Tíminn - 15.12.1982, Page 4

Tíminn - 15.12.1982, Page 4
4 þingfréttir jí ' j j < i MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Utgjaldavítahringur opinberra stofnana: GENGUR EKN AB KIR SEM BYGGIA SEU FIRRTIR ABYRGB Á REKSTRI — segir formaður f járveitinganefndar ■ Geir Gunnursson formaður fjárveit- inganefndar flutti ræðu við upphaf 2. umræðu um fjárlögin í gær. Hann sagði að sá samdráttur sem orðið hefur á þjóðartckjum á þessu ári og fyrirsjáan- legur er á því næsta setti mark sitt á afgreiðslu fjárlaga. Áhrifin á tekjur ríkissjóðs eru Ijós þegar haft er í huga að óbeinir skattar nema um 80% af heildartekjum ríkissjóðs en spáð er um 8% samdrætti í almennum vöruinnflutn- ingi að raungildi á næsta ári. Miðað við reikniforscndur frumvarps- ins er hlutfallið á milli aukningar útgjalda miðað við aukningu ríkistckna á þann veg að á móti 42% almennum verðlagshækkunum geti hækkun tekna ríkissjóðs numið 36%. Þctta bil er sá vandi sem meðal annars er við að fást og er því á það að líta að miðað við sömu forsendur verður að gera ráð fyrir að ákveðnir stórir útgjaldaliðir hækki veru- lega meir cn almennum verðlagshækk- unum nemur. Útgjöld til allra sjúkrahúsa í landinu og til tryggingabóta almannatrygginga sem nema 33% af heildarútgjöldum ríkissjóðs hækka þannig um 61.4% miðað við sömu forsendu, um 42% almennrar verðlagshækkunar. Það þrengist því um aðra þætti fjárlagafrumvarpsins, einkum þegar sú stefna er grundvallaratriði í fjárlaga- gerðinni að félagsleg þjónusta sé hvergi skert heldur þvert á móti aukin á ýmsum sviðum á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar mæta fjárhagserfiðleikum með því að stórskerða þjónustu scm almenn- ingur hefur notið af opinberri hálfu. Það hefur því orðið að þrengja að í rckstrargjöldum ýmsum og framkvæmdaliðum og er Ijóst að ýmsir munu finna til þess. Geir Gunnarsson sagði aö undanfarin ár hefði félagsleg þjónusta og réttindi aukist mjög en að slík stórfelld, árleg aukning hlyti að jafnaði að verða að hyggjast á verðmætaaukningu í frani- leiösluatvinnuvegunum ef slík þjónusta á ekki að draga úr ráðstöfunarfé þ;óðfélagsþegnanna á öörum sviðum. Slík tilfærsla á nýtingu fjármuna á fullan rétt á sér, en menn verða þá að gera sér grein fyrir að reikning aukinnar þjónustu og samfélagslegrar neyslu hljóta þjóðfélagsþegnarnir að greiða og ættu því að láta sig miklu varða hvernig að henni er staðið. Hvort aðhald t.d. er viðhaft varðandi húsnæðisnotkun og starfsmannahald þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Það er oft býsna erfitt að koma við slíku aðhaldi. Ráðamenn stofnana telja sig færasta um að dæma um þessar þarfir og viðkomandi fagráðuneyti verða á stundum hluti þrýstihóps í þessu efni. Þegar ríkissjóður grciðir 85% bygg- ingarkostnaðar sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðva og 100% byggingar heima- vistarhúsnæðis í skólum er hætt við að þeir sem kalla eftir slíku húsnæði skeri stundum ekki við nögl kröfur sem þeir gera. Síðan taka rekstrargjöldin að íþyngja þeim, sem við húsnæðinu tóku og þá í einhverjum eða verulegum mæli meiri rekstrargjöld en þurft hefði að vera ef kröfurnar hefðu verið meira við hæfi. Og þá er baráttan hafin fyrir aukinni þátttöku ríkissjóðs í rekstrarkostnaði. Þetta