Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 3
» » 4 4 « I ■> » ’ v ' ' ' • SUNNUDAGUR 24, OKTÓQ£R 1982 hafði áður verið heldur þóttist hann vilja að fara að hafa áhrif á stjórnmál og annað þvíumlíkt og ánetjaðist mjög Kúbu. Það varð til þess að rithöfundar snerust gegn honum því það vita allir að á Kúbu er einræði, og þar hefur mjög. verið hert að rithöfundum og þeim varpað í fangelsi. Ég var að lesa það í morgun að Armando Vallardares hefði verið sleppt úr haldi. Marquez ætlaði sjálfur að leysa hann út og kvað vináttu sína við Fídel Castró á því byggða að hann ætlaði að halda vemdarhendi yfir rithöfundum. En nú kemur í ljós að það var fyrir orðastað Mitterands Frakk- landsforseta að Vallardares er látinn laus, en ekki vegna áhrifa Marquez.“ Guðbergur kvað Marquez hafa á síðari árum mjög farið inn í heim auglýsinganna. „Þegar þessir rithöfund- ar eru orðnir frægir fara þeir ósjálfrátt að lifa mjög hátt og það er sífellt verið að bjóða þeim í veislur og þeir lifa eins konar þotulífi. Það er eins með Marquez. Hann sagðist ekki ætla að gefa nýju bókina sína Frásögn um margboð- að morð út fyrr en Pinochet, einræðis- herra í Chile, væri fallinn. Þannig er skapaður áhugi á bókinni og nú þegar hún kemur út er sagt að þótt Pinochet sé enn við völd þá gefi Marquez bókina út vegna þess að hún beri sannleikanum vitni og sé tákn um frelsi sem var kæft í Chile. Þar með hefur verið notuð tvenns konar auglýsing. Marquez er fangi í fangelsi frægðarinnar og það er hræðileg vist.“ Nýjustu bók Gabriel Garcia Marquez kvað Guðbergur vera eins konar millistig milli Hundrað ára einsemdar og Liðsforingjans; fremur vottur um íþrótt höfundar en að þar væri á ferðinni djúpsætt verk. „Þetta er miklu fremur íþrótt manns sem er orðinn mjög þjálfaður, og verkið er ekki stórbrotið eins og höfuðrit Marquez Hundrað ára einsemd; en jú sannarlega góð íþrótt og hann mundi jafnvel fá silfurverðlaun eða gullverðlaun á Ólympíuleikunum" segir Guðbergur hlæjandi. Eins og nafn hinnar nýju bókar Frásögn um margboðað morð bendir til fjallar hún um morð. Maður nokkur gengur að eiga stúlku og þegar hann er búinn að giftast henni og ætlar að fara í rúmið með henni kemst hann að því að hún er ekki hrein mey þannig að hann skilar henni aftur. Hún er spurð hver hafi afmeyjað hana og hún nefnir bara eitthvert nafn. Síðan eru bræður hennar að eltast við þennan vesalings mánn sem á kannski enga sök á því að hafa afmeyjað hana, og á endanum er hann drepinn. Guðbergur kvað Gabriel Garcia Marquez halda skáldskap og stjórn- málum aðskildum. Róttæk vinstri stefna hans kemur ekki fram í skáldverkum hans. Aftur á móti viðrar hann stjórnmálaskoðanir sínar í fjölmörgum blaðagreinum sem hann skrifar fyrir stórblöð í Suður-Ameríku. Guðbergur var að lokum spurður að því hvort hann héldi að verðlauna- veitingin mundi breyta einhverju um feril Marquez. „Það held ég ekki“, sagði hann, „þetta er frægð á frægð ofan, og hann skrifar hvorki betur né verr eftir að hann hefur fengið slík verðlaun. En hann er vel að þeim komin.“ -GM Dressed Operatmg Program Meira en 3500 CRTronic setningar- tölvur eru nú í notkun í prent- stofum og á dagblöðum ... alltfrá Hong Kong til Reykjavíkur. Og það er stað- reynd að CRTronic tölvurnar eru mest seldu setningartölvurnar í heiminum í dag, enda langt á undan sinni samtíð. í þessum pistli yrði of langt mál að telja upp alla þá möguleika sem CRTronic setningar tölvurnar bjóða setjaranum upp á að nýta sér til sparnáðar á fé og fyrirhöfn. En vertu ekki feimin að hringja í ACO og fá upplýsingar um CRTronic tölvurnar. I | I I v VI l’tUI'lKllllllUMX M|*;i ki 11 s - uv»|s \» ti\is v\ n \u tjiópm \uvt i x«. i ii v' 11»; 11 v 111»í n suvl V ' \ |IXI \tn\yl»."N I 4^1 II \ \ 11 \ VS• K 11 í 1 UltlM acohf LAUCAVEG 168, REYKJAVlK, SÍMI: 27333 CRTromc Linotype T KTEANDT11QO ÁR ASETNINC NYR Verð aðeins Eigum nokkur eintök af ssum stórgóða Iskyldubíl sem f o a gotuna Tökum gamla bíla upp f nýja FIAT UMBOÐIÐ Enn er tækifærí á b/s. 25 , SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI SIMI 77200 - SÖLUMENN í SÍMA 77720

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.