Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 24. janúar 2009 11 DÓMSMÁL Systkini voru dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa ráðist á varðstjóra lög- reglu á lögreglustöð. Fólkið skall- aði og beit lögregluþjóninn. Lögregla hafði lagt hald á áfengi mannsins, sem þá var 17 ára, á gamlársdag 2006. Hann kom með systur sinni, þá 23 ára, á lögreglustöðina skömmu síðar, og kröfðust þau þess að fá áfeng- ið afhent. Þau lentu í átökum við lögregluvarðstjóra, sem hlaut minniháttar áverka vegna árás- arinnar. Sökuðu þau varðstjórann um harðræði, en Hæstarétti þótti ekkert komið fram sem renndi stoðum undir þá fullyrðingu. - bj Systkini dæmd fyrir árás: Skölluðu og bitu varðstjóra IÐNAÐUR Útboð á fimm sérleyf- um til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu á Jan Mayen-hryggnum er byrjað. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra opnaði það nýlega þegar vefsíða útboðsins fór í loftið og varð öllum aðgengileg. Kristinn Einarsson, yfirverk- efnisstjóri hjá Orkustofnun, segir að útboðið sé eins og hvert annað opinbert útboð. Útboðstímabilið sé nú hafið og því ljúki 15. maí. Fyrir þann tíma þurfa áhugasöm fyrirtæki að hafa skilað inn til- boðum. - ghs Drekasvæðið: Útboð á sérleyf- um er hafið DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest sýknudóm yfir karlmanni, sem var ákærður fyrir kynferðis- brot og líkamsárás. Maðurinn sótti í að slá tvo drengi, sex og fjögurra ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða. Að því loknu bar hann olíu á rassinn á þeim. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á vinkonu sína, móður drengjanna, og slegið hana á beran rassinn og ber læri með beltisól svo á sá. Þegar faðir drengjanna, sem býr ekki með móðurinni, uppgötv- aði athæfið tilkynnti hann það. Ekki var talið sannað að háttsemi mannsins væri brot á lögum. - jss Dómur staðfestur: Rassskellirinn var sýknaður HEILBRIGÐISMÁL Þriðjungur þeirra kvenna á Íslandi sem fór í fóstur- eyðingu á árinu 2007 hafði áður látið eyða fóstri. Þetta kemur fram í tölum frá Landlæknisemb- ættinu. Alls létu 877 konur eyða fóstri á árinu 2007. Var það eilítil fækkun frá árinu á undan þegar fóstureyðingar voru 904 tals- ins. Frá árinu 1982 voru flest- ar fóstureyðingar á árinu 2000 þegar þær voru 987. Af áðurnefndum 877 konum á árinu 2007 höfðu samtals 297 áður gengist undir fóstureyðingu, þar af 58 tvisvar sinnum og 25 konur þrisvar sinnum. - gar Fóstureyðingar á Íslandi: Þriðjungur að eyða fóstri á ný VIÐ STEKKJARBAKKA Tillaga um bygg- ingu slökkvistöðvar í Elliðaárdal mætir andstöðu. SKIPULAGSMÁL Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er nú til skoðunar ný lóð fyrir slökkvistöð í stað umdeildrar staðsetningar við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Stekkjarbakki er talinn ákjós- anlegur fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar en þessari hug- mynd mótmæla þó bæði íbúar í næsta nágrenni og aðrir unnend- ur útvistarsvæðisins í Elliðaár- dal. Nú er komin fram tillaga um að nýja stöðin verði við Jafna- sel í Breiðholti og hefur stjórn slökkviliðsins falið slökkviliðs- stjóra að athuga þann möguleika. Jafnframt á að ræða við lögreglu- stjórann á höfuðborgarsvæðinu sem vill að skoðuð verði möguleg aðkoma lögreglunnar að fyrirhug- uðu húsnæði slökkviliðsins við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. - gar Horft í nýjar áttir í lóðamáli: Ný slökkvistöð sé í Seljahverfi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi handtók sjö ung- menni í fyrradag vegna innbrots og þjófnaðar í Laugarási í Biskupstungum. Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar ferðir manna á jeppabifreið í gróðurhúsahverfi í Laugarási rétt fyrir miðnætti síðastliðins þriðju- dags. Lögreglumenn fundu jeppann á ferð skammt frá Laugarási. Í honum voru fimm ungmenni sem sögðust vera þar í útsýnisferð. Ekkert þýfi var í bifreiðinni en þar sem grunur lék á að nokkru áður hefði kerra verið aftan í bifreiðinni var gerð leit að henni. Kerran fannst við Reykholt í Biskupstung- um og í skurði rétt við fannst ýmiss öryggisbúnaður sem notaður er við akstur torfæruhjóla. Í ljós kom síðar að torfæruhjóli hafði verið stolið frá Laugar- ási. Tveir til viðbótar voru síðar handteknir vegna meintrar aðildar að málinu. Ungmennin sjö viður- kenndu við yfirheyrslur að hafa brotist inn í Laug- arási og stolið torfæruhjólinu og ætlað að stela öðru til viðbótar en tókst ekki að gangsetja það. Kerrunni stálu þau þar sem hún var við Búrfellsveg í Gríms- nesi. Ungmennin höfðu ætlað sér að brjótast inn í sum- arbústaði í ferðinni en ekkert varð úr því þar sem þau voru stöðvuð áður en til þess kom. - jss Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni með stolið góss: Rændu torfæruhjóli og kerru SELFOSS Lögreglan á Selfossi handtók ungmennin. Fjármálaráðgjöf fyrir þig Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig ef þarf. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál Kynntu þér úrræðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.