Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 29 spurningaleikurj „TELST VERA AF HINNI VIRÐULEGU FELIDAE-ÆTT...” ■ Þessar kynningar eru orðnar soldið þreytandi. Les þær nokkur? Eru lesendur máski að rekast á spuminga- leikinn í fyrsta sinn og vita hvorki upp né niður? Það skyldi þó aldrei vera. Gefum þeim séns, hinir vinda sér beint í keppnina. Sem sé: í stað þess að spyrja beina leið eftir þeim atriðum sem við höfum ákveðið að fiska eftir í gmggugu vatni þá gefum við vísbendingar- lesið aðeins eina í einu og í réttri röð! Hittið þið á rétta svaríð strax í fyrstu tilraun getiði tekið fimm stig út úr bánkanum. Ef svarið kemur í annarrí atrennu gefur það fjögur stig, þríðja vísbending og þið fáið afhent þrjú stig, næstsíðasta tilraun gefur tvö stig og sú allra, allra síðasta aðeins eitt. Ef þið hafið ekki rétt svar fáið þið heldur ekkert stig. Verst fyrir ykkur. Mest er hægt að fá 50 stig en þó spumingaleikurinn sé alræmdur fyrir að vera misþungur er hann yfirleitt svo svæsinn að það má telja alveg þokkalegt að fá yfir 20. stig. Til gamans etjum við saman köppum tveim hér neðst á þessum pappír og heldur sá er fleiri fær stigin áfram uns hann er sleginn út. 1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórda vísbending Fimmta vísbending Hann telst vera af hinni virðuiegu Felidae-ætt, en ekki er vitað tii að hann hafi gegnt því nafni. Honum náskyld var Bast úr .Bubastis-borg, sem kölluð var gyðja. Baudelaire hafði á honum miklar mætur... ...og Rudyard Kipling dáðist að sjálfstæði hans. Possum gamli, eða T.S. Eliot, orti um hann Ijóðaflokk sem reyndist sönghæfur. 2. spurning Hann er alveg áreiðanlega fyrirmynd hins alræmda Cario Campanati í bók Anthony Burgess, Earthly Powers. Hann hét réttu nafni Angelo Guiseppe RoncaUi en er kunn- astur undir dulnefni. Margir litu á hann sem byltinga- mann, og vist hleypti hann ýmsu af stað, en í eðU sínu var hann þó næsta ðialdssamur. Hann var um hrið erkibiskup í Feneyjum, að sagt er... ...en 1958 reis hann til enn hærra embættis af svipuðu tagi. 3. spnrning I skjaldarmerki þessa ríkis eru meðal annars fimm eldfjöll... ■ ...enda er þar umbrotasamt í jörð og fyrir rúmum áratug lögðu jarðskjálftar höfuðborg- ina nærfeUt í eyði. Frægur byltingarmaður í þessu landi hét Sandino, en hann var myrtur. Þaðan er líka Bíanca sú, sem eitt sinn var gift Jagger. Og Anastasio Somoza og allt það pakk. 4. spurning Fyrsta sólóplata þessa fræga tdnlistarmanns bar nafhiðClock working Cosmic Spirits - hvað sem það þýðir... En um svipað leyti og platan sú kom út, eða öllu fyrr, var hann sakaður um að hafa stolið textanum við lagið My Friend and I. Hann var í Trúbrot... ...og um langt skeið primus mótor hljómsveitarinnar Júd- asar. Nú síðast tryllti hann Sovéta í Hljómsveit Björgvins Halldórs- sonar. 5. spurning Þetta ár gerðist það meðai annars að Fríðrik Olafsson var gerður stórmeistarí í skák ... ...og hitt, að Jack Kcrouac gaf út bókina um bítnikka, On the Road. Fjórða lýðveldið í Frakklandi dó drottni sínum - sem reyndist heita Charles de GauUe... ...en hér uppi á ísiandi lést Steinn skáld Steinarr. Og þá var landhelgin líka færð út í tólf mflur. 6. spurning Þetta hús reisti Obenhaupt, þýskur höndlari. En þar bjó lengi Ólafur Johnsen stórkaupmaður... ...og seinna koUega hans, Ami Jónsson. Það hét fyrst Esjuberg en síðar Berg... ...og hefur alla tíð staðið við Þingholtsstræti. 