Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 31
Blekking er list Játningar glæframanns” eftir Thomas Mann — „Felix Krull — Thomas Mann: Felix Krull - Játningar glæframanns Kristján Árnason íslenskaði Mál og menning 1982 ■ Söguna um Fclix Krull, glæframann, má vel lesa sem hreina og beina skemmtisögu, jafnvel reyfara. Hann er ungur að árum þegar hann kemst að nautn blekkingarinnar og eftir það er líf hans helgað svindli og svínaríi, ef svo má að orði komast; hann er staðráðinn í að komast gegn um lífið eins ódýrt og kostur er, og gerir sér blekkingar og pretti að sannri listgrein. Hann er, líkt og hann þreytist ekki á að taka fram í játningum sínum, listamaður að eðli og upplagi, en slíkir menn og tengsl þeirra við hið kaldlyndara umhverfi voru Thomas Mann jafnan mjög hugleiknir. Felix Krull er taumlaus montrass og ákaflega hrifinn af sjálfum sér; það verður honum til happs að vera búinn þeim eiginleikum að aðrir eru gjarnir á að hrífast af honum líka. Svo Felix - sem þýðir „heppinn" á latínu - kemst næsta auðveldlega frá flestu sem hann tekur sér fyrir hendur og það er nú sitt af hverju. Honum er leikur einn að véla svo að segja hvern mann (eða konu) með töfrum sínum, en svo hallar undan fæti og hann lendir í fangelsi. Ekki allt búið enn. Hér er þarflaust að rekja efni bókarinnar eða þau fjölmörgu ævintýri sem Felix Krull kemur sér í víðs vegar um Evrópu; það má, sem fyrr sagði, lesa bókina sem skemmtisögu og skemmtileg er hún líka, ef maður hefur smekk fyrir uppátækjum Felixar Krull og stíl Thom- asar Mann. Það er gaman að ein af hinum stóru skáldsögum þessa höfundar skuli nú vera komin út á íslensku, en áður hafa verið þýddar eftir hann nokkrar smásögur og gcfnar út. „Að ná tengslum við hina með því að búa sig til“ Thomas Mann fæddist árið 1875, fékk Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir árið 1929, lenti upp á kant við Nasista en lifði allt til ársins 1955. Hann varómótmælan- lega einn allra merkasti höfundur sem skrifað hefur á þýska tungu; meðal frægustu skáldsagna hans eru Buedden- brooks, töfrafjallið, Doktor Faustus og Jósep og bræður hans - að ógleymdum Felix Krull. Mér þykir annars hæfa að benda væntanlegum lesendum á fyrir- taks eftirmála þýðandans, Kristjáns Árnasonar, þar sem hann fjallar um Mann og verk hans í samhengi við þjóðfélag þess tíma sem hann lifði á. Ég veit ekki til að betri kynning á Mann hafi verið birt hér á landi. Heimspeki prakkarasögunnar? Eins og venjuiega hjá Thomas Mann er listin afar sönn, jafnvel þótt listin sé í þessu tilfelli sú að blekkja og pretta fólk. En Felix Krull hefur komist að þeirri niðurstöðu að flestu fólki sé skapi næst að láta blekkja sig, og honum þykir hann því aðeins vera að uppfylla óskir hans þess, gera því til hæfis, og það er að vissu leyti akkúrat það sem hann langar til að gera - rétt eins og sannur listamaður. Það er engin ástæða til að reyna að betrumbæta orð Kristjáns Árnasonar í eftirmálanum: „Og að baki þeirrar löngunar býr raunar ást á heiminum, sem knýr manninn til að byggja brýr úr einsemd sinni og ná tengslum við hina með því að búa sig til, og þess vegna getur hinn einræni Felix með góðri samvisku gerst mælskur málsvari ástar og samneytis gagnvart styggri