Tíminn - 02.02.1983, Side 2
Rangt að
flestar
rúdurnar
haf i verið
brotnar
■ í Tímanum í gær var forsíðufrétt
um læti á balli í Sólgarði í Eyjafirði.
Þar stóð í fyrirsögn að flestar rúður í
húsinu hefðu verið brotnar. Petta er
ekki rétt því hver rúða hússins er
samsett af mörgum smáum og var um
að ræða að 10 svona smárúður voru
brotnar, en ekki 10 heilir gluggar. Var
því um misskilning að ræða milli
fréttamanns og heimildarmanns.
Þessar smárúður eru úr einföldu
gleri og því auðvelt að brjóta þær úr
römmunum en tjónið alls nam ckki
nema 400 kr. Eru viðkomandi beðnir
velvirðingar á þessum mistökum í
fréttaskrifum.
-FRI
Þorsteinn
lætur af
störfum
hjá V.S.Í.
■ I frétt frá Vinnuveitendasambandi
íslands f gær segir að Þorsteinn
Pálsson sent undanfarin fjögur ár
hcfur gegnt starfi framkvæmdastjóra
VSÍ, hafi óskað eftir að láta af þvf
starfi frá og með 1. fcbrúar að telja.
Hefur framkvæmdastjórn sambands-
ins fallist á þessa ósk.
Sem kunnugt er hlaut Þorsteinn
kosningu í efsta sætið í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Suðurlandskjör-
dæmi fyrir skömmu.
Einhell
vandaðar vörur
Vatnsdælur
Tvær stærðir
Hagstætt verð
Skeljungsbúðin
SÍÖumúla33
símar 81722 og 38125
Mikið deiluefni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
ÁKVEÐIÐ AÐ SEUA
BÆJARINS í LÝSI &
■ Frá umræðum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Markús Á. Einarsson, flytur mál sitt. (Tímamynd G.E.)
Ávarp vegna
Patreksfjarðar-
söfnunarinnar
— minnihlutinn
einhuga á móti
sölunni
■ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkti í gærkvöldi að selja hlut bæjar-
sjóðs Hafnarfjarðar og Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar í fyrirtækinu Lýsi og mjöl
h/f en þessir tveir aðilar hafa átt þar
meirihluta. Þessi ákvörðun olli hörðum
deilum á fundi bæjarstjórnar sem stóð
fram á kvöld. Fulltrúar meirihlutans,
Sjálfstæðisflokks og óháðra borgara
stóðu að þessari sölu, en fulltrúar
minnihlutans lögðust gegn henni og
urðu harðar umræður um málið. Sölu-
verð hlutabréfanna var 955.500 krónur.
Bæjarfulltrúar minnihlutans, sem
töluðu við umræðuna í gær, Markús Á.
Einarsson frá Framsóknarflokki, Guð-
mundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki,
og Rannveig Traustadóttir Alþýðu-
bandalagi átijldu meirihlutann fyrir að
hafa látið fyrirtækið dankast og drabbast
niður, því hefði verið neitað um ábyrgð
bæjarins á láni sem það hugðist taka s.l.
haust, ekki hefði verið hægt að standa
eðlilega að viðhaldi húsnæðis og tækja
vegna þess að rafmagn hefði verið tekið
af húsnæði fyrirtækisins og þar fram eftir
götunum. Markús Á. Einarsson sagði að
þegar fulltrúar meirihlutans segðu að
ekki ætti að taka fé úr vösum einstak-
linga í bænum til að halda uppi atvinnu
væri ekki unnt að skilja það á annan veg
en þann að meirihlutinn hugsaði sér að
láta BÚH fara sömu leiðina og Lýsi og
mjöl, en það fjármagn sem bæjarsjóður
legði fram til atvinnumála færi að
langmestu leyti til rekstrar Bæjarútgerð-
arinnar. Þá gagnrýndu fulltrúar minni-
hlutans það harðlega að ekki skyldi
tryggt að vinnsla fiskimjöls færi fram
■ Þeir sem á annað borð hafa fylgst
með umræðunni um breytingar á kjör-
dæmamálinu kannast við að meðaltals-
aðferðin hefur iðulega verið nefnd sem
hentug úthlutunaraðferð. Hafa fleiri en
einn viðmælenda Tímans orðað Leif
Ásgeirsson stærðfræðiprófessor við
þessa reikniaðferð, auk þess sem einn
viðmælandi Tímans sagði að Leifur
hefði á sínum tíma sagt að meðaltalsað-
ferðin væri sanngjarnasta leiðin sem
hægt væri að fara í kjördæmamálinu.
Tíminn hafði samband við Leif og
spurði hann um mál þetta: „í þessum
umræðum um nýtt kosningafyrirkomu-
lag, þá hefur nafn mitt oftar en einu sinni
verið nefnt, og ég tel að það hafi verið
nokkuð blandað málum í því sambandi,
m.a. kannast ég ekki við að ég hafi
úrskurðað að það sem nú er nefnt
meðaltaisaðferð, væri sanngjarnasta
leiðin. Úr slíku er í rauninni ekki hægt
að skera stærðfræðilega, því það er hægt
að finna sumt sem mælir með og sumt
sem mælir móti hverri aðferð. Auk þess
kannast ég ekki við að ég hafi haft neitt
sérstaklega með þessa reikniaðferð að
gcra.“
-AB
áfram hjá Lýsi og mjöl. Fulltrúar
meirihlutans rökstuddu söluna með því
að það yrði of stór baggi á bæjarsjóði ef
koma ætti fyrirtækinu af stað aftur en
rekstur þess hefur legið niðri síðan á
síðastliðnu sumri.
