Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 42

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 42
 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR42 Tækni- og umhverfissvið S E LT J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh . 22 00 .4 43 Á tækni- og umhverfissviði Seltjarnarnesbæjar er laus til umsóknar staða verkfræðings. Meðal verkefna á tækni- og umhverfissviði eru: Skipulags- og byggingamál, rekstur veitna, þjónustumiðstöðvar og garðyrkjudeildar. Verksamningagerð og sam- skipti við hönnuði og verktaka, eftirlit með fram- kvæmdum, umsjón með útboðum og úttektir á skilum framkvæmda. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað til að taka þátt í frekari uppbyggingu sviðsins. Starfssvið og ábyrgð • Rekstur og umsjón með veitum • Umsjón með rekstri, viðhaldi og byggingu gatna, gangstétta og göngustíga • Umsjón með strandlengju og sjóvarnargörðum • Umsjón og stjórnun smábátahafnar • Staðgengill framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði verkfræði • Reynsla af rekstri og stjórnun • Þekking í stefnumótunarvinnu og opinberri stjórnsýslu er kostur • Góð tölvu- og tungumálakunnátta • Hæfni til þess að koma fram og tjá sig í töluðu og rituðu máli • Frumkvæði, metnaður og framsýni í starfi. Verkfræðingur á tækni- og umhverfissviði óskast til starfa hjá Seltjarnarnesbæ Um er að ræða tækifæri til að takast á við tækni- og framkvæmdamál í framsæknu bæjarfélagi þar sem við taka krefjandi verkefni frá fyrsta degi. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Melsted framkvæmda- stjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, sími 8998907, olafur@seltjarnarnes.is. Kjör eru samkvæmt viðeigandi kjarasamningi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðuna. Umsókn sendist á: Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt: Verkfræðingur fyrir 13. febrúar 2009, eða með netpósti á olafur@seltjarnarnes.is fyrir sama tíma. Umsókn skal greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undanförnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í þessu starfi. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar og verður öllum umsóknum svarað. gtv@gtv.is - www.gtv.is Rauðhellu 1 - 221 Hafnarfjörður - Sími 580 16 00 Fax 580 16 01 OPNAR Í FEBRÚAR Í GLÆSIBÆ MEÐ HOLLA, FERSKA & FRAMANDI RÉTTI VIÐ ÓSKUM EFTIR: MATREIÐSLUMANNI MEÐ ÁHUGA Á HOLLUM & FRAMANDI MAT GLAÐLEGU STARFSFÓLKI Í SAL MEÐ RÍKA ÞJÓNUSTULUND & EINSTAKLINGI SEM KANN AÐ ELDA INDVERSKAN MAT UMSÓKNIR SENDIST Á HAUKVI GMAIL.COM ÁSAMT MEÐMÆLUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.