Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 ■ „Líklega hafa orð mín á fundinum (fundur um kvennaathvarf) ásamt því er fram kom í blaðinu okkar „Veru“ loksins vakið athygli einhverra. Eg hef varla heyrt í nokkurri móður fyrr en nú að nokkrar þeirra hafi haft samband við mig“, sagði Laufey Jakobsdóttir, „amma“ nokkur hundruð ungiinga sem stunda „Hallærisplanið“ um helgar. Laufey er sem kunnugt er salemisvörður í Grjótaþorpinu fjórar nætur í viku, um helgar, frá kl. 10 á kvöldin tii 8 á morgnanna. „Það er svo mikil gervimennska í þessu kerfi okkar.... Börnin eru hrædd við lögregluþjónana og mörg einnig við foreldra sína.... Síðast í nótt hafði ein unglingsstúlkan af að flýja til mín undan einum sem var að elta hana og ég hafði ekki önnur ráð en að leyfa henni að gista hjár mér... Hassið veður uppi á Plan- inu..." Setningar eins og þessar er fram komu í máli Laufeyjar á fundinum fengu fundarmenn - sem lang flestir voru konur - til að sperra eyrun. „Það er ekkert óalgcngt að stelpurnar flýi til mín undan þessum mönnum scm krakkarnir kalla „hræfuglana" sín í milli. Þó plássið sé ósköp lítið hefur oft komið fyrir að krakkar hafa fengið að gista hjá mér - sérstaklega krakkar utan af landi sem ekkert vita hvað þau ciga að gera af sér og þau sem komist hafa í hass og eru jafnvel fárveik og komast ekkert“, sagði Laufey er Tíminn spurði hana nánar ót í reynslu sína. ■ „Svona var viðskilnaðurinn um síðustu helgi. Sýnist ykkur illa gengið um - myndu þeir sem eldri eru skilja betur við-, spurði Laufey Jakobsdóttir er við heimsóttum hana í einu „æskulýðsmiðstöð“ miðbæjarins, þ.e. salernin í Grjótagötu. Þessi 4 salerni eru í stærri hluta hússins.í hinum endanum er „sjúkra-og aðhlynningarstofan" hennar Laufeyjar, í mesta lagi um 6 fermetrar að flatarmáii búi>; húsgögiiu.n sem foreldrar þeirra barna sem þarna njóta aðhlynningar myndu aldrei hafa í húsum sínum. Hefur undirrituð hvergi séð betri sönnun fyrir gamla máltækinu: „Þar sem hjartarými er, þar er húsrými“. Tímamynd Róbert. Sjálf horfði ég einu sinni á fullorðinn mann koma Kirkjustrætið og grýta einhverju í rúðu í Miðbæjarmarkaðinum - sem brotnaði - og hlaupa síðan á brott. Þá réðist lögreglan í krakkahópinn og fór að safna í bílinn - einhver átti að gangast við þessu. Ég fór út og sagði þeim hvað ég hefði sjálf' horft á. Þeir hlustuðu ekki á mig, buðu mér bara far - ég væri að trufla þá í starfi og hvort ég ætlaði að koma með. Það sé ég mest eftir að hafa ekki gert. Þessum fullorðnu mönnum sem hér eru hefur í mörgum tilvikum verið hent út af Óðali eða Borginni og slíkum stöðum. Þeir hafa komið albrjálaðir, m.a. til að rífa hér rimla úr girðingum í Þorpinu. „Við ætlum að rota helv... dyravörðinn sem henti okkur út“, er gjarnan viðkvæðið séu þeir spurðir. Ekki skamma krakkana - En hvaða ráð vilt þú gefa þeim foreldrum sem ekki eru sjálf drukkin, heldur hafa áhyggjur af börnum sínum hér á Planinu? - Ég vil t.d. ráðleggja þeim að kynna sér betur fíkniefnamálin - læra að þekkja lyktina af barninu sínu. Vínlyktin er eina lyktin sem margir foreldrar þekkja. Ég held jafnvel að það sé ein ástæðan fyrir því að sumir krakkar velja heldur hassið. Ég vil líka ráðleggja þeim að taka með nærgætni á móti börnunum. Reyna ekki yyÆtli pabbi og mamma verði ekki dauð um þrjúleytið” Helgar-Tíminn ræðir við Laufeyju