Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 76
48 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR
➜ Tónleikar
13.00 Í Salnum verða barna- og fjöl-
skyldutónleikar þar sem flutt verður
verkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev.
Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogi,
15.15 Í Norrænahúsinu við Sturlugötu
mun tvíeykið Funi flytja bland af ensk-
um og íslenskum þjóðlögum, syngja og
leika undir á gítar, kantele, íslenska fiðlu
og langspil.
16.00 Sinfóníuhljómveit Norðurlands
verður með tónleika í Akureyrarkirkju
þar sem á efnisskránni verða verk eftir
Marco Enrico Bossi og L. van Beet-
hoven. Stjórnandi á tónleikunum er er
Guðmundur Óli Gunnarsson.
20.00 Kristinn Sigmundsson og
Jónas Ingimundarson flytja Vetrarferð-
ina eftir Franz Schubert
í Salnum, Hamra-
borg 6,
Kópavogi.
Framleiðslulínan sem Sagafilm
hefur sett saman til að gera leik-
ið íslenskt sjónvarpsefni er um
margt merkileg. Í fyrsta lagi hafa
þeir náð að þjóna báðum stóru
stöðvunum þrátt fyrir að eignar-
hald á fyrirtækinu sé tengt 365 -
veldinu. Þeir starfa enda á opnum
markaði rétt eins og önnur fyr-
irtæki á þessum markaði, Pega-
sus, True North. Þessi fyrirtæki
er mikilvæg í íslenskum iðnaði og
vinna á nokkrum sviðum. Nýjasta
pródukt Saga rann af stað á sunnu-
dag, Réttur. Sagan er samsett af
vinnuhóp en samtölin unnin af
Sigurjóni Kjartanssyni, en hann
er kominn með mikla reynslu af
vinnu handrita fyrir sjónvarp.
Sævar Guðmundsson leikstýrði en
hann hefur til þessa einkum unnið
í auglýsingum.
Ýmislegt má segja um fyrsta
þáttinn sem ég horfði reyndar á
beint í kjölfarið af nýrri þáttaröð
danska sjónvarpsins Lífvörðun-
um. Athyglisverður samanburð-
ur milli þessara pródukta leiðir í
ljós að í báðum tilvikum er ríkj-
andi sterkur vilji framleiðenda að
laga sig að bandarískri þáttgerð.
Persónugerð er í báðum tilvik-
um falin í umbúðum, útliti, sam-
töl og aðstæður duga ekki til per-
sónugerðar, heldur eru dregnar
snöggar skyndimyndir í samtölum
og aðstæðum, hraðinn í frásögn,
atburðarás og myndmáli heimt-
ar það. Þá reynir á að persónu-
gerð sé skýr af hálfu leikstjórans
og unnin. Það tókst ekki, þó hér
væri fjöldi leikara sem fullyrða
má að gætu gert meira, með ítar-
legri persónuleikstjórn, jafnvel
þótt samtölin séu rýr - sum reynd-
ar svo þunn að maður fékk aum-
ingjahrollinn. En útlitið var flott,
tempóið þétt og fléttan merkilega
vel unnin og sannfærandi eftir
á að hyggja. Sigurjón Kjartans-
son verður sem sagt að vanda sig
betur. Næst. Nema Saga film fari
að finna sér fleiri höfunda, jafnvel
einhverja sem hafa unnið staka
smásögu, skáldsögu eða útvarps-
leikrit?
Hjá ýmsum áhorfendum gætir
þeirrar skoðunar að þessi yfir-
borðsstíll sé viljandi, grunnfærni
í persónusköpun sé ásetningur.
Froðan sé þaulhugsað stíl-
bragð. Mér sýnist reyndar að í
Rétti api menn eftir lagaþætti sem
byggja á mun lengri hefð: LA Law,
Boston Legal, Ally McBeal eru
skopfærslur um þrautpínt laga-
þáttaform amerísks sjónvarps. Við
skoðun á Rétti virðast menn ætla
sér tvo heima, búa til krimma og
lögfræðidrama. Og jafnframt hafa
þá sápukennda. Máski taka þau sig
ekki nægilega alvarlega? En það
verður fróðlegt að sjá framhald-
ið.
Eitt að lokum: við hljóðmix á
seinni þáttum er rétt að henda
mixara og leikstjóra fram á gang.
Á mörgum stöðum yfirgnæfði bak-
grunnsmúsík samtöl. Það er líka
til marks um að menn vantreysta
fléttu, samtölum og mynd ef þeir
treysta á magnaða tónlist til að
segja söguna.
Páll Baldvin Baldvinsson
Fyrsti Rétturinn á dagskránni
LEIKLIST
Réttur eftir Sigurjón Kjartans-
son og fleiri.
Leikstjóri: Sævar Guðmundsson.
Kvikmyndataka: Bergsteinn Björg-
úlfsson
Tónlist: Barði Jóhannsson
Klipping: Guðni Halldórsson.
★★
Sápukennt stöff
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 24. janúar
➜ Tónleikar
21.00 Hljómsveitin Menn Ársins verða
með útgáfutónleika í Iðnó við Vonar-
stræti.
22.00 Hljómsveitin Sixtees spilar á
Players, Bæjarlind 4. Miðasala hefst kl.
22.00
22.00 Leikhúsbandið verður með tón-
leika á Græna Hattinum, Hafnarstræti
96, Akureyri. Á efnisskránni eru ýmis
lög sem orðið hafa til í leikhúsi. Húsið
opnar kl. 21.
