Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 28
28 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Á haustdögum 2007 fór að halla verulega undan fæti í fjármálageira heimsins. Óvissa ríkti um endanlegt umfang undirmálslánakrísunnar sem upp- runnin var í Bandaríkjunum og vantraust jókst milli fjármálastofn- ana. Lán urðu torfengnari og dýrari banka í millum. Vandinn hélt áfram að vinda upp á sig með slæmum fréttum um afkomu og afskrift- ir stórra fjármálafyrirtækja. Um miðjan september í fyrra fór svo snjóboltinn að rúlla fyrir alvöru. September 2008 Mánudaginn fimmtánda septemb- er vaknaði fjármálaheimurinn upp við vondan draum. Bandaríski risabankinn Lehmann Brothers varð gjaldþrota og Bank of Amer- ica samþykkti að taka yfir Merrill Lynch á 50 milljarða Bandaríkja- dala. Skuldir á efnahagsreikningi Lehmann námu 613 milljörðum dala, eða tæplega 54 þúsund millj- örðum íslenskra króna, miðað við miðgengi krónu á síðasta ári. Hlut- irnir gerðust með ógnarhraða. Deginum áður, á sunnudegi, hafði stefnt í að samið yrði um yfirtöku Bank of America á Lehmann, en þeim snerist hugur og tóku frekar Merrill Lynch. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, Henry Poulson, var því andsnúinn að nota opinbert fé til að hjálpa Lehmann Brothers og kvað ómögulegt að ná jafnvægi á fjármálamörkuðum meðan verð fasteigna héldi áfram að lækka. Hlutabréfaverð snarféll og verð skammtímaskuldabréfa hækkaði. Fregnirnar kölluðu á viðbrögð. Stærstu viðskipta- og fjárfest- ingabankar heims ákváðu að búa til lausafjársjóð til að hjálpa við- kvæmum fjármálafyrirtækjum. Sjóðurinn yrði 70 milljarðar dala að stærð, eða sem nemur 6.165 millj- örðum króna. Þá boðuðu seðlabankar margra landa til aðgerða. Seðlabanki Bandaríkjanna vék til hliðar regl- um sem bönnuðu bönkum að nota innstæður til að fjármagna fjár- festingarstarfsemi dótturfélaga og seðlabankar evrusvæðisins og Bretlands reiddu fram lausafé í von um koma jafnvægi á markaði. Seðlabanki Evrópu reiddi fram 30 milljarða evra og Englandsbanki hélt uppboð á fimm milljörðum punda, samtals rúmlega 4.600 millj- örðum króna. Daginn eftir, 16. september, greip svo Seðlabanki Bandaríkjanna inn í fjármálamarkaðinn með því að lána tryggingarisanum American Inter- national Group (AIG) 123 milljarða dala (10.833 milljarða króna) gegn því að seðlabankinn gæti breytt láninu í 80 prósent hlutafé í AIG. Tryggingarisinn var sagður svo mikilvægur fyrir fjármagnsmark- aðinn að réttlætti inngripið. Víðar voru viðræður um sam- runa banka, svo sem um að Lloyds TSB tæki yfir Halifax Bank of Scotland (HBOS). Bæði félög voru í fjárhagsvandræðum og þurftu að fá nokkra milljarða punda í formi hlutafjár frá breska ríkinu. Í Bandaríkjunum og Bretlandi ákváðu fjármálaeftirlit jafnframt að banna tímabundið skortsölu á hlutabréfum fjölda fjármálafyr- irtækja. Önnur lönd fylgdu í kjöl- farið. Vikurnar undir lok mánaðarins mörkuðust af miklum óróa á fjár- málamörkuðum. Vestra voru nokkr- ar væntingar vegna orðróms um að Bush forseti og ríkisstjórn hans ætluðu að útbúa björgunarpakka upp á 700 milljarða dala (61.652 milljarða króna). 25. september dró svo aftur til tíðinda þegar verð hlutabréfa við- skiptabankans Washington Mutu- al (WaMu) hrundi og sparifjáreig- endur gerðu áhlaup á innstæður sínar. Með þessu var orðið að veru- leika stærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Október 2008 Rétt fyrir og um mánaðamótin sept- ember, október féll hver bankinn á eftir öðrum og inngrip ríkisstjórna voru stórtæk. Hér heima fengu Íslendingar þær fregnir við upp- haf vinnuvikunnar 30. september að ríkisstjórnin ætlaði að taka yfir 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 600 milljónir evra, eða 76 milljarða króna samkvæmt miðgengi krón- unnar í fyrra. Benelux-löndin tóku yfir Fortis fyrir 11,2 milljarða evra (1.425 milljarða króna). Ríkisstjórn Bretlands ákvað að þjóðnýta Brad- ford & Bingley með aðstoð spænska bankans Banco Santande. Þá fékk HYPO, þýskur fast- eignaveðlánabanki lánalínu upp á 35 milljarða evra (4.461 milljarð króna) frá þýska ríkissjóðnum og írska ríkisstjórnin ákvað að tryggja til tveggja ára innstæður sparifjár- eigenda, skuldabréf og fleiri skuld- bindingar allra sex banka lands- ins. Hugsanleg skuldaábyrgð írska ríkisins var talin nema allt að 845 milljörðum evra, eða 107.670 millj- örðum króna. Í Bandaríkjunum fór allt í háaloft þegar öldunga- deild þingsins hafnaði 700 millj- arða dala „björgunarpakka“ Henry Poulson fjármálaráðherra, en með peningunum ætlaði hann að kaupa allar „eitraðar“ skuldir bankanna. Lögin voru svo samþykkt á þinginu 1. október. Önnur vika októbermánaðar var svo vikan þegar alþjóðafjármála- kerfið fraus. Hér heima voru sam- þykkt neyðarlög sem gerðu Fjár- málaeftirlitinu meðal annars kleift að grípa inn í rekstur fjármálafyr- irtækja, eins og svo gekk eftir með yfirtöku á þremur stærstu bönkum landsins, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Á meginlandi Evrópu voru líka töluverðar sviptingar. BNP Pari- bas tók yfir stóran hluta Fortis, en á móti varð belgíska ríkið aðalhlut- hafi Paribas. Danmörk og Austur- ríki sögðust tryggja innstæður sparifjáreigenda og Austurríkis- menn komu á laggirnar bankabjörg- unarsjóði upp á 90 milljarða evra (tæplega 11.500 milljarða króna). 7. október greip Fjármálaeftir- litið inn í rekstur Landsbankans og skipaði honum skilanefnd. Evr- ópusambandið ákvað að aðildarlönd tryggi innstæður sparifjáreigenda í bönkum svæðisins. 8. október var hér gripið inn í rekstur Kaupþings og Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans. Gordon Brown forsætisráðherra og Alistair Darling, fjármálaráð- herra Breta, sögðu breska ríkið til- búið að veita hverjum þeim banka sem teldi sig þurfa eiginfjárinn- spýtingu upp á 25 milljarða punda, eða sem nemur tæpum 4.000 millj- örðum króna. Sjö bankar slógu til. Aðrir 25 milljarðar punda áttu svo að vera fáanlegir fyrir aðrar fjár- málastofnanir, þá helst dótturfélög erlendra banka í Bretlandi. Þýska ríkið samþykkti um miðj- an október björgunarpakka upp á 480 milljarða evra (61.178 millj- arða króna) og norska ríkið gaf út að bönkum yrðu boðin ríkis- tryggð bréf fyrir allt að 350 millj- arða norskra króna (5.400 milljarða króna). 