Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 50
● heimili&hönnun Húsin við Vegamót standa við inn- keyrsluna á Dalvík, þegar komið er frá Akureyri. Þar búa hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir, kölluð Heiða, og Bjarni Gunnars- son. „Við fluttum á Vegamót fyrir þremur árum en þar bjó á sínum tíma langamma mín, Ingigerður Sigfúsdóttir, og afi minn, Snorri Arngrímsson,“ segir Heiða. „Íbúð- arhúsið var tekið í notkun árið 1957 en við hlið þess er lítið og sætt hús sem byggt var árið 1914. Þar bjó langamma mín en í húsinu bjuggu um fimm manns á einungis 30 fermetrum.“ Mörg hús af svip- aðri gerð voru byggð á Dalvík og í Svarfaðardal en þetta er það eina sem enn er uppistandandi. Ætlunin var að gera gamla húsið upp og hefur síðan í sept- ember verið unnið að endurbótum á gamla bænum. „Við höfum notið fulltingis þeirra Hólmsteins Snæ- dal og Vésteins Finnssonar, húsa- smíðameistara frá Akureyri, við lagfæringar. Hólmsteinn er einn af helstu sérfræðingum lands- ins í endurgerð gamalla húsa og hefur meðal annars gert upp mörg af elstu og fallegustu húsum Ak- ureyrar,“ segir Heiða ánægð en hún er þekkt fyrir að vera nýtin og handlagin. Að sögn Heiðu telja þau hjón- in það skyldu sína að heiðra minn- ingu þeirra sem þarna bjuggu og viðhalda í leiðinni einu af elstu húsum Dalvíkur. „Margir af eldri kynslóðinni hafa komið að máli við okkur og lýst yfir ánægju með framtakið. Sumir kunna sögur af heimsóknum sínum í gamla Vega- mótabæinn og viljum við gjarn- an heyra frá fleirum sem þekkja sögu hússins.“ Húsið hefur ekki einungis verið íbúðarhús í gegnum árin því þar var fjós um tíma. Enn má sjá merki þess þar sem kýrnar hafa nagað og sleikt innanhúspanel- inn. „Við höfum alltaf haft mik- inn áhuga á að stuðla að varðveislu gamalla minja og húsa í sveitarfé- laginu og höfum áður endurbyggt gamalt hús á Dalvík,“ segir Heiða, sem fékk niðurrifi gamalla fjár- húsa við bæjarmörkin frestað með undirskriftalista og hefur sínar hugmyndir um notkun þeirra. „Ég fékk milljón króna styrk í gegnum atvinnumál kvenna til að útbúa viðskiptaáætlun og vinna að hönnun. Hugmyndin var að koma á fót sögusetri um Bakkabræður og hafa ýmsa viðburði í kringum það. Síðan höfum við áform um byggingu smáhýsa fyrir ferða- þjónustu á lóðinni okkar,“ segir Heiða, sem ætlar líka að flytja annað 100 ára gamalt hús á lóð- ina, en auk þess að vinna að varð- veislu gamalla húsa starfar hún á bókasafni Dalvíkurskóla og rekur blómabúð. - hs Húsin við Vegamót ● Hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson á Dalvík hafa áhuga á varðveislu gamla tímans. Þau hafa gert upp hús frá árinu 1914 og eru með annað í bígerð. Íbúðarhúsið var tekið í notkun árið 1957 en við hlið þess er lítið hús sem byggt var árið 1914. Þar bjó langamma Heiðu. Skápinn fékk Heiða gefins frá vinafólki í Kópavogi sem var að flytja til útlanda. Servanturinn ofan á skápnum var líka gjöf. MYND/BJARNI GUNNARSSON Ljósakrónan var keypt í Danmörku. Klukkan er frá 1872 og kemur austan af fjörðum. Hana fékk Bjarni að gjöf þegar hann var svaramaður vinar síns en eng- inn hafði viljað hana fram að því. Mikið verk var fyrir höndum þegar hjón- in hófust handa við að gera upp gamla bæinn en nú sér fyrir endann á því. Húsið hefur verið íbúðarhús og fjós. Gamli bærinn á Vegamótum er eini fulltrúi húsa af þeirri gerð sem byggð voru meira af nauðsyn en efnum þegar fólk tók að setjast að við Dalvíkina. hönnun ● GEORGE NELSON George Nelson (1908- 1986) var einn af frumkvöðlum bandaríska módernismans ásamt Charles og Ray Eames. Með frægari verkum hans voru klukkur sem hann hannaði í ýmsum formum. Fyrirtæki hans, George Nelson Associates, hannaði nærri 300 veggklukkur fyrir fyrirtækið How- ard Miller Clock Company. Margar af hönnunum sem kenndar eru við Nelson voru þó hannaðar af starfsmönnum hans. ● ÁHÖLD SÓLEYJAR Í FRAME Íslensk hönnun sækir í sig veðrið á alþjóðavettvangi. Gaman er frá því að segja að útskrift- arverkefni Sóleyjar Þórisdóttur frá vöruhönnunardeild LHÍ, Áhöld, fékk umfjöllun í desemberhefti hollenska hönnunartímaritsins Frame. Tímaritið er virt fyrir faglega umfjöllun um hönnun, listir og arkitektúr. Í sama tölublaði er meðal annars fjallað um hollenska listamanninn Germaine Kruip og breska hönnuðinn Sam Buxton. 24. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.