Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 27
■ E.K. Bjarnason Band á Oeygiferð E.K. Bjarnason Band lætur til skarar skríða: „Emil bögglaberi er andlegur leiötogi” segja fimm úr Reykjavík ■ Þar kom að því. E.K. Bjarnason Band hefur verið hleypt af stokkunum og eru því fáir óhultir nema helst innan dyra. Það er rokk og blús sem fólk er helst beðið að vara sig á og svo fimm strákum sem gegna nöfnunum Emil (ekki í Kattholti), Pétur (og ekki Úlfurinn), Ingólfur (auðvitað ekki Arnarson), Guðmundur (alls ekki Mag- nússon, drykkjumaður) og Erling (í tækniskólanum). Hið óvenjulega nafn hljómsveitarinn- ar má rekja til Emils Karls Bjarnasonar, bögglabera hjá Flugleiðum, en hann er andlegur leiðtogi strákanna að þeirra eigin sögn. Emil leikur á bassa, en Pétur Eggertsson, sálfræðinemi spilar á gítar. Svo er það hann Ingólfur bakaranemi Sigurðsson sem syngur, en Guðmundur Pálsson úr MS spilar á gítar og syngur og Erling Kristjánsson úr Tækniskólan- um leikur á trommur. - Við erum tiltölulega nýbyrjaðir að koma fram með okkar eigið prógram, segja E.K. Bjarnason Band, en þeir eiga um þessar mundir í fórum sínum tíu frumsamin lög, sem fara myndi vel um á plötu. E.K. Bjarnason Band er þeirrar skoðunar að lifandi tónlist sé á batavegi og til að undirstrika það, þá tróðu þeir upp í Árseli í gærkvöld og léku fyrir ungviði Árbæjarhverfis. - Textarnir hjá okkur eru allir á ensku, segja þeir og bæta því við að ástæðan sé líklega sú að auðveldara sé að semja bull á ensku og eins vegna þess að enskan sé móðurmál hinnar einu sönnu tónlistar. - Við ætlum okkur ekki að leysa nein vandamál með þessum textum, það verði nógir aðrir til þess, segja þeir Emil. Sonus Futurae: Gotl tölvupopp ■ Á næstu vikum mun fyrsta plata hljómsveitarinnar Sonus Futurae koma út en hér er um 6 laga 45 sn plötu að ræða, allt efni eftir meðlimi sveitarinnar. Platan er tekin upp í Hljóðrita og er nú verið að hljóðblanda lögin en undirritaður heyrði eitt fullbúið lag um daginn og leist vel á, SF eru að gera svipaða hluti hérlendis og gerðir hafa verið/ eða eru að gerast erlendis á sviði svokallaðs tölvupopps, sem dæmi eru t.d. sveitir á borð við Yazoo og Depeche Mode. Gott að við hér á klakanum eignust slíka sveit (raunar hefur hljóm- sveitin Box pælt í þessu á plötu sinni Skuggahliðin). -FRi Pétur, Ingólfur, Guðmundur og Erling, sem reyndar var fjarstaddur, einum rómi, en að lokum vildu þeir taka eftirfarandi fram: - Hann Gunnþór í Kú for jú hefur reynst okkur alveg einstaklega vel og hann á þakkir skildar fyrir göfugt starf og góð ráð. Síminn hjá Guðmundi sem alltaf er heima er svo þrír, núll, sjö, þrír, níu. -ESE hugmynd að baki textagerð- inni, upp á heildarmyndina. Yrkisefnið á plötunni er dag- iega stritið og nöfn laganna gefa góða vísbendingu um innihald þeirra. Lög eins og „Tilbúið undir tréverkið", „Vinstri, hægri“, „Tízkan'-, „í leit að sjálfum sér“ og „Líð- andi stund“ segja meira en mörg orð. Lögin eru annars nokkuð ólík innbyrðis, en textamir tengja þau saman þannig að útkoman verður nokkuð heil- steypt verk. Þá er einn stærsti kostur plötunnar sá að fjórar af okkar allra bestu söng- konum (dægurlaga) syngja á plötunni og það hvað þessar söngkonur eru ólíkar (Ellen Kristjánsdóttir, Helga Möller, Shady Owens og Sigrún Hjálmtýsdóttir) gefur plötunni skemmtilegt yfirbragð.) Marg oft hefur komið fram að Þorgeir Ástvaldssdon er ekki neinn hetjutenór, en hann kemst mjög þokkalega frá þessari plötu hvað varðar sönginn. „Á puttanum" er eins og samin fyrir óskalagaþætti og lög eins og titillagið eru þegar farin að gera það gott. „Gamla húsið“ sem Ellen syngur er einnig stórskemmti- legt, en það á við um bæði þessi lög að það er mjög mikiil Magnúsar Eiríkssonar - brag- ur yfir þeim og það hefur hingað til ekki þótt neitt verra. -ESE Danny í Q4U ■ Danny Pollock hefur gengið til liðs við hljómsveitina 04U og þar með er óhætt að segja að Bodies séu endanlega úr sögunni a.m.k. fyrst um sinn en hann var orðinn einn eftir í þeirri sveit. Eftir því. sem Nútíminn kem.it næst mun Danny vera ætl;ið ,tö sjá um ýmsa hl|óðeffecta ;.uk þess sem maðurinn er mjóg liðtækur á gítar og hefur sveitin eða hluti hennar, þegar tekið upp nokkur lög þar sem hann kemur við sögu. Undirritaður hefur raunar þegar heyrt sumt af því efni og óhætt er að segja að þaö muri koma ýmsum/ef ekki öllum á óvart ef eitthvað af því efni verður sett inn á prógramm sveitarinnar. -FRI Viðurkennd varahlutaþjónusta Eigum mikið úrval „boddy“ hluta í Scout II. Mikið magn varahluta á lager einnig standstuðarar, (kúlustuðarar), toppgrindur og fl. Komið eða hringið. Þjónustusimi 38900 BÚVELAVARAHLUTIR Véladeild Sambandsins Armula 3 Reyki'avik Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.