7. spurning Útlenskur rithöfundur: hann kom hingað til lands árið 1955... ...eða nákvæmlega fimm ár- um eftir að hann fékk afhentan Nóbel. Ein frægasta saga hans er meðal annars lögð í munn hálvitanum Benjy. Flestar, ef ekki bara allar, bækur hans segja frá atburð- um í tilbúnu héraði er hann nefndi Yoknapatawpha. Ein bóka hans er til á okk- ar máli: sú heitir Griðastaður. w 8. spurning Jurt þessi er af ættinni Tritic- um, en einhvers staðar kemur AegOops við sögu. Raunar átti gyðjan ísis að hafa fundið jurtina fyrst aUra, og óx þá viUt í Líbanon. Nú telja sumir að hún sé upprunnin í LiUu-Asíu; fleiri haUast að Afganistan. Sovétmenn hafa átt í basli með hana... ... en vestur í USAsprettur hún aftur á móti eins og blómi í eggi. 9. spurning Þetta skált orti: „Kominn ert þú í Kaldaskarð. / Kvöldsett: blástur og regn. / Horfinnar tíða hesta slóð / hlykkjast vestur í gegn.“ Sömuleiðis þetta: „Liðu dægur og dimm / dundu veður á tjaldi. Fannbarðar kindur / norpuðu í gjótum, klárar hímdu í höm / hraktir og svangir.“ Er hann var ekki nema 22ja var um hann sagt: „Fögnum bræður og systur. Mikið skáld er upp risið meðal vor!“ Hann orti enn: „Við skulum ganga / suður með sjá / skelj- amar sindra / sandinum á / göng- um og tínum / og gætum þess vel / að njóta er opnast / hin ör- litla skel.“ Og því verður heldur ekki á móti mæit að hann hafi kveðið á þessa leið: „Bláir em dalir þínir / byggð mín í norðrinu.“ 10. spurning Mario Vargas Llosa frá Perú skrifaði einu sinni bók sem heitin var eftir húsi. Hvemig var húsið á litinn? Það má fljóta með að grunnur brasilíska fánans er í þessum sama Ut. Og eins hitt: að karlmenn af Reynistaðaætt klæðast aldrei svona litum fötum. Að minnsta kosti tvær bylting- ar hafa verið kenndar við þennan lit. Og honum var forðum tíð troðið upp á litla menn “1 Jöfn barátta,-27:26 ■ Því miður misstum við Einar Má Jónsson úr landi í fyrri viku, svo við gátum ekki reynt hann frekar en orðið var, en hann heldur ósigraður suður á „Frakka mæra vengi“, eins og segir í kvæðinu. Því era það nýliðar sem taka þátt í keppninni að þessu sinni, þ.e. enginn „veteran". Nýliðarnir eru Jón Guðni Kristjánsson, blaðamaður og Birgir Jónsson jarðfræðingur hjá Orku- stofnun. 1. Þessi mektarpersóna kunni vel að dyljast, enda er hún m.a. kunn af snilli í þeirri list. Hvorugur hafði upp á henni. 2. Það var ekki fyrr en við síðustu vísbendingu að guðfræðin svipti hulinshjálminum af honum þessum. Báðir eitt stig. 3. Þeir reyndust jafn sterkir í landafræð- inni, Jón og Birgir. Báðir fá fjögur stig. 4. Ekki þurfti að leita langt að manninum. Jón fær 3 stig, en Birgir 4 stig. 5. Birgir áttaði sig í fyrsta skoti og fær 5 stig, - Jón líka. Báðum var afrek Friðriks minnisstætt. 6. Hér tók Jón forystuna, enda gamall innanhússmaður. Jón 5 stig og Birgir 2 stig. 7. Báðir þurftu að klóra sér vel í höfðinu. Báðir eitt stig. 8. Já, þá var það grasafræðin. Báðir fá tvö stig. 9. Jón þekkti skáldið fyrr og fær 4 stig, en Birgir fær 3 stig. 10. Hvaða litur er þetta? Jón fær tvö stig og Birgir 4 stig. Þar með hefur Jón haft betur og hlýtur 27 stig, en Birgir 26. ■ Jón Guðni Kristjánsson. ■ Birgir Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.