Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 10
10 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Ráðherra segir af sér
Dómsmálaráðherra Póllands, Zbigniew
Cwiakalski, hefur sagt af sér í kjölfar
meints sjálfsvígs fanga í pólsku fang-
elsi. Fanginn, Robert Pazik, var þriðji
maðurinn sem stytti sér aldur úr hópi
manna sem dæmdir voru árið 2001
fyrir að ræna og myrða son auðugs
kaupsýslumanns. Cwiakalski bauðst
til að víkja vegna „móðursýkislegra
viðbragða“ við dauða Paziks í fjöl-
miðlum og stjórnmálum í landinu.
PÓLLAND
Innbrot í raftækjaverslun
Innbrot var framið í raftækjaverslun í
Skútuvogi í Reykjavík í fyrrinótt. Þjóf-
urinn komst undan með sjónvarp.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Flutningabíll lokaði veginum
Ökumaður flutningabíls lenti í erfið-
leikum í Bakkaselsbrekku í Öxnadal
í gærmorgun. Mjög slæmt veður var
á heiðinni og lokaði flutningabíllinn
veginum að hluta til. Litlir bílar kom-
ust þó fram hjá bílnum.
VINNUMARKAÐUR Formenn aðildarfélaga ASÍ ræddu
á fundi í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga
fram á vor. Vinnuveitendur vilja segja upp samningn-
um eða fresta hækkunum fram undir lok samnings-
tímabilsins. Ákvörðun verður tekin í febrúar.
„Ef menn vilja standa við samninginn og vinnu-
veitendur segja samningnum upp þá blasir við að
fólk fær lítið sem ekkert, auk þess að missa það sem
eftir er í samningnum, til dæmis orlofsaukningu í
sumar og launahækkun um næstu áramót. Eins og
staðan er í þjóðfélaginu nú sjá menn ekki fram á að
semja aftur fyrr en guð má vita hvenær. Menn næðu
ekki einu sinni fram því sem er í þessum framleng-
ingarákvæðum þannig að það er þá betra að halda í
vonina. Niðurstaða fundarins er að kanna vel hvort
hægt sé að halda í samninginn gegn því að fresta
þessari launahækkun frekar en að láta vinnuveitend-
ur segja samningnum upp,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Kjarasamningur ASÍ og SA er í fyrsta skipti upp-
segjanlegur á báða bóga.
Guðmundur segir að þríhliða samkomulag ríkis-
valds, launþegasamtaka og atvinnurekenda sé nauð-
synlegt. - ghs
Formenn aðildarfélaga ASÍ fóru yfir stöðuna í endurskoðun kjarasamninga:
Vilja fresta endurskoðun
SAMÞYKKJA BOÐIÐ Hátt í hundrað formenn aðildarfélaga ASÍ
ákváðu í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á vor
eins og SA hefur ljáð máls á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SERBÍA, AP Ratko Mladic nýtur
enn mikilla vinsælda og stuðn-
ings í Serbíu, þrátt fyrir að hafa
verið eftirlýstur stríðsglæpa-
maður í meira en áratug.
Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun myndu nærri tveir af
hverjum þremur Serbum alls
ekki veita stjórnvöldum upplýs-
ingar, sem leiddu til handtöku
hans, jafnvel þótt ein milljón
evra sé í boði sem lausnargjald.
Einungis 14 prósent sögðust
hiklaust veita slíkar upplýsing-
ar, en aðrir sögðust ekki viss-
ir um hvað þeir myndu gera ef
þeir byggju yfir slíkri vitn-
eskju. - gb
Serbar dá Mladic:
Örfáir myndu
framselja hann
NOREGUR, AP Lögregluþjónn í
Tromsö í Noregi skaut í gær fyrr-
verandi sambýliskonu sína til bana
á bílastæði fyrir utan barnaskóla
þar sem hún vann. Því næst gerði
hann tilraun til að svipta sig lífi.
Lögreglumaðurinn, sem er 53
ára, var ekki á vakt og að því er
fram kemur í norskum miðlum
var morðvopnið byssa sem hann
stal frá vinnufélaga. Konan, sem
var um tíu árum yngri, hafði slitið
sambúð við manninn viku fyrr. - aa
Morð í Norður-Noregi:
Lögregluþjónn
skaut unnustu
Uppsagnir hjá Ericsson
Sænska símafyrirtækið Ericsson ætlar
að segja upp fimm þúsund starfs-
mönnum um allan heim, þar á meðal
eitt þúsund í Svíþjóð.
