Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 85

Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 85
LAUGARDAGUR 24. janúar 2009 57 Fjölskylda leikarans sáluga Heaths Ledger segist vera stolt og spennt yfir tilnefningu hans til Óskarsins. Ledger, sem lést fyrir ári síðan, fékk fyrir skömmu Golden Globe-verðlaun- in fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight. Að sögn systur Ledgers var hlutverkið það skemmtilegasta sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. „Með hans eigin orðum þá skemmti hann sér konung- lega,“ sagði hún. „Við viljum nota tækifærið og heiðra hans yndis- lega líf og hugga okkur við það að Heath mun snerta komandi kynslóðir með frábærri listsköp- un sinni.“ Skemmti sér konunglega HEATH LEDGER Fjölskylda leikarans segist vera stolt og spennt yfir Óskarstil- nefningu hans. Kelly Osbourne, dóttir rokkar- ans Ozzy, hefur skráð sig inn á meðferðarstofnun skammt fyrir utan Los Angeles. „Hún vissi að þetta var það rétta fyrir hana á þessum tímapunkti og við erum stolt af því að hún lét verða af þessu,“ sagði móðir hennar Shar- on. „Fjölskyldan stendur þétt við bakið á henni. Kelly vissi að hún þurfti á hjálp að halda og hún mun fá hana.“ Kelly verður í þrjátíu daga í meðferðinni en Sharon vildi ekki tjá sig um hvers vegna hún skráði sig inn. Þetta er í þriðja sinn sem hin 24 ára Kelly fer í meðferð. Hin tvö skiptin voru vegna fíknar í lyfseðilsskyld verkjalyf. Meðferð í þriðja sinn KELLY OSBOURNE Dóttir rokkarans Ozzy er farin í meðferð í þriðja sinn. Fyrsta plata Davids Bowie í lang- an tíma virðist komin á teikni- borðið. Að minnsta kosti segir nú á Twitter-síðu kappans: „Kveðj- ur frá snjónum í Berlín. Hér er ég að vinna að nýju efni.“ Bowie gerði einmitt bestu plötur sínar í borginni. Síðast var Bowie á ferð- inni árið 2003 með stúdíóplötuna Reality. David Bowie í upptökum BOWIE Er í Berlín. Tónleikaferð hljómsveitarinn- ar Hjaltalín um Evrópu lýkur í ensku borginni Coventry í kvöld. Söngkonan Sigríður Thorlacius segir að ferðin hafi gengið fram- ar vonum. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og það er eig- inlega búið að vera skemmtilegt alls staðar. Það var mjög gaman í Þýskalandi og líka á Eurosonic í Hollandi,“ segir Sigríður. Eurosonic er einnig nokkurs konar viðskiptaráðstefna þar sem hljómsveitir mynda sambönd við útgefendur og aðra aðila úr tón- listarbransanum. Sigríður viður- kennir að einhver plötufyrirtæki hafi sýnt hljómsveitinni áhuga, auk þess sem bókanir á tónlistar- hátíðir hafi komið til tals. Þær við- ræður séu þó allar á byrjunarstigi. Tónleikaferðin er sú stærsta hjá Hjaltalín til þessa og hefur sveitin spilað hvern einasta dag síðan förin hófst í Kaupmannahöfn 8. janúar. „Við höfum verið að spila á mis- jafnlega stórum stöðum. Sumir eru mjög litlir eins og í Brighton þar sem við spiluðum fyrir 120 manns. Það var alveg troðið. Í París var líka fullur staður þar sem við spil- uðum fyrir fimm hundruð manns,“ segir Sigríður. Hjaltalín kemur heim til Íslands á morgun og heldur síðan aftur út í febrúar í aðra tónleikaferð. Þá verður meðal annars spil- að á norsku By:Larm-hátíðinni, í París, Skandinavíu og hugsanlega í Þýskalandi. - fb Tónleikaferðin gekk framar vonum HJALTALÍN Hljómsveitin lýkur tónleikaferð sinni um Evrópu í Coventry í kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.