Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 15 Sitthvað um lófalestur — Önnur grein ■ í síðasta blaði bentum við á ýmsar vísbendingar um persónu manna sem lesa má út úr því hvemig þeir bera til hendur og handleggi og einnig minntum við á hvern mann sá hefur að geyma sem hefur lina hönd og föla og svo aftur sá sem hefur hönd harða viðkomu og rauðleita. Nú munum við líta nánar á lagið á höndinni og skoða fingurna. Enn minnum við ykkur á að halda blöðunum til haga sem þessar greinar um lófalestur birtast í. Þeir sem lesa greinarnar vel ættu að geta orðið nokkuð hlutgengir lófalesarar á endan- um. Lögun handarinnar Lögun handarinnar er mikilvægt atriði. í stórum dráttum getur þú alltaf séð hvert skaplyndi manns er eftir handarlaginu. Hér er um að ræða nokkrar megingerðir, sem hver hefur sín sérkenni. Æfðu þig í að þekkja hverja gerð, þannig að þú getir þekkt hana í sjónhendingu hvar sem er. ■ Ferkantaða höndin til vinstri. Munurínn á henni og spaðalaga hendinni til hxgrí er auðsær. A myndini til vinstri má einnig sjá dxmi um þumalfingur sem hefur leitni til þess að „borast inn í“ handarjaðarinn, þegar höndinni er lyft upp til athugunar sbr. kaflann um þumalfingurínn. Þumalfingurínn á myndinni til hægrí, sýnir hins vegar atörku og einbeitni. Hönd brautrydjandans og hönd draumóramannsins Hvað veist þú um nýjan vin, unnustu eða unnusta, undirmann eða yfirboðara, foreldra eða börn? Búa þau yfir eiginleikum sem þú vissir ekki um Ferkantaða eða gagnsama höndin: t þessari hönd er lófinn nokkum veginn ferhyrndur að lögun, (sjá mynd). Fingurnir eru næstum allir jafn breiðir og fremur flatir í endana. Neglurnar eru vanalega ferhyrndar að lögun og oft stuttar. Persónueinkenni: Heiðarlegur, hagsýnn, reglusamur, skipulegur í vinnubrögðum, hugsar rökvíst, áreiðan- legur og hlýðinn yfirvöldum og yfirboð- urum. Mjög gagnsamur þegn. Spaðamyndaða höndin eða hönd at- hafnanna: Þessi hönd er stór með breiðum lófa (sjá mynd). Fingurgómarn- ir breikka gjarna út til endanna, eins og spaði leirmyndagerðarmanns. Liða- mótin á fingrunum eru vanalega stór og vel greinileg. Persónueinkenni: Mjög athafnasamur og úthaldsgóður, þó eirðarlaus og sífellt að vasast í ein- hverju. Hugmyndaríkur og skapandi tilfinninganæmur og nokkuð gefinn fyrir að ota sínum tota. Þetta er hönd brautryðjendanna. Keilulagaða höndin eða sú listræna: Þessi hönd er tíguleg og mjókkar í endann. Lófinn mjókkar niðri við úlfnliðinn og sömuleiðis mjókka fing- urnir í endann og verða því dálítið oddhvassir. (Sjá mynd). Þessi h önd er fremur mjúk viðkomu (sbr. síðasta blað). Viðkomandi er því með lista- mannslund, þótt sjaldnast geti hann sjálfur orðið listamaður. Hann á ríka samúð handa öðrum, tilfinninganæmur, heldur latur og skiptir fljótt skapi. Hann hefur góðan smekk fyrir litum og tónlist. Sálræna höndin eða hönd hugsjóna- mannsins. Þetta er í rauninni ýkt gerð af keilulaga eða listrænu höndinni og þessi gerð er sjaldgæf. Þetta er falleg hönd, löng og mjó og fingurgómarnir eru allir mjög mjóir í endann. Persónu- einkenni: Draumóramaður, óhagsýnn, hefur mikið ímyndunarafl, fíngerður og í meira lagi tilfmninganæmur. Hefur ekkert viðskiptavit en lætur fyrstu hugboð og áhrif stjóma gerðum sínum. Kantaða höndin eða hönd þess heimspekilega sinnaða: Þessi hönd er beinamikil og skörp og liðimir em mjög áberandi. Persónueinkenni: Nærgætinn, vandvirkur, reglusamur, íhugull, sleipur í rökræðum og lætur ekki smáatriðin fram hjá sér fara. Hann kann vel einveru og leitar visku og þekkingar, varkár en lætur peninga ekki skipa háan sess í lífi sínu. Þetta er hönd hins dæmigerða menntamanns. Blandaða höndin eða sú margbreyti- lega: Þessi hönd er algengari en hinar „hreinu" gerðir og geymir oft einkenni tveggja eða fleiri af hinum. Lófinn kann að vera ferhyrndur eða spaðalaga og fingurnir oddmjóir, - oftast litli fingur