Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 18

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 18
18 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um sjáv- arútvegsmál Enn bólar ekki á vilja til endurskoð-unar í fiskveiðistjórninni af hálfu framsóknarmanna, að sjá má, þótt kerf- ið sé ein helsta rót vandans sem við er að fást í íslensku efnahagslífi. Ég hvet landsmenn til þess að fylgjast vel með því hvort flokkurinn ætlar að halda áfram á braut þess þjóðhagslega óhagkvæma kerfis í sjávarútvegi sem hefur verið við lýði með því að sópa arfleifðinni undir teppið í þessu efni. Íslendingar þurfa engan málamyndaleik þess efnis að setja ákvæði um fiskimiðin í stjórnarskrá, því lögin um stjórn fiskveiða eru nægilega skýr, þess efnis að fiskimiðin kring um landið eru sam- eign þjóðarinnar. Hið frjálsa framsal sem fyrrverandi formað- ur Framsóknarflokksins tók þátt í því að setja inn í þau hin sömu lög, gekk gjörsamlega á skjön við fyrstu grein laganna með framkvæmd mála s.s. veði í fjármálastofnunum og öllu því braski og óheilbrigðu verðmyndun sjáv- arafurða sem þar átti sér stað. Ef stjórn- sýslulög hefðu tekið gildi á þeim tíma er fyrrum formaður Framsóknarflokks- ins sat sem sjávarútvegsráðherra, hefði sá hinn sami að öllum líkindum verið vanhæfur til ákvarðanatöku um málið, vegna aðkomu að sjávarútvegsfyrirtæki. Öll sú þjóðhagslega verðmætasóun sem kvótakerfi sjávarútvegs hefur vald- ið með framsalsheimildaákvæði lag- anna, er gífurleg og nægir þar að nefna atvinnu og eignir einstaklinga sem og hins opin- bera í sjávarbyggðum um land allt. Kerfið sjálft og markmið þess að byggja upp verðmesta stofninn með kvótasetningu, hefur held- ur ekki tekist og menn ekki getað horfst í augu við. Síðast en ekki síst fengum við Íslendingar ábend- ingu um mannréttindabrot sökum þess að nýlið- un er ekki fyrir hendi þ.e. mönnum er meinaður aðgangur að fiskveiðum. Mál er að linni. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Framsókn og kvótakerfið GRÉTAR MAR JÓNSSON Ráðstefna Búsetumál eldri borgara Fimmtudaginn 29. janúar frá kl. 14-16 Nánari upplýsingar á www.oryggi.is Þegar ég fylgist úr mikilli fjar-lægð með sjónvarpsfrétt- um af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn. Þarna eru á ferli lögreglumenn gráir fyrir járn- um með hjálma og skildi, og and- spænis þeim eru þeir sem kall- aðir hafa verið „mótmælendur“; þeir kveikja bál fyrir framan lög- reglumennina og grýta þá með öllu tiltækilegu eða færa þeim blóm. Við þetta fer ekki hjá því að hugurinn leiti aftur til maí ’68, þegar ég sá sams konar atburði, reyndar ekki í sjónvarpsfréttum heldur á sjálfum götum Parísar. Sá munur sem ég tek fyrst eftir er sá að fyrir fjörutíu árum voru lögreglumennirnir með svarta skildi úr málmi sem blikuðu í skini götuljósanna á síðkvöld- um, en nú eru komnir gagnsæir skildir. Þetta er ekki síður mynd- rænt, en á nokkuð annan hátt. Og þá voru andstæðingar lögreglu- mannanna lengst af ungir stúd- entar, nú virðast mér þeir vera á öllum aldri. En þegar betur er að gáð má sjá mun á fleiri sviðum og hann mjög djúpstæðan. Finnst mér ekki úr vegi að rifja hann upp, ef það kynni að verða mönnum til nærkvæmari skilnings á því sem nú er að gerast. Samanburðurinn er allavega lærdómsríkur. Fyrir fjörutíu árum var „fasismi“ ekki einungis skammaryrði og inni- haldslaust orð eins og síðar varð, Franco var enn fastur í sessi á Spáni og hélt landinu í járngreip- um, og í Suður-Evrópu a.m.k. voru þeir margir sem töldu slíkt stjórnarfar hið ákjósanlegasta, og vildu leggja sitt af mörkunum, ef þeir fengju færi á því, til að koma því á í heimalandinu. Þetta sannaðist í valdaráni herforingj- anna í Grikklandi, sem menn fóru síðar að líta á sem tíma- skekkju