stúlku- kind..." Og síðar: „Efvið getum sagt að leikari sé sannari í sínu besta hlutverki en í hversdagslífi sínu, þá er og hinn næmi Felix Krull ólíkt sannari í gervi sínu sem aðalsmaður í lystreisu um heiminn en sem lyftudrengur eða upp- vaskari á hóteli eða ráfandi milli búðar- glugga gimsteinasala, - sú blekking sem hann býr til er. þegar öllu er á botninn hvolft, eins og blekking sem hann býr til er, í þjónustu sannleikans." Nokkur munaður að kanna sumar málsgreinar Og hér eru tengsl listarinnar við umhverfið, við hina óbreyttu borgara - eða Mann tilheyrði þeim tíma þegar borgarastéttin var enn tiltölulega ung og hafði sjálfsvitund sem stétt - í brenni- depli sem aldrei fyrr. Og það er engin hætta á að vangaveltur um þessi tengsl falli nokkru sinni úr gildi eða verði fánýtar, svo Thomas Mann á áreiðanlega erindi við okkur - burtséð frá sjálfri píkaró-sögunni um FelixKrull. Það sem einna fyrst mun vekja athygli lcsanda er stfjjinn. Sá er nú ekki að spara við sig orðin! Thomas Mann fer létt með að lýsa á ótal mörgum blaðsíðum því sem Fclix Krull sér í búðargluggum eða á náttúrugripasafni. Hann dútlar og dundar við lýsingar á fólki, klæðaburði þcss og hegðun; málsgreinarnar eru langar og flúraðar aukasetningum, það er vissulega rétt sem kemur fram hjá þýðanda í eftirmála að þessi stíll Manns sé alger andstæða hins svonefnda harð- soðna stíls sem nú hefur um langt skeið verið í tísku. (Við þetta bætir Kristján Árnason reyndar þeirri djarflegu fullyrð- ingu að „harðsoðni stíllinn" endurspegli raunar „innri fátækt og andlausa stað- reyndahyggju nútimamanns"!) En þetta er stíll Manns og hann flæðir fram, lygn og kyrrlátur á yfirborði. en undir niðri eru ýntsir straumar; það er nokkur munaður að kannar sumar málsgreinar hans og lýsingar. Stíllinn er líka þrung- inn þeirri hófsömu hæðni sem Thomas Mann var kunnur fyrir og birtist í öllum verkum hans, en ekki síst í Felix Krull. Þetta erekki, eða varla, bók til að hlæja að upphátt, en huganum er skemmt. Ekkert áhlaupaverk að snara bókinni á íslensku Það segir sig sjálft að ekkert áhlaups- verk hefur verið að snara þessari bók á íslensku, enda ber. Kristján Árnason sig illa í eftirmálanum og segir möður- málið ekki best til þess fallið tungumála að bera Thomas Mann. Það má vel vera svo, en ekki vcrður betur séð en Kristjáni hafi tekist afburðavel upp. Mál bókarinnar er mjög góð og vönduð íslcnska, og eins miklum trúnaði að líkindum haidið við stíl Manns og kostur cr. Kristján Árnason hcfur hér unnið töluvcrt afrek og vonandi að hann láti ekki staðar numið. Forlaginu má svo þakka útgáfuna en á síðustu árum hefur M&M gefið út hverja bókina af annarri í ágætum flokki crlcndra bókmennta. Frágangur er góð- ur og sá siður að hafa for- eða eftirmála ■ Thomas Mann: „Gaman að ein af stóru skáldsögum þessa höfundar skuli vera komin á íslensku." ■ Kristján Ámason: „Hefur hér unnið töluvert afrek og lætur vonandi ekki staðar numið.