Jakobsdóttur, ,,ömmu” krakkanna á Hallærisplaninu Hassift veður uppi -Já, hassið vcður uppi. Ég vil meina að fullorðnir menn séu þarna að koma sér upp væntanlegum viðskiptavinum, vísvitandi. Þeir snúa sér t.d. að krökk- unum að fyrra bragði undir því yfirskini að biðja þau um eld í sígarettu, en bjóða þeim síðan að prófa að fá sér reyk úr hasspípunni sinni. Janvel koma þeir stundum hassi ofan í krakkana án þess að þau átti sig á því fyrr en áhrifin koma í Ijós. Ein stelpan kom t.d. til mín um daginn mjög illa á sig komin. Hún hafði verið inni á Klambratúni þar sem menn eru inn á milli runnanna með bæði vín og hass og reyna aö tæla til sín stelpur, sem verða auðvitað ákaflega auðveld bráö þegar búið er að gera þær ósjálf- bjarga. Hún komst þó undan þeim - Guði sé lof. Bara talað og talað en lítið gert -Lögreglan sagði þá á fundinum, enga kæru hafa borist á „hræfuglana"? -Ég veit um hvað ég er að tala. En það er cinmitt þessi gervimennska sem 'ég á ákaflcga bágt með að sætta mig við og hef því barist fyrir árum saman að það komi upp á yfirborðið hvað er að ske - þessar nauðganir og svívirðingar allar saman. Það eru allstaðar þessir toppar sem ætla að gera svo mikið og sjá um alla hluti. En það er bara talað og talað en ósköp lítið gert. Ég sleppti t.d. fram af mér beislinu rétt einu sinni á ráðstefnu sem haldin var um þessi mál ( fyrra. Þar voru á mælendaskrá 6 karlmenn, æskulýðsfull- trúar. skátahöfðingar og aðrir slíkir frá sveitarfélögunum hér á höfuðborgar- svæðinu. Hver af öðrum lýstu þeir því hvað þeir væru að fást við, hvað þeir gerðu mikið fyrir unglingana og.fóru jafnvel að rifja upp eigin æskuminning- ar. Allt átti að vera svo fínt og fágað. En e'nginn þeirra sagði hins vegar frá því hvað hann ætlaði að gera og hvað þyrfti að gera til hjálpar þeim sem gleymdust í öllum þeirra ræðum. Það eru ekki þau sem eru á toppnum í íþróttum.skólum og félagsstarfi sem þarfnast björgunar. Það er barnið á götunni sem þarf að bjarga. Ég spurði t.d. einn „höfðingjanna" úr Garðabæ hvort þar væri ekki heimili eða einhver sem gefið gæti manni símanúmer sem hægt væri að hringja í og biðja um að sækja barn úr Garðabænum sem væri í reiðileysi og annað hvort komið því heim til sín eða skotið yfir það skjólshúsi þar til það gæti farið heim. Við þessari eða öðrum álíka spurningum mínum hef ég aldrei fengið svör. Allt í lagi amma - ætli pabbi og mamma verði ekki dauð um þrjúleytið! -Geta ekki allir farið heim til sín? -Börn hafa sagt við mig: „Þetta er allt í lagi amma - ætli það verði ekki svona um þrjúleytið sem pabbi og mamma eru dauð - þá get ég farið heim. Þannig er ástandið heima hjá þó nokkrum hluta þeirra krakka sem hingað koma. Þetta ■drukkna fólk fer líka svo illa með krakkana sína að það er hrein mann- vonska. Það þarf alls ekki að vera vegna þess að þau séu drukkin - til mín koma margir krakkar ódrukknir með öllu. Aðrir geta þó ekki farið heim vegna þess að þau vilja láta renna af sér fyrst. Sem betur fer eru þó líka mörg sem segja sem svo: „Mamma er alltaf svo góð við mig að þú getur komið heim og sofið hjá mér“, við kunningja sína sem ekki geta farið til síns heima. Samstarf krakkanna sjálfra hefur alveg örugglega mörgu bjargað. Séu einhver þeirra ósjálf- bjarga hjálpa hin þeim, þannig að samstarfið á Planinu er alveg frábært. Hér inni hjá mér eru þau líka samtaka