og vísifingur, en langatöng strend í oddinn og baugfingur spaðalaga. Þetta er algengt. En allar mögulegar „blönd- ur“ aðrar má einnig hitta fyrir. Persónueinkenni: Hér má finna eigin- leika úr þeim handargerðum sem fyrr er um getið, en vanalega á að vera hægt að greina þessar hendur fremur til einnar gerðar en annarrar og á gmndvelli þess með hliðsjón af frávikum ber að lesa í þessa hönd. Sitthvað um fínguraar Takið reglustriku og mælið handar- bakið í fyrsta lagi lengd löngutangar og í öðm lagi lengdina frá hnúanum og niður að úlfnlið. Athugið hvort er lengra. Fingumir gefa vísbendingu um and- legt líf einstaklingsins en hinn hluti handarinnar um efnisbundnari atriði. Sé langatöng lengri en fjarlægðin frá hnúunum og niður að úlfnlið máttu gera rád fyrír að viðkomandi sé menntamað- ur að eðU og noti höfuðið mikið. Þetta á einlcum við ef höfuðlínan er sterkarí en hjartalínan (sjá sfðar). Séu fingumir og hinn hluti handarínnar jafnir að lengd er gott jafnvægi á milli „hugar og handar“, eins og sagt er. Sé langatöng styttri er viðkomandi gefnari fyrir jarðbundna hluti en andlega. Sé litið í lófann geta þessi hlutföll verið öðmvísi og því er enn minnt á að mæla á handarbakið. Nú skulum við athuga lengd hvers fingus og bera saman við lengd hinna. Vanalega er langatöng lengst fingr- anna, eins og við vitum víst öll. Þegar höndin er skoðuð í lófann er baugfingur hins vegar næst lengsti fingurinn og vísifingur ögn styttri. Oft nær litli fingur ekki upp fyrir efstu liðamótin á baugfingri. Hver fingur er nefndur eftir einni plánetanna. Hann hefur sömu eiginleika og stjómar sömu eðlisþáttum og þær. Vísifingurinn (Júpiter-fingurinn) stjórnar sjálfstrausti, sjálfsvirðingu, áreiðanleika, valdalöngun og ábyrgðar- tilfinningu. Sé þessi fingursérlega gildur eða langur, eða að það er meira bil á milli hans og annarra fingra en á milli hinna eykst öll áhersla á þessa eigin- leika. Viðkomandi er mikill á lofti og metnaðarfullur úr hófi og sjálfsbirgings- legur. Sé fingurinn hins vegar lítill og rýr er það merki um andstyggð á að bera ábyrgð á neinu. Langatöng (Satúmusarfingurinn) sýn- ir alvömgefni, skynsemi, gætni, ánægju ■ Keilulagaða höndin. Eigandinn hef- ur listræna lund, en hæpið er að sjálfur verði hann nokkru sinni skapandi listamaður. Því veldur einkum það að venjulega skortir hann nauðsynlega sjálfsögun og dugnað. af einveru og sígildri tónlist, efnahag og hæfileika á sviði stærðfræði. Séfingurinn mjög gildur, langur eða skeri sig úr að „sjálfstæði" má ætla að viðkomandi sé svartsýnn, afar varkár og nískur. Sé þessi fingur lítill og rýr er eigandinn afburða kæmlaus og vill helst ekki taka nokkum hlut alvarlega. Baugfingurinn (Sólarfingurinn) ræður glaðlyndi, ást á listum og fegurð, samkvæmishæfileikum, heiðarleika, stolti, tilfinninganæmi, skaphöfn og hæfileika til að hafa samúð með öðmm. Sé fingurinn mjög sterkur eins og nefnt er um fingurna hér að ofan, er það merki um miklar ástríður tilhneigingu til þess að tefla á tvær hættur (spilafíkn) og hégómaskap. Lítill og rýr baugfingur finnst á fólki sem er óframfærið og kann ekki með fé að fara. Litlifingur (Merkúrfingurinn) sýnir andlega hæfileika, hæfileikann til að átta sig skjótt á hlutunum, rétta framkomu, tjáningarhæfileika í töluðu máli, versl- unarvit, kímnigáfu, aðlögunarhæfileika, ánægju af spennu og hæfileika til tungumálanáms. Sé fingurinn sterkur er viðkomandi mjög málgefinn, óstöðugur og óheiðarlegur. Sé hann lítill og rýr á hann erfitt með að tjá sig (gæti meira að segja stamað) og hann er að líkindum heldur klaufalegur, hvernig sem á er litið. Fleira um fíngurna Sért þú að lesa í hönd og lófa þá skaltu biðja eiganda handarinnar að bera höndina um stund upp að ljósi. (Höndin skal ekki vera stíf). Þá átt þú að geta séð fjarlægðina á milli fingranna. Langt bil á milli þumalfingurs og vísifingurs er merki um sjálfstæði, rausnarskap og andúð á því að vera undir annarra stjórn. Breitt bil á milli vísifingurs og löngutangar sýnir sjálf- stæði í hugsun, á milli löngutangar og baugfingurs hæfileika til að laga sig eftir erfiðum kringumstæðum og loks sýnir breitt bil á milli baugfingurs og litla fingurs sjálfstæði í athöfnum. Það fólk kærir sig ekki um að vera spurt um hvað það sé að gera og hvenær það muni koma heim! v Sumir fingur eru beinni og stífari en aðrir, og aðrir fingur eru aftur á móti þannig að þá má beygja aftur, - stundum í vinkil. Stífa fingur hafa ósveigjanlegir, þröngsýnir en rammheiðarlegir menn, en þá mjög sveigjanlegu hafa þeir sem eru ævintýragjarnari, sættast auðveld- legar við samvisku sína og eiga til (stundum) nokkra ófyrirleitni. Þumalfíngurinn Þetta er hinn merkilegasti fingur og er stundum talinn eitt öruggasta kenniléiti lófalesarans í hendinni. Hér má komast að hve mikil skapfestan er, rökvísin í hugsuninni og stöðuglyndið. Gefist lítill tími til athugana, ætti samt alltaf að taka þumalfingur með. Þumalfingurinn er svo mikilvægur vegna þess að hæfileikar, glæsimennska og góð tækifæri verða að litlu gagni sé ekki fyrir hendi nægur dugnaður til þess að notfæra sér þetta. Því stærri og voldugri sem þumalfing- urinn er, - ja, því betra. Það er líka ágætt þegar fingurinn tengist hendinni sem lengst frá hinum fingrunum. Sá sem hefur þannig breitt bil milli þumalfing- urs og vísifingurs og stóra þumalfingur að auki hefur mikinn viljastyrk og er vel til stjórnunar fallinn. Hann hefur ágætar gáfur, er sjálfstæður og á gott með að laga sig að aðstæðum og öðrum mönnum. Lítill þumalfingur, einkum ef hann tengist hendinni nálægt vísifmgri sýnir óhagsýnan mann og heldur óákveðinn. Þennan fingur sjáum við helst í þeirri hendi þar sem hjartalínan er sterkari en höfuðlínan. Tilfinningarnar bera dóm- greindina ofurliði. Sá sem hefur stífan og bcinan þumalfingur er ákveðinn í skoðunum og ósveigjanlegur. Þumalfingur sem sveig- ist aftur á bak sýnir kærulausan mann og fljótfærinn. Þetta er oft skemmtilegri maður en sá með stífa fingurinn, en hann er hvergi eins sómakær og ábyrgðarfullur. Stundum rekumst við á fólk sem segja má að geti sveigt þumalfingurinn svo langt aftur að talað er um „tvöföld liðamót". Þetta fólk getur sveigt og beygt skoðanir sínar og siðferðisviðmiðanir eins og hver vill hafa, - allt er breytingum undirorpið og það þarf ekki að koma á óvart að þessir laga sig óvenjuvel að öðrum. Þá er það „klumbuþumallinn" svo- nefndi. Þar er fremsti köggullinn stuttur og gildur og nöglin er stutt. Þetta sést stundum á ákaflega þráum kvenmönn- um sem um leið eru mjög geðríkar, þótt sá eiginleiki komi ekki í Ijós fyrr en við erfiðar kringumstæður. Slíkt fólk mundi skera af sér nefið til þess að „halda andlitinu(!)“ - einkum þó í ástamálum. Því lengri og breiðari sem miðköggull þumalfingursins er, því rökvísari og Ijósari hugsun býr eigandinn yfir. Það er gott að sækja ráð til slíkra manna, en menn verða að gefa þeim tíma til íhugunar. Árangurinn verður þá alltaf góður. Sé miðköggullinn mjög grannur er þar á ferð kurteis og hikandi persóna sem lætur hafa sig í það að vinna að málefni án þess að hafa nokkra trú á því í hjarta sínu, - bara af kurteisi! Þumalfingur sem hefur tilhneigingu til þess að borast inn í brúnina á hendinni, þegar höndinni er haldið uppi í áreynslulausri stellingu heyrir til hagsýn- um manni, nokkuð taugaveikluðum og þröngsýnum. Þar með skuium við láta kennslu- stundinni lokið í dag. Við vonuðumst til að geta byrjað á að fræða lesendur um neglumar í þessum þætti, en það var ekki unnt nú og verður byrjað á því í næsta blaði. Þýtt -AM j?veK ■ Hér eru dæmi um megin gerðir fingra mannshandarinnar. Hver þessara gerða segir lófalesaranum margt forvitnilegt um viðkomandi einstakling.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.