Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 34
28 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Ó
ljóst er hvaða dilk árásir
Ísraela á Gasasvæðið munu
draga á eftir sér fyrir Ísra-
ela sjálfa. Palestínumenn búa
við gríðarlega eyðileggingu
og mannfall, en Ísraelar eru
farnir að búa sig undir kosningar, sem verða
10. febrúar næstkomandi.
Ísraelsstjórn getur þó ekki látið sem þeir
heyri ekki ásakanir um stríðsglæpi og hefur
falið Daniel Friedman dómsmálaráðherra
að skipuleggja og samhæfa varnir stjórnar-
innar í þeim dómsmálum, sem líklega verða
höfðuð.
Afleiðingar árása
Árásirnar á Gasa, sem stóðu yfir nánast
stanslaust í þrjár vikur, kostuðu nærri 1.300
Palestínumenn lífið. Langflestir þeirra voru
almennir borgarar, þar af hundruð á barns-
aldri. Ísraelar misstu á sama tíma þrettán
manns, þar af fjóra hermenn.
Ísraelar gjöreyðilögðu meirra en 4.000
byggingar á Gasasvæðinu, en að auki eru
meira en 20.000 byggingar illa farnar. Fimm-
tíu þúsund íbúar á Gasa misstu heimili sín.
Ísraelar sjálfir segja fráleitt að herinn hafi
framið stríðsglæpi með árásunum á Gasa.
Þeir standa fast á því að árásir hafi ekki
verið gerðar á staði, þar sem búast mætti
við almennum borgurum, nema fyrst hafi
verið skotið á Ísraela þaðan.
Ásakanir um stríðsglæpi
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, hefur krafist þess að þeir sem
bera ábyrgð á árásinni á höfuðstöðvar Sam-
einuðu þjóðanna í Gasaborg verði dregnir til
ábyrgðar.
Mannréttindasamtökin Amnesty Int-
ernational segja engan vafa leika á því að
sprengjur með hvítum fosfór hafi verið not-
aðar óspart á íbúðasvæði, sem samtökin
segja ótvírætt brot á alþjóðalögum og þar
með stríðsglæp.
Átta ísraelsk mannréttindasamtök hafa
auk þess skorað á ríkisstjórnina að rann-
saka sjálf atburðina í ljósi þess hve gífur-
lega margar konur og börn létu lífið.
Stríðsglæpadómstóll
Vandinn við að ákæra Ísrael til stríðsglæpa-
dómstóls Sameinuðu þjóðanna er sá, að Ísra-
el er ekki aðildarríki að honum. Til þess að
hægt verði að höfða mál þyrfti því öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna að fela dómstóln-
um rannsókn á framferði Ísraela, en til þessa
hafa Bandaríkjamenn jafnan staðið í vegi
fyrir aðgerðum á vettvangi ráðsins gegn
Ísrael.
Umfang eyðileggingarinnar
Smám saman er að koma betur í ljós hvert umfang eyðileggingarinnar á Gasaströnd er. Ísraelar neita að hafa framið stríðsglæpi,
en sæta þó vaxandi gagnrýni fyrir framferði sitt. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér nýafstaðnar árásir og blóði drifna sögu landsins.
TJÓNIÐ KANNAÐ Palestínumaður frá mannréttindasamtökum tekur niður upplýsingar frá Rami Najar fyrir utan gjör-
eyðilagt heimili hans í Khan Younis. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKÓLABÆKURNAR FUNDNAR Systurnar Dunia og Dana skoða
skólabækurnar sínar eftir að hafa fundið þær í rústum heimili
síns sunnantil í Gasaborg. NORDICPHOTOS/AFP
1967 Ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna númer
242, samþykkt í kjölfar
sex daga stríðsins: krafa
um brotthvarf Ísraels frá
herteknu svæðunum, og
krafa um gagnkvæma við-
urkenningu ríkja í þessum
heimshluta.
1973 Ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna númer
338, samþykkt í Yom
Kippur-stríðinu: krafa um
vopnahlé og ályktun 242
ítrekuð.
1978 Camp David-samkomu-
lagið: Egyptar og Ísraelar
semja um frið fyrir milli-
göngu Bandaríkjamanna.
1993 PLO-samtökin viðurkenna
tilvist Ísraelsríkis og hafna
beitingu ofbeldis, en í
staðinn viðurkennir Ísrael
að PLO sé fulltrúi Palest-
ínumanna.
1994 Óslóarsamkomulagið um
að Palestínumenn taki
smám saman við stjórn
innanríkismála á Vestur-
bakkanum og Gasaströnd.
1995 Bráðabirgðasamkomulag
(Ósló II) um Vesturbakk-
ann og Gasasvæðið, þar
sem Ísraelar fallast á að
Palestínumenn geti ferðast
á milli þessara tveggja
svæða.
2000 Camp David-samningavið-
ræður Ísraela, Palestínu-
manna og Bandaríkjanna,
sem skiluðu ekki árangri
þótt mjóu hafi munað.
2003 Vegvísir að friði: Tímaáætl-
un kvartettsins svonefnda
(Bandaríkjamanna, Rússa,
Evrópusambandsins og
Sameinuðu þjóðanna)
um áfanga á leið til friðar,
sem hvorki Palestínumenn
né Ísraelar hafa formlega
fallist á.
2003 Genfarsamkomulag:
óopinber viðmið um
viðræður milli Ísraela og
Palestínumanna.
LANGVARANDI
FRIÐARUMLEITANIR
PLO, Frelsissamtök Palestínu, voru helstu sam-
tök Palestínumanna allt til kosninganna 2006.
