Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 38
4 FERÐALÖG V ið sjáum land!“ Sæbrött, tignarleg svört fjöllin við mynni Mikisfjarðar á Grænlandi rísa úr sæ. Farþegar um borð í skútunni Aur- oru drífa sig upp á dekk einn af öðrum. Brimið haggar ekki borg- arísjökunum á meðan skútan velt- ur eins og korktappi á úfnum sjón- um. Það er þokusúld, kalt og degi er farið að halla. Sjóveikin sem herjað hafði á mannskapinn vék fyrir eftirvæntingu á undraverð- um hraða. Eftirvæntingin skein úr andlitum áhafnarmeðlima sem nú voru að nálgast Grænlandsstrend- ur eftir rúmlega sólarhringssigl- ingu frá Ísafirði. Aurora Alls voru tólf manns um borð, ell- efu starfsmenn og leiðsögumenn ferðaskrifstofunnar Ultima Thule sem voru á leið á vit ævintýra eftir annasamt sumar. Tólfti maðurinn um borð var skipstjórinn Sigurð- ur Jónsson og einn af eigendum skútunnar sem gerð er út af Borea Adventures (www.boreaadvent- ures.com) á Ísafirði. Sigurður, sem ýmist er kallaður Búbbi eða Siggi, hefur siglt hópn- um nánast stystu leið yfir Græn- landssundið og náð að koma skút- unni og áhöfn hennar í var í tæka tíð áður en leifarnar af fellibyln- um Ike óðu upp Grænlandssund- ið. Aurora stóðst álagið með sóma enda byggð sérstaklega til sigl- inga í heimskautahöfum og hefur að auki siglt fjórum sinnum hring- inn í kringum hnöttinn. Sólgleraugnatíska Upphafið lofar góðu á meðan Aur- ora dólar út Djúpið í vesturátt. Tónlist hljómar úr hljómflutn- ingstækjunum og fólk hefur meiri áhuga á sólgleraugnatísku og gæðum öndunarregnfatnaðar en yfirvofandi hættu á sjóveiki. Þess vegna láta flestir hjá líða að taka inn sjóveikipillur með nægilegum fyrirvara. Þetta hefur þær afleið- ingar að þegar siglt hefur verið fram hjá Stigahlíðinni og út á rúm- sjó tekur sjóveikin völdin og glund- roðaástand skapast um borð. Um síðir tekst að kveða niður ranghug- myndir um að það sé betra ráð við sjóveiki að vera kaldur og blautur úti á dekki en að liggja sofandi í lyfjamóki í koju. Þar liggur síðan mannskapurinn þar til Grænlands er komið. Árangurslaus veiðiferð Öldurnar lægir mjög fljótlega eftir að siglt er inn um fjarðarmynni Mikisfjarðar. Fjörðurinn er L- laga og mjög gott skipalægi er þar. Hann er fullur af borgarísjökum og þarf Búbbi skipstjóri að stýra Auroru í talsverðum krákustigum til þess að sneiða fram hjá þeim. Um leið og akkerum hefur verið varpað í botni Mikisfjarðar held- ur hópur bjartsýnna veiðimanna rakleitt í land til þess að freista þess að veiða hina rómuðu græn- lensku sjóbleikju. Veiðiferðin er án árangurs því jökulsorfið og stór- brotið umhverfi Mikisfjarðar er nánast líflaust fyrir utan einstaka harðgerða plöntu, feimna ísbirni og máva. Gullgrafarar Á fyrsta degi á Grænlandi fer hópurinn í land til þess að heim- sækja búðir gull- og platínugraf- ara í Södalen sem er skammt frá Mikisfirði. Gönguleiðin liggur yfir jökulsorfnar klappir. Frá gullgrafarabúðunum starf- rækja starfsmenn ástralska fyrir- tækisins Platina Resources Lim- ited rannsóknir á hinu svokallaða Skærgården-innskoti með það að markmiði að koma þar upp námu og vinna platínu, gull og aðra eðalmálma úr grjótinu. Til þess að ákvarða staðsetningu námunn- ar eru boraðar tilraunaborholur á víð og dreif um svæðið. Talið er að hægt sé að vinna allt að 1.300 tonn af eðalmálmum úr svæðinu. Hjá gullgröfurunum fáum við höfðinglegar móttökur. Heitt er á könnunni, kex á boðstólum og kær- komið húsaskjól eftir göngu í regni þar sem vaða þurfti jökulár. SVAÐILFÖR TIL GRÆNLANDS Tólf manna áhöfn fór í ævintýralega siglingu á skútunni Auroru frá Ísafi rði til Mikisfjarð- ar á Grænlandi. Kári Sævarson og Sveinbjörg Hlíf Gunnarsdóttir segja ferðasöguna. Áhöfnin áður en sjóveikin sagði til sín! Mikisfjörður er fullur af borgarísjökum. Gatwick! Frá og með 1. maí flytjum við okkur yfir á Gatwick-flugvöll í London Hvernig væri að gefa skammdeginu smá frí og skreppa til London eða Kaupmannahafnar? Borgirnar iða af lífi allt árið um kring og upplagt að gera sér dagamun á löngum vetrarmánuðum. Bókaðu flug á betra verði á www.icelandexpress.is – þú átt það skilið! Lyftu þér upp í Lond með ánægju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.