Tíminn - 15.12.1982, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
F amkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli
Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St.
Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas
Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi
Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn,
skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00.
Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sök Hjörleifs
■ Æsiskrif Þjóðviljans um álmálið að undanförnu
eru 100% viðurkennine á því, að greindarmaður eins
og Kjartan Ólafsson finnur og skilur, að Hjörleifur
Guttormsson hefur haldið óhyggilega á málinu og
stefnt því í fyllsta óefni. í þau þrju ár, sem hann hefur
haft forustu í málinu, hefur ekkert áunnizt til
hækkunar á orkuverðinu, sem álhringurinn greiðir.
Vitanlega á það sinn þátt í þessu, að álhringurinn
er ekkert lamb að leika við og hann hefur góðan
stuðning í hinum misheppnaða samningi, sem við-
reisnarstjórnin gerði við hann á sínum tíma. Til
viðbótar hafa álnringnum svo borizt upp í hendurnar
hin klaufalegu vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar.
Klaufaskapur og óhyggindi Hjörleifs Guttormsson-
ar hafa verið fólgin í þvi, að hann hefur fest sig eins
og kræklingur við stein við deiluna um reikninga og
skattamál fyrirtækisins. Hann hefur ekki séð neitt
annað.
Að sjálfsögðu bar að kanna það mál og afla um það
sem gleggstra upplýsinga. Það ber vissulega að virða.
Þetta mátti hins vegar ekki verða til þess, að sjálft
aðalatriðið sama og gleymdist í meoferðinni hjá
Hjörleifi, en það var að knýja á um hækkun
álverðsins. Það var kjarni málsins.
Deilan um reikningana og skattamálin átti fyrir
löngu að vera gengin til dómstólanna, en viðræðurnar
við álhringinn að snúast einkum um orkuverðið. Það
er hin störa sök Hjörleifs að hafa komið í veg fyrir
slík vinnubrögð.
Þess vegna hefur orkuverðið haldizt óbreytt og
málið komizt í sjálfheldu, sem vel getur leitt til þess
að grípa verður til einhliða aðgerða með ófyrirsjáan-
legpm afleiðingum.
Aður en til slíks kemur verður að reyna samninga-
leiðina til þrautar. Guðmundur G. Þórarinsson stefndi
að því með tillögu sinni. Hún var tilraun til þess að
bjarga málinu og bjarga Hjörleifi úr klípunni, sem
hann hafði sett sig í.
Viðbrögð Kjartans Ólafssonar eru furðuleg. Hann
finnur sök Hjörleifs, en í staðinn fyrir að játa hana,
veitist hann að Guðmundi G. Pórarinssyni með
eindæma ofstæki. Það minnir helzt á, þegar Mogginn
er að gefa í skyn, að Alþýðubandalagsmenn séu
eiginlega reiðubúnir til að stæla stjórnarhætti Stalíns,
þegar hann var að fækka í bændastéttinni. Þjóð viljinn
stimplar Guðmund sem landráðamann og leiksopp
álhringsins.
Forsíðumyndin í Þjóðviljanum í gær er hámark
óþverrans í íslenzkri blaðamennsku, en með henni er
gefið í skyn, að tillaga Guðmundar hafi fjallað um,
að orkuverðið hækkaði ekki nema um 20%, þó aðþar
væri aðeins um að ræða byrjunarhækkun, en síoan
yrði samið um aðalhækkunina.
Svona gersamlega hefur sök Hjörleifs blindað þá
Þjóðviljamenn.
Línuritið
Línuritið, sem Þjóðviljinn birtir á forsíðunni í gær
og átti að vera Guðmundi G. Þórarinssyni til
svívirðingar, sýnir bezt hversu illa Hjörleifi Guttorms-
syni hefur gengið að halda á orkumálunum.
Síðan 1980, þegar hann tók við stjórn orkumála,
hefur meðalverð Landsvirkjunar til almenningsveitna
margfaldazt á sama tíma og verðið til ísal hefur sama
og staðið í stað, því að Hjörleifur hefur lagt meira
kapp á þref við álhringinn um skattamálin en að knýja
fram hækkun á orkuverðinu.
