Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 38
4 FERÐALÖG
V
ið sjáum land!“ Sæbrött,
tignarleg svört fjöllin
við mynni Mikisfjarðar
á Grænlandi rísa úr sæ.
Farþegar um borð í skútunni Aur-
oru drífa sig upp á dekk einn af
öðrum. Brimið haggar ekki borg-
arísjökunum á meðan skútan velt-
ur eins og korktappi á úfnum sjón-
um. Það er þokusúld, kalt og degi
er farið að halla. Sjóveikin sem
herjað hafði á mannskapinn vék
fyrir eftirvæntingu á undraverð-
um hraða. Eftirvæntingin skein úr
andlitum áhafnarmeðlima sem nú
voru að nálgast Grænlandsstrend-
ur eftir rúmlega sólarhringssigl-
ingu frá Ísafirði.
Aurora
Alls voru tólf manns um borð, ell-
efu starfsmenn og leiðsögumenn
ferðaskrifstofunnar Ultima Thule
sem voru á leið á vit ævintýra eftir
annasamt sumar. Tólfti maðurinn
um borð var skipstjórinn Sigurð-
ur Jónsson og einn af eigendum
skútunnar sem gerð er út af Borea
Adventures (www.boreaadvent-
ures.com) á Ísafirði.
Sigurður, sem ýmist er kallaður
Búbbi eða Siggi, hefur siglt hópn-
um nánast stystu leið yfir Græn-
landssundið og náð að koma skút-
unni og áhöfn hennar í var í tæka
tíð áður en leifarnar af fellibyln-
um Ike óðu upp Grænlandssund-
ið. Aurora stóðst álagið með sóma
enda byggð sérstaklega til sigl-
inga í heimskautahöfum og hefur
að auki siglt fjórum sinnum hring-
inn í kringum hnöttinn.
Sólgleraugnatíska
Upphafið lofar góðu á meðan Aur-
ora dólar út Djúpið í vesturátt.
Tónlist hljómar úr hljómflutn-
ingstækjunum og fólk hefur meiri
áhuga á sólgleraugnatísku og
gæðum öndunarregnfatnaðar en
yfirvofandi hættu á sjóveiki. Þess
vegna láta flestir hjá líða að taka
inn sjóveikipillur með nægilegum
fyrirvara. Þetta hefur þær afleið-
ingar að þegar siglt hefur verið
fram hjá Stigahlíðinni og út á rúm-
sjó tekur sjóveikin völdin og glund-
roðaástand skapast um borð. Um
síðir tekst að kveða niður ranghug-
myndir um að það sé betra ráð við
sjóveiki að vera kaldur og blautur
úti á dekki en að liggja sofandi í
lyfjamóki í koju. Þar liggur síðan
mannskapurinn þar til Grænlands
er komið.
Árangurslaus veiðiferð
Öldurnar lægir mjög fljótlega eftir
að siglt er inn um fjarðarmynni
Mikisfjarðar. Fjörðurinn er L-
laga og mjög gott skipalægi er þar.
Hann er fullur af borgarísjökum
og þarf Búbbi skipstjóri að stýra
Auroru í talsverðum krákustigum
til þess að sneiða fram hjá þeim.
Um leið og akkerum hefur verið
varpað í botni Mikisfjarðar held-
ur hópur bjartsýnna veiðimanna
rakleitt í land til þess að freista
þess að veiða hina rómuðu græn-
lensku sjóbleikju. Veiðiferðin er án
árangurs því jökulsorfið og stór-
brotið umhverfi Mikisfjarðar er
nánast líflaust fyrir utan einstaka
harðgerða plöntu, feimna ísbirni
og máva.
Gullgrafarar
Á fyrsta degi á Grænlandi fer
hópurinn í land til þess að heim-
sækja búðir gull- og platínugraf-
ara í Södalen sem er skammt frá
Mikisfirði. Gönguleiðin liggur yfir
jökulsorfnar klappir.
Frá gullgrafarabúðunum starf-
rækja starfsmenn ástralska fyrir-
tækisins Platina Resources Lim-
ited rannsóknir á hinu svokallaða
Skærgården-innskoti með það að
markmiði að koma þar upp námu
og vinna platínu, gull og aðra
eðalmálma úr grjótinu. Til þess
að ákvarða staðsetningu námunn-
ar eru boraðar tilraunaborholur á
víð og dreif um svæðið. Talið er að
hægt sé að vinna allt að 1.300 tonn
af eðalmálmum úr svæðinu.
Hjá gullgröfurunum fáum við
höfðinglegar móttökur. Heitt er á
könnunni, kex á boðstólum og kær-
komið húsaskjól eftir göngu í regni
þar sem vaða þurfti jökulár.
SVAÐILFÖR TIL GRÆNLANDS
Tólf manna áhöfn fór í
ævintýralega siglingu
á skútunni Auroru frá
Ísafi rði til Mikisfjarð-
ar á Grænlandi. Kári
Sævarson og Sveinbjörg
Hlíf Gunnarsdóttir segja
ferðasöguna.
Áhöfnin áður en sjóveikin
sagði til sín!
Mikisfjörður er fullur
af borgarísjökum.
Gatwick!
Frá og með 1. maí
flytjum við okkur yfir á
Gatwick-flugvöll í London
Hvernig væri að gefa skammdeginu smá frí og skreppa til London eða
Kaupmannahafnar? Borgirnar iða af lífi allt árið um kring og upplagt að
gera sér dagamun á löngum vetrarmánuðum. Bókaðu flug á betra verði á
www.icelandexpress.is – þú átt það skilið!
Lyftu þér upp í Lond
með ánægju