Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
2
í spegli tímans
Umsjón: B.St. oe K.L.
Brenn-
andi
áhuga
mál
Ætlar
Billy
Graham
ad fara
’ / ,
að leika
í kvik-
mynd?
■ Á hverju ári tók Luthcr
Hentpel þátt í samkeppni um
bestu módelsmíðina úr eld-
spýtum, sem fram fór í Köln í
Þýskalandi, en aldrei hreppti
hann nein verðlaun. Hann tók
því þá ákvörðun að eyða tveim
árum í að gera nákvæma
eftirlíkingu af hinni stórbrotnu
og víðfrægu dómkirkju í Köln.
Kvöldið áður en samkeppn-
in skyldi fara fram, ákvað
Luther að láta módelið sitt
ekki úr augsýn, ef svo kynni að
fara að þjófar fengju augastað
á því. Settist hann því mak-
indalega í stól við hliðina á því
og kveikti sér í pípu. Síðan fór
hvorki betur né verr en svo, að
Luther féll í djúpan svefn og
missti pípuna úr hendi sér.
Hann rankaði ekki við sér fyrr
en módelið var brunnið til
kaldra kola og hluti af húsbún-
aði hans að auki.
Luther hefur nú svarið þess
dýran eið, að héðan í frá sé
hann bæði hættur að reykja og
búa til módel úr eldspýtum.
■ Hinn heimsþekkti
predikari Billy Graham
hefur nú í huga að snúa sér
að leiklistinni, að því að
sagt er. Auövitaö er það
ekki neitt ómerkilegt hlut-
verk sem hann tekur að sér
að leika, - hann ætlar
nefnilega að leika sjálfan
sig í kvikmynd sem á að
heita „Hinn mikli guð-
spjallamaður“. Gert er ráð
fyrir að myndin komi til
með að kosta um 60 millj.
ísl. króna. Það er guðræki-
legt fyrirtæki „World Wide
Piotures“, sera ætlar að
sjá um að Ijármagua fram-
kvæmdina.
Fyrir utan það að kynna
ræðumcnnsku og feril Billy
Grahams á myndin að (jalla
■ Billy Graham hefur í
mörg ár predikað víðs vegar
uin heiminn og haft geysi-
mikii áhrif á Ijölda fólks.
Nú vill hann með kvikmynd
reyna að hamla gegn eitur-
lyfjanotkun ungs fólks.
um eiturlyfjuvandann með-
al ungs fólks í Ameríku og
hvemig helst skuli bregðast
við þeim vanda.
■ Ekki er annað að sjá en það eigi ágætlega við herra Lotito að nærast á reiðhjólum! Hann er
þegar hálfnaður með eitt, þegar myndin er tekin.
Reidhjól í óvenjulegu
hlutverki
■ Þeir voru í óvenjulegra lagi
reiðhjólaáhugamennimir sem
söfnuðust saman í Kámten í
Austumki ekki alls fyrír löngu.
Keppikefli þeirra var að kom-
ast í Heimsmetabók Guinness
fyrir að hafa tekist að sporð-
renna einu rciðhjóli á sem
skemmstum tíma!
Sigurvegarinn reyndist vera
M. Lotito, en það tók hann
aðeins 15 daga að gleypa sitt
hjól, eftir að hafa brotið það
niður í smábita. Á meðfylgj-
andi mynd er hann hálfnaður
með ætlunarverk sitt.
Ekki fylgir sögunni, hvort
honum varð hið minnsta meint
af, eða keppinautunum.
Liz
leikur að
tjaldabaki
■ Allir vita að hin heims-
fræga Elizabeth Taylor töfr-
ar áhorfenduma þegar hún
sýnir sig á sviði. Hún leggur
alúð í hvert hlutverk, og
hefur hún t.d. hlotið ein-
róma lof fyrir leik sinn í
„Little Foxes“ báðum meg-
in Atlantshafsins.