“ til kynningar á vcrki cða höfundi til fyrirmyndar. lllugi Jökulsson Margir góðir punktar... — „Persónur og leikendur” eftir Pétur Gunnarsson Pétur Gunnarsson: Persónur og leikendur Punktar 1982 ■ Fáir, ef nokkrir, rithöfundar af yngri kynslóð hérlendis hafa náð þvílíkum vinsældum og Pétur Gunnarsson. Hann varð einna fyrstur tii að lýsa beinlínis reynslu sinnar eigin kynslóðar; er ólst upp í vísi að stórborg, óx með kalda stríðinu og mótaðist af Bítlatímanum og uppreisn æskunnar kringum '68. Að sjálfsögðu var þó fyrir mestu að Pétur þótti segja þessa sögu á skemmtilegan hátt. í bókum hans er tungumálið notað meir meir afgerandi hætti en títt er, það er fyrirferðarmikið og skyggir oft á persónurnar sem mega sætta sig við að lúta þvf. Þetta gerir Pétur til skopstæling- ar, og jafnvel til að segja brandara, en þar sem honum tekst best upp auðnast honum að skerpa vitund lesenda sinna um þann tíma sem hann segir frá; draga saman í hnotskurn þau atriði sem lýst geta heilli kynslóð, og kannski draga fram á þeim vanræktar hliðar. Hér er þriðja bókin um Andra Haraldsson Ipksins komin. Það eru liðin fögur ár frá því Ég um mig frá mér til mín kom út, en satt að segja þótti mér sú bók töluverður eftirbátur fyrstu bókarinnar, Punktsins. Stfllinn ekki eins þrótt mikill né safaríkur og bækur Péturs eiga í rauninni næstum allt sitt undir þvt að stílinn skorti ekki kraft. Persónur og leikendur ber víða merki gífurlegrar yfirlegu og stundum áreynslu en mér þykir samt að höfundi hafi hér aftur tckist ætlun sín, bókin cr yfirleitt afar skemmtilcg reglulega fyndin. Með Hemingway og Hadley á heilanum Andri cr í sjötta bekk Mcnntaskólans í Reykjavík. Það segir lítið af lærdómi hans við þá virðulegu stofnun, cn því meira af ásetningi hans að verða rit- höfundur. Fátt eitt er látið uppi um ástæður þessa ásetninjjs nema aðdáun hans á tiltcknum höfundum; slíkar ■ Sæmundur Guðvinsson: „Heiðarleg skemmtibók og höfundur getur prýðis vel við unað.“ ur einu sinni dálítið veikur og heldur sig vera að deyja; öðru sinni fer hann til London sér til upplyftingarog lendir í sinni prívatgildru á sýningu á Músa- gildrunni; það er keypt ný íbúð og eiginkonan kaupir auk þess á mann sinn ný föt; sagt er frá viðskiptum við spaugfuglinn Willy Breinholst. Svo vin- sæll mun hann vera hér á landi að það ervíst ekki leiðum að líkjast. Mestu varðar að Sæmundi tekst það sem hann ætlar sér, hvorki meira né minna. Þetta er meðal annarra orða fyrsta bók hans, en engin viðvanings- merki að sjá á stíl eða frásögn, enda hefur hann scm fyrr segir alllengi skrifað sína þætti í blöð og auk þess sjóast í skóla blaðamcnnskunnar. Stíllinn er afar lipur, ristir þó ekki sérlega djúpt; frásögnin sömuleiðis vel saman sett og nær sínum tilgangi. Við skráargatið er sem sé umfram allt heiðarleg skemmtibók, og að mínu viti getur höfundur prýðis vel við árangurinn unað. Illugi Jökulsson Illugi Jökulsson skrifar um bækur bilasala og svo framvegis. Fyrir Sæmundi vakirað sýna líf íslenskrar fjölskyldu í skoplegu og nokkuð svo ýktu Ijósi og það heppnast honum oftast býsna vel. Hann leitar ekki langt yfir skammt, en finnur sér söguefni í hinum hvers- dagslegustu raunum - hver kannast ekki við að hafa tekið vandræðalegt tal við mann sem alls óvíst var hvort maður þekkir, svo eitthvað sé nefnt. Aðilar innan fjölskyldunnar eru sömuleiðis hæfilega óljósir til að margir munu geta lifað sig inn í vesin þeirra og haft dágóða skemmtun af. Sæmundur læst ekki vera að skrifa ódauðlegt bókmenntaverk, sem jafnan er