Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 2
Mynd- listar- sýning áCafé Rán segir Árni Johnsen, um bók sína „Kvistir á lífstrénu” son (Geira í Sjóbúðinni), Lárus í Grímstungu, Ágúst Gíslason (Gústa Guðsmann á Siglufirði), Jóhann Níels- son, Snorra Halldórsson í Húsasmiðj- unni, Jón í Sjólyst og Jens í Munaðarn- esi, refaskyttu í Árneshreppi á Ströndum. „Verðbólgu og vísitölu á ársgrundvelli“ I formála bókarinnar segir m.a.: „Það er nú að mestu liðin tíð að það sé sjálfsagt að menn fari sínar eigin leiðir í orðum og athöfnum og þeir einstakling- ar sem ekki binda bagga sína nákvæm- lega sömu hnútum og samferðar- mennirnir þykja á tíðum kvistir í því lífsmynstri, lífstré, sem þjóðfélagið hef- ur búið okkur. Sem betur fer eru þó enn til menn og verða vonandi um langa framtíð, sem fara sínu fram, óháðir þrasi um „verðbólgu og vísitölu á ársgrund- velli“ - menn sem eru ófeimnir að láta álit sitt í ljósi og hafa sjálfstæðar og hressilegar skoðanir. Þetta eru menn eins og Einar Gtslason sem svífa í andagiftinni í háar hæðir og menn eins og Gísli á Uppsölum sem lætur sér nægja þrjár soðnar kartöflur í mál. í þessum hópi eru einnig menn sem frantarlega hafa verið í íslenskri þjóðmálapólitík á undanförnum árum. Menn sem hafa rekist illa í flokki og taka eigin skoðanir og samvisku fram yfir þær línur sem lagðar eru í bólstruðum stólum flokks- þinganna. Má þar nefna til bæði Hanni- fcal Valdtmarsson sem lét hendur skipta í upphafi verkalýðsbaráttu sinnar og Björn Pálsson á Löngumýri sem leyfði sér að fullyrða að til fræðinganna hefðu íslendingar takmarkaða visku að sækja, einmitt á þeim tíma sem flestir lutu höfði fyrir speki þeirra.“ Bókin „Kvistir í lífstrénu" er í stóru broti og mikið myndskreytt. Gefa mynd- irnar bókinni verulega auktð gildi. Bókin er sett, umbrotin, filmunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Bókar- hönnun annaðist Steinar J. Lúðvíksson en um kápuhönnun sá Árni Jörgensen. ■ í dag kl. 12.00 opnar Sigurbjörn Logason myndlistasýningu á Café Rán við Skólavörðustíg. Þetta er fyrsta málverksýningin sem haldin er þar og jafnframt fyrsta sýning Sigurbjamar í Reykjavík, en hann hefur áður sýnt í Blómaskála Poul Michelsens í Hver- ageröi. Hann er óskölagenginn í listinni, nema hvað hann hefurstundað nánt í módelteikningu hjá Hring Jóhannessyni listmálara. Hann hefur hins vegar lengi lifað og hrærst í myndlist og myndir hans munu vera all víða til. Steingrímur Sigurðsson listmálari og listamaðurinn sjálfur litu við hjá blaðinuá dögunumXvaðst Steingrímur hafa mjög hvatt til þessarar sýningar enda væri það skoðun sín að myndir Sigurbjamar væru óvenjulega vel gerðar. - Það birtist í þeim næm formskynjun og þær eru lifandi, djarfar og cinlægar - sagði Steingrímur. JGK ■ „Landslagi var þannig hattað a Vestijörðum að hiti varð mikill í verkalýðsbarátt- unni,“ sagði Hannibal Valdimarsson, einn viðmælenda Áma Johnsen í bókinni „Kvistir í lífstrénu", en Hannibal var viðstaddur þegar bókin var kynnt á blaðamannafundi. Tímamynd GE. „Viðtöl við kynlega kvisti og aðra kvisti” ■ Haraldur Guðbergsson. Ný plata Sigurðar ■ Þegar Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur fyllti sjöunda tuginn þann 8. janúar s.l. var hann heiðraður sérstak- lega með gullmerki Norræna félagsins, enda hefur hann lengi starfað með þeim félagsskap. Norræna félagið hefur hins vegar ekki viljað láta þar við sitja heldur hefur það nú gefið út hljómplötu h onum til heiðurs. Á henni eru 14 textar Sigurðar, þýddir eða frumsamdir við lög frá ýmsum löndum og heimshlutum. Sigurður Þórarinsson hefur gert marga texta sem eru þjóðkuknnir eins og þeir væru þjóðvísur. Nægir að minna á „Að lífið séskjálfandi lítið gras“, „Þórsmerk- urljóð ‘, „Vestast í vesturbænum“ og fleiri. Þessa texta er ekki að finna á þessari nýju plötu en ýmsir gamlir kunningjar eru þar á meðal eins og „Séleg pía er Sigga Geira“ og „Anna litla", sem þótti svo djaft kvæði á sínum tíma að klagað var yfir því af siðprúðu fólki að óharðnaðir menntaskólapiltar kvæðu annað eins. Margir kunnir tónlistarmenn leggja ■ Aðstandendur plötunnar. Tímamynd GE. ■ „Þetta eru viðtöl við kynlega kvisti og aðra kvisti. Flest hafa þau birst í Morgunblaðinu á undanförnum 15 árum en nokkur eru ný og hafa aldrei birst áður,“ sagði Árni Johnscn, biaðamaður, þegar hann var spurður unt efni bókar hans „Kvistir á lífstrénu". sem Örn og Örlygur gáfu nýlega út. Bókin hefur að geyma 20 viðtalsþætti við fólk víðs vegar af landinu. Meöal þeirra eru viðtöl við stjórnmálagarpana Hannibal Valdimarsson og Bjöm Páls- son á Löngumýri“... þar sem báðir fara á kostum eins og þeirra var von og vísa,“ sagði Ámi á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinn- ar. Auk stjórnmálagarpanna tveggja sem að ofan er getið eru viðtöl við eftirtalin í bókinni: Síra Valgeir Helgason, Gísla á Uppsölum, Jón í Syðri-Neslöndum, Aðalsteinn Guðjónsson (Alla kött), Sigurður Davíðsson á Hvammstanga, Guðfinnu Breiðfjörð (Minnu), Einar Gíslason í Fíladelfíu, Ásgeir M. Ásgeirs- ■ Teikning úr kverínu. Haraldur sendir frá sér kver Kverið er 35 síður að stærð og er útgefandi Bókaútgáfan Skreið. Kveð- skapurinn fjallar einkum um ýmsa atburði líðandi stundar og einnig er hinum viðvarandi vandamálum þjóðlífs- ins gerð skil Til gamans birtum við hér mottó bókarinnar: Paðreimstrúðapólitíkin plötusnúða stígur dans vafin skrúða, valdafíknin vonarbrúður Andskotans. ■ Ú t er komið kvæða- og myndakverið Árakló eftir Harald Guðbergsson, hinn landskunna teiknara og fjöllistamann. .StPÍIs Sigurbjöm ásamt nokkmm mynda sinna. Tímamynd Róbert. með textum Þorarinssonar önd á plóg við gerð plötunnar, en Arni jörnsson og Gunnar Guttormsson eru Isjónarmenn hennar eins og það er allað á plötuumslagi. Elías Davíðsson annast tónlistarstjórn og sér einnig um hljóðblöndun ásamt Sigurðuri Runari Jónssyni. Stjórnandi upptöku er Gísli Helgason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.