23.00 Hljómsveitin Stóns spilar Rolling
Stones lög á Dillon bar við Laugaveg 30.
23.30 EGÓ verða á Nasa við Austur-
völl. Húsið opnar kl. 23.30.
00.00 Deep Jimi & the Zep Creams
verða á Grand Rokk við Smiðjustíg. Á
dagskránni verða lög eftir Jimi Hendrix,
Led Zeppelin, Deep Purple ásamt eigin
lögum sveitarinnar.
➜ Fyrirlestrar
13.15 Nafnfræðifélagið stendur fyrir
opnum fræðslufundi í Öskju við Sturlu-
götu. Jörundur Svavarsson flytur erindi.
➜ Opnanir
16.00 Skáklist Á Kjar-
valsstöðum við Flókagötu
opnar sýning þar sem
sýnd eru verk tengd
skák.
16.00 Teikningar &
skissur Steingrímur Eyfjörð opnar sýn-
ingu í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12.
18.00 Söknuður/Wistfulness Eyjólfur
Einarsson opnar sýningu í Listasafni
Reykjanesbæjar í Duushúsum við Duus-
götu 2-8.
➜ Tónlistarhátíð
Undercover Music Lovers á Íslandi
standa fyrir tónlistarhátíð 23-25. jan. þar
sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram.
Ókeypis verður á alla viðburði. Nánari
upplýsingar á www.myspace.com/mel-
odicaiceland
➜ Fræðsla
Sendiráð Japans
og japönsk fræði
við Hugvísindasvið
Háskóla Íslands
standa að Japans-
hátíð milli klukkan 13 og 17 í Hátíðarsal
HÍ í aðalbyggingu skólans við Sæmund-
argötu. Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir. Nánari upplýsingar á www.hi.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 25. janúar
➜ Verk Mánaðarins
16.00 Jón Gnarr
fjallar um smásög-
una og leikritið
Dúfnaveislan eftir
Halldór Laxness í
Gljúfrasteini. Verk
mánaðarins er hald-
ið síðasta sunnudag
hvers mánaðar og
aðgangur er ókeypis.
➜ Listamannsspjall
15.00 Jónatan
Grétarsson verður
með leiðsögn um
ljósmyndasýningu sína
Íslenskir listamenn
sem nú stendur yfir í
Hafnarborg, Strandgötu
34, Hafnarfirði. Sýning-
in er opin alla daga 11-
17 nema fimmtudaga
en þá er opið til 21.
➜ Kvikmyndir
Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í
Háskólabíói 16.-29. jan. Nánari upplýs-
ingar á www.graenaljosid.is og www.
midi.is.
➜ Leikrit
17.00 Einleikurinn
Brák eftir Brynhildi
Guðjónsdóttur verður
sýndur á söguloftinu í
Landnámssetrinu
við Brákarbraut í
Borgarnesi.
➜ Ljósmyndasýning
Atli Már Hafsteinsson er með sýningu
í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið virka
daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-17.
➜ Myndlist
Myndlistarmaðurinn Kristín Geirsdótt-
ir hefur opnað sýningu í Artóteki, 1.
hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við
Tryggvagötu. Sýningin er opin mán. 10-
21, þri.– fim. kl. 10-19, föst. 11-19. og
um helgar 13-17.
➜ Sýningar
Á Kjarvalsstöðum við Flókagötu verða
uppákomur tengdar sýningunni Ská-
klist.
14.00 Listamennirnir Gavin Turk,
Oliver Clegg og Paul Fryer ásamt sýn-
ingarstjóranum Juliu Royse skoða verk
með sýningargestum.
15.00 Sýningarstjórarnir Mark Sanders
og Larry List taka þátt í pallboðrsum-
ræðum um skák og list ásamt Hafþóri
Yngvasyni.
Finnur Arnar hefur opnað sýninguna
Húsgögn í Laxdalshúsi, Hafnarstræti
11 á Akureyri. Þar stendur einnig yfir
sýning á vegum leikminjasafnsins um
leiklist á Norðurlandi og sýning á leik-
brúðum Jóns E. Guðmundssonar. Opið
alla sunnudaga 13-17.
➜ Leiklist
20.00 Aukasýning verður á leikverkinu
Steinar í djúpinu hjá Hafnarfjarðarleik-
húsinu, Strandgötu 50. Nánari upplýs-
ingar www.hhh.is.+
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Sýningar um helgina
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Hrífandi verk sem snertir okkur öll
EB, FBL
lau. 24/1 uppselt
sun. 25/1 uppselt
Sumarljós
Jón Kalman Stefánsson
leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson
Hrífandi, einlæg og æsandi sýning
Heiður
Joanna Murray-Smith
Magnað meistaraverk í Kassanum
frumsýn. 24/1 uppselt
sun. 25/1 uppselt
Kardemommu-
bærinn
Thorbjörn Egner
Frumsýning 21. febrúar
Miðasala í fullum gangi!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Námskeið á vorönn 2009
Skráning stendur yfi r
• TUNGUMÁL
• ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Islandzki dla audzoziemców
Icelandic as a second language
• HANDVERK OG LISTIR
Textílskólinn
• HEILSA OG ÚTLIT
• TÖLVUR OG REKSTUR
• TÓNLIST
• SÖNGNÁM OG LEIKLIST
• NÁMSAÐSTOÐ
• MATUR OG NÆRING
• DAGFORELDRANÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar og innritun í síma
585-5860 og nhms@hafnarfj ordur.is
Nýja námskrá má nálgast á
www.nhms.is
Auglýsingasími
– Mest lesið