Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 60
6 FERÐALÖG Listagilið Mekka myndlistar á Akureyri er í Kaupvangsgilinu eða Gilinu sem stundum er einnig nefnt Listagilið af þessum sökum. Ber þar helst að nefna Listasafnið á Akureyri sem alltaf er gaman að heimsækja. Um þessar mundir stendur þar yfir sýning leirlistakonunnar Margrét- ar Jónsdóttur, Hvítir skuggar. Ferð á Listasafnið má fylgja eftir með því að kíkja í fleiri gall- erí í Listagilinu. Jónas Viðar Gall- erý er í sama húsi og Listasafnið og hið framsækna en smáa Gall- erí box er innan seilingar. Eftir sýningarröltið er síðan ómissandi að hvíla lúin bein á Café Karólínu, kaffihúsi menningarvitanna, og fá sér kaffisopa, kakóbolla eða vín- glas. Besti bitinn Enginn ætti að fara svangur frá Akureyri því þar er að finna úrval veitingastaða. Ein skemmti- legasta nýjungin er veitingastað- urinn RUB 23 í Kaupvangsgilinu. Orðið RUB í nafni staðarins stend- ur fyrir kryddblöndur sem nuddað er í matinn. Viðskiptavinirnir velja sér ákveðið hráefni og velja síðan þá kryddblöndu sem þeim líst best á. Að auki er boðið upp á sjávar- rétti með japönsku ívafi og þar með besta sushi-ið í bænum. Leikhúslífið Leikfélag Akureyrar og sýningar þess hafa svo mikið aðdráttarafl að fólk kemur til Akureyrar gagn- gert til þess að fara í leikhúsið. Verkið Falið fylgi var frumsýnt í Rýminu á dögunum og 20. febrúar hefjast sýningar á uppistandsverk- inu Fúlar á móti í samkomuhúsinu. Kvöldstund í þessu gamla og fal- lega húsi svíkur engan og er frá- bær hápunktur Akureyrarferðar eftir dag í Hlíðarfjalli eða á söfn- um bæjarins. Innbærinn Elsti hluti Akureyrar kallast í dag- legu tali Innbærinn. Það er gaman að rölta um þetta gamla hverfi á hvaða árstíma sem er og virða fyrir sér öll gömlu húsin. Elsta hús bæjarins, Laxdalshús, stendur gestum opið á sunnudögum milli kl. 13 og 17 og nú er þar sýning á verkum myndlistarmannsins og leikmyndahönnuðarins Finns Arn- ars. Sýningin stendur til 28. febrú- ar og samhliða henni er einnig uppi sýning á vegum Leikminjasafnsins um leiklist á Akureyri og Norður- landi sem gaman er að skoða. Snert á því gamla Ein áhugaverðasta verslunin á Akureyri er án efa antíkbúðin Frúin í Hamborg. Í þessu gamla húsi við Hafnarstrætið má auð- veldlega gleyma sér í drjúga stund við að gramsa í gömlum hirslum og máta föt sem komin eru til ára sinna. Hjartað í Vaðlaheiðinni Þeir sem átt hafa leið um Akureyri undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir risastóru, lýsandi hjarta sem komið hefur verið fyrir í Vaðlaheiðinni gegnt bænum. Nú heyrist að ástfangin pör fari þang- að í rómantíska göngutúra og sjálf- sagt er fyrir ferðalanga að prófa það. Síðan er bara að reima á sig kuldaskóna og arka af stað upp hlíðina þar til komið er að hjart- anu sem búið er til úr ljósaperum og er á við knattspyrnuvöll í þver- mál. Það ku vera einstaklega róm- antískt að fá sér sæti í miðju hjart- anu og horfa á ljósin í bænum. Á döfinni Þjónn í súpunni. Leikfélagið og veitingastaðurinn Friðrik V hafa tekið höndum saman og bjóða upp á skemmtilega uppákomu sem samanstendur af þriggja rétta máltíð og leiksýningu á veitinga- húsinu Friðriki V í Kaupvangs- stræti. Þjónarnir leika, leikararn- ir þjóna og allt ætlar um koll að keyra. Næstu sýningar eru 28. jan- úar og 11. febrúar. Nánari upplýs- ingar á www.fridrikv.is. Tónleikar Græni hatturinn er notalegur tónleikastaður í hjarta bæjarins. Laugardagskvöldið 31. janúar held- ur KK tónleika þar ásamt hljóm- sveit og föstudaginn 6. febrúar er röðin komin að Megasi og Senu- þjófunum. HELGI Í HÖFUÐSTAÐ NORÐURLANDS Enginn verður svikinn af helgarferð til Akureyrar. Öfl ugt menningarlíf, veitingastaðir á heimsmælikvarða og kjöraðstæður til útivistar eru meðal þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Hér er sitthvað sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Höfuðborg Norðurlands Á Akureyri er hægt að njóta menningar og matarlistar. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 48 37 0 1/ 09 ÞAÐ VAR SVONA SEM VIÐ HUGSUÐUM ÞAÐ HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Skoðaðu á meira.icelandair.is MEIRA SÆTABIL, NÝ SÆTI, NÝTT AFÞREYINGARKERFI NÝTT FARRÝMI Við höfum fækkað um eina sætaröð í öllum vélum svo að nú er rýmra um hvern farþega. Við bjóðum nýtt farrými, Economy Comfort, og höfum sett ný leðursæti í öll þrjú farrýmin. Þar að auki höfum við sett nýtt afþreyingarkerfi í allar vélar. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem fjölbreytt úrval af efni er í boði án endurgjalds, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tónlist og tölvuleikir. Það var þannig sem við hugsuðum það. Við vildum gera flugferðina að öðru og meira en því að komast á milli staða. Verið velkomin um borð. VIÐ KYNNUM MEIRI ÞÆGINDI FYRIR SAMA VERÐ MEIRA PLÁSS FYRIR FÆTURNA M AD RID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN DÜSSELDORF FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN STAVANGER OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX NE W Y OR K ORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO BO STO N BERGEN REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.