SVÍÞJÓÐ
BÆNAHALD Í JERÚSALEM Palestínskur
múslimi lagðist á bæn fyrir framan
vígalegan hóp ísraelskra hermanna
sem hindruðu aðgang að Al Aksa-
moskunni í Jerúsalem. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti átti í gær fundi
með þingmönnum beggja flokka og
hvatti þá til að styðja efnahagsað-
gerðir sínar. Ástandið í efnahags-
lífi þjóðarinnar krefjist þess að
þingið taki til sinna ráða, jafnvel
þótt sumum þingmönnum hugnist
ekki sumir hlutar aðgerðanna.
„Ég átta mig á að enn er ein-
hver ágreiningur,“ sagði hann, en
flokksbræður hans í Demókrata-
flokknum hafa gefið honum fyr-
irheit um að hann geti undirritað
lögin um miðjan febrúar.
Obama hefur haft í nógu að snú-
ast síðan hann tók við embætti á
þriðjudag. Efnahagsmálin eru
stærsta áhyggjuefni Bandaríkja-
manna um þessar mundir, en áður
en hann sneri sér að þeim málum
í gær hafði hann kynnt nokkrar af
ráðstöfunum sínum í utanríkismál-
um, svo sem að fangabúðunum ill-
ræmdu við Guantánamo á Kúbu
yrði lokað innan árs.
Á fimmtudag skipaði Obama
einnig tvo gamalreynda samninga-
menn sendifulltrúa sína í Austur-
löndum nær og fjær. Richard Hol-
brooke, fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, fær það hlutverk að
samhæfa stefnu Bandaríkjanna
gagnvart Afganistan og Pakistan,
en George J. Mitchell, fyrrverandi
leiðtogi demókrata í öldungadeild
Bandaríkjanna, verður fulltrúi
Bandaríkjanna í Mið-Austurlönd-
um. - gb
Obama hefur haft í nógu að snúast fyrstu daga sína í embætti:
Snýr sér að efnahagsmálum
Á FUNDI MEÐ LEIÐTOGUM ÞINGSINS
Barack Obama hvatti þingið til að fallast
á efnahagsráðstafanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VINNUMARKAÐUR Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, segir að
staðan í kjaramálunum verði
rædd í aðildarfélögum ASÍ á
næstu vikum. Formennirnir hitt-
ist síðan aftur á formannafundi
fyrir lok febrúar til að taka upp-
lýsta afstöðu til óskar SA um að
fresta endurnýjun kjarasamn-
inga. Atvinnurekendur hafa
óskað eftir sveigjanleika til að
geta staðið við kjarasamning-
ana. Gylfi segir að ríkisstjórnin
þurfi að koma að borðinu. „Ég hef
óskað eftir því að félögin taki líka
afstöðu til þess hvort ASÍ sé til-
búið til að framlengja kjarasamn-
ing án þess að ríkið komi þar að.
Það vorum við ekki fyrir þennan
fund. Það hefur verið alveg skýr
afstaða. Skilaboð hreyfingarinn-
ar hafa verið þau að til að fram-
lengja kjarasamninginn þurfum
við mjög sterka aðkomu ríkis-
stjórnar varðandi atvinnumálin
og stöðu heimilanna,“ segir hann.
Gylfi telur að ef fresta eigi
kauphækkunum, sem eiga að
koma 1. mars, til áramóta eins
og SA vill þá sé allt eins hægt að
segja upp samningunum. - ghs
Forseti ASÍ:
Ræðum að-
komu ríkis-
stjórnarinnar
GYLFI ARNBJÖRNSSON Hann segir að
ætli SA að fresta kauphækkunum sé allt
eins hægt að segja upp samningunum.
Snjóflóð á Ólafsfjarðarvegi
Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg milli
Ólafsfjarðar og Dalvíkur upp úr mið-
nætti í fyrrinótt. Að sögn lögreglu var
flóðið nokkuð stórt. Engin umferð var
á veginum þegar það féll. Vegagerðar-
menn ruddu veginn í gærmorgun.