóknardómari í Palermo, gefur skýringu á því hvers vegna glæpum hefur fjölgað svo geysilega á vestur-hluta Sikileyjar og í Palermo frá 1977, þar sem Mafían á ætt ogóðul: „Sikiley er mikilvægasta miðstöð vinnslu og dreifingar á heróíni í heiminum nú á dögum,“ segir hann. Falcone dómari hefur árum saman staðið í stríði gegn Mafíunni. Það að hann skuli enn vera á lífi þakkar hann það að hann hagar lífsháttum sínum svo að varla nokkur vildi leika það eftir. Þrjátíu til fjörutíu lögreglumenn skiptast á daglega um að verja Falcone. Þegar hann fer á klósettið utan við réttarsalinn fylgja honum aldrei færri en tveir þungvopnaðir lögreglumenn. Þeg- ar hann hættir á að synda á ströndinni gæta minnst tveir lögreglumenn strand- arinnar og bátur með vopuðum lögreglu- mönnum lónar úti fyrir. Einkalíf á þessi skeggjaði lögreglumaður ekkert. Hann fer varla neitt nema á milli dómhallar- innar og íbúðar sinnar sem er byggð eins og loftvamarbyrgi. Heima að morgni og heim að kvöldi, alltaf í brynvörðum Álfa-Romeo og í fylgd minnst tíu þrautþjálfaðra varða. Falcone: „Þeir slátra hverjir öðrum í baráttunni um eiturlyfjamarkaðinn. Við álítum að hagnaðurinn af eiturlyfjasöl- unni færi Mafíunni árlega upphæð sem nemur 1.5 milljarði þýskra marka (þ.e. 9 milljarðar ísl. króna) Þar sem heróinsal- an er nú farin að skila jafn miklum hagnaði á tveimur mánuðum og áður á tveimur árum, þá hefur mjög tekið að hrikta í stoðum innan Mafíunnar. Enginn af gömlu Guðfeðrunum getur talið sig óhultan lengur." Flokkastríðið í Mafíunni hefur þegar útrýmt heilu fjölskyldununt, eins og Inzerillos fjölskyldunni í Palermo, sem þar var eitt sinn mjög voldug. Sá alvoldugasti Guðfeðranna á Sikiley, Rosario di Maggio, taldi árið 1977 að hann væri orðinn of gamall til þess að standa í þessum óþrifalegu viðskiptum, sem með hverjum deginum urðu hættulegri. Þessi trúnaðarmaður allra höfðingja í „Costa Nostra“ í New York, fékk því völd sín í hendur frænda sínum Salvatore Inzerillo, sem var orðinn gallharður á þessu athafnasviði, þótt hann væri aðeins 33ja ára. Inzerillo ríkti með ægistaf yfir Mafíu- starfseminni á Sikiley í samvinnu við fjölskylduna Bontade frá Villagrazia, en venslabönd voru á milli fjölskyldnanna. Bontade-fjölskyldan átti náið samstarf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.