Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 40
Tónleikar tónsmíðanemenda Lista-
háskóla Íslands verða haldnir nú
um helgina á laugardag og sunnu-
dag og hefjast klukkan fimm báða
dagana. Þar stíga á stokk ýmsir
tónlistarmenn og flytja verk eftir
ung og upprennandi tónskáld sem
nema við Listaháskólann.
„Þetta eru mestmegnis nemend-
ur við skólann sem eru þá ýmist að
læra á hljóðfæri eða söng. Í sumum
tilfellum eru verk tónskáldanna þó
með hljóðfæri sem enginn er að
læra á og þá koma utanaðkomandi
til að flytja verkið. Til dæmis er
Kristinn Evertsson búinn að semja
verk fyrir blásarasveit og hefur
fengið til liðs við sig Wonderbrass-
hópinn og Kammerkór Suðurlands
flytur verk Haralds R. Sverrisson-
ar og mitt verk með mér en ég mun
syngja einsöngshluta í því,“ segir
Hafsteinn Þórólfsson, söngvari
og tónskáld, en hann stundar nú
nám við tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands. Verk Haraldar og
Hafsteins verða síðan flutt aftur á
Myrkum músíkdögum.
Tuttugu og fjórir nemendur
semja verk sem flutt verða á tón-
leikunum og eru þá tólf verk flutt
á hvorum tónleikum. „Sum verk-
in eru klassísk en síðan er töluvert
um hljóðverk eða rafverk. Nokkrir
eru með verk sem samin voru við
stuttmyndir, annaðhvort sem þeir
hafa gert sjálfir eða við verk ann-
arra. Til dæmis samdi einn bekkj-
arfélagi minn tónverk við gamla
þögla mynd. Þannig að dagskráin
er mjög fjölbreytt og spennandi,“
segir Hafsteinn og nefnir að mesta
tilhlökkunin sé að heyra hvað sam-
nemendurnir eru að gera og sjá
verkin lifna við.
Tónleikarnir eru opnir öllum og
verður þeim einnig útvarpað á net-
inu á vef Listaháskólans, www.lhi.
is. „Tveir nemendur í skólanum sjá
um dagskrána á netinu, Haraldur
og Arnþrúður, og verða þau með
kynningar um tónskáldin, upplýs-
ingar um flutning og svo framveg-
is,“ útskýrir hann áhugasamur.
Verk Hafsteins á tónleikunum er
fyrir kór og einsöngvara. „Pæling-
in var að nota allt mjög íslenskt og
er þetta að sumu leyti endursögn á
verkinu Á Sprengisandi, þar sem
ég nota íslenska taktinn og fimm-
undir. Textinn er saminn af mér
og vini mínum Hannesi Páli Páls-
syni og flyt ég verkið með kamm-
erkórnum. Síðan flyt ég verk eftir
bekkjarsystur mína Þórunni Grétu
Sigurðardóttur. Eru það þrjú lög
fyrir einsöngvara og píanó sem
samin eru við ljóð Andra Snæs
Magnasonar. Ég flyt síðan annað
verk eftir Kristínu Bergsdóttur
í kvartett,“ segir Hafsteinn sem
hefur í nógu að snúast á tónleik-
unum en hann stundaði söngnám
í Bretlandi. „Gaman er að vera
kominn hinum megin við borðið, ef
svo má segja. Í skólanum er mjög
góður andi og hvetjandi umhverfi
til sköpunar. Nemendur eru hvattir
áfram til að finna sinn stíl og gera
sitt,“ segir Hafsteinn ánægður og
bætir við að í stað þess að reynt
sé að móta nemendur þá séu þeir
hvattir til að blómstra.
hrefna@frettabladid.is
Hlökkum til að hlusta
Um helgina verða haldnir tónleikar tónsmíðanemenda Listaháskóla Íslands, bæði laugardag og sunnu-
dag. Gefst þar tækifæri til að hlýða á ný verk eftir upprennandi tónskáld sem stunda nám við skólann.
Auk þess að eiga verk á tónleikunum, sem hann tekur þátt í að flytja, þá syngur
Hafsteinn í verkum tveggja annarra tónskálda. Hér er hann við æfingar með Jane
píanóleikara og Þórunni Grétu Sigurðardóttur tónskáldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKÁKLIST nefnist sýning sem opnuð verður á Kjarvalsstöð-
um á morgun klukkan 16.00. Í norðursal verður einnig opnuð
sýningin Leikur á borði sem er sérstaklega fyrir fjölskyldufólk
og þar er hægt að útbúa sitt eigið skákborð.
Ósk Axelsdóttir mósaíklista-
kona með meiru er fyrsti
gestur nýs þáttar sem hefst
nú um helgina á ÍNN og
Guðrún Guðlaugsdóttir blaða-
maður stýrir.
Fyrsti viðmælandi Guðrúnar
í nýja þættinum Gestir er Ósk
Axelsdóttir sjúkraþjálfari sem
greinst hefur með Parkinson-
sjúkdóm og heldur skjálftaein-
kennum hans niðri með því að
vinna mósaík. Hún segir sögu
sína í þættinum og sýnir hvern-
ig hún vinnur.
Gestur Guðrúnar í næsta
þætti verður Margrét Lóa Jóns-
dóttir skáldkona en mishermt
var í dagkrárkynningu að hún
yrði fyrst í röðinni.
- gun
Góðir
gestir
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
• Jakkar
• Úlpur
• Ullarkápur
• Dúnkápur
• Vattkápur
• Hattar
• Húfur
ÚTSALA 10-50% afsláttur
Yfi rhafnir kvenna í frábæru úrvali
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16
Ath. einnig opið
sunnudaga 12-16
Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15