Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 60
6 FERÐALÖG
Listagilið
Mekka myndlistar á Akureyri er
í Kaupvangsgilinu eða Gilinu sem
stundum er einnig nefnt Listagilið
af þessum sökum. Ber þar helst að
nefna Listasafnið á Akureyri sem
alltaf er gaman að heimsækja. Um
þessar mundir stendur þar yfir
sýning leirlistakonunnar Margrét-
ar Jónsdóttur, Hvítir skuggar.
Ferð á Listasafnið má fylgja
eftir með því að kíkja í fleiri gall-
erí í Listagilinu. Jónas Viðar Gall-
erý er í sama húsi og Listasafnið
og hið framsækna en smáa Gall-
erí box er innan seilingar. Eftir
sýningarröltið er síðan ómissandi
að hvíla lúin bein á Café Karólínu,
kaffihúsi menningarvitanna, og fá
sér kaffisopa, kakóbolla eða vín-
glas.
Besti bitinn
Enginn ætti að fara svangur
frá Akureyri því þar er að finna
úrval veitingastaða. Ein skemmti-
legasta nýjungin er veitingastað-
urinn RUB 23 í Kaupvangsgilinu.
Orðið RUB í nafni staðarins stend-
ur fyrir kryddblöndur sem nuddað
er í matinn. Viðskiptavinirnir velja
sér ákveðið hráefni og velja síðan
þá kryddblöndu sem þeim líst best
á. Að auki er boðið upp á sjávar-
rétti með japönsku ívafi og þar
með besta sushi-ið í bænum.
Leikhúslífið
Leikfélag Akureyrar og sýningar
þess hafa svo mikið aðdráttarafl
að fólk kemur til Akureyrar gagn-
gert til þess að fara í leikhúsið.
Verkið Falið fylgi var frumsýnt í
Rýminu á dögunum og 20. febrúar
hefjast sýningar á uppistandsverk-
inu Fúlar á móti í samkomuhúsinu.
Kvöldstund í þessu gamla og fal-
lega húsi svíkur engan og er frá-
bær hápunktur Akureyrarferðar
eftir dag í Hlíðarfjalli eða á söfn-
um bæjarins.
Innbærinn
Elsti hluti Akureyrar kallast í dag-
legu tali Innbærinn. Það er gaman
að rölta um þetta gamla hverfi á
hvaða árstíma sem er og virða
fyrir sér öll gömlu húsin. Elsta
hús bæjarins, Laxdalshús, stendur
gestum opið á sunnudögum milli
kl. 13 og 17 og nú er þar sýning á
verkum myndlistarmannsins og
leikmyndahönnuðarins Finns Arn-
ars. Sýningin stendur til 28. febrú-
ar og samhliða henni er einnig uppi
sýning á vegum Leikminjasafnsins
um leiklist á Akureyri og Norður-
landi sem gaman er að skoða.
Snert á því gamla
Ein áhugaverðasta verslunin á
Akureyri er án efa antíkbúðin
Frúin í Hamborg. Í þessu gamla
húsi við Hafnarstrætið má auð-
veldlega gleyma sér í drjúga stund
við að gramsa í gömlum hirslum
og máta föt sem komin eru til ára
sinna.
Hjartað í Vaðlaheiðinni
Þeir sem átt hafa leið um Akureyri
undanfarnar vikur hafa eflaust
tekið eftir risastóru, lýsandi hjarta
sem komið hefur verið fyrir í
Vaðlaheiðinni gegnt bænum. Nú
heyrist að ástfangin pör fari þang-
að í rómantíska göngutúra og sjálf-
sagt er fyrir ferðalanga að prófa
það. Síðan er bara að reima á sig
kuldaskóna og arka af stað upp
hlíðina þar til komið er að hjart-
anu sem búið er til úr ljósaperum
og er á við knattspyrnuvöll í þver-
mál. Það ku vera einstaklega róm-
antískt að fá sér sæti í miðju hjart-
anu og horfa á ljósin í bænum.
Á döfinni
Þjónn í súpunni. Leikfélagið og
veitingastaðurinn Friðrik V hafa
tekið höndum saman og bjóða upp
á skemmtilega uppákomu sem
samanstendur af þriggja rétta
máltíð og leiksýningu á veitinga-
húsinu Friðriki V í Kaupvangs-
stræti. Þjónarnir leika, leikararn-
ir þjóna og allt ætlar um koll að
keyra. Næstu sýningar eru 28. jan-
úar og 11. febrúar. Nánari upplýs-
ingar á www.fridrikv.is.
Tónleikar
Græni hatturinn er notalegur
tónleikastaður í hjarta bæjarins.
Laugardagskvöldið 31. janúar held-
ur KK tónleika þar ásamt hljóm-
sveit og föstudaginn 6. febrúar er
röðin komin að Megasi og Senu-
þjófunum.
HELGI Í HÖFUÐSTAÐ NORÐURLANDS
Enginn verður svikinn af helgarferð til Akureyrar. Öfl ugt menningarlíf, veitingastaðir á heimsmælikvarða og kjöraðstæður til útivistar eru
meðal þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Hér er sitthvað sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Höfuðborg Norðurlands Á Akureyri er hægt að njóta menningar og matarlistar.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
48
37
0
1/
09
ÞAÐ VAR SVONA
SEM VIÐ HUGSUÐUM ÞAÐ
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Skoðaðu á meira.icelandair.is
MEIRA SÆTABIL, NÝ SÆTI,
NÝTT AFÞREYINGARKERFI
NÝTT FARRÝMI
Við höfum fækkað um eina sætaröð í öllum vélum
svo að nú er rýmra um hvern farþega. Við bjóðum
nýtt farrými, Economy Comfort, og höfum sett ný
leðursæti í öll þrjú farrýmin.
Þar að auki höfum við sett nýtt afþreyingarkerfi í
allar vélar. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar
sem fjölbreytt úrval af efni er í boði án endurgjalds,
kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tónlist og tölvuleikir.
Það var þannig sem við hugsuðum það. Við vildum
gera flugferðina að öðru og meira en því að komast
á milli staða.
Verið velkomin um borð.
VIÐ KYNNUM MEIRI ÞÆGINDI
FYRIR SAMA VERÐ
MEIRA PLÁSS
FYRIR FÆTURNA
M
AD
RID
BARCELO
NA
PARÍS
LONDON
MANCHESTER
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
DÜSSELDORF
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
STAVANGER
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
HA
LIF
AX
NE
W Y
OR
K
ORL
AND
O
MINNE
APOLIS –
ST. PAUL
TORO
NTO
BO
STO
N
BERGEN
REYKJAVÍK