Þ.Þ.
Ida Ingólfsdóttir
sjötug
í dagersjötugsafmæli Idu Ingólfsdótt-
ur, Idu í Steinahlíð eins og hún er oft
nefnd af þeim sem þekkja hana. For-
eldrar Idu voru hjónin Hlín jónsdóttir
og Ingólfur Jónsson. Hann var frá
Jarlsstöðum í Bárðardal, en Hlín var
alin upp hjá frændfólki á Sandhaugum í
Bárðardal. Jarlsstaðabræður voru annál-
aðir hestamenn, og báru svo mikinn
heimsmannsbrag, að miklu var líkara að
þeir hefðu ferðast víða og samið sig að
háttum útlendra þjóða, heldur en verið
bændur á íslandi.
Hlín var afkomandi Sturlu á Rauðá,
eins og mikill fjöldi fólks í Þingeyjarsýslu
og víða um land. Á því ættartré erum
við Ida blöð á sama kvisti, og langar mig
að senda frænku minni afmæliskveðju í
Timanum í dag.
í vöggugjöf hlaut Ida margt það, sem
vel hentar í þessu veraldarvolki. Hún er
hreinlynd, og enginn þarf að vera í vafa
um skoðanir hennar á mönnum og
málefnum. Frjó í hugsun, glaðleg í
viðmóti og jafnan æðrulaus. Hún er
engin kröfugerðarmanneskja, en hefur
gott lag á að bjargast við það sem fyrir
hendi er, og framúrskarandi dugleg. Ida
er örlát og hjálpsöm, eins og margir geta
borið vitni um - góð og falleg kona, sem
ævinlega er jafngott að hitta.
Ida stundaði nám í fósturskóla í
Noregi, og úr þeirri för kom hún vel
undir það búin að stunda það starf, sem
hún hafði menntað sig til. í nær 40 ár
hefur hún verið í föstu starfi hjá
Reykjavíkurborg, lengst af forstöðu-
kona dagheimilisins í Steinhlíð. Þar má
segja að hún hafi unnið sitt ævistarf. Þar
var heimili hennar, og öll börn, sem þar
dvöldu, voru börnin hennar. „Þessi
elskulegu börn“, segir Ida með rödduðu
erri sem er svo mjúkt og fallegt. f
Steinahlíð var reynt að uppfylla allar
þarfir barnanna, bæði líkamlegar og
andlegar. Ida hafði held ég alltaf nóga
húshjálp, eins og sagt var áður fyrr, og
lærðar fóstrur þegar hægt var að fá þær,
en sjálf vakti hún yfir öllu eins og besta
móðir. Börnin fundu hjá henni öryggi
og vernd, sem sum þeirra skorti máski
heima fyrir, og svo getur nú alltaf
einhver vandi verið á ferðum. Þegar
Steinahlíðarbömin voru kvefuð var oft
sótt fast að vera sem næst Idu, láta hana
sinna sér, taka sig upp, og þó ekki væri
nema ná í svuntuna hennar til að þurrka
sér um augu og nef, þá var það skárra
en ekkert.
Það er eitthvað sérstakt við Idu sem
gerir börnum svo létt að hænast að
henni. Hún finnur auðveldlega réttu
leiðina í samskiptum sínum við þau, og
gerir fyrir þau það sem þeim kemur best
í bráð og lengd. f Steinahlíð var alltaf
allt í röð og reglu, og framúrskarandi
hreinlæti. Heimili Idu var á efstu
hæðinni undir súð, og brattur stigi upp.
Margir gengu þann stiga, bæði stórir og
smáir.
Vinahópur Idu er stór, og oft var
fjölmennt Mitlu íbúðinni. Þó var aldrei
þröngt. Þar voru margar góðar veislur
haldnar, því að Ida er mjög rausnarleg
og allt svo gott sem hún ber á borð sitt.
