Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUK 24. OKTÓBER 1982 31 við Kristilega demókrataflokkinn, sem fór með völdin á eynni. Skipulagði Inzerillo eitt sinn mikla kvöldverðar- veislu á pizzastað í eigu ættarinnar „La Carbonella" fyrir samgönguráðherra demókratanna, Attilio Ruffini. Eftir að' níu réttir matar höfðu verið fram bornir reis Inzerillo á fætur og sagði í hátíðlegri ræðu: „Okkur er það mikill heiður að hafa herra ráðherrann með okkur í kvöld. Förum nú heim og segjum vinum okkar og þeir sínum vinum að þennan heiðursmann beri okkur að styðja.“ - Á þennan hátt hefur Kristilegi demókrata- flokkurinn setið við völd á Sikiley frá því í stríðslok. Sneri hauslaus heim Dollaraflaumurinn espaði upp öfund annarra „fjölskyldna" sem ekki þoldu að sjá allan auðinn streyma í vasa gömlu valdahópanna. í apríl 1981 var Stefano Bontade skotinn og mánuði síðar var Salvatore Inzerillo látinn fjúka sömu leið. Gamli Mafíu-aðallinn mætti við útför- ina. En að henni afstaðinni hrundi allt veldið. Vinir hurfu fyrir fullt og allt, - fjöldinn allur. Þegar lögreglan rannsak- aði hús Inzerillos í júní 1981 komu engir á móti þeim nema útgrátnar konur: „Hér er enginn lengur.“ Til þess að finna þessa menn sögðu lögreglumenn í skýrslu að þeir hefðu þurft að leita vel undir kjallaragólfum ýmissa húsa. Aðeins einum, Pietro Inzerillo, 33ja ára, tókst að flýja á vit frændanna í New York. En hafi hann verið ruglaður í kollinum á flóttanum, þá var hann það ekki síður er heim kom, - því þá var kollurinn af! Um borð í Júmbó-þotunni frá Ali- talia, sem tvisvar í viku flýgur á milli New York og Bandaríkjanna og er því kölluð „Guðfaðirinn" manna á meðal, var lík á meðal annars flutnings í janúar sl. Það var lík hins síðasta Inzerillo. Keppinautamir í Brooklyn höfðu verið þar að verki. Undan veldi þessara aðila gróf einnig „Skandall aldarinnar," en það var milljarðagjaldþrot Mafíu-bankakóngs- ins Michele Sindona. Svikarinn borgaði starfsmönnum flokkanna og þó einkum Kristilega demókrataflokksins, feikna- legar upphæðir, til þess að þeir létu hin gífurlegu fjármálaumsvif hans óáreitt. Með því að nota sér banka Vatikansins, sem hann átti náið samstarf við, ferjaði hann svimandi upphæðir út úr Ítalíu. Á hinn bóginn tókst honum að nota banka sína til þess að taka við því firnafé sem barst frá eiturlyfjasölunni í Ameríku. Þegar svik Sindonasar urðu uppvís, reyndu gömlu Mafíu-fjölskyldurnar Di Maggio og Inzerillo að bjarga sínum hlut úr súpunni, en án árangurs. McClellan skýrslan bandaríska hefur lýst því hvernig verðið á heróíninu stígur á leiðinni frá Líbanon um Sikiley til Bandaríkjanna. Eitt kíló af hráu morfíni kostar 1000 dollara í Líbanon. Mafían selur það svo sem hreint heroin í New York fyrir 22 þúsund dollara til Cosa Nostra. Þá taka við dreifingarhringir sem blanda eitrið með mjólkurdufti og fleiru og selja það loks í litlum plastpokum. Á endanum hafa fengist 225 þúsund dotlarar fyrir kílóið. Forvitnilega innsýn í heim eiturlyfj- anna mátti fá í júlí 1980, þegar lögreglan handtók Belgíumanninn André Gillet á flugvellinum í Róm. Gillet leysti frá skjóðunni. Hann einn hafði komið 169 kílóum af heróini til Bandaríkjanna. Játning hans leiddi til þess að í Palermo hafðist smátt og smátt upp á fjórum hreinsunarstöðvum Mafíunnar þar sem hráu morfíni var umbreytt í heróin. Stærsta stöðin gat framleitt 200 kíló af heróini á mánuði. Sprengjur, - vísbending sérstakrar tegundar Cosa Nostra borgar Mafíunni með ávísunum. Falcone dómari segir: „Þetta eru of miklir peningar til þess að þeir verði afhentir beint yfir borðið. Hér verða bankar að koma til.