Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 menn og málefni Lúalegf og skammsýnt að fella bráðabirgðalögin I Iðrun Ólafs Thors ■ í hinu fróðlega riti Matthíasar Jóhannessen um Ólaf Thors er frásögn eftir Jónas Haralz um kynni hans af Ólafi. Jónas segir m.a. frá því, að Ólafur hafi eitt sinn sagt sér frá því, að hann iðraðist ekki nema tveggja atburða á löngum stjórnmálaferli sínum. Hinn fyrri var andstaða hans gegn vökulögunum. Um síðari atburð- inn farast Jónasi þannig orð: „Hinn atburðurinn voru aðgerðir Sjálfstæðisflokksins til að beita á- hrifum sínum í verkalýðshreyfingunni til að spilla fyrir vinstri stjórn Her- manns Jónassonar til að hafa hemil á launamálum. Þær aðgerðir hefðu ver- ið hvort tveggja í senn heimskuleg- ar og lúalegar og byggðar á mikilli skammsýni." Það er full ástæða til að rifja þetta upp, þegar stjórnarandstaðan í Sjálf- stæðisflokknum hótar að vinna svipað Gott fordæmi Það væri ekki ófróðlegt fyrir for- ustumenn stjórnarandstæðinga á ísl- andi að rifja upp atburð, sem gerðist á Bandaríkjaþingi rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í haust. Þingið hafði þá til umfjöllunar frumvarp um hærri skattaálögur en áður eru dæmi um, að fælist í einu frumvarpi. Reagan forseti lagði metnað sinn í það að fá þetta frumvarp samþykkt. Eigi að síður snerist nær helmingur flokksmanna hans í fulltrúadeildinni gegn frumvarpinu. Það var því í lófa lagið fyrir stjórnarandstæðinga að láta forsetann bíða mesta ósigur sinn til þessa. Þeir töldu hins vegar ekki rétt að nota þetta tækifæri. Meira en helming- ur þeirra í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði með frumvarpinu. í öldunga- deildinni réði stuðningur þeirra einnig úrslitum. Meðal þeirra, sem þar haldið fram. Stðari ástæðan var sú, og hún var jafnvel öllu þýðingarmeiri frá sjónarmiði aðalforingja flokksins þá, Herntanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, að þingræðislega væri rangt, að minnihluti þingmanna notaði sér öfugsnúið deildafyrirkomulag til að fella mál, sem naut stuðnings meirihluta þingmanna. Niðurstaða Framsóknarflokksins var því sú, að hann sat hjá við atkvæðagreiðslur um frumvarpið. Ábyrgðarlaust og ástæðulaust Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ris- ið sterk andspyrna gegn þeim fyrirætl- unum flokksstjórnarinnar að ætla að knýja þingmenn flokksins nauðuga og viljuga til að fella bráðabirgðalögin. Þetta hefur komið glöggt fram í forustugreinum Dagblaðsins og Vísis, en ekki munu aðrir bera meiri um- hyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum en „Slíkt offors væri mikil skammsýni." Fjarri virðist því, að þessi afstaða Ellerts hafi spillt fyrir honum í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hann varð sá fjórði í röðinni. Hollast að gleyma sér ekki Haukur Helgason, aðstoðarritsjóri Dagblaðsins og Vísis fylgdi í slóð Ellerts í forustugrein, sem hann ritar í blaðiö 9. október. Hann segir í greinarlokin: „Stjórnmálamönnum, hvort sem er í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu, er hollast að gleyma sér ekki í dægurbar- daganum. Hugsi stjórnarandstæðingar nú um þjóðarhag, er ljóst, að í óefni stefnir, taki við langt tímabil stjórn- Ueysis í vetur. Þótt þeir hugsuðu eingöngu um eigið skinn er þeim hollast að hindra ekki aðgerðir og standa síðan gagnvart kjósendum sem Aðkallandi afgreiðsla Bráðabirgðalögin um efnahagsmálin ítarlega athugun í fjarhagsnefnd efri deildar, og ættu því að geta fengið skjóta afgreiðslu frá deildinni, en þar eru meirihlutinn fylgjandi þeim. Hins vegar ríkis óvissa um afgreiðslu þeirra í neðri deild, þar sem stjórnarandstæð- ingar eru í meirihluta og hafa hótað að fella þau. Ur þessu má það ekki lengi dragast, að lögin fái endanlega afgreiðslu. í þeim er fólgin mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Meðan óljóst er, hvort þau verða samþykkt eða felld, er ekki unnt að ganga frá fjárlögum með sæmilegu móti. Það er óábyrgt að reikna í fjárlögum með tekjum, sem ekki er öruggt um að Alþingi samþykki. Við þetta bætist svo það, að fjármála- ráðherra hefur gefið yfirlýsingu um, að verði bráðabirgðalögin felld, muni hann láta ríkið greiða opinberum starfsmönnum þá launaskerðingu, sem leiddi af bráðabirgðalögununt 1. des- ■ Frá umræðum á Alþingi. verk og Ólafur Thors segir að sig hafi iðrað mest á stjórnmálaferli sínum. Heimskulegt, lúalegt og skammsýnt Geri leiðtogar stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum alvöru úr þeirri hótun sinni að fella bráðabirgðalögin um efnahagsaðgerðirnar, vinna þeir hliðstætt verk og Sjálfstæðisflokkurinn gerði, þegar hann tók höndum saman við stjórnarandstæðinga í Alþýðu- bandalaginu sumarið 1958 og knúði fram launahækkanir, sem leiddu til stjórnarskipta. Það er engin ástæða til að kvarta undan því, þótt stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum sæki hart gegn ríkisstjórninni og reyni að fella hana með heiðarlegum aðferðum. Slíkt er eðlileg stjónmálabarátta. Hitt væri hins vegar heimskulegt, lúalegt og mikil skammsýni, svo notuð séu orð Ólafs Thors, ef stjórnarand- stæðingar létu sig engu varða þjóðar- hagsmuni í þessu sambandi og stuðl- uðu þannig að því að auka efnahags- vandann. Menn verða að kunna sér hóf í hinni pólitísku baráttu. Persónuleg óvild og hatur má ekki setja ofar þjóðarhags- munum. greiddu atkvæði með frumvarpinu, var Edward Kennedy. Stjórnarandstæðingar mátu þjóðar- hagsmuni meira en að klekkja á forsetanum. Annað fordæmi í þessu sambandi er ekki síður ástæða til að rifja upp, hvernig ástatt var á þingi haustið 1958 eftir myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins. Stjórnin naut stuðnings og hlutleysis Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins, sem hét þá Sósíalistaflokkur. Hlutleysi Alþýðubandalagsins var þó bundið því skilyrði, að það myndi ekki styðja efnahagsfrumvarp ríkisstjórnar- innar, þar sem í því fólst lækkun á umsömdu grunnkaupi. Staðan var þá sú á Alþingi, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- bandalagið höfðu meirihluta í efri- deild, en voru í minnihluta í samein- uðu þingi og neðri deild. Framsóknar- flokkurinn, sem var eini stjórnarand- stöðuflokkurinn, átti því kost á aðfella efnahagsfrumvarpið í efri deild. Hann hafnaði því að nota þessa afstöðu sína. Því réðu tvær ástæður. Fyrri ástæðan var sú, að hann taldi sitthvað í frumvarpinu til bóta og í samræmi við það, sem hann hafði helztu aðstandendur þess blaðs. Þess vegna rísa þeir oft til andmæla, þegar Árvakursklíkan í flokknum er að gera mestu vitleysurnar. Ellert B. Schram, annar af rit- stjórum DV, varð fyrstur til að ríða á vaðið. í forustugrein eftir Ellert, sem birtist í Dagblaðinu og Vísi 6. október ræddi hann um bráðabirgðalögin og sagði í greinarlokin: „Það væri ábyrgðarlaust og ástæðu- laust fyrir stjórnarandstöðuna að bregða fæti fyrir þá aðgerð. Og þótt ótrúlegt megi virðast, mundi það mælast illa fyrir. Fólk vill að þessi stjórn fari frá, en það vill ekki að það sé gert með því að fella það litla af viti, sem hún kemur í verk.“ Greininni lauk Ellert svo með þess- um orðum: ábyrgðarmenn þess mikla vanda, sem á eftir kemur." Verra en glæpur Annar af ritstjórum Dagblaðsins og Vísis, Jónas Kristjánsson, rak svo lestina í forustugrein, sem birtist í blaðinu 12. október. Hann byrjar greinina á þessa leið: „Þetta er verra cn glæpur, þctta er heimska. Þannig má á máli sem stjórnmálamenn skilja, lýsa ráðagerð- um stjórnarandstöðunnar gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar. Þær munu nefnilega koma stjórnarand- stöðunni sjálfri í koll.“ í greininni skoraði Jónas Kristjáns- son á ábyrga menn í Sjálfstæðisflokkn- um að reyna að koma vitinu fyrir þingmenn flokksins og forða þeim frá að ana út í ófæruna. ember síðastliðinn. Hér er um mikla upphæð aö ræða, seni myndi hafa mikil áhrif á launagreiðslur á næsta ári, ef hún yrði greidd nú. Óhjákvæmilegt er, að full vitneskja liggi fyrir um þetta atriði áður en fjárlagafrumvarpið er afgreitt. Af þessum og fleiri ástæðum er nauðsynlegt, að bráðabirgðalögin verði afgreidd áður en gengið er frá fjárlögum. Geri stjórnarandstæðingar alvöru úr þeirri hótun sinni að fella lögin, er fullrcynt, að ekki er fyrir hendi starfhæfur meirihluti á Alþingi. Eðlileg afleiðing þess væri að hraða kosning- um. Efnahagsástandið er slíkt, að ekki er hægt að búa við óstarfhæft þing. Vonir glæðast Nokkrar vonir um jákvæða afgreiðslu bráðabirgðalaganna hafa glæðzt vegna nýlokinnar fulltrúa- og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn valdi sér sem vígorð: Ábyrgð í stað upplausnar. Ekkert ntyndi nú verða meira vatn á myllu upplausnar en fall bráðabirgðalag- anna. Ríkisstjórninni ber að taka Sjálf- stæðisflokkinn á orðinu og fá úr því skorið hvort hann stendur í verki við þessa ábyrgðaryfirlýsingu sína. o Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.