Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 ■ Sumir segja að það sé ekki erfiðara að fljúga flugvél en að keyra bíl. En þar sem hverju flugi verður að Ijúka hvað sem það kostar, meðan hægt er að leggja biluðum bíl út í vegarkant, þá krefst flugnám meiri og nákvæmari undirbún- ings en hitt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að mikill fjöldi manna hefur á undanförnum árum drifið sig í að læra að fljúga og nú er svo komið að hvorki meira né minna en um 150 einkaflug- vélar munu vera í eigu einstaklinga hérlendis. Það er heldur ekki amalegt að geta sest um borð í flugvél á góðvirðisdegi og skroppið í nokkra hringi yfir bæinn, eða farið og fengið sér rjómaís og kaffi eftir klukkustundarflug á stað sem tekið hefði meiri hluta dagsins að ná til á bíl. í augum margra er það að eiga flugvél lúxus sem ekki er á jæri annarra en einhverra „stór- laxa,“ en hvað segja þeir sem sjálfir hafa reynslu af svona rekstri? Við ræddum við tvo unga menn, þá Borgar Jónsteins- son og Pétur Jónsson um þetta, en þeir eiga franska Jodel flugvél TF-ULE ásamt nokkrum öðrum. „Við vorum að leita okkur að vél, þegar við fréttum af því að þessi væri til sölu,“ sögðu þeir Borgar og Pétur. „Við vorum fjórir flugmenn og flug- nemar sem stóðum að þessu, en vélin var í eigu nokkurra manna, sem ætluðu að kaupa sér stærri vél. Við höfðum reyndar ekki peninga til þess að kaupa vélina fjórir, svo það varð úr að við skiptum þessu í sex hluta og eiga fyrri eigendur tvo hluti áfram Nei, þetta getur ekki kallast mjög (Tímamynd Róbert) ■ Borgar Jónsteinsson og Pétur Jónsson: Þeir stefna báðir á atvinnuflugmanns prófíð EI6A FLUGVÉL Ef þú þarft allt í En flugnámið er dýrt. Hjá okkur kostaði hver hlutur um 20-30 þúsund og við greiðum um 300 krónur fyrir hverja flugstund. Við höfum sérstakan gjaldkera sem reiknar saman tímana og gerum upp mánaðar- lega. Já, það er margvíslegt gagn sem hægt er að hafa af þessu. Við skutlum hver öðrum út á land, þegar þörf gerist, og einn af eigendunum, Ólafur Pálsson, sem var að vinna uppi hjá Hrauneyjar- fossi í sumar naut góðs af þessu á þann hátt að við gátum skroppið og heimsótt hann öðru hverju farið með hann upp eftir og sótt hann, þegar hann kom og fór í frí.“ Pétur er búinn að taka einkaflug- mannsprófið en Borgar er enn að læra og við spyrjum hvað það kosti. „Ég er búinn að taka sólóprófið, sem tekur 20 tíma,“ segir Borgar," en verð að fljúga 70 tíma, áður en ég fæ að taka einkaflugmannspróf. Mig vantar enn um 15 tíma í það. Eins og ég sagði þá kostar tíminn hjá okkur eigendunum 300 krónur og ég borga það gjald fyrir tímann að viðbættum svo 200 krónum til kennarans. í flugskóla mundi tíminn kosta um 750 krónur, svo þetta er tals- verður sparnaður. Jú, það hefur færst í vöxt að menn fari í flugnám, þótt ég hafi heyrt að komið hafi afturkippur í þetta á sl. ári vegna þess að óneitanlega er flugnámið mjög dýrt. Það er einkum menn um tvítugt sem eru að þessu svo menn sem eru komnir undir fertugt, hafa klárað að byggja og allt sem því fylgir, og láta loks undan gamalli löngun.“ Við spyrjum þá Pétur og Borgar hvað þeir fljúgi marga tíma á ári. „Ég flýg svona sextíu tíma á ári,“ segir Pétur. „Tilefnin eru mismunandi stund- um er það aðeins skemmtiflug hér yfir bæinn og nágrenniö, en stundum geta komið upp aðstæður sem það kemur sér vel að eiga flugvél. Kunningi minn einn sótti um starf úti á landi, sem var mjög eftirsótt og margir spurðu um þegar það var auglýst. Ég gat hins vegar skotist með hann beint út á land og farið á fund atvinnurekandans. Þetta varð til þess að hann fékk vinnuna og gegnir henni enn með prýði og er ánægður með sinn hag. Hann hefur alltaf þakkað mér þetta og auðvitað hefur maður gaman af að hugsa til þess. Það er einkum á sumrin sem við fljúgum, því þegar kemur fram í október einu að skreppa í kaffi austur á Hellu, þá er ekkert auðveldara. nokkuð dýrt.... Tveir eigenda, Pétur Jónsson og Ólafur Pálsson eru hér við TF-ULE í Eyjum. Um borð í vélinni er óþekktur farþegi. fara vellirnir að vera aurugir og slæmir. En á sumrin er hægt að lenda mjög víða núorðið og við höfum oftsinnis farið austur á Hellu, til Vestmannaeyja og víðar, - já, bara rétt til að fá okkur ís eða kaffi. Þetta er auðvelt þegar maður hefur svona tæki undir höndum. Margt áður ómögulegt verður alveg bráð- auðvelt. Vélin er með all sterkan mótor og flýgur á svona 200 km. hraða, svo það er engum vandkvæðum bundið að heilsa upp á Akureyringa innan stuttrar stundar, þegar svo stendur á. En fara einkaflugmenn of ógætilega? Hvað segja þeir Pétur og Borgar? Á leið „Menn verða að athuga sinn gang vel, áður en lagt er af stað. Menn verða að tala við Veðurstofuna, gæta að því að vélin sé í fullkomnu standi athuga veður og svo framvegis. Þegar farið er út á land og ætlunin er að lenda á velli sem menn þekkja ekki því betur verður að athuga vandlega bæklingana yfir þann völl og vera búnir að kynna sér hvernig hann er. Það hefur komið fyrir að menn hafa farið út af flugbraut, bara vegna þess að þeir hafa ekki verið nógu kunnir aðstæðum. Menn verða líka að hafa í huga símalínur og aðrar hættur sem gert er grein fyrir í handbók. Svo er að huga að því að kunna að snúa við í tíma. Flugmálastjóri sagði í viðtali eitt sinn að flugmenn kynnu ekki allir að snúa við. Mörgum hættir til að halda áfram, þar til það er orðið of seint“ Já, þetta sögðu þeir Borgar og Pétur. Þeir og félagar þeirra kynntust allir í flugskóla Flugtaks hf. fyrir rúmu ári síðan og eins og sjá má hefur hugurinn stefnt upp á við eftir það. Þeir Borgar og Pétur eru báðir ákveðnir í því að stefna að atvinnuflugmannsprófi og hver veit nema við eigum eftir að sitja í með þeim til Ameríku eða Amsterdam eftir nokkur ár... Nema við skellum okkur í flugnámið lika og setjumst sjálf undir stýri. Þetta virðist vel hægt, - ef þú ert tilbúinn að splæsa 70 sinnum 750 krónum í fyrsta áfangann,- eða kaupa vél sjálfur! AM í loftið. ■ Mörgum fínnst mælaborð í flugvélum minna mest á stjómstöð í kjarnorkuveri, en þeír segja að það sé nú samt hægt að læra á þetta, - kannski gætir þú....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.