um að ganga vel um svo til algerrar fyrirmyndar er. En það sem tilfinnanlega vantar er staður sem hægt er að leita til vegna þeirra unglinga sem ekki komast eða geta farið heim af ýmsum ástæðum. Útideildin fékk t.d. húsnæði, en þar eru kannski bara tveir á vakt og gjarnan báðir útivið, auk þess sem nú er búið að skera niður laugardagsvaktina hjá þeim. Þetta húsnæði Útideildar vildi ég að væri notað fyrir þessa krakka - að þau gætu fengið að liggja þar og að það væri manneskja yfir þeim, ekki síst þeim sem eru fárveik. Hef horft upp á illa meðferd á börnum hjá lögrcglunni - Er ekki hægt að leita aðstoðar lögreglunnar? - Það er hart að þurfa að segja það, en hvort maður getur leitað til lögregl- unnar eða sjúkraliðsins er undir því komið hvaða einstaklingar eru á vakt hverju sinni. Sjálf hef ég horft upp á illa meðferð á börnum hjá lögreglunni. Ég veit að þeir hafa mikið að gera um helgar. En það væri til gífurlegra bóta - líka fyrir lögregluna sjálfa - að yfirmenn hennar, sem þekkja sína menn, veldu einungis til starfa á planinu það lögreglu- fólk sem umgengist getur unglinga. Sá besti að mínu mati er Páll Éiríksson, sem skilur krakkana og getur talað við þau þannig að allt falli í Ijúfa löð. Ég hringi aldrei orðið í lögregluna til að bjarga krökkunum heldur til að hreinsa frá húsinu menn sem elta stelpurnar hingað heim að dyrum og berja síðan allt og lemja að utan og heimta að komast inn. Venjulega hafa þeir þó forðað sér áður en lögreglan kemur og þá er „ekkert um að vera“, að hennar áliti. Kannski er það dæmigert, að meðal þeirra hræddustu af öllum að fara heim eru einmitt krakkar sem eiga pabba í löggunni. En einnig eru til drengir sem eru með læti og segja kannski „hringdu bara í lögguna - pabbi minn er þar og þú hefur ekkert út úr því". Anað sem fer í taugarnar á mér eru sumir þessara „uppþurrkuðu" sem tala nú eins og þeim finnist fremd í því að hafa verið „alkar“. En hvað skyldu þeirra börn hafa þurft að líða undan þeim meðan þeir drukku? Og ættu þeir þá ekki að hafa lært eitthvað - hvað þeir geti gert fyrir börnin sem nú eru í sömu sporum og þeir voru áður? Skólaferðalögin eru fyrir neðan allar hellur - Áðan nefndir þú aðkomukrakka? - Að undanförnu hafa þau verið í algerum meirihluta og auk þess líka erfiðara við að eiga - alit annar andi meðal þeirra. Þetta eru krakkar úr nágrannasveitarfélögunum alveg suður með sjó og svo stórir hópar sem hér hafa verið í skólaferðalögum allsstaðar að af landinu. Um síðustu helgi voru þau jafnvel komin alla leið frá Norðfirði. Helgina áður komu m.a. um 70 börn úr Skógaskóla og nokkru þar áður stórir hópar frá Reykjum í Hrútafirði og Laugarvatni sömu helgina. Þetta eru krakkar ailt niður í 13-14 ára. Hópunum er sturtað afskiptalausum úr rútunum á Umferðarmiðstöðinni. Og auðvitað koma þau niður á þetta fræga Plan sem allir hafa heyrt svo mikið um. Þau eiga kannski að gista hjá afa og ömmu - en þangað þora þau auðvitað ekki drukkin. Önnur vita m.a.s. ekki hvar þau eiga að vera. Ég er viss um að foreldrar þessara barna, víðs vegar úti um land, órar ekki fyrir út í hvað börnin þeirra eru að fara. Töluvert af þessum börnum er líka héðan úr Reykjavík - börn sem foreld- rarnir hafa komið í þessa heimavistar- skóla vegna þess að þau réðu ekki við þau sjálf. Sá eini af þessum hópum sem ég veit til að komið hafi í