Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 39

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 39
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég verð eitthvað að skrifa,“ er það fyrsta sem Snæfríður segir þegar hún er spurð hvað hún ætli að gera um helgina. Svo kemur í ljós að hún situr við skriftirnar utan skarkala borgarinnar. „Ég er í 100 ára gömlu húsi sem við hjón- in keyptum fyrir tveimur árum á Hellissandi, alveg niðri í fjöru.“ segir hún og bætir við að aðeins séu nokkrir metrar niður í flæð- armálið. „Við getum horft á selina út um eldhúsgluggann og jökulinn út um stofugluggann. Það er ekki hægt að biðja um meira. Annars er ég með hálfgert samviskubit yfir því að stinga af frá mótmælunum, auðvitað ætti ég frekar að vera í miðbænum með potta og pönnur.“ Snæfríður kveðst vera að skrifa ferðamannahandbók. Ein kom út eftir hana síðastliðið vor, 50 crazy things to do in Iceland með mynd- um eftir Þorvald Örn Kristmunds- son og það var sú fyrsta í þriggja bóka seríu. Sú næsta kemur út í febrúar og heitir 50 romantic things to do in Iceland og nú er hún byrjuð á þeirri þriðju, 50 things to taste in Iceland sem kemur út á þessu ári. Snæfríður hefur fleiri járn í eld- inum og er greinilega að veðja á ferðaþjónustuna því hún stund- ar lærdóm við Leiðsöguskólann í Kópavogi. Byrjaði í fyrra en gat ekki klárað skólann þá vegna fæð- ingar dóttur sem er tíu mánaða núna. Snæfríður segir námsefn- ið stórskemmtilegt og fræðandi og hvergi betra að grúska í því en vestur á Snæfellsnesi. Eiginmað- urinn er að ljúka sveinsprófinu í smíði og Snæfríður segir hann líka með verkefni úr skólanum til að dunda í fyrir vestan. „Það er svo gott að vinna hérna,“ segir hún og tekur undir að kynngikraftur jökulsins hafi þar ugglaust áhrif. „Svo er bara svo kósí að vera hér og gaman að fara í göngutúra um fjöruna með dótturina á bakinu,“ lýsir hún og hlær þegar hún er innt eftir hvað hún hafi á borðum um helgina. „Ég tek eitthvað úr fryst- inum. Ætli ég eldi ekki bara fisk úr Breiðafirðinum?“ gun@frettabladid.is Horfir á selina út um eldhúsgluggann sinn Snæfellsnesið heillar Snæfríði Ingadóttur rithöfund til sín þessa helgi. Þar dvelur hún ásamt eiginmanni og dóttur í hundrað ára gömlu húsi, horfir á selina út um eldhúsgluggann og jökulinn um stofugluggann. „Auðvitað ætti ég frekar að vera í miðbænum með potta og pönnur,“ segir Snæfríður sem hér er í útivist ásamt dótturinni Ragn- heiði Ingu Matthíasdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur opinn fræðslufund í Öskju, húsi Háskóla Íslands, á morgun klukkan 13.15. Fluttur verður fyrirlestur um nafngiftir á nýjum dýrategundum en á hverju ári finnst fjöldi áður óþekktra dýrategunda. VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 Rugldagar um helgina! Allt að 60% afsláttur af kvenstígvélum 40% af öllum Ara og Gabor skóm OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 3.995 kr.- Verð áður: Tilboð: 2.495kr.- Loðfóðruð stígvél Sat 9912310 Stærðir 23 - 35 Dömu skór Ara 53113 40% afsláttur af öllum Ara skóm 3.000 kr.- Verð áður: Tilboð: 1.995kr.- Spiderman kuldaskór Etsrossano Stærðir 23 - 30 5.995 kr.- Verð áður: 30% afsláttur: 4.196kr.- Ungbarnaskór 70921-53753 5.995 kr.- Verð áður: 30% afsláttur: 4.196kr.- Ungbarnaskór 70921-54252 19.995 kr.- Verð áður: 30% afsláttur: 13.996kr.- Golfskór (hvítt/svart) E-38414 53539 Stærðir 40 - 46 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur með allt að borð FRÁ 16.78 0 leðu r sóf aset t 3+1 +1 220 .000 stóla r FRÁ 6.359 Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.