en kom mönnum ekki þannig fyrir sjónir á þessum tíma. Þetta gilti einnig í Frakk- landi, þeir sem þar voru utarlega til hægri og voru ekki síst fjöl- mennir innan hers og lögreglu hötuðu vinstri menn af lífi og sál, einkum og sér í lagi vinstri sinnaða menntamenn, og kenndu þeim um allar ófarir landsins, þá síðast í Alsírstríðinu. „Það er í hausnum sem fiskurinn byrjar að rotna“, sögðu þeir, og töldu ein- ræði bestu lausnina. Það hefur gleymst að þegar herforingjar gerðu uppreisn í Algeirsborg í maí 1958 var til- gangurinn sá að koma til valda einhverjum frönskum Franco, og urðu ýmsir öfgafullir hægri menn æfir þegar í ljós kom að de Gaulle, sem þá varð forseti, ætlaði sér alls ekki að leika slíkt hlutverk. Þeir brunnu í skinn- inu eftir að hefna sín, og ef þeir fengu tækifæri gat ofbeld- ið orðið taumlaust, eins og í ljós kom í þeim atburðum sem kenndir eru við neðanjarðarstöð- ina Charonne í París, þar sem átta manns létu lífið í mótmæla- göngu á útmánuðum 1962. En hatrið var gagnkvæmt og lang- vinnt, og skýrir það þá miklu hörku sem færðist í götubardag- ana í maí ’68. Sumum misvitrum stjórnmála- mönnum var þetta ekki á móti skapi, þeir sáu sér þarna leik á borði til að hræða almenning með óeirðunum og „upplausn- inni“ og treysta sín eigin völd; því vildu þeir hafa lögregluna góða og leyfa henni að leika laus- um hala refsinga- og áminninga- laust. Þegar lögreglustjóri Par- ísar, sem var húmanisti, skrifaði öllum lögreglumönnum borgar- innar dreifibréf í júní ’68 þar sem hann áminnti þá harðlega um að forðast allt ónauðsyn- legt ofbeldi, kom alvarlega til tals innan stjórnarinnar að setja hann af og fá í staðinn annan sem væri ekki eins mikil veim- iltíta; segir lögreglustjórinn frá þessum atburðum í endurminn- ingum sínum. En þetta er allt saman liðin tíð. Franco er horfinn til feðra sinna, Salazar líka, og herforingjarn- ir í Grikklandi urðu að snauta burtu með skottið milli aftur- fótanna. Sá fasismi sem þess- ir menn voru fulltrúar fyrir er nú úr sögunni, og er ólíklegt að hann eigi sér nokkra talsmenn lengur svo heitið geti innan hers eða lögreglu nokkurs stað- ar. Hvað venjulegan almenning snertir fer frjálshyggjan nú ekki í manngreinarálit, þeir lögreglu- menn sem standa með hjálma og skildi fyrir framan Alþingishús og Stjórnarráð eru fórnarlömb hennar ekki síður en mótmæl- endurnir sem að þeim sækja, það er eins líklegt að þeir hafi misst sparifé í hendur ólígarkanna eða standi uppi með óviðráðanlegar skuldir og hverjir aðrir. En hins vegar gæti alltaf komið upp sú freisting meðal einhverra mis- viturra ráðamanna, því þeir eru alls staðar til og á öllum tímum, að færa sér í nyt uppþot, sem eru í sjálfu sér nokkuð skiljan- leg kraftbirting reiðinnar, til að kljúfa almenning og snúa taflinu sér í hag. Hjálmar og skildir EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | París ´68/ Reykjavík ´09 Afglöp dagsins Fréttir af alvarlegum veikindum Geirs H. Haarde forsætisráðherra hafa eðlilega sett sitt mark á stöðu mála hér á landi. Ekki var þó mikla samúð að finna hjá á Herði Torfasyni, forsprakka Radda fólksins og manni ársins að mati hlustenda Rásar tvö. „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður í samtali við Mbl. is. „Það er til dálítið sem heitir einkalíf og svo er stjórn- málalíf. Það er tvennt ólíkt.