Fróðlegar og skemmtilegar umræður
fylgdu með og margar góðar sögur voru
sagðar.
Nú býður Ida ekki oftar í sunnudags-
mat í Steinahlíð. En þó að hún sé ekki
lengur fósturmóðir margra barna þar,
þá mun hana hvorki skorta áhugamál né
verkefni. Það eru margir sem þarfnast
hjálpar í veikindum eða öðrum erfið-
leikum, og einhvers staðar kemur Ida
þar við sögu á sinn hógværa hátt. Hún
heldur áfram að fara í Keflavíkurgöngu
- bara að hún gæti nú komið hernum
burt - heimsækja vini sína og bjóða þeim
heim. Hella nokkrum daggardropum í
glas sér og öðrum til hressingar og
upplyftingar.
Ida mín. Ég vona að þú eigir eftir að
fara margar ferðir um landið og njóta
unaðssemda þess. Ganga út á svalir í
fögru veðri og sjá dásamlegt útsýnið frá
níundu hæð í Austurbrún. Og þar óska
ég og vona að þú staldrir við sem lengst
áður en hærra er haldið.
Innilegar afmælisóskir frá okkur Jó-
hanni.
Helga Kristjánsdóttir
menningarmál
Stúdentaleikhúsið
og þjáningin
STÚDENTALEIKHÚSIÐ
BENT, eftir
MARTIN SHERMAN
Leikstjóri:
Inga Bjamason.
Þýðandi og aðst. leikstj.:
Rúnar Guðbrandsson.
Leikmynd og búningar:
Karl Aspelund
Lýsing:
Einar Bergmundur.
Leikhljóð:
Svcinn Ólafsson.
Lúðrasveit leikur
(Ritað um sýningu á þriðjudag)
Stúdentaleikhúsið
■ Þótt peningaleg óvissa hrelli háskól-
ana og námsgögn og bílastæði séu af
skornum skammti, hefur það ekki
hindrað alla starfsemi stúdenta, því nú
hafa þeir stofnað sitt eigið leikhús.
Stúdentaleikhúsið heitir það. Þeir sýna
í gamla Tjarnarbíói, sem var fyrsta
háskólabíóið, og þar vældi útsynningur
í forstofunni, en þjáningin grét í salnum.
Þetta er myndarlegt framtak, þótt
vafalaust megi um það deila, hvenær nóg
er leikið í landi, sem er á hausnum.
Þó hygg ég að það sé vel til fundið,
að gefa stúdentum kost á leiklist, alveg
eins og á körfubolta, blaki, og öðrum
listgreinum nútímans. Margir telja leik-
listina fyrst komna úr latínuskólum
hingað, þótt líklegt sé að skyldar
uppákomur séu enn eldri, án þess að
hafa rétt nafn.
Allavega þá rekja menn upphaf
leiklistar í Reykjavík til Hólavallaskóla,
er stóð á brekkunni nokkur hundruð
metra í suðvestur frá Stúdentaleikhús-
■ inu, en síðan eru liðin rúmlega 180 ár.
Til sýningar hafa stúdentar valið
óvenjulegt leikrit, er lýsir hörmungum
minnihlutahópa í Þýskalandi á dögum
nasismans.
Það einkennilega við Stúdentaleikhús-
ið þetta kvöld, var ef til viil það, að
áhorfendur voru færri en leikendur, ef
allt er talið, og svo hitt, að leikhúsið
velur sér verkefni úr nálægri sögu, sem
það á ekki í endurminningunni, af því
að það var einfaldlega ekki fætt, þegar
sú skelfing gekk yfir Evrópu, sem raunar
má segja að enn standi yfir. Þótt byssur
séu að vísu þagnaðar, er enn framleiddur
gaddavír og rafmagnsgirðingar handa
stjórnmálamönnum, sem ramma inn
velferðarríki sín með þeirri vöru. Áhorf-
endur fá því ritaðan texta, sem segir að
fjallað sé um raunverulegar, sögulegar
aðstæður.
I