Tíminn - 15.12.1982, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
bækur
UPPLÝSING OG SAGA
Sýnishók sagnaritunat fsicndinga
á upplýsingaröKJ
INGI SIGUROSSON
HANNWIKNAStmNUN I ttOKMl NM A» H + l>l
OO MlNNlNOAHMtNHíK
mi
Upplýsing og saga
■Þetta er sjöunda bókin í flokknum Islensk
rit sem Rannsóknastofnun í bókmenntafræði
við Háskóla íslands og Menningarsjóður
gefa út. Upplýsing og saga er sýnisbók
sagnaritunar (slendinga á upplýsingaröld
(síðasta hluta 18. aldar og fyrsta þriðjudegi
19. aldar) og hefur Ingi Sigurðsson sagnfræð-
ingur og lektor búið hana til prentunar og
ritað að henni fróðlegan inngang. Flytur
Upplýsing og saga kafla úr sagnritum
fimmtán höfunda sem margir eru frægir í
íslandssögunni.
Höfundar kaflanna eru: Finnur Jónsson
biskup (1704-89), Skúli Magnússon land-
fógeti (1711-94), Jón Eiríksson konferensráð
(1728-87), Ólafur Stefánsson stiftamatmaður
(1731-1812), Halldór Jakobsson sýslumaður
(1735-1810), Magnús Stephensen yfirdómari
(1738-1808), Hannes Finnsson biskup (1739-
1806), MagnúsStephensenyfirdómari (1762-
1833), Jón Espólín sagnaritariogsýslumaður
(1739-1836), Jón Jónsson aðjunkt (1779-
1817), Finnur Magnússon prófessor (1781-
1847), Sveinbjörn Egilsson skáld og rektor
(1791-1852), Þórður Jónassen dómstjóri
(1800-80), Baldvin Einarsson lögfræðingur
(1801-33) og séra Tómas Sæmundsson (1807-
41). Inngangur Inga Sigurðssonar nemur 48
blaðsíðum, og er þar gerð ítarleg grein fyrir
upplýsingastefnunni og höfundum bókarinn-
ar.
I bókarlok eru skýringar og athugasemdir,
heimildaskrá og skrá um mannanöfn. Upp-
lýsing og saga er 212 blaðsíður og bókin sett,
prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar.
Ritstjórn bókaflokks þessa hafa á hendi
háskólakennararnir Njörður P. Njarðvík og
Vésteinn Ólason.
Jón Óskar
Næturferð
■Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út
nýja kvæðabók eftir Jón Óskar. Heitir hún
Nælurferð og er sjötta Ijóðabók skáldsins.
JónÓskor
NÆIURFB3Ð
Ljóðumfreisi
en hinar fyrri eru: Skrifað í vindinn (1953),
Nóltin á herðum okkar (1958), Ljóðaþýðing-
ar úr frönsku (1963), Söngur í næsta húsi
(1966) og Þú sem hlustar (1973).
Á kápu bókarinnar segir svo um efni
hennar: „Jón Óskar nefnir þessa nýju
kvæðabók sína Næturferð en undirfyrirsögn
hennar er Ljóð um frelsi. Fyrsti kaflinn heitir
Náttfarabálkur og fjallar um þræl og ambátt
Garðars Svavarssonar er verða fyrstu land-
nemarnir en ekki þykir hlýða að skipi
öndvegi í þjóðsögunni þegar til kemur.
Annar kafli heitir Frelsi og haf og hefur að
geyma Ijóðmyndir skáldsins frá uppvaxtarár-
um þess á Akranesi. Þriðji kafli heitir Horft
í skuggsjá og gerist í höfuðstaðnum fyrr og
nú. Fjórði kaflinn heitir Eins og tíminn í dag
og greinir frá hinni raunverulegu næturferð
sem fellir bókina í ramma, bílferð á
næturþeli norður í land þar sem minningar
og nútími fléttast. Undiralda allra Ijóðanna
er svo frelsisþráin, eðlislæg og ásækin leit að
óbrotnu og óháðu lífi“.
Næturferð er 120 blaðsíður að stærð.
Bókin er sett, prentuð og bundin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar.
ROKK GEGN VIMU
I HASKOLABÍÓ 17. DES
Þeir sem taka þátt í hljómleikunum eru:
Bubbi Morthens og EGO
Kimiwasa-bardagalist:
Haukur og Hörður.
Kynnir:
Þorgeir Ástvaldsson.
Trommur:
Sigurður Karlsson
Gunnlaugur Briem -
Mezzoforte.
Bassi:
Jakob Garðarsson -
Tíbrá.
Gítar:
Tr.yggvi Hiibner
Friðryk,
Björn Thoroddsen
H.B.G.
Eðvarð Lárusson - Start.
Hljómborð:
Hjörtur Hauser - H.B.G.
Eyþór Gunnarsson
- Mezzoforte
Eðvarð Lárusson - Start.
kl. 18
og 23
Blásarar:
Sigurður Long, Einar Bragi,
Rúnar Gunnarsson,
Ari Haraldsson, Ágúst
Elíasson,
Þorleikur Jóhannesson,
Konráð Konráðsson.
Söngvarar:
Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdótt-
ir, Sigurður K. Sigurðsson, Sverrir
Guðjónsson, Björk Guðmundsd.
Kór:
Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann
Helgason, Birgir Hrafnsson, Sverrir
Guðjónsson, Björk Guðmundsdóttir.
Allur ágóði rennur til byggingar sjúkrastöðvar SÁÁ
RAiðar fást í öllum hljómplötuverslunum
Kamabæjar. MiAaverö 150.-
STYRKTARFELAG SOGNS
Eftír þessum bókum
hefur verið beðið
þær koma í bókaverslanir í dag
Nútíð og framtíð
íslenskrar knattspyrnu
YOURI SEDOV,
höfundur þessarar bókar,
er íslenskum knattspyrnumönnum
og knattspyrnuunnendum
að góðu kunnur. Hann hefur um árabil
þjálfað knatt spyrnumenn Víkings með
þeim árangri, að þeir urðu íslandsmeistarar
1981, Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 1982
eru nú efstir í 1. deild, þegar þessi bók kemur út.
Bók þessi fjallar um þjálfun knattspyrnumanna,
bæði einstaklinga og liðsheildar.
Knattspyrnumenn hafa oft kvartað yfir því að slík
leiðbeiningabók væri ekki til á íslensku, en nú hef-
ur ræst úr því.
Youri Sedov er hámenntaður knattspyrnuþjálfari,
hefur gengið í gegnum bestu þjálfun og fræðslu
sem slíkir menn geta fengið. Hann setur hér fram
leiðbeiningar sem ættu að koma öllum knatt-
spyrnumönnum að haldi.
*
Islensk knattspyrna ’82
Jafntefli íslenska landsliðsins gegn HM-liði Englendinga, jafnteflið
við Holland og tapið óvænta fyrir Möltu á Sikiley. Frásagnir af
öllum öðrum landsleikjum íslands í sumar; drengja, unglinga og
kvenna.
Baráttan um Heims-
bikarinn Spánn ’82
„Starf mitt á knattspyrnuvellinum er að
standa mig vel og skora mörk“, segir marka-
kóngur HM-keppninnar, Paolo Rossi. í formála
segir hann ítarlega frá sjálfum sér og ítalska
landsliðinu í lokakeppninni.
í bókinni BARÁTTAN UM HEIMSBIKARINN
er skýrt frá gangi mála í öllum leikjum loka-
keppninnar, 52 að tölu. Auk þess eru greinar um
þau lið, sem komu á óvart, auk um 200 frétta-
og fróðleikspunkta.