Samtökin voru stofnuð 1964 að frumkvæði
Arababandalagsins til þess að gæta sameig-
inlegra hagsmuna Palestínumanna og tala
máli þeirra út á við. Jasser Arafat var leiðtogi
þeirra frá 1969 til dauðadags 2004, en þá tók
Mahmoud Abbas við forystunni.
FATAH Stjórnmálaflokkur, stofnaður af þjóð-
ernissinnuðum Palestínuaröbum árið 1954 og
berst fyrir sjálfstæði Palestínu. Flokkurinn var
jafnan stærsta hreyfingin innan PLO. Meðal
stofnenda FATAH var Jasser Arafat, sem tók við
formennsku í flokknum árið 1969. Mahmoud
Abbas tók síðan við formennskunni við lát
Arafats 2004. Hraktist frá völdum á Gasa 2007
eftir harðvítug átök við Hamas, en Abbas situr
enn sem forseti Palestínustjórnar.
HAMAS Stjórnmálaflokkur, stofnaður árið
1987 af íslamistum, sem hafa frá upphafi bæði
stundað vopnaða baráttu gegn Ísrael og unnið
að margvíslegri uppbyggingu í samfélagi
Palestínumanna. Vann sigur í kosningum
Palestínumanna 2006, myndaði ríkisstjórn en
hraktist frá völdum á Vesturbakkanum 2007
eftir harðvítug átök við FATAH.
HELSTU SAMTÖK
PALESTÍNUMANNA
Átök gyðinga og araba í Pal-
estínu hafa í reynd staðið yfir í
heila öld, með hléum þó. Fyrst
sló í brýnu þegar síonistar komu
sér upp vopnasveit til að verja
landnámsþorp sín fyrir aröbum.
Síðan hafa átökin og styrjaldirn-
ar haldið linnulaust áfram. Þau
helstu eru:
1948 braust út styrjöld í beinu
framhaldi af stofnun
Ísraelsríkis þar sem Ísraelar
áttust við arabaríkin í kring.
1956 tóku Ísraelar þátt í stríði
Breta og Frakka við Egypta
út af Súes-skurðinum
með því að ráðast inn á
Sínaískaga, sem var undir
yfirráðum Egypta.
1967 hófu Ísraelar sex daga
stríðið svokallaða með árás
á Egypta vegna gruns um
að Egyptar og Sýrlendingar
hygðust ráðast á Ísrael.
1973 réðust Egyptar og Sýrlend-
ingar á Ísrael á Yom Kippur,
einum helgasta degi ársins
hjá gyðingum.
1982 Stríð í Líbanon, Ísraelar
ráðast gegn PLO.
1987 hefst fyrri uppreisn Pal-
estínumanna á herteknu
svæðunum, stendur til
1993.
2001 hefst seinni uppreisn Pal-
estínumanna á herteknu
svæðunum.
2006 ráðast Ísraelar gegn
Hezbolla-hreyfingunni í
Líbanon.
2009 Árásir Ísraela gegn Hamas
á Gasa.
HUNDRAÐ ÁRA
STRÍÐIÐ
© GRAPHIC NEWS
Spenna og stundum harðvítug
átök hafa verið á milli gyðinga
og araba í Palestínu allar götur
síðan gyðingar tóku að hreiðra
þar um sig á ný fyrir meira en
öld.
➜ SAGA LANDNÁMS OG ÁTAKA
1947 Aðskilnaðaráætlun
Sameinuðu þjóðanna
Uppreisn síonista 1939-48
LÍBANON
SÝRLAND
Haífa
ÍSRAEL
Miðjarðarhaf
Tel Avív - Jaffa
Gasa-
svæðið
undir
stjórn
Egypta
Gasaborg
Vestur-
bakkinn,
innlimaður
í Jórdaníu
1949
Jerúsalem
Beersheva
JÓRDANÍA
Amman
Galíleuvatn
Áin Jórdan
Dauðahafið
Sjálfstæði 1948-49
Brotthvarf Breta: Ísrael
lýsir yfir sjálfstæði.
Innrás Egypta, Jórdana,
Sýrlendinga, Íraka og
Líbana er brotin á bak
aftur.
Palestínskir
flóttamenn:
700.000
flýja þegar
Ísraelsher
leggur undir
sig svæði
araba.
50 km
1917 BALFOUR-YFIRLÝSINGIN
Bretar viðurkenna hugmyndir síonista um að
gyðingar fái heimkynni í Palestínu - án þess þó
að fallast á stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra.
1922 Breska umboðsstjórnin
FRANSKA
UMBOÐSSVÆÐIÐ
TRANSJÓRDANÍA
ÍRAK
Þjóðabandalagið veitir
Bretum umboð til að
stjórna Palestínu og
Transjórdaníu til und-
irbúnings að stofnun
ríkis gyðinga.EGYPTALAND
HEJAZ (SÍÐAR SÁDI-ARABÍA)
PALESTÍNA
Bretar láta
umboð af
hendi. Allsherj-
arþing Samein-
uðu þjóðanna
samþykkir
tvískipt ríki.
Borgarastríð
brýst út.
Arabar
Gyðingar
Bretar/útlendingar
1967 Herteknu svæðin
Vesturbakkinn og Gaza-
strönd hafa verið hernáms-
svæði Ísraela rúma fjóra
áratugi
Yfirráðasvæði Palestínumanna nú
ÍSRAEL Jenín
Tel Avív
Ramalla
Jerúsalem
Betlehem
Hebron
Gazaborg
40 km
Dauðahafið
Vesturbakkinn
Íbúafjöldi: 2 milljónir
þar af flóttamenn: 700.000
Stærð: 5.860 ferkílómetrar
Gazaströnd
Íbúafjöldi: 1,4 milljónir
þar af flóttamenn: 990.000
Stærð: 360 ferkílómetrar