Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 leiðandinn Alan Ladd, sonur hinnar - frægu stjörnu kúrekamyndanna. Hann ætti að vita hvað hann syngur. Allt miðist við myndskerminn „Satt að segja er nú svo komið," segir Sidney Sceinberg forstjóri MCA að farið er að miða alla kvikmyndatöku við það að myndina megi sýna á myndskermi. „Enginn lætur sér brát detta í hug að búa til þannig mynd að hann missi af þeim tekjum, sem nýju miðlarnir bjóða.“ Þetta hefur áhrif á myndflötinn. „Súper-breiðfilman“ er ekki hentug til þess að sýna á skermi. Ef það er gert verða áhorfendur að sætta sig við breiðar, svartar rendur, ofan og neðan við myndflötinn. Hvaða framleiðandi gæti þá látið eftir sér að taka kappakstur- inn í Ben Húr fyrir „Panavision.“ Hver gæti nú látið kúreka ríða yfir eyðimörk- ina á hringtjaldi? Pað sem virðist hreint stórkostlegt á 200 fermetra tjaldi, verður eins og Eiffelturninn á póstkorti, þegar það er komið á sjónvarpsskjá. „Við vinnum að deyjandi listgrein," segir leikstjórinn Paul Schrader, sem leikstýrði „American gigolo.“ En eigendur stúdíóanna í Hollywood eru ekki jafn svartsýnir. „Við munum alltaf verða að treysta á kvikmyndahús- in, þót't „Pay-TV“ og videó-spólurnar verði okkar stærstu gullkálfar,“ segir Frank Price, hjá Columbia Pictures. „Við þurfum kvikmyndahúsin til þess að fá góða umsögn og vekja eftirspurn. Aðeins á hvíta tjaldinu verða myndirnar að upplifun." Og Sidney Sheinberg hjá MCA segir: „Fólk mun í framtíðinni halda áfram að fara í leikhús, á konserta og í bíó. Þó ekki væri nema vegna þarfarinnar fyrir að fara út fyrir hússins dyr.“ í augum kvikmyndaframleiðenda er kvikmyndahúsið einnig nátengt sam- drætti kynjanna. Bíóið er afdrep fyrir þá sem vilja vera í næði hjá stúlkunni sinni, éta poppkorn og drekka kók á aftasta bekknum. Til þeirra nota er sérhver kvikmynd góð. Um það bil þrír fjórðu hlutar kvikmyndahússgesta á fyrra ári í Bandaríkjunum voru á aldrinum 12-29 ára. Framtíðardraumar Leikstjórinn Francis Coppola treystir þrátt fyrir allt á glæsta framtíð kvik- myndahússins. Hann kveðst sjá fyrir sér gríðarstóra sali, þar sem við verður komið allri þeirri tæknisem rafeindaiðnaðurinn hefur upp á að bjóða með „synthetiser- um“ og hólogrömum." Þar mun áhorf- andanum þykja sem hann sé í miðri hringiðu sjálfra atburðanna á tjaldinu. Coppola hefur raunar orðið sjálfur með þeim fyrstu til þess að gera myndir sérstaklega fyrir video. Nýjustu mynd sína lét hann taka samtímis á filmu og myndband. Kvikmyndatökumönnunum stjórnaði hann frá sjónvarpsskermi. Coppola segir: „Kvikmyndastjórar framtíðarinnar munu sitja við stjórnborð og geta séð myndina fyrir framan sig við tökuna, eins og áhorfandinn mun sjá hana síðar. Með því að styðja á hnappa mun hann geta stjórnað skurðinum, ljósinu og beitingu myndavélanna. Hann gæti stjórnað myndinni um gervihnött sem væri þúsundir kílómetra í burtu.“ Starfsbróðir Coppola, George Lucas, sem gerði „Stjörnustríðið," hefur sjálfur látið sér setta í hug að taka gervihnött á leigu. Sem ríkasti kvikmyndagerðar- maður í heimi, - hann er talinn eiga 100 milljónir dollara, - þá ætti hann að geta látið þetta eftir sér. Lucas er viss um það að þriðji hluti „Stjörnustríðsins,“ sem hann hefur nýlega lokið við, verði síðasta myndin sem hann gerir og tekin er á filmu. í hinum nýju og afar fullkomnu stúdíóum sínum í „Skywalker Ranch“ nærri San Fransisco, gerir hann nú tilraunir með sviðsbúnað í risastærð fyrir videó. En einnig Lucas verður að vera við því búinn að eftir nokkur ár muni menn leggja sjónvarpstæki sín með hinum 55 rásum til hliðar og fá sér í staðinn risamyndskerma og að til sögunnar komi einhver ný og nú óþekkt afþreyingarað- ferð. Fyrir fimm árum voru það aðeins fáar verslanir sem buðu mönnum videóspólur eins og „Space Invadcr." En 1981 gáfu slíkar myndir af sér níu milljarða dollara í Bandaríkjunum, eða þrisvar sinnum meira en allur bandaríski kvikmyndaiðn- aðurinn. Þýtt-AM MGM, kvikmyndafyrirtækisins, þarsem ljónið orgar svo ógurlega í byrjun hverrar myndar. Honum og félögum hans stendur rétt á sama hvort það er kapalsjónvarp eða gervihnöttur, videó- spólur eða mynddiskur sem kemur efninu áleiðis: „Ég veit ekkert um hvernig þessi útbúnaður virkar,“ segir Rosenfelt, „en ég veit að án myndefnis er nýja tæknin einskis megnug og myndefni get ég útvegað.