Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 88
60 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Chris Coleman, knatt- spyrnustjóri Coventry, sagði við staðarblað í Coventry í gær að félagið væri búið að ná samning- um við knattspyrnumanninn efni- lega Jóhann Berg Guðmundsson. Ástæðuna fyrir því að Jóhann væri ekki kominn til félagsins sagði Coleman vera þá að málið strandaði á Blikum sem vildu meiri pening fyrir Jóhann en Cov- entry hefði upprunalega boðið í leikmanninn. „Nei, við erum ekki í stríði við Coventry. Við sáum okkur samt ekki annað fært en að senda út þessa yfirlýsingu þegar við sáum fréttina sem er kolröng,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði í yfirlýs- inguna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa samskipti Blika og Coventry ekki verið meiri en eitt símtal. Þá bauð félagið ákveðna upphæð í Jóhann sem er sam- bærileg við það ef hann væri seld- ur milli félaga á Íslandi. Blikar tjáðu Coventry að það þýddi ekki einu sinni að ræða það mál frekar. Formlegt tilboð hefur aldrei komið frá Coventry og félag- ið hefur ekki haft frekara samband við Kópavogsliðið. Blikar segja það einnig vera ósatt að Jóhann Berg hafi verið búinn að semja við enska félag- ið og þess utan hafi félagið ekki gefið leyfi til slíkra samningavið- ræðna. „Það er því undarleg tilraun hjá Coleman að reyna að gera knatt- spyrnudeild Breiðabliks að vonda aðilanum í þessu máli, en það mun ekki bera árangur. Knattspyrnu- deild Breiðabliks lýsir furðu sinni á öllum vinnubrögðum Coventry City FC í þessu máli og mun upp- lýsa um þau vinnubrögð síðar,“ segir í niðurlagi yfirlýsingar Blik- anna. Jóhann Berg er sjálfur staddur í Hollandi þessa dagana þar sem hann æfir með AZ Alkmaar en hollenska félagið hefur lengi haft augastað á Blikanum unga. Fram- haldssagan um hvar Jóhann Berg endar er því engan veginn á enda. henry@frettabladid.is Ekki í stríði við Coventry Knattspyrnudeild Breiðabliks sá í gær ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýs- ingu vegna málefna Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Ástæðan var viðtal við knattspyrnustjóra Coventry sem Blikar segja fara með rangt mál í fjölmiðlum. GENGUR ILLA AÐ FINNA SÉR FÉLAG Framhaldssögunni um hvert Jóhann Berg Guð- mundsson fer er hvergi nærri lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Jimmy Bullard gekk í gær í raðir nýliða Hull á fimm milljónir punda frá Fulham en hann varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Hull. Þá gekk Hull einnig frá kaupum á varnarmanninum Kamil Zayatte í gær frá Young Boys á 2,5 millj- ónir punda en hann hefur verið í láni hjá félaginu undanfarið og þótt standa sig vel. „Þetta undirstrikar bara metn- aðinn sem við höfum hjá Hull. Bullard kvaðst hrifinn af því hvernig við höfum komið inn í ensku úrvalsdeildina og hann fékk að heyra hjá okkur allt sem hann vildi heyra og því ákvað hann að koma til félagsins,“ sagði Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, í viðtali við BBC Sport í gær. - óþ Jimmy Bullard: Sá dýrasti í sögu Hull BULLARD Hafði verið orðaður við fjöl- mörg félög upp á síðkastið en valdi Hull. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Framherjinn Emile Heskey verður brátt kynnt- ur sem nýjasti leikmaður Aston Villa eftir að Wigan samþykkti 3,5 milljóna punda kauptilboð félagsins í gær. Hinn 31 árs gamli Heskey mun skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við Aston Villa. Martin O‘Neill, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, þekkir vel til Heskey en hann var við stjórnvöl- in hjá Leicester þegar framherj- inn kraftmikli spilaði þar. „Emile mun gefa okkur nýja vídd. Hann getur leikið annað- hvort með Gabriel Agbonlahor eða John Carew og á eftir að vera frábær fyrir okkur. Við erum búnir að vera á miklu skriði og ég er sannfærður um að Emile mun hjálpa okkur að halda því gang- andi,“ sagði O‘Neill í viðtali við Sky Sports í gær. - óþ Emile Heskey: Á leiðinni til Aston Villa HESKEY Mun spila fyrir Martin O‘Neill á nýjan leik. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI KR og Grindavík mæt- ast í dag í DHL-höll þeirra KR- inga í undanúrslitum Subway-bik- ars karla. Þetta verður sjöunda bikarviðureign a-liða félaganna og annað árið í röð sem þessi lið mætast í bikarnum. KR-ingar hafa haft betur í bikarviðureignum félaganna og unnið fimm af þessum sex leikj- um en Grindvíkingar hafa aftur á móti unnið þann stærsta. Eini bik- arsigur Grindavíkur á KR kom í bikarúrslitaleiknum 2000 þegar Grindavík vann 59-55 sigur í Höll- inni. Alexander Ermolinskíj var þá hetja Grindavíkur á lokamín- útum leiksins en hann átti mikinn þátt í því að loka vörninni og sjá til þess að KR-liðið skoraði ekki síðustu fjórar mínútur leiksins. Tveir leikmenn Grindavíkur í dag tóku þátt í þessum eina bikar- sigri félagsins á KR fyrir tæpum níu árum en það eru þeir Brenton Birmingham og Guðlaugur Eyj- ólfsson. Brenton skoraði 23 stig í leiknum og Guðlaugur bætti við tíu stigum. Brenton hefur leikið fjóra bik- arleiki á móti KR, unnið þrjá þeirra og skoraði í þeim 24,5 stig að meðaltali í leik. Liðin mættust í mögnuð- um leik í DHL-höllinni í sextán liða úrslitum bik- arsins á síðasta tímabili þar sem KR vann eins stigs sigur, 104-103. Fannar Ólafsson, fyr- irliði KR, skoraði þá sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok og Grindvíkingum mistókst síðan að skora úr síðustu sókninni sinni. Þessi félög mættust fyrst í bikarnum í Hagaskóla 2. mars 1980 en sá leikur var í átta liða úrslit- um. Grindavík var þá í b-deild. KR vann leikinn 100-82. Þetta er í þriðja sinn sem félögin mætast í undan- úrslitum en tólf ár eru liðin síðan KR vann undan- úrslitaleik lið- anna 5. janúar 1997. KR hefur ekki unnið bik- arinn í átján ár en þegar hann vannst síðast árið 1991 þá sló KR einmitt Grindavík út úr undanúrslitunum með 73-69 sigri í Laugardalshöllinni. Í þessari upptalningu er aðeins verið að skora bikarleiki milli a- liða félaganna en Grindavík sló að auki b-lið KR-inga út úr bikarn- um tvö tímabil í röð, fyrst út úr 16 liða úrslitum 2005-06 og svo út úr 8 liða úrslitum 2006-07. - óój BIKARLEIKIR KR OG GRINDAVÍKUR 16 liða úrslit 2008 KR+1 (104-103) Úrslitaleik. 2000 Grindav. +4 (59-55) Undanúrslit 1997 KR +4 (73-69) 8 liða úrslit 1992 KR +5 (78-73) Undanúrslit 1991 KR + 26 (120-94) 8 liða úrslit 1980 KR +18 (100-82) Aðallið KR og Grindavíkur mætast í dag í sjöunda sinn í bikarkeppni KKÍ: KR hefur unnið alla bikarleiki við Grindavík nema einn MIKILVÆGIR Fannar Ólafsson fær hér ráð frá Jóni Arnóri Stefánssyni en Fannar tryggði KR sigur á Grindavík í síðasta bikarleik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞRÍR SIGRAR Brenton Birmingham hefur komið að þremur bikarsigrum á KR og unnið bikarinn í öll skiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Steven Gerrard hjá Liverpool lýsti sig sak- lausan fyrir rétti í Norður-Sefton í Liverpool í gær en honum var gefið að sök að hafa tekið þátt í slags- málum sem brutust út á nætur- klúbbnum Lounge Inn í Liverpool 29. desember síðastliðinn. Tveir aðrir menn þurftu að ganga fyrir réttinn í gær vegna sömu ákæru. Málið verður tekið til umfjöllunar fyrir 20. mars. Umrætt atvik sem hinn 28 ára gamli Gerrard er ákærður fyrir átti sér stað að kvöldi til eftir 1- 5 sigur Liverpool gegn Newcastle á St James Park-leikvanginum 29. desember þar sem Gerrard skor- aði tvö mörk og var valinn maður leiksins. Samkvæmt breskum fjöl- miðlum var Gerrard að skemmta sér á næturklúbbnum Lounge Inn á Merseyside í Liverpool ásamt vinum sínum, þegar til ryskinga kom á milli Gerrards og vina hans annars vegar og Marcusar McGee plötusnúðs næturklúbbsins hins vegar. Einhver slúðurblöð vildu meina að upp úr hefði soðið vegna tónlistarlegs ágreinings þar sem Gerrard, yfirlýstur aðdáandi Phils Collins og Coldplay, hefði viljað fá að ráða hvaða tónlist yrði spiluð og plötusnúðurinn hefði ekki orðið við þeirri bón. Sú saga virðist vera almennt samþykkt, til að byrja með í það minnsta, þar sem enskir veðbank- ar tóku lengi vel við veðmálum um hvaða lag það hefði verið með áðurnefndum tónlistarmönnum sem varð til þess að upp úr sauð. Liverpool hefur frá upphafi málsins staðið þétt við bakið á fyrirliða sínum og Rafa Bení- tez, knattspyrnustjóri Liverpool, kvaðst ekki hafa áhyggjur af því að Gerrard væri í ójafnvægi yfir dómsmálinu. „Ég var að horfa á hann spila á æfingu áðan og hann virtist vera alveg eins og hann á að sér að vera. Hann er sannur atvinnumaður og hann mun halda áfram á sömu braut og hann veit að við munum standa þétt við bakið á honum,“ sagði Benítez á blaðamannafundi í gær. - óþ Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór fyrir rétti í gær: Kveðst vera saklaus GERRARD Lýsti sig saklausan fyrir rétti í gær en honum var gefið að sök að hafa tekið þátt í slagsmálum á bar í Liverpool í lok desember. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.