Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 59

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 59
FERÐALÖG 5 Á seglbretti Stuð á sjónum í Mikisfirði. Tignarlegt landslag Það er skemmtilegt að fara í kajakferð um fjörðinn. Gullgrafararnir eru af hinu ýmsa þjóðerni. Í búðunum eru Ástralar, Danir, Norðmenn og Svíar. Þeir drekka allir íslenska mjólk út í kaffið en skilja ekkert í þeirri íslensku áráttu að blanda saman súkkulaði og lakkrís í sæl- gæti. Twin Otter-flugvélar frá Ísa- firði eru tenging þeirra við fersk matvæli, læknisaðstoð og hinn sið- menntaða heim. Eftir að hafa átt gott samneyti við þessa gullgrafara og haft afnot af hátæknilegum kamri þeirra, sem brennir það sem í hann er látið, gerðust gullgrafararnir svo rausnarlegir að skutla hópnum á þyrlu til baka í Auroru. Að laun- um þáðu þeir boð í veislu um borð í skútunni um kvöldið. Á firðinum Á fimmtudeginum færum við Auroru í annað skipalægi í firð- inum. Veður er gott, það er heið- skírt, logn og það er fögur sjón að sjá jakana líða hjá í öllum sínum formum á meðan við siglum á milli þeirra. Eftir að akkerum hefur verið varpað finna leiðangursmenn og konur sér ýmislegt að sýsla við. Sumir róa kajökum milli jaka á lygnum firðinum, aðrir fara í land í leit að inúítarústum og ísbjörnum á meðan enn aðrir láta gúmmíbát draga sig á brimbretti eftir firðin- um og stökkva svo af mastri Aur- oru ofan í hrollkaldan sjóinn. Vel þeginn aukadagur Samkvæmt lauslegri ferðaáætlun er markmiðið að ná til Ísafjarðar seinni part laugardags. Eftir að hafa ráðfært sig við veðurstof- una tilkynnir Búbbi, öllum til mikillar gleði, að það sé ekki ráðlegt að leggja af stað yfir Grænlandssundið fyrr en á laug- ardaginn. Þetta þýðir að við fáum einn dag til viðbótar á þessum magnaða stað. Þann dag nýtum við til þess að ganga yfir jökul yfir í næsta fjörð, Kangerdlugssuaq. Þangað er rétt um tíu kílómetra löng ganga frá Mikisfirði. Það tekur okkur lang- an tíma að ganga þessa vegalengd því margt ber fyrir augu á leiðinni og ærin tilefni til að veiða mynda- vélina upp úr bakpokanum til að mynda stórbrotin fjöll og ísfyllta firði. Á jöklinum hittum við á bor- menn, starfsmenn gullgrafaranna, sem eru að pakka saman eftir sumarið á jöklinum. Þyrla birtist út úr kófinu, virðist stefna á fjall, tekur krappa beygju og sækir bor- mennina skömmu eftir að við höfð- um kvatt þá. Við tökum stefnu beint niður jökulinn og göngum í línu og með ísaxir því á jöklinum eru djúp- ir vatnssvelgir faldir undir snjó- brúm. Við stefnum á Kangerdlugs- suaq og Skærgården-innskotið í leit að grænlenskri veiðistöð sem þar er að finna. Yfirgefin grænlensk veiðistöð Landslagið í Skærgården- innskotinu er jökulsorfin hvalbök úr gabbrói og dregur það nafn sitt af því að norrænum landkönnuð- um þótti náttúrunni þar svipa til skerjagarða í Skandinavíu. Yfir- borð bergsins er mjög hrjúft og þar sem nánast enginn gróður vex á þessum slóðum er viðnám við sóla gönguskónna svo mikið að hægt er að ganga auðveldlega í miklum bratta. Kangerdlugssuaq-svæðið hefur löngum verið þekkt á meðal græn- lenskra veiðimanna og hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að koma þar upp varanlegri byggð. Síðasta tilraunin var gerð árið 1966 þegar veiðimenn settust að í yfirgefinni bandarískri veður- stöð. Þeir veiddu mikið af sel, náhval og ísbjörnum og áratugina á eftir höfðu menn oft vetursetu í húsunum. Í dag er veiðistöðin lítið nýtt, flest öll húsin í niðurníðslu og magnið af rusli á svæðinu yfir- gengilegt. Tíminn er að hlaupa frá okkur þegar við komum skyndilega auga á nokkur hús ofan á hvalbökunum í Skærgården-innskotinu. Við höfð- um verið vöruð við því að þar væri rusl út um allt kringum húsin en magnið kom okkur samt sem áður á óvart. Þarna eru barnaskór, leik- föng, dýrabein, jafnvel hljóðfæri og ýmsar umbúðir, þar á meðal nokkrar frá íslenskum framleið- endum. Þegar við forvitnuðumst um ástæðuna fyrir öllu þessu rusli hjá Grænlandsfróðum var okkur sagt að á Grænlandi tíðkist að henda öllu rusli út um gluggann því snjórinn sem þar er tíu mán- uði á ári hylur það jafnóðum. Við lítum í kringum okkur í veiðistöðinni, kvittum í gestabók- ina sem er heillegur flísalagður veggur í einu húsinu áður en við þurfum að snúa við í Auroru. Við göngum sömu leið til baka í kapp- hlaupi við myrkrið því við vilj- um helst ná um borð í skútuna í björtu. Töflufundur í skútunni Á laugardagsmorguninn er hald- inn sjóveikistöflufundur um borð í skútunni. Minnugur siglingarinn- ar til Grænlands ætlar hópurinn ekki að láta sjóveikina ná tökum á sér. Fólk skiptist á töflum og plástrum og sér til þess að allt sé tekið í tæka tíð áður en veltingur- inn hefst. Þessi fyrirhyggja skilar árangri og flestir komast að mestu leyti þrautalaust í gegnum þá 36 tíma sem tekur að sigla til baka í mótvindi til Ísafjarðar. Það er þreyttur, ánægður og hálfringlaður hópur sem stígur á land í Ísafjarðarhöfn um miðnætti. Fæstir höfðu komið til Grænlands, enn færri farið á sjó en allir komu til baka með fyrirheit um að sækja Grænland heim aftur við fyrsta tækifæri og kanna frekar þá miklu möguleika sem þar er að finna fyrir útivistarfólk. Grænlandsvír- usinn tók sér bólfestu í hugskoti þeirra sem ekki voru þegar sýktir af honum. Hann lýsir sér þannig að menn sjá Grænland í hillingum jafnt á nóttu sem degi. EKKI MISSA AF ÞESSU on eða Køben! Nánar á www.expressferdir.is og í síma 5 900 100 Páskaferð til London 8.–12. apríl Fararstjóri: Þóra Karítas Árnadóttir Verð á mann í tvíbýli 86.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli með morgunverði og gönguferð um London undir íslenskri fararstjórn. Kaupmannahöfn um páskana 8.–12. apríl Fararstjóri: Selma Grétarsdóttir Verð á mann í tvíbýli 95.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli með morgunverði og gönguferð um Kaupmannahöfn undir íslenskri fararstjórn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.