“ Þarna kvað við falskan tón hjá söngvaskáldinu, sem berst fyrir betra samfélagi, sem byggi á gildum á borð við sanngirni og náungakærleika. Endurtekning dagsins Ekki stóð heldur á viðbrögðum við viðbrögðum Harðar. Hver bloggarinn á fætur öðrum kepptist við að lýsa yfir vandlætingu á orðum hans, til dæmis útnefndi Eyjubloggarinn Anna Sigrún Baldursdóttir hann „fífl dagsins“. Annar bloggari, Tómas Hafliðason, taldi sig ekki geta orðað þetta betur en Anna Sigrún og endurbirti því færslu hennar, óbreytta og á nákvæmlega sama vettvangi - Eyjunni. Þetta kallar maður að eiga erindi. Reiðilestur dagsins Morgunblaðið birti í gær á leið- arasíðu greinarkorn eftir Óskar Magnússon, sem titlar sig „sjálfstæð- ismann og gamlan bekkjarbróður Ingibjargar Sólrúnar“. Greinin hefur fyrirsögnina „Ágúst ómerkilegi“ og er samfelldur eitraður reiðilestur í garð Ágústar Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Óskar viðhefur stór orð um innræti Ágústar Ólafs, með orðfæri sem ber sómakennd höfundar- ins ekki fagurt vitni. bergsteinn@frettabladid.is F orystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að gefa ekki kost á sér til endurkjörs af þessum nýju persónulegu ástæðum er bæði skiljan- leg og ábyrg. Af þessu leiðir að ný stefnumótun Sjálfstæðisflokksins bíður þar til nýr formaður leggur línur þar um. Fjarvera formanns Samfylkingarinnar hefur leitt af sér hálf- gert stjórnleysi þar á bæ. Reykjavíkurfélag flokksins hefur kraf- ist stjórnarslita. Varaformaður hans og þingflokksformaður hafa endurómað þá kröfu. Alþýðusamband Íslands hefur gert það sama. Áratugir eru síðan því hefur verið beitt með slíkum hætti. Málefna- legum undirstöðum stjórnarsamstarfsins hefur með þessu verið kippt í burtu. Vandséð er hvernig því má breyta eftir það sem á undan er gengið. Í þessu ljósi verður stjórnin í reynd starfsstjórn kjósi báðir flokk- arnir að láta hana sitja fram til vorkosninga. Við þær aðstæður er viðbúið að kosningarnar yrðu fremur uppgjör við fortíðina en veg- vísir að nýrri framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn gæti hins vegar látið Samfylkinguna axla ábyrgð á biðstöðunni með því að taka frumkvæði að formlegum slit- um samstarfsins. Á sama hátt gæti Samfylkingin ákveðið að stíga strax skrefið til fulls með myndun vinstri stjórnar eftir gamla lag- inu. Kosningarnar myndu þá snúast um áframhaldandi umboð til hennar. Kjósendur ættu um leið kost á að veikja það umboð með því að styðja hugsanlega endurnýjaðan Sjálfstæðisflokk eða nýja flokka sem væru því fráhverfir. Fátt bendir til að erfitt verði að koma flokkum saman í ríkisstjórn. Hitt er áhyggjuefni að margt bendir til að málefnaleg stjórnar- kreppa gæti orðið langdræg. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir þjóðina þegar upp verður staðið. Myndin sem við blasir er sú að armurinn yst til hægri í Sjálfstæðisflokknum hafi náð að hindra að forystan geti náð mál- efnalegri málamiðlun á miðju stjórnmálanna um nýja framtíðar- mynt og aðild að Evrópusambandinu. Á sama hátt hefur vinstri armur Samfylkingarinnar ýtt þessu grundvallaratriði til hliðar í þeim tilgangi að ná samvinnu við VG. Hér eru menn í blindgötu. Að einhverju leyti vegna þess að uppgjöri við fortíðina var skotið á frest. Þegar litið er á málefnaforsendur vinstra samstarfs er svipuð staða upp á teningnum. VG er andvígt Evrópusambandinu. Sú umræða færi í flókið ferli á ný. Trúlega kæmist VG ekki upp með að segja samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp. Einsýnt er þar á móti að VG mun aldrei fallast á fjárlagaforsendur hans. Samningurinn verður því kominn í uppnám í byrjun næsta árs. Þegar þar að kemur verða hægri og miðjuarmar Samfylkingarinn- ar og Framsóknarflokksins komnir með samviskuveiki sem smám saman gerir stjórnarsamstarf af þessu tagi meira og minna óvirkt. Af því getur hlotist langvarandi málefnaleg stjórnarkreppa. Að öllu þessu virtu má ljóst vera að þeir bera ríka ábyrgð sem nú eru að brjóta niður málefnalega möguleika til samvinnu á miðju stjórnmálanna um vegferð landsins inn í nýja framtíð. Langdræg málefnaleg stjórnarkreppa ? Óhamingjuvopnin ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.