ótvítrætt til bóta. Hann einbeitir sér að notalegri og léttlyndri frásögn, og ef ég ætti að nefna rithöfund sem bók Sæmundar minnir á þá væri það danski flugur gcra ckki boð á undan sér né skýra hvcrs vcgna þær eru komnar. Andri er einkum með Hemingway og Laxness á heilanum og þeir félagar samcinast í Vcislu í farangrinum, scm allir ættu að lesa í mcnntaskóla en ekki snerta cftir það. Mcnntaskóladrengur- inn lifir sig inn í bækur þessa rithöfunda; hann cr Hcmingway að rangla um kaffihúsin í París áður en hann fer heim til Hadley sinnar, hann cr Steinn Elliði í Vefaranum mikla og giska spakur. Sjálfur er svo Andri að skrifa forkostu- legt bull í anda þorpssagna Laxness. Jafnframt eru ýmisævintýri; hann stund- ar rúntinn og Glaumbæ og kaffihúsin, villist inn á Herranætursýningu, sctur upp „happening" á skólaskemmtun ásamt vinum sínum o.s.frv. Vitanlega cr hann líka ástfanginn og þjáist gríðarlega. Sjálfur var ég á fcrðinni um slóðir Péturs og Andra um það bil tíu árum á eftir þcim og ekki margt virðist hafa brcyst. Kannski aðrir höfundar, kannski meiri kaldhæðni af því „uppreisn æsk- unnar" var að rcnna út í sandinn - ég tcl mig altént alvcg í stakk búinn til að fullyrða að mynd sú scm Pétur drcgur upp sé mjög sönn. Ýmsir gætu nefnt eitthvað sem þeim þykir vanta, aðrir annað sem þeim finnst ekki eiga hér hcima, en sagan er sjálfri sér samkvæm og hcldur cfundarlaust góðum trúnaði við það tímabil sem hún lýsir. Hér er margt skarplega og skemmtilega athug- að um rithöfunda og ekki síður ástar- raunir menntskælings; Andri finnur sér stúlkuna Bylgju og kemur henni fyrir ( hluverki HaJley og Diljár - hann verður næstum óttasleginn þegar rennur iupp fyrir honum inn í leikritið sem hann er að setja upp. Svo er nú reyndar um fleiri; Reykjavík á til dæmis í mesta basli mcð að leika París, Andra til ama. En á cndanum, eftir stúdentspróf, er Andri kominn til sjálfrar Parísarborgar og vill sitja á kaffihúsum og skrifa; þá bregður svo við að hann er laminn í hausinn. Stúdentauppreisnin er hafin og Andri ■ Pétur Gunnarsson: „Skemmtileg bók; oft minni ástæða til að óska höfundi til hamingju...“ Hcmingway Laxness af íslandi er utan- gátta. Hvað verður nú um Andra Haraldsson? Mér þykir þctta vera skemmtileg bók. Sumir kaflar hennar cru stórkostlega fyndnir - a.m.k. fyrir þá sem eitthvað þekkja til, líklega flciri - og þótt aðrir hafi sýnilega verið skrifaðir um of og frjálsleikinn orðinn þvingaður, er hitt miklu meira um vert sem vel tekst, að mínu mati. Orðaleikir og líkingar yfir- höfuð markviss, og myndir höfundar af persónum stnum - einkum og sér í lagi Andri, sem allt snýst um - trúverðugar. Það hefur oft verið minni ástæða til að óska höfundi til hamingju með bók sína; að ég minnist ekki á bókaútgáfuna Punkta... Mér hcfur jafnan skilist að Pétur Gunnarsson hafi þegar í upphafi áætlað þrjár bækur um Andra Haraldsson, verið getur að það sé rangt. Hér er altént skilið við Andra í lausu lofti eins og fyrr; það verður forvitnilegt að vita hvort þeir félagar hyggja á samfylgd enn um sinn. Eftir öll þessi ár er erfitt að ímynda sér þá aðskilda. En við bíðum og sjáum hvað setur ef til vill er komið nóg. Illugi Jökulsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.