Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 74
46 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 16 Opnun á alþjóðlegri sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem tutt-ugu sérsmíðuð skákborð með taflmönnum verða til sýnis. Leiðsögn verður um sýn- inguna á sunnudag kl. 15 og klukkustund síðar verða þar pallborðsumræður um tengsl tafls og listar. Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Heiður eftir Joanna Murrey Smith, ástralskan höfund sem er víðkunn í heimalandi sínu. Sviðsetning Bjarna Hauks Þórssonar átti upphaflega að koma upp í Iðnó á vegum hans en fluttist um set und- ir væng Þjóðleikhússins þar sem þrír leikenda í verkinu eru þar við störf. Aðalpersónur verksins voru heið- urshjón í þrjátíu ár, samhent, náin. En skyndilega, dag einn, stendur bóndinn frammi fyrir konu sinni eins og ókunnugur maður. Getur öryggi ástarinnar orðið óvinur okkar? Er hægt að lifa lífi sínu í gegnum aðra manneskju? Er ein- hvern tímann of seint að byrja nýtt líf? Í Heiðri fylgjumst við annars vegar með hjónum sem eru komin yfir miðjan aldur, og hins vegar tveimur gerólíkum ungum konum, sem eiga lífið fram undan. Hvern- ig getum við látið drauma okkar rætast? Hvenær erum við það sem við ætluðum okkur að verða? Leika manneskjurnar sér með lífið, eða leikur það sér að okkur? Hér er á ferðinni einstaklega vel skrifað dramatískt verk um hjónaband- ið, ástina og ábyrgð okkar á eigin hamingju. Leikarar í sýningunni eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, María Ellingsen og Sól- veig Arnarsdóttir. Leikmynd og búninga hannar Axel Hallkell en um lýsingu sér Hörður Ágústsson. Þýðandi verksins er Gísli Rúnar Jónsson. Joanna Murray-Smith er eitt af þekktustu leikskáldum Ástral- íu. Hún hefur skrifað á annan tug leikrita, skáldsögur, kvikmynda- handrit og sjónvarpsleikrit, og unnið til fjölda verðlauna fyrir ritstörf sín. Heiður eða Honour var frumflutt árið 1995, og verkið hefur verið sýnt í fjölda uppsetn- inga í yfir þrjátíu löndum, meðal annars á Broadway og hjá Breska þjóðleikhúsinu. pbb@frettabladid.is Heiðurinn í hættu LEIKLIST Sólveig Arnarsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir í fjölskyldudram- anu Heiðri. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI > Ekki missa af Steinar í Djúpinu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu í síðasta sinn á sunnudagskvöld kl. 20. Hörkusýning Rúnars Guðbrandssonar. Tvíeyki þeirra Báru Grímsdóttur og Chris Foster, Funi, var stofn- að árið 2001. Þau hafa flutt blöndu af enskum og íslenskum þjóðlög- um, og syngja og leika undir á strengjahljóðfæri: gítar, kantele, íslenska fiðlu og langspil. Undanfarin sjö ár hafa þau spil- að saman á tónleikum og hátíðum á Írlandi, í Hollandi, Belgíu, Ung- verjalandi, Bandaríkjunum og Kína sem og víða á Bretlands- eyjum og Íslandi. Á morgun koma þau fram í tón- leikaröðinni 15:15 á þeim tíma í Norræna húsinu og flytja blöndu af gömlu og nýju efni: lög af disk Báru, Funa, og nýjasta sólódisk Chris, Outsiders, sem var nýlega valinn í hóp bestu diska árið 2008 í kosningu tímaritsins ROOTS, sem er virt þjóðlaga- og heim- stónlistartímarit á Bretlands. Á tónleikunum verða líka sýndar ljósmyndir og textar á skjávarpa sem veita innsýn og útskýringar um lögin