Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 lii-iií'I! 19 úr ýmsurti áttum ■ Tólfhleypan scm Carl Brown notaði til að bana átta manns í Míamí á s.l. sumrí. Er fram- leiðandi skotvopnsins ábyrgnr? ■ f sumar sem leið keypti Carl nokkur Brown sér skotvopn af því tagi sem óeirðalögregla notar, og meðfylgjandi teikning sýnir, í Garcia Gun Center í Míami á Flórída. Daginn eftir notaði hann byssuna til að skjóta og drepa átta saklausa vegfarendur. Hann hjólaði stðan á brott en á flóttanum varð hann fyrir skoti úr byssu manns sem hafði orðið vitni að morðunum og lést samstundis. Eitt að fórnarlömbum Browns var tveggja barna móðir, Martha Steelman. f síðustu viku hóf ekkill hennar málarekstur sem getur haft mikil áhrif á baráttuna fyrir því að takmarka sölu skotvopna til almennings í Bandaríkj- unum. Robert Steelman stefnir fram- leiðanda skotvopnsins sem banaði konu hans, Itacha Gun Company og krefst eitt hundrað milljón dala í skaðabætur á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi framleitt skotvopn sem sé þess eðlis að það hefði aldrei átt að leyfa sölu þess til annarra en lögreglu og hersins. Steel- man gerir einnig kröfu um tíu milljón króna skaðabætur frá versluninni í Míamí sem seldi Carl Brown morð- vopnið. Lögfræðingar Steelmans segja að tólfhleypan sem Itacha fyrirtækið fram- leiddi sé eingöngu ætluð sem vopn gegn fólki og benda á að hún sé þannig gerð að hver sá annar er hana hafi undir höndum hljóti að ætla sér að nota hana til glæpaverka. Þeir segja að ekkert skotvopn selt almenningi feli í sér jafn mikla ógnun og þetta. Ef dómstóll fellst á þessa rökleiðslu má heita að nýr kafli í réttarsögu skotvopna hefjist í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hefur bandarískur dómstóll verið beðinn um að dæma framleiðend- ur skotvopna ábyrga fyrir meiðslum eða dauða sem vörur þeirra hafa valdið nema um hafi verið að ræða framleiðslu- galla. Lögfræðingur Steelman telja fyrir- tækið sjálft ábyrgt, og beri því að greiða skaðabætur fyrir þá yfirsjón sína að gæta þess ekki að svo hættulegt vopn sem óeirðabyssan kæmist ekki í hendur manna eins og Carls Brown. Það er kannski við hæfi að slíkt prófmál sé rekið í Míamí. Þann dag sem það var formlega tekið fyrir var 391sta morðið á þessu ári framið í Dadehéraði en Míamíborg telst til þess. Nokkrum dögum síðar kom á markaðinn þar í borg skothelt vesti sem á að geta veitt öflugri byssukúlu viðnám. Það kostar 200 dali og í augtýsingu segir að það sé ætlað þeim mönnum „sem eiga allt, þar á meðal óvini“. írskir listamenn skemmta í Háskólabíoi: ÞJÓÐLAGASÖNGUR, DANS OG TÓNLIST ■ Fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október, skemmta listamenn frá írska þjóðlagafélaginu Comhaltas Ceoltóirí Eireann á tvennum tónleikum í Háskóla- bíói í Reykjavík. Hljómleikarnir verða kl.14. ogkl. 23.15. Comhaltas eru írsk menningarsam- tök, stofnuð 1951, og hafa það á stefnuskrá sinni að varðveita og vekja áhuga á irskum menningareinkennum. Comhaltas- starfa í ölllum 32 sýslum írlands, jafnframt því sem samtökin starfa í írskum borgarhlutum í Bret- landi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástr- alíu og á Frakklandi. Það er í samtökunum fjöldi erlendra félaga sem eiga engar írskar rætur. Allt frá því er stofnfélagarnir ákváðu að stofna samtök til varðveislu og útbreiðslu írskrar menningar hafa