■ Það var tekið á móti
Elizabeth Taylor með
blómum, þegar hún kom í
heimsókn að tjaldabaki í
Old Vic.
Á meðfylgjandi mynd er
Elizabeth reyndar að leika
fyrír leikara að tjaldabaki
og virðist leggja sig alla fram
við að skemmta þeim, enda
fær hún góðar viðtökur hjá
dansmeyjunum, sem hún
var að grínast við.
Þetta gerðist «' London
nýlega þegar Elizabeth kom
í heimsókn bjá „Young
Shakespearc Company",
þar sem ungir leikarar sýndu
Jónsmessunæturdraum í
Old Vic-leikhúsinu í
London.
Lang-
sóttur
arfur
■ Brasilískur milljónamær -
ingur, sem lést fyrir 100 árum,
er enn að valda þarlendum
lögfræðingum höfuðverk.
Þegar Don Domingo Faust-
ingo Correa dó 1883, skildi
hann eftir sig erfðaskrá, þar
sem hann mælti svo fyrir, að
eftirlátnar eigur hans skyldu
renna til afkomenda þeirra
barna, sem hann hafði getið
með konum, sem unnu í gull-
og demantanámum hans. Þótti
upplýst, að hann hefði alls
skilið eftir sig 14 börn.
Enn, fjórum kynslóðum eftir
lát Domingos, eru lögfræðing-
ar að reyna að greiða úr
flækjunni. Þeim hafa borist
3000 kröfur í dánarbúið.
En jafnvel þó að allir kröfu-
hafarnir reynist réttbornir til
arfsins, ætti að vera nóg til
skiptanna. Don Domingo
skildi eftir sig eigur að verð-
mæti 1560 milljónir ísl. króna.
BB og
minri-
ingarnar
■ Brigittc Bardot, sem
eitt sinn var helsta kyn-
bomba Frakka og er enn í
minnum höfð fyrir djörf
ástaratriði í kvikmyndum,
minnLst þcss mcð hryllingi
enn í dag, mörgum árum
eftir að hún kom síðast
fram á hvíta tjaldinu,
hversu erfitt henni þótti að
leika þessi alriði.
- Ymist var ég þegar
orðin ástfangin upp fyrir
haus af mótleikara mínum,
og þá fannst mér óþægilegt
að láta allan heiminn sja
það, eða þá ég hafði ímu -
gustá honum og það var
jafnvel enn verra, segir
hún. T.d. varð að taka
atriði, sem hún lék í á móti
Jean Louis Trintignant í
Guð skapaði konuna, hvað
eftir annað, vegna „skorts
á ástríðuþunga"!
Margaret Trudeau
óvenjuleg guðmóðir
henni nafnið Laura Susan. þegar þau þurfa að láta skíra þegar litli prinsinn þeirra var
Kannski ættu Diana og Karl næst, en sem kunnugt er af skírður, hversu raddsterkur
að hafa þetta á bak við eyrað, fréttum, vakti það athygli, hann var;
■ Rokkdrottningin Suzy
Quatro er nýbökuð móðir, og
hefur þegar látið skíra dóttur-
ina. Sem guðmóður valdi hún
Margaret Trudeau, hina ævin-
týrufíknu eiginkonu kana-
díska forsætisráðherrans, sem
hingað tii hefur ekki farið
troðnar slóðir í hegðun.
Margaret notaði tækifærið
og var mannorði sínu trú.
Þegar enginn sá til, heUti hún
vatninu úr skímarfontinum og
setti vín þar í staðinn! Stúlku-
barnið lét sér þetta vel lynda.
Hún steinsvaf á meðan prestur-
inn jós hana „vatni“ og gaf
■ Þær em góðar vinkonur Suzy Quatro (t.v.) og Margan
Trudeau. Svo góðar reyndar, að Suzy fékk Margaret til að halc
dóttur sinni undir skím.