“ Alan Hirschfeld hjá Centfox segir: „Mér er alveg sama þótt videokassett- urnar komi til manna með mjólkursendl- inum einhverntíma síðar. En án kýrinn- ar verður engin mjólk seld og ég á kýrnar,“ Einkum eru afurðimar sóttar í geymslu- skápana. Með þeim peningum sem gömlu filmusöfnin gefa af sér geta flest kvikmyndafélögin verið viss um að fá staðist öll ófyrirsjáanleg áföll í framtíð- inni. Fleiri en þau hafa séð hve miklir ■ Bylting í stúdíóunum. Hér að ofan er plakat sem tengist myndinni „1941“, stríðs-grínmynd Steven Spielberg. Nú ræðst skemmtanaiðnaðurinn í Hollywood inn í híbýli fólks með nýjum vopnum. peningar em fólgnir í þessum gömlu söfnum. Á síðasta ári skiptu fjögur slík um eigendur: Marvin Davis, olíukóngur í Texas, sem er eigandi fjölda sjónvarpsstöðva, keypti myndafyrirtækið „Centfox" fyrir um það bil 700 milljónir dollara. Nú á hann því myndir á borð við „Kleópötru" og „Dr. Doolittle." Coca Cola keypti „Columbia Pictur- es“ fyrir 780 milljónir dollara. Með í þeim kaupum fylgdu myndir á borð við “Arabíu-Lawrence“ og „Hnefann í hnakkann,“ með Marlon Brando. Starfsmenn bregða hart við MGM tókst að gleypa keppinaut sinn United Artists og varð þar með eigandi að myndum Chaplins. Kaupverðið var 380 milljónir dollara. Þetta voru tækifær- iskaup. Aðeins myndasafn United Artists er metið á um það bil 500 milljónir dollara. En launþegar í Hollywood vilja einnig njóta góðs af tækni framtíðarinnar, þ.e. þeim peningum sem hún mun gefa af sér. í því skyni að fá réttlátan bita af kökunni, fóru nær allir í verkfall: Fyrst lögðu handritaskrifarar frá sér pennann í 13 vikur og því næst komu 60 þúsund leikarar ekki til vinnu sinnar í tvo mánuði. Næstir urðu tónlistarmenn sem starfa við kvikmyndirnar til þess að gera verkfall og skelltu aftur nótnaheftum sínum. Unnt reyndist að afstýra verkfalli 3000 leikstjóra með því að veita þeim ýmis fríðindi. En það sem fyrirtækin neyðast til að gefa til starfsmanna sinna, vonast þau til að vinna upp á öðrum vettvangi. Með því að sýna myndirnar um leið í kapalsjónvarpi og sérlega glæsilegum kvikmyndahúsum, ættu tekjurnar að aukast, en kostnaðurað minnka. „Þann- ig ættum við að geta komist hjá auglýsingaherferðum fyrir milljónir doll- ara, sem standa vikum saman,“ segir markaðssérfræðingurinn Charles Powell. „Þá þurfum við ekki að senda Clint Eastwood út af örkini í auglýsinga- ferð á einkaþotu og skaffa honum lúxusbíla út á flugvöll og lúxussvítur á hótelum." Sparnaðurinn fcr þannig fram: Færri kvikmyndahús þýða færri eintök af kvikmyndinni. Hin 1900eintök af „Superman 11“ kostuðu nærri þrjár miljónir dollara. En málið er ekki svo einfalt. Kvik- myndafyrirtæki eitt sem ætlaði að sýna eina mynda sinna í kapalsjónvarpi, vorið 1983, og því næst í kvikmynda- húsunum, varð að hætta við þetta, þar sem samtök kvikmyndahúsaeigenda hót- uðu að taka myndina ekki til sýninga. En ekki verður þó k-omið í veg fyrir að brátt verði myndir framleiddar sér- staklega fyrir „Pay-TV“. í byrjun verður um að ræða uppsuður úr frægu myndefni eða þá „framhaldssögur" frægra mynda. „Við þurfum fræg nöfn, til þess að lokka áhorfendur að,“ segir kvikmyndafram- ■ Ofan úr himingeimnum og inn í stofu. Hér er veríð að koma fýrir loftncti á húsþaki, sem tekið getur við sjónvarpssendingum frá gervihnetti. ■ George Lucas gerír nú tilraunir með rísavaxið video-kvikmyndaver í „Skywalker Ranch“ nærri San Francisco. Eru þetta stúdíó framtíðarinnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.