sam- tökin sífellt styrkst. Þau starfa nú í meira en 400 deildum. Þar er haldið uppi öflugu starfi með söng, dansi og hljóðfæraleik, auk þess sem rækt er lögð við írska tungu. Þátttakendur í starfi samtakanna eru um og yfir hálf milljón manna á ári. Á hverju ári send Comhaltas fjölda listainanna í öll heimshorn til þess að flytja og kynna írska arfleið. Að þessu sinni býður Írsk-íslenska félagið heim tíu manna hópi, en hann skipa eftirtaldir einstaklingar: Jimmy McGreevy spilar á takka harmoníku, Anthony McAuley spilar á fiðlu og bodhran, Deirdre Hogde spilar á konsertínu, Diarmuid Kenny leikur á flautur, Michael Kenny leikur á banjó, Michael O’Brien, sem leikur á Uilleann pipes eða sekkjapípur, Eileen Curtin söngvari og dansarar eru þau Maread Coyle og Gregory Casey. Forsala aðgöngumiða fer fram hjá Bókabúð Lárusar Blöndal, Máli og menningu, Sigfúsi Eymundssyni og í Háskólabíói. Aðgangseyrir er aðeins 100 kr. NIU SP^ PÚSS]£%, Pússlan sem fer sigurför um heiminn nú hjá Magna Combo Æðislegur samsetninga og raðleikur fyrir alla fjölskylduna Póstsendum Allt fyrír saf narann Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 THOMSON Fullkomin þvottavél + þurrkari frá Thomson. Thomson er stærsti þvottavélaframleiðandi í Evrópu og framleiðir fyrir fjölda fyrir- tækja undir ýmsum vörumerkjum svo sem: AEG, Electrolux, ITT og þannig mætti lengi telja. Þeytivinda 900 sn/mín. fullkomin þvottakerfi og fullkominn þurrkarí. Okkur hefur tekist aö fá þessa frábæru vöru á verk- smiöjuveröi. Komiö og skoöiö eöa bíöjíö um upplýsingar í pósti. Tekur5 kg Viö viljum vekja athygli á því, aö Thomson hef- ur snúiö sér algerlega aö topphlöðnum þvottavélum, en þær hafa ýmsa kosti fram yfir framhlaðnar. 1. Meiri endina þar sem tromlan er á Tegum bóft- um megin. 2. Betri vinnuaðstaöa, aö ekki þarf aö bogra fyrir framan vélina. 3. Mun hljóðlátari. 4. Minni titríngur. Vélin tekur kalt vatn, en það er hreinna en hitaveituvatn og fer § betur með þvottinn, sem end- ist því lengur og er því ódýrara þegar á heildina er litið. Auk þess endist vélin lengur. Þvottakerfisveljari 1 Lagt í bleyti (vélin stöövast með vatni í) 2 Aukaforþvottur + hreinþvottur (bómull) 3 Forþvottur + hreinþvottur (bómull) 4 ® HreinþvottureðaECO-þvottur(sparnaöarkerfi)bómull' ® ® Skolun + hröðvinding(870snún/mín) 5 Aukaforþvottur + hreinþvottur( ðö eða gerfiefni) 6 Forþvottur + hreinþvottur ( eða gerfiefni) 7 © Hreinþvottur eða ECO-þvottur (sparnaðarkerfi) ( 8 Mildurþvottur(ulleðaviðkvæmefni) ® Skolun án vindingar 9 Dæling + hæg vinding (450 snún/mín) 10 Dælingánvindingar S Þurrkun ECO er SPARNAÐARKERFI áö eðagerfiefni) Sendum um allt land Komið, skoðið, þið fáið mikið fyrir krónuna. Afgreiðum samdœgurs Aukastillingar Eftir að hafa valið þvottakerfi, veljið það hitastig, sem hæfir þvottinum best: kalt vatn ( líj ), 30, 40, 60 eða 90 gráður C. Hnappur a ; þegar ýtt er á hann stöðvast vélin full af vatni eftir þvottakerfi 5, 6, 7 ©,8og Hnappur M (þegar um lítið magn af þvotti er að ræða) minnkar vatnsmagnið í forþvotti, hreinþvotti og skolun; einnig takmarkar hann hitastig við 75 gráður C. Hnappur ® er til þess aö setja vélina í gang og til þess að stöðva hana. Kynningarverð: Kr. 11.980 v Greiðslukjör Vólin er viöurkennd af Rafmagnseftirliti ríkis- ins, raffangaprófun. Heimilistækjadeild SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.