13. október komst Evrópu- sambandið að þeirri niðurstöðu að koma ætti upp björgunarpakka (EURO-TARP) fyrir allt að 1.873 milljarða evra (238.723 milljarða króna) og Frakkar tilkynntu að fjármálafyrirtækjum stæði til boða að sækja í sjóð upp á 360 milljarða evra (45.884 milljarðar króna) til að tryggja innstæður og bankaskuld- ir. Spánverjar settu 100 milljarða evra í sjóð (12.746 milljarða króna) og hollenska ríkisstjórnin kom upp 220 milljóna evra sjóði (28.040 milljarðar króna). Í Ástralíu ætlaði ríkisstjórnin að örva hagkerfið með innspýt- ingu upp á tæplega 1.000 milljarða króna og 14. október stækkuðu Sameinuðu Arabísku furstadæm- in sinn björgunarpakka í um 2.880 milljarðar króna. Franska ríkis- stjórnin ákvað 20. október að veita sex bönkum 10 milljarða evra fyr- irgreiðslu alls. Í Argentínu boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundar og tilkynnti um þjóðnýtingu lífeyr- issjóða landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til- kynnti líka um þetta leyti að Pak- istan og Íslandi yrði veitt efnahags- aðstoð. Undir lok októbermánaðar nýtti sér svo fjöldi banka aðstoð stjórn- valda. Bayern LB varð fyrst- ur þýskra banka til þess og Erste Group braut ísinn í Austurríki. Sá banki hafði orðið fyrir lausafjár- skorti við fall Lehmann Brothers og íslensku bankanna. Íslensku bank- Fúlgur renna til bjargar bönkum um víða veröld Um allan heim hafa ríki gripið til stórtækra aðgerða til að styðja við fjármálakerfi landa sinna. Óli Kristján Ármannsson fer yfir at- burðarásina frá því boltinn byrjaði fyrst að rúlla fyrir alvöru um miðjan september síðastliðinn og fram í miðjan þennan mánuð. Hamfarir heimsins hafa komið einna harðast niður hér á landi með algjöru hruni bankakerfisins og gjaldeyriskreppu. Atburðir hér á landi eru hins vegar ekki nema sem skvetta í öllu því ölduróti sem fjármálakerfi heimsins ganga í gegnum. Framhald á síðu 32 Á EFNAHAGSRÁÐSTEFNU Í PARÍS Í JANÚARBYRJUN Á skjánum má sjá Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, halda tölu á þingi undir yfirskriftinni „Nýr heimur, nýr kapítalismi“ sem haldið var í París dagana 8. og 9. þessa mánaðar. Þar sagði hann ljóst að fjármálakerfi heimsins væri enn viðkvæmt þrátt fyrir mikil inngrip stjórnvalda um heim allan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í janúarbyrjun ákváðu Samtök húseigenda í Bretlandi í sam- starfi við stjórnvöld að hjálpa þeim 6.000 eigendum fasteigna sem sáu fram á að missa heimili sín. Fólkið fengi að búa áfram í húsum sínum gegn því að borga stjórnvöldum leigu. Íbúar áttu svo, þegar betur áraði, að fá að kaupa aftur eignir sínar. Þeir sem stóðu í skilum en gátu lent í óvæntum tekjumissi um tíma buðu stjórnvöld að fresta afborgunum lána í allt að tvö ár. Áætlunin nefndist Homeowner Mortage Support Scheme, og átti að ná til Englands, en ekki til Skotlands, Wales eða Norður- Írlands. Sambærileg áætlun hefur nú verið sett af stað í Bandaríkjun- um. GREIÐSLUÞROTA FÁI AÐ LEIGJA ÁFRAM HÚSNÆÐI TIL SÖLU Í SUÐUR-KALÍFORNÍU Í BANDARÍKJUNUM Í Bandaríkjunum og í Englandi er unnið samkvæmt áætlun þar sem íbúðareigendum í greiðsluþroti er boðið að leigja áfram á sama stað þrátt fyrir eignaupptöku. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.