Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 36

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 36
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Sólveig Pétursdóttir Pennar Sigríður B.Tómasdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Images Auglýsingar Benedikt F.Jónsson benediktj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2009 Á slóðum veiðimanna og gullgrafara í Mikisfirði + SEIÐANDI STRENDUR NORÐUR-AFRÍKU, HELGARFERÐ TIL AKUREYRAR, HEIMSBORGIN ÓSLÓ Svaðilför til GRÆNLANDS 2 FERÐALÖG M arokkó og Túnis eru spenn- andi og exótískir áfanga- staðir án þess þó að vera hinum megin á hnettinum. Þar er að finna fallegar strendur og iðandi borgarlíf og allt á verði sem ætti ekki alveg að sprengja budduna. Ferða- mannastaðurinn Essaouria í Marokkó sem liggur á Afríkuströndinni andspæn- is Kanaríeyjum er til dæmis góður kost- ur fyrir þá sem vilja bregða sér í strand- frí. Þar er meðal annars hægt að stunda seglbretti og sjóskíði og gamli miðbær- inn er sérlega sjarmerandi og hægt að gera góð kaup á marokkóskum vörum eins og teppum og leirkerum. Önnur strandparadís er Djerba í Túnis þar sem hvítir sandar mæta hvítkölkuðum húsum í arabískum stíl. Bærinn Houmt Souk þar sem hægt er að kaupa antík- muni, krydd og teppi minnir á ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Einnig er vert að minnast á hina dásamlegu matseld. Sniðugast er að bóka ferðir til Marokkó og Túnis í gegnum London og má þá til dæmis skoða www.easyjet.com. Prófið einnig www.industunisia.com SEIÐANDI SANDAR Norður-Afríka er ódýr kostur í kreppunni en hægt er að kaupa ódýra vikupakka á ströndum Marokkó eða Túnis. Exótískur valmöguleiki í stað Kanaríeyja. Hvítir sandar Strendur Norður- Afríku eru sérlega fallegar og þar er einnig hægt að stunda sjóskíði og seglbretti. Þ ar sem ég gekk í gegnum miðbæinn í vikunni með kuldastrenginn í fangið hvarflaði hug- urinn til heitari landa. Nú eru tvö ár síðan ég fór í góðærisferðalagið mitt með fjöl- skyldunni, alla leið til Gvæjana. Ekki beinlínis staður í alfaraleið, smáríki á norðurströnd Suður-Ameríku sem fáir hafa heyrt um. Landið telst þróunarríki, þar er ein borg, Georgetown, stærstur hluti íbúanna býr þar eða í nágrenni hennar. Afgangurinn af landinu er svo meira og minna strjálbýll regnskógur. Það er ekki beinlínis straumur túrista um landið, ég hef að minnsta kosti aldrei lent í því áður á ferða- lagi að vera stöðvuð úti á götu og spurð hvort ég sé ferðamaður og mér fagnað gríðarlega þegar ég svara spurningunni játandi. Ég, maðurinn og þá tveggja ára sonur, tókum ekki ákvörðun um ferðalagið bara upp á flippið, við vorum að heimsækja vinafjölskyldu sem þar bjó og starfaði. Og langferðalagið var sannarlega þess virði að fara það. Mjög áhugavert var til dæmis að fara inn í regn- skóginn og gista þar, svipast um eftir dýrum og fugl- um, sem var reyndar aðeins erfitt með litla krakka sem náðu því ekki að það mætti ekki tala á meðan slíkum ferðum stæði. Einnig var gaman að skoða Georgetown, borg sem er í mikilli niðurníðslu þótt inn á milli megi sjá byggingar í nýlendustíl Breta sem voru þarna herrar og skildu eftir tungumálið þegar þeir fóru. Sérlega heimilislegt var líka að geta pant- að sér hamborgara með frönskum og kokkteilsósu á fína hótelinu í bænum, menningararfleifð íslenskrar flugáhafna í leiguflugi til Georgetown. Allan tímann var heitt og gott veður, ekki of heitt eins og verður á þessum slóðum. Strákurinn minn talar enn um ferðina, sérstaklega þegar er napurt úti, þá segist hann vilja fara til Gvæjana því þar sé alltaf heitt. Ferðalög á framandi slóðir eru reyndar ekki á dag- skránni hjá fjölskyldunni í bili, en að sjálfsögðu ekki afskrifuð um ókomna tíð. Þar til þvælist fjölskyld- an um Ísland og þar er af nógu að taka. Á veðrið er hins vegar ekkert að treysta, hvort sem ferðast er um sumar eða vetur er best að taka ullarnærfötin með. Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar HUGSAÐ TIL HEITARI LANDA flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Afdrep frá hitanum Klassískur arkitektúr í Essaouria, Marokkó. UPPÁHALDSVERSLUNARGATAN: Bogstadveien í Majorstua-hverf- inu. Merkjabúðir í bland við „high street“-búðir eins og H&M, BikBok og Gina Tricot. FALLEGASTA KAFFIHÚSIÐ TIL AÐ SÆKJA: „KaffeKaffe“ er kósí kaffihús. Það er á Parkveien fyrir aftan konungshöllina, í skjóli frá skarkala miðborgarinnar. SMARTASTI BARINN: Panorama- barinn á efstu hæðinni á Radisson Sas-hótelinu í hjarta borgarinnar. Góð blanda af frábæru útsýni yfir borgina og framandi kokkteilum. NEFNDU TVO BESTU VEITINGA- STAÐINA Í BORGINNI: Á tapas- barinn „SanLenardo“ í hliðargötu við Bogstadveien er gaman að fara á í góðra vina hópi. NÝJASTA UPPGÖTVUNIN ÞÍN? Mér til mikillar ánægju rambaði ég fram á flóamarkað fyrir stuttu í Grunelokka-hverfinu. Þar eru margir faldir fjársjóðir og ég hef aldrei farið tómhent heim. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FARA MEÐ BÖRN: Vigelandsparken í Frogner er æðislegur garður. Þar er risastór leikvöllur og bæði gaman að sitja á teppi með nesti á sumrin jafnt og að fara á sleða á veturna. Stór plús eru einnig fallegu stytturnar sem prýða garð- inn eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland. SKEMMTILEGASTA LISTASAFNIÐ: Edvard Munch-safnið er klassískt að heimsækja og svo er Astrup Fearnley-nýlistasafnið alltaf með skemmtilegar sýningar. HIPP OG KÚL-HVERFIÐ ER: Grunelokka. Gamalt iðnaðarhverfi þar sem stúdentar og unga fólkið er búið hreiðra um sig á síðustu árum. Flott kaffihús, sniðugar búðir og iðandi mannlíf alla daga vikunnar. HEIMAMAÐURINN  Ósló ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR, HÁSKÓLANEMI Í FJÖLMIÐLAFRÆÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.