Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 96

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 24. janúar, 24. dagur ársins. 10.31 13.40 16.49 10.32 13.24 16.18 © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vís- bendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Sleifar og pönnur hafa fengið nýja merkingu og egg seljast sem aldrei fyrr. Þetta kemur einhverj- um á óvart. Ég held aftur á móti að þessi kenning um að Íslending- ar mótmæli yfirleitt ekki sé löngu úrelt klisja og hafi aldrei átt við góð rök að styðjast. LÍTUM á. Skoðum sjálfan upprun- ann. Komu ekki Íslendingar hingað til að byrja með út af mótmælum? Svo segir sagan. Nokkrir skapheit- ir höfðingjar í Noregi voru orðn- ir grautfúlir út í Harald hárfagra og ákváðu að koma sér burt, í mót- mælaskyni að sjálfsögðu við ofríki mannsins. Ísland byggðist því upp- haflega mótmælendum. SÍÐAN reka hverjar vísbending- arnar aðrar um djúpstætt mót- mælaeðli þjóðarinnar. Gunnar á Hlíðarenda harðneitaði að fara í útlegð. Sagði bara nei. Ég fer ekki fet. Þjóðin öll var með tóman hundshaus út í Dani og þeirra aðferðir og kaupmennsku hér um aldir sem náði vissum hápunkti í hinum frægu orðum Jóns Sigurðs- sonar á Þjóðfundinum: “Vér mót- mælum allir.” Og eru þau orð nú rituð á mótmælaspjöld samtímans enda hafa þau markað djúpstæð spor í þjóðarvitundina alveg síðan þau voru sögð. VIÐ látum nefnilega ekki allt yfir okkur ganga, Íslendingar, þótt klisjan hafi heldur gert ráð fyrir því – einhverra hluta vegna – að við værum haldin óeðlilegu lang- lundargeði í þjóðfélagsmálum. Það stenst ekki. Meirihluta 20. aldar- innar var þjóðin þverklofin út af herstöðinni, svo nærtækt dæmi sé tekið. Fólk þreyttist ekki á því að fara í Keflavíkurgöngur. Svo eld- heitir voru margir andstæðingar hersins að jafnvel eftir að herinn var farinn voru uppi sjónarmið um að halda mótmælunum áfram. NÚNA var það kannski hin umrædda klisja um gleymsku og umburðarlyndi þjóðarinnar, sem gerði það að verkum að stjórnar- flokkarnir sáu ekki að sér. Kannski héldu forsvarsmenn þeirra að mót- mælin myndu ganga yfir, að þau myndu fjara út í vetrarkuldanum og því þyrfti ekki að mæta þeim sérstaklega. Annað hefur heldur betur komið á daginn. KENNINGIN um Íslendinga sem einhverjar lyddur og gungur, hefur verið rækilega afsönnuð með pott- um og sleifum. Það er gott. Það mál er þá frá. Afgreitt. Þjóð á móti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.