sem verða flutt. Bára hefur sungið íslensk þjóð- lög um árabil á opinberum tón- leikum. Hún er einnig tónskáld og er vel þekkt hér á landi fyrir kór- tónlist sína. Hún ólst upp í Vatns- dal við söng og kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu. Hún hefur komið fram víða hér heima, í Evr- ópu og Norður-Ameríku með Sig- urði Rúnari Jónssyni og Njáli Sig- urðssyni og einnig sem meðlimur hópsins Emblu sem hún tók þátt í að stofna. Árið 2001 hóf hún sam- starf með enska söngvaranum og gítarleikaranum, Chris Foster, sem hún vinnur með enn og eru þau að gera frábæra hluti. Hún gaf út diskinn Funa, ásamt Chris Foster og John Kirkpatrick árið 2004. Chris Foster er ættaður frá suðvesturhluta Englands. Honum hefur verið lýst sem „einum af bestu söngvurum og gítarleik- urum sem spruttu upp úr enska þjóðlagatónlistargeiranum á sjö- unda áratugnum“ og er þá jafn- að við menn eins og Bert Jancs og Richard Thompson. Hann hefur spilað víða um Bretlands- eyjar, Evrópu og Norður-Amer- íku. Chris hefur gefið út sex sóló- plötur og einnig fleiri plötur sem hann hefur gert með öðrum lista- mönnum. Bára og Chris fluttu til Reykja- víkur árið 2004 og hafa þau síðan spilað á fleiri tónleikum erlend- is en hér heima. Þessir tónleik- ar í Norræna húsinu munu vera fyrstu tónleikar þeirra í fullri lengd í Reykjavík í meira en ár sem dúett. Þetta er því tækifæri til að heyra topp-þjóðlagatónlist frá Íslandi og Englandi í flutningi listamanna sem hafa sinnt þeim geira samtímatónlistar af íhygli, þekkingu og alvöru. - pbb Gott ár oss gefi TÓNLIST Bára og Cris með nokkur þeirra hljóðfæra sem þau nýta við flutning sinn á morgun. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Á sunnudag hefst vikulöng hátíð kvennakórsins Vox Feminae í Norræna húsinu. Hátíðina kalla þær radd- fögru konur „da capo“ en hátíðahaldið er lokahnykk- urinn á fimmtánda afmæl- isári kórsins sem hófst á liðnu vori og lýkur nú á þorranum. Lokaverkefni afmælisársins er væntanleg bók um kórinn, „da capo“ sem þýðir frá upphafi. Bókin, sem kemur út á alþjóð- legum degi bókarinnar 23. apríl næstkomandi, inniheldur ávörp, erindi og ágrip af sögu kórsins. Ljósmyndir Sigríðar Soffíu Gunn- arsdóttur eru þó meginefni bók- arinnar og er hverri og einni söngkonu kórsins tileinkuð opna í bókinni, þar sem staldrað er við portrett-mynd af söngkonunni og minningarbrot, eins konar and- artak í ljósi. Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stofnandi og stjórn- andi kórsins frá upphafi, átti þessa hugmynd, en bókin kemur út hjá Bjarti bókaforlagi. Menn- ingarhátíðin tengir saman afmæli og útgáfu: dagana 25. janúar til 1. febrúar verða portrett-myndirnar til sýnis auk þess sem fjöldi lista- og fræðimanna mun glæða hátíð- ina lífi hvern dag. Á morgun hefst hátíðahaldið með opnun ljósmyndasýningar- innar og þá kemur kórinn fram ásamt Ingu Backman og Hjörleifi Valssyni og Arnhildi Valgarðs- dóttur. Mánudag og þriðjudag verður dagskráin með blönduðu efni kl. 17.17, en á miðvikudag, fimmtudag og föstudag hefst dag- skráin kl. 20 og mæta gestir til leiks. Um næstu helgi hefst dag- skráin kl. 16. Ókeypis er á alla viðburðina. - pbb Vikuhátíð Vox Feminae TÓNLIST Vox Feminae að störfum við æfingar. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.