getur orðið útgjaldavítahringur. Formaður fjárveitinganefndar taldi það ekki heppilega tilhögun í stjórnsýslu að þeir sem mestu ráða um bygginga- framkvæmdir, stærðir og tilhögun stofn- ana, séu samtímis firrtir allri ábyrgð á rekstrarkostnaði og hvort aðhalds hafi verið gætt um stærðir og hagkvæmni manttvirkja. Hann tók dæmi af Kópavogshæli sem annast þjónustu við vangefna við erfiðar aðstæður og knappt mannhald og fær ekki nauðsynlegar úrbætur m.a. vegna þess að ríkissjóður þarf á hverju ári að sjá fyrir nýju starfsliði í nýjar stofnanir, þar sem allt aðrar og meiri kröfur eru gerðar um húsrými og fjölda starfsfólks. Og framundan hjá þeim sjóði sent að þessum bráðnauðsynlegu framkvæmd- um stendur er að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun að við þeirri starfsemi sem nú fer fram í Kjarvalshúsi og er ekki nægilega fyrir séð, taki nýbygging sem kosta mun 75 millj. kr. með 54 manna starfsliði. Byggingarkostnaðurinn er í sjálfu sér tiltölulega lítill hluti þeirra vandamála sem allir keppast við að leysa á hinum ýmsu sviðum í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum. Og ekki er heppilegt að alls engin tengsl séu á milli þess eðlilega framtaks ýmissa aðila á að knýja á um uppbyggingu stofnana og síðan ábyrgð- ar á því hvernig verður fyrir rekstrar- kostnaðinum séð. -Menn mega kalla þetta íhaldssamar skoðanir, sagði þingmaður Alþýðu- bandalagsins. - Ég kippi mér ekki upp við það. Hann tók dæmi af söfnun meðal allra landsmanna sem myndarlega var að staðið. Landsmenn afhentu um 13 millj. kr. til að koma í framkvæmd miklu nauðsynjamáli. Á sama tíma stóðu auð 20 rúm í nýrri sjúkrastofnun norður á landi. Árlegur rekstrarkostnaður við að nýta þessi fáu rúm verður ekki langt frá þeirri tölu sem hið mikla átak meðal allra landsmanna skilaði. Þetta er ein- ungis nefnt til að menn átti sig á því um hvaða tölur er verið að fjalla. Almenningur hefur orðið og mun verða að halda heimilisrekstri sínum í samræmi við þrengri kjör og forstöðu- menn ríkisstofnana verða að gera sér Ijóst, að það verða stofnanir líka að gera að því er varðar almenna rekstur og framkvæmdir. Oft hefur það verið svo þegar komið er að afgreiðslu fjárlagafrumvarps að endurskoðun á tekjuhlið þess hefur gefið tilefni til að hækka tekjutöiur. Svo er ekki að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar er ekki unnt að gera ráð fyrir að tekjuliðir geti verið hærri. O.Ó. ■ Geir Gunnarsson, formaður fjárveit- inganefndar þingsins. Tímamynd: Ella Lánsf járlög lögð fram eftir jól ■ Áður eo 2. untræöa um fjárlögin hófst í samcimiðu þingi í gær kvaddi Lárus Jónsson sér hljóðs utan dagskrár og gerði athugasemd við þingsköp. Bað hann forseta að segja álit sitt á því hvort það samrýmdist þinglegu vinnubrögðum að 2. umræða fjárlaga færi fram án þess að fullnægt sé í einhverju fyrirmælum laga um að fjárfestingar og lánsfjáráætl- un liggi fyrir. Sagði hann að lánsfjárlög væru ekki síður stefnumótandi um ríkisfjármál en almenn'fjárlög og væri útilokað að ræða fjárlögin þannig að yfirsýn fáist um ríkisbúskapinn nema á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í lánsfjár- áætlun. Forseti Alþingis Jón Helgason, sagði að í þingsköpum væru engin ákvæði sefn heimiluðu forseta að stöðva um- ræður um fjárlagafrumvarp er nefnd- arálit lægju fyrir og engin rök fyrir því að stöðva umræður og framgang fjárlag- anna. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra upplýsti að frumvarp um lánsfjáráætlun yrði ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en eftir jól. Sagði hann að sú vinnuregla hefði verið sett fram að lánsfjáráætlun skyldi fylgja fjárlagafrumvarpi, en hún væri oftast afgreidd miklu síðar en fjárlaga- ■ Lárus Jónsson talaði fyrir 1. minni- hluta fjárveitinganefndar er fjárlög komu til 2. umræðu og taldi hann verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins rangar. Hann sagði að gripið hefði verið vísvitandi til þess ráðs að áætla of lágar upphæðir til rekstrar og viðhalds þess ríkisbákns sem ríkisstjórnin hefur þanið kerfisbundið út. Kvað hann að raunverulega vantaði rúman milljarð króna til að endar nái frumvarpið. Sagði hann að engum þingmanni ætti að koma það á óvart að lánsfjáráætlun kæmi ekki fram fyrr en eftir áramót og ætti sá dráttur sér saman í frumvarpinu, ef markmið ríkis- stjórnarinnar um umfang ríkisbúskapar- ins eiga að nást. Hann sagði reiknitölu frumvarpsins of lága og ekki í neinu samræmi við bjartsýna verðbólguspá ríkisstjórnarinnar á árinu 1983, en engin skýring hefur fengist á hvernig á að ná fram. Skattahækkun, aukning eyðsluút- gjalda, niðurgreiðslur og millifærslur langt umfram það sem eðlilegt getur talist og auknar lántökur til greiðslu óreiðu- eðlilcgar orsakir. Nú ríkir sérstætt og óvenjulegt ástand í efnaþags-og stjórn- málunt og óvissa um sérstök mál sem þurfa að fara gegnum neðri deild. Sagðist fjármálaráðhcrrá ekki líta svo á að umræðum um þau væri lokið og því yrði dráttur á framlagningu lánsfjárlaga. Nokkrar oröahnippingar urðu um málið og síðan var gengið til dagskrár og 2. umræða fjárlaga hófst. O.O. skulda. eru meðal þess sem Lárus Jónsson hafði út á fjárlagafrumvarpið að setja, og margt fleira taldi hann því til foráttu. Karvel Pálmason er 2. minnihluti fjárveitinganefndar og ræddi um óráðsíu og öngþveiti sem efnahagslíf þjóðarinn- ar er komið í og kvað nauðsyn á gjörbreyttri efnahagsstefnu. Hann dró i efa að forsendur og útreikningar frum- varpsins stæðust. qÓ Skuldaslód ríkissjóðs hjá Seðla- bankanum ■ Skuldir ríkissjóðs við Seðlabank- ann námu í árslok 1978 á núgildandi verðlagi 1.406.3 millj. kr, eða 140 millj. gamalla kr. Á þriggja ára tímabilinu 1979-81 hefur ríkissjóður greitt í vexti og afborganir af þessari skuld upphæð scm neinur tæplega 1.400 millj. kr. eða jafngildi allra framkvæmda eins og lagt er til að þær verði á næstu fjárlögum til grunnskóla, dagvistunarstofnana, íþróttamann- virkja. sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hafnarframkvæmda og fiugmála í þrjú og hálft ár. Þetta hefur farið til að greiða skuldaslóðina hjá Seðlabankan- urn. sagði Gcir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar er hann mælti fyrir nefndaráliti meiri hluta fjárveitinga- nefndar í gær. Nú þegar þrengir að sagði hann, er ekki ætlunin að leysa vandann með hliðstæðum hallarekstri, en það hefur í för með sér að herða veröur-að víða í nkisrekstrinum. O.Ó. Stjórnarandstaðan: Milljarð vantar til að endar nái saman

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.