virkilega skoðunarferð var frá Akureyri. Hann kom í fylgd kennara sem fóru meö krökkunum um allt og svo gistu allir í skóla hér í borginni. Það fannst mér góð og jákvæð heimsókn - hinar fyrir neðan allar hellur. Löggan bauð mér bara far á stöðina ef... -Rúðubrot hafa verið töluvert rædd í sambandi við Planið? - Ég held að það séu sárafáir sem leika slíkt, og þá ekki síður þeir sem fullorðnir eru, en „ekki við upp til hópa" eins og krakkarnir segja. Mörg þeirra koma með flöskurnar sínar í tunnuna hjá mér eða gefa þær gömlu mönnunum, sem eru að safna glerjum. Ég hef rætt um þetta við krakkana - þegar við höfum átt hér rólega stund - og okkur hefur komið saman um að það eigi ekki að láta þetta bitna á öllum hópnum eins og oft er gert. að fara að tala við þau þegar þau koma heim heldur geyma það til morguns. Tala þá við þau með nærgætni - ekki skamma þau - heldur reyna að komast inn í skelina sem mörg af þessum börnum eru búin að mynda utan um sig. Það getur öllum orðið á. Yfir barni, sem kannski er að koma heim eftir að hafa drukkið áfengi í fyrsta skipti, er óþarfi að byrja svona ræðu “Nú, þú ert farinn að drekka": Sé farið vel að því hendir þetta kannski miklu síður aftur. Einnig finnst mér foreldrar gera of lítið af því að keyra hér um miðbæinn og líta eftir börnunum sínum á nóttunni. Borgin hefur ekki ráð á að hafa síma hérna - Er þá lítið um að foreldrar komi og sæki krakkana eða hafi samband við þig og spyrji um þau? - í einu tilviki hafa foreldrar haft samband við mig og beðið mig að láta sig vita ef eitthvað er að. Tvennir aðrir foreldrar hafa komið hingað og sótt böm sín. { annað skiptið sá ég eftir því að hafa hringt, því ég fann að sá drengur átti ekki á góðu von er heim kæmi. Einn gallinn er líka sá að það er ekki hægt að hringja til mín. Hér er bara peningasími sem hægt er að hringja úr, því fyrir han n þarf Borgin ekki að greiða. Okkur vantar venjulegan síma til þess að fólk geti hringt til mín, en Reykjavíkur- borg vill ekki leggja í þann kostnað. Samt er þannig sími á öllum hinum salernunum, sem eru opin á daginn og fram á kvöld. Hins vegar finnst mér ég verða vör við það að undanförnu að fleiri foreldrar láti börnin sín hafa fyrir Ieigubílum og einnig að krakkarnir geri meira af því að hringja heim og láta vita af sér. Jafnframt finnst mér mörg þeirra hafa farið fyrr heim að undanförnu. Síðasta laugardag fór t.d. obbinn af Reykjavík- urkrökkunum heim með síðasta strætó. Sum þeirra bað ég um að reyna að taka kunningja sína með sér. Ég tel líka að Það myndi bjarga miklu ef strætisvagn- arnir gengu til kl. 3 bæði föstudaga og laugardaga, sem einnig myndi örugglega einnig forða mörgum fullorðnu frá að keyra fullir. Vanti krakkana í strætó þá er ekkert mál að bjarga því. En þegar stærsti hópurinn er farinn þá eru einmitt eftir þau sem eru í vandræðum. Og hvað á ég þá að gera? HEI ■ „Margur leitar langt yfír skammt1*, segir máltækið. Skili t.d. rjúpnaskytta sér ekki heim á réttum tíma eöa akandi maöur festist í skafli stendur ekki á tugum og jafnvel hundruðum manna úr björgunar-, slysavarna- eöa líknarfélögum til bjargar og leggja jafnvel sjálfa sig í lífshættu. En væri kannski ekki síður þörf á sjálfboðaliðum er gæfu sig fram í björgunarsveitir í sjálfan miðbæ höfuðborgarinnar um helgar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.