“ Mafían kom því á fót lítilli peninga- stofnun sem hafði seðlaskipti með höndum á yfirborðinu. Mafían kom sínum mönnum einnig fyrir í virðulegum bönkum. Þannig tókst foringjanum Inzerillo að koma 200 þúsund dollurum í gegn um Búnaðar- og iðnaðarbankann í Monreale, án þess að greiða neitt skiptigjald, þar sem gjaldkerinn vann á vegum fleiri „stofnana" en bankans. ■ Hér situr verkamannsfjölskyldan Bonora við dánarbeð fjögurra ára dótturinnar Luisettu. Hún var að leik utan við húsið sem Mafían sprengdi í loft upp og varð þar með yngsta fórnarlamb hennar á árinu. Mafíuleiðtoginn Giovanni Bontade lét gera frænda sinn Fransesco Lo Cocco að útibússtjóra hjá Sikileyjarbanka. Þannig renna árlega meira en sex milljarðar fsl. króna til borgar sem er hin 71. í röðinni hvað tekjur snertir meðal ítalskra borga, ef trúa ætti opinberum skýrslum. Það þarf heldur ekki að ganga lengi um Palermo til þess að sjá að í þessari borg er til nóg af peningum inni um allan skítinn og fátæktina. Annan eins lúxus og þar hittist er ekki að finna nema í Milanó og í Róm, - hvergi annars staðar á Ítalíu. En ekki er þetta skrýtið: Tekjur Mafíunnar eru þrisvar sinnum hærri en fjárhagsreikningur borgarinnar. „Hinir 800 þúsund íbúar borgarinnar lifa á einn hátt eða annan af Mafíunni," skrifar blaðið „II Messaggero" í Róm. Enginn minnist orði á þetta. Meira að segja harðir andstæðingar Mafíunnar segja, eins og Franco Padrut, verkalýðs- félagsritari í Palermo, segir: „Þessi borg færi í eyði ef ekki kæmi til ólöglegir fjármunir Mafíunnar." Þar streyma milljarðarnir til Mafíunnar af byggingar- iðnaðinum, en Mafían hefur getað hagað athöfnum sínum þar að vild, vegna þess að í 30 ár hefur borgarstjórn demókrata ekki getað lagt fram neinn uppdrátt að borgarskipulagi. Satt að segj a er ekki áhugi á að leggj a það fram. Palermo er borg sem búið er að eyðileggja með steinsteypubyggingum og það þarf talsvert hugmyndaflug til þess að sjá hvað það var sem gerði Goethe svo hrifínn af borginni á sínum tíma. Gamli bærinn erað hrynja saman. Nær vikulega hrynur eitthvert húsanna og oft grefst fólk undir rústunum. Enginn virðist hafa áhuga á að bjarga hinu sögufræga hverfi við höfnina. Borgin hefur lagt fram fyrir löngu jafnvirði eins milljarðs ísl. króna til þess að framkvæma hreinsun og viðgerðir fyrir á borginni, en þær liggja ónotaðar á bankareikningi, þar sem fyrirtæki innan Mafíunnar hafa ekki orðið ásátt um hver hreppa skuli hnoss það sem framkvæmd hreinsunarinnar er. Utanaðkomandi aðilar hafa enga möguleika á að fá neitt að gera í byggingariðnaði á Sikiley. Árið 1977, þegar verktakinn Ezio Tesio frá Brescia á Norður-Ítalíu vildi hefja íbúðarbygg- ingar á félagslegum grundvelli í Palermo, komu sprengjur sem sprungu á vinnustaðnum honum skjótt í skilning um að hann skyldi snúa sér að einhverju öðru. Verkið féll því á endanum í skaut Rosario Spatola, kunnum Mafíufor- ingja og velunnara sósíaldemókratanna. „Þegar verkamenn á annað borð hafa fengið vinnu hér, þá hafa þeir það ekki svo slærnt," segir aðalritari verkalýðs- ■ Mafían ræður öllum byggingariðnaði á Sikiley. Húsið sem var að baki konunnar á myndinni var sprengt í loft upp og hún stendur hér og harmar dóttur sína sem týndi lífi við sprenginguna. Húsið stóð í vegi fyrir áformum Mafiunnar. félagsins, sem kommúnistar ráða, og stynur þungan. Félagi hans einn segir: „Fyrirtæki mafíunnar halda samningana við verkalýðsfélögin miklu betur en aðrir." Þetta kann almenningur í Palermo að meta: Þegar ríkisvaldið er máttvana, þá verða aðrir að halda uppi röð og reglu. Stjómandi „Baráttustöðvarinnar gegn Mafíunni", sagnfræðingurinn Um- berto Santini segir: „Mafían getur reitt sig á þegjandi stuðning margra borgara, þar sem hún veitir þeim vinnu. Því veikara sem ríkisvaldið er, því öflugri er Mafían". í fjórum kjallaraherbergjum í miðborginni hefur Santini og tuttugu vinir hans komið upp bókasafni, sem ekki á sér sinn líka á Ítalíu: Þar er að finna 3000 bindi um Mafíuna, en á borgarbókasafninu eru þau aðeins 20. Santini hefur haldið ljósmyndasýningar, sem hann fer með í skóla, og hann heldur fyrirlestra um „Mafíuna og eiturlyfln." Mafían styður valdamennina og þeir hana En er hann ekki hræddur við að reka þessa starfsemi? „Ég nötra á beinun- um,“ segir þessi Ijóshærði Sikileyjarbúi, “en einhver verður að gera þetta.“ Þegar við göngum í gegnum borgina, staðnæmist hann framan við risastóra húsgagnaverslun, þar sem líta má dýrustu húsgögn frá Englandi. „í þessari verslun hefur aldrei einn einasti maður keypt eitt né neitt," segir hann, „því hvert mannsbarn veit að þessi verslun er aðeins blekking fyrir starf- semi Mafíunnar. Þessi verslun á að notast til þess að gera grein fyrir seðlaviðskiptum sem ekkert eiga skylt við húsgögn.“ Þegar spurt er hvers vegna ekkert er gert, þegar sannleikurinn er á allra vörum, þykir Santini heimskulega spurt: „Mafían stendur ekki utan við þjóðfé- lagið, eins og hryðjuverkamennirnir. Hún er innan þess og Mafían styður valdamennina og þeir hana. Meðan báðir vinna saman fljóta báðir ofan á.“ Lítum á kirkjuna: Meðan kirkjan var enn mikið og óumdeilt vald á Ítalíu studdi Mafían kirkjuna og kirkjan hana. Guðfeðurnir gengu fremstir í skrúð- göngum hennar og jusu út peningum. Kirkjan endurgalt þeim með siðferðileg- um stuðningi: „Mafían erekki til,“ sagði hinn sextugi erkibiskup í Palermo, Ernesto Ruffini kardináli, eitt sinn. „Mafían er uppfinning illgjarnra manna, sem vilja koma óorði á Siktley." En tímarnir hafa breyst og á Sikiley eru menn ekki tiltakanlega trúhneigðir lengur. Áhrif kirkjunnar á kosningar og stjórnmál hafa minnkað og því hefur núverandi kardináli og erkibiskup, Sal- vatore Pappalardo, gengið fram fyrir skjöldu sem einn harðasti gagnrýnandi Mafíunnar. Hæpið er þó að Mafían, sem ekki er lengur átthagabundin klíka, heldur hlekkur í alþjóðlegum glæpa- hring, taki þetta mjög nærri sér. Oðru máli gegnir um sósíaldemó- kratana. Þeir hafa ríkt á Sikiley frá því í stríðslok og enginn veit hvar athafna- svið þeirra endar og Mafían tekur við. Meðan Dalla Chiesa var enn lögreglu- stjóri í Palermo, sendi hann 20 bréf til and-Mafíunefndar þingsins í Róm. Ein skýrslan snerti einn kristilegra demó- krata, Vito Ciancimino, fyrrum borgar- stjóra í Palermo. Sagði þar að undir hans stjórn hefði Mafían fengið nær alla byggingastarfsemi í borginni í hendur og nær allar opinberar framkvæmdir. Ciancimino var margsinnis kallaður fyrir and-Mafíu nefndina og í niðurstöð- um hennar er að finna harðan dóm yfir þessurn heiðursmanni: Ciancimino mátti híns vegar ekki hverfa af sviði stjórnmálanna. Enn er hann einn mesti áhrifamaðurinn í flokki sósíaldemókratanna á eynni. Sonur Dalla Chiesa hlýtur að hafa átt við hann, þegar hann lét hafa eftir sér í dagblaðinu „La Republica“: „Þá sem ábyrgðina bera á þessu morði er að finna í flokki Kristilegra demókrata." Svo þungum sökum höfðu demókrat- arnir ekki verið bornir áður: Flokksritar- inn Ciriaco De Mita gólaði upp: „Sá sem orðar okkur við Mafíuna særir ekki aðeins okkur, heldur sannleikann líka. “ Borgarstjórinn í Palermo, Nello Martelucci sagði: „Hegðun þessa manns minnir á skítseiði." Aðeins Vito Ciancimino hélt ró sinni: „Hefur hann sannanir? Þá ætti hann að leita til dómstólanna!" Þýtt úr Stern -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.