Kaupendur að hlutabréfum bæjar-
sjóðs og Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
eru Skipafélagið Víkur h/f og Saltsalan
h/f. Kaupverð hlutabréfanna er 955.500
krónur eins og áður segir og gagnrýndu
fulltrúar minnihlutans að bréfin skyldu
seld á þeim tíma þegar þau væru í mjög
lágu verði vegna sölutregðu á fiskimjöli,
en eftir að ákvörðun hefði verið tekin
um söluna, þ.e. í september s.I. hefði
fiskimjöl aftur hækkað í verði. Væri því
hlutur bæjar og Bæjarútgerðar seldir á
allt of lágu verði, enda hefðu borist hærri
tilboð í hlutina eftir að frestur rann út
til að skila tilboðum.
JGK
■ Vegna hinna þungu og válegu
atburða sem urðu á Patreksfirði laug-
ardaginn 22. janúar, þegar flóðbylgjur
runnu þar yfir byggðarlagið með þeim
afleiðingum að fjórir létust og fjöldi
fólks missti heimiii sín, höfum við
undirritaðir ákveðið að hafa forgöngu
um fjársöfnun meðal almennings til
styrktar þeim og hjálpar, sem sárasta
nauðina hafa orðið að þola og þyngstar
raunir.
Við gerum okkur það ljóst, að svo
þungt böl sem þetta, svo snögg og
óvænt svifting eigna og ástvina, og
yfirþyrntandi röskun í cinkalífi fólks,
sem nú hefur orðið á Patreksfirði,
verður aldrei að fullu bætt þeim, sem
orðið hafa að þola. En heilög skylda
býður hverjum þegni þjóðar að koma
til hjálpar nauðstöddu samferðafóiki,
létta því eftir megni þungar byrðar svo
að það megi finna og sannreyna að
ljósið skín í myrkrinu, að heit hjörtu
samúðar og mannkærleika bærast í
brjósti þeirra, sem fjar standa og finna
sárt til með þeim, sem hlotið hafa hvað
þyngstan skapadóm.
Við heitum því á alla, skylda og
vandalausa, brottflutta Patreksfirð-
inga og héraðsmenn, að taka saman
höndum við okkur. Við heitum á
almenning að gefa þessu málefni
verðugan gaum, að við megum einu
sinni enn rétta hlýja hjálparhönd
þeim, sem við þyngst bölið búa.
Góðir samborgarar. Þið sem viljið
og getið sinnt þessu brýna erindi,
leggið vinsamlegast framlag ykkar inn
á gíróreikning nr. 17007-0 á pósthús-
um, í bönkum og sparisjóðum.
Patreksfjarðarsöfnunin: Póstgíró
17007-0.
Réykjavík 30. janúar 1983.
Sigfús Jóhannsson
Svavar Jóhannsson
Tómas Guðmundsson
Steingrúnur Gíslason
Hannes Finnbogason
Grímur Grímsson
„Hef ekki úrskurðað
að meðaltalsaðferðin
væri sanngjörnust”
— segir Leifur Ásgeirsson,
stærdfrædiprófessor
Rúmar ÍOO milljónir vantar á
skuldabréfakaup iifeyrissjóða
■ Yfir 100 milljónir króna, eða um
röskan þriðjung vantar á að lífeyrissjóð-
irnir í landinu hafi keypt þær 297 millj.
króna skuldabréf af opinberu byggingar-
sjóðunum sem gert var ráð fyrir í
lánsfjáráætlun 1982.
Lánsfjáráætlun 1982 gerði ráð fyrir
187 millj. skuldabréfakaupum af Bygg-
ingarsjóði ríkisins (sem var helmingur-
inn af áætluðum heildarlánum sjóðsins),
en þessi kaup námu hins vegar 128,9
millj. á síðasta ári, eða 69% af áætluðum
kaupum. Sömuleiðis var gert ráð fyrir
110 millj. króna skuldabréfakaupum af
Byggingarsjóði verkamanna, en raunin
varð aðeins 66,8 millj. kr. eða innan við
61%.
Aðspurður kvað Sigurður Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins þennan 100 millj. kr. mun
hafa gert verulegt strik í reikninginn hjá
stofnuninni á síðasta ári. Bilið hafi verið
brúað með yfirdráttarlánum hjá Seðla-
bankanum og lántökum frá Veðdeild
Landsbankans.
Þótt útkoman sé sú er að ofan greinir
er enn gert ráð fyrir að hækka skyldu-
kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum af
fjárfestingalánasjóðunum úr 40% í 45%
eða um 12,5%. „Við teljum að reynslan
sýni að það verði að fara mjög varlega
í slíka hluti og að venjulega hafi verið
reiknað með miklu meiri skuldabréfa-
kaupum af lífeyrissjóðunum en þeir hafa
síðan í reynd getað staðið við,“ sagði
Sigurður sem kvaðst því nokkuð vantrú-
aður á að fyrrnefndar áætlanir standist.
-HEI
Undirrituðu lánssamning
vegna Blönduvirkjunar
■ í dag var undirritaður í Tokyo
lánssamningur milli Landsvirkjunar og
Yamaichi Securities Company, Limited
og nokkurra annarra japanskra lána-
stofnana varðandi skuldabréfalán til
Landsvirkjunar að fjárhæð 5 milljarðar
yena eða um 400 millj. króna á
núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjun-
ar var lánssamningurinn undirritaður af
Halldóri Jónatanssyni, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins. Lánið er til
10 ára og eru fyrstu 6 árin afborgunar-
laus. Vextir eru 8.6% á ári. Verður
lánsfénu varið til fjármