Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 28 ■ í dag eru það tvær línur sem við ætlum að líta á og er sú fyrri velgengni- línan, sem einnig er kölluð hamingjulín- an eða sólarlínan. Velgengnilínan er iðulega ekki til staðar í lófanum, en þegar hún er þar liggur hún upp eftir lófanum á hlið viö örlagalínuna, en endar undir baugfingri. Hún er nær alltaf styttri en örlagalínan, en nær aftur'á móti gjarna hærra upp eftir lófanum en hún. Astæða þess er sú að starfsferillinn hefst fyrr en árangur og velgengni kemur til, sem uppskera af erfiði fyrri ára lífsins. Velgengnilínan táknar því m eira en okkar reglulega, hefðbundna starfsferil, - hún merkir raunverulegan ávinning, sem er á einn okkar á því skeiði er velgengnilínan byrjar. Meiri velgengni, meiri peningar, meiri orðstír, meiri hamingja allt þetta felst í velgengnilínunni. í dag endurbirt- um við kortið frá því á dögunum, þar sem aldur á línunum er sýndur , svo og kortið af sjálfum línunum. Sé línan aðeins glögg á köflum, en líkt og „deyr út“ í milli, verða þessi sólartímabil aðeins tímabundin. Stund- um birtist velgengnilínan sem tvær eða þrjár samliggandi línur á sólarfjallinu (undir baugfingri) og er það betra en engin velgegnilína. Þó er þá líklegt að viðkomandi muni missa af ýmsum góðum tækifærum vegna (ef til vill) skorts á einbeitingu, sem aftur ætti að sannast á blandaðri gerð fingurgómanna, ■ „Fjöl)“ lófans eru mikilvæg viðmiðun í lófalestri. Þetta kort hefur birst áður, eins og kortið af línunum og aldri línanna, en vegna þeirra sem ekki hafa fylgst með okkur frá byrjun í athugun á lófalestri, birtum við staðsetningar „fjallanna“ hér að nýju. Sitthvað um lófalestur ■ í dag endurbirtum við kortin sem sýna legu stóru línanna sex, svo og kortið með aldri á línunum. í næsta blaði munum við fjalla um giftingarlínurnar, sem sjá má á efra kortinu, og fleira sem lóflnn segir um samskiptin við hitt kynið. langur, þungbyggður eða á annan hátt sérstæður, má ætla að velgengnin sé til komin vegna veðmála eða brasks. Þverstrik á velgengnilínunni sýna áföll eða bakslag í seglin, líkt og á örlagalínunni, en eyjar merkja það að viðkomandi tapar einhverri mikilsverðri aðstöðu eða bíður álitshnekki. Velgegnilínan hefur einstaka og ágæta merkingu að því leyti að hún getur bætt það upp, ef örlagalínan er veik eða endar afar snögglega, en vanalega táknar það alvarlegan hnekki á einhvern hátt. Haldi velgengnilínan áfram um sama aldursbil, eða byrjar þar, er óhætt að spá þarna breytingu, - til hins betra. Heilsulínan Hin síðasta í þessari síðari þrennu okkar af mikilvægum línum lófans er heilsulínan, eða Merkúrlínan, sem ein- nig er nefnd Heapatica. Algengast er að hún hefjist á eðanær.ri líflínu og renni síðan á ská yfir lófann upp undir litlafingur, - þ.e. upp á Merkúrfjallið. Samt h efur engin línanna sem við til þessa höfum fjallað um margbreytilegri legu. Stundum getur hún verið nær lóðrétt. Gæta má þess að rugla henni þá ekki saman við dulrænu línuna á Mánafjallinu, en sú. lína sem er fjaldgæf, - er alltaf bogaiöguð, en heilsulína bein. Þetta er eina línan af þeim stærri, sem best er að vera laus við að hafa, því þegar hana vantar er heilsan með ágætum og ekki ástæða til að hafa neinar áhyggjur af henni. Margir karlmenn hafa engan heilsulínu, en það er fágætt að konur vanti hana, og er ástæðan sú að þær þjást gjarna af einhverjum minniháttar kvillum, fremur en karlar, t .d. hvað taugakerfi og meltingu snertir. 9. grein Nafnfrægð og bjartari tunar Velgengnilínan og heilsulínan eru viðfangsefni okkar í dag Líflínan sýnir cf hætta er á alvarlegum veikindum, en heilsulínan hvernig líð- anin er frá degi til dags, - hve vel á sig kominn einstaklingurinn er. Því er heilsulínan breytileg frá einni viku til annarrar og frá einum mánuði til annars, öllum öðrum línum fremur. Því ber ekki að líta á hana sem varanlega. Sumir lófalesarar telja að lesa eigi línuna neðan frá og upp, en aðrir vilja lesa hana ofan frá og niður. En ef við lítum aðeins á hana sem heilsufarslega dagbók, á ekki að skipta máli hvor endinn cr. Best er sú heilsulína sem liggur sem lóðréttast í lófanum og sneiðir vel fram hjá líflínunni, óslitin ogekki djúp. Þegar línan er þannig er viðkomandi vel á sig kominn og kvillar eru fáir og óverulegir. En þcgar heilsulínan byrjar á líflínunni er trúlegt að heilsan muni verða viðkom- andi angursefni allt hans líf. Sé heilsulínan sett „keðjuhlekkjum" er lifrin ekki í góðu lagi, einkum þó ef hún er gulleit. Sé línan saman sett úr mörgum smáum „spottum" er meltingar- kerfið úr skorðum, en mjög krókótt lína er merki um að hætta er á gigt. Ef heilsulínan rennur yfir líflínuna og sker hana, vara lófalesarar við hættu á alvarlegum sjúkdómi. Réttar væri að segja að þá er veikleiki fyrir hendi sem getur þróast yfir í alvarlegan sjúkdóm, sé ekki gaumur að gefinn í tíma. Rauðleit lína er merki um að viðkom- andi fær auðveldlega hitaköst. Þcgar heilsulínan er lesin er rétt að gefa einnig gaum að líflínunni og nöglunum. Stundum er sagt að heilsulínan (Merk- úlínan) sýni horfur á framgangi fjármála fyrirtækja einstaklinganna, en það mun þó varla rétt nema að því ieyti að sá sem er heilsugóður á betra með að reka fjármálaleg crindi sín sem önnur, en hinn heilsutæpi. í næstu grein munum við skoða hvað línur lófans segja um ástamálin, ‘sam- bönd við hitt kynið, hjúskap og barn- eignir. Þýtt - AM eða annan hátt sérstæður, - nafnfrægð eða eitlhvað sem við verðum ágæt af. Ef línuna vantarge.rr viðkomandi orðið vel cfnum búinn, tn hann skapar sér ekki ncinn orðstír né munu kjör hans á neinn hátt verða mjög cftirsóknarverð. Segja má að það birti ylir i lilveru klofinni höfuðlínu og þumalfingri með ýmsum veiklyndistáknum (sjá áður). Ein glögg lína á sólarfjallinu sýnir að kjörin munu lagast cftir fimmtugsaldur, oftr vegna arfs eða þá að menn ná loks, langþráðu marki. Löng velgengnilína, sem hcfst á sjálfri líflínunni sýnir ■ Velgengnilínan hefst seint í þessum lófa, eða um fimtugsaldur. Ætla má að loks þá muni viðkomandi fara að líta bjartari daga. snentmfenginn arf eða auð eða þá snemmfengna frægð, sent varpar Ijóma á nær allan æviferilinn. Sé línan með fylgilínu á einhverjum kafla, merkir það að hamingjusamleg áhrif koma til sög- unnar úr tveimur áttum. Ef grcinar koma út frá velgengnilínunni þá nterkir það mjög ákveðinn árangur á því æfiskeiði. Þegar þú rekst á sterka velgengnilínu í mjúkri hendi, þá er þér óhætt að spá velgengni vegna erfða eða giftingar, fremur en velgengni til orðinni fyrir eigið fruntkvæði. Sé baugfingurinn mjög ■ Heilsulínan byrjar hér við líflínuna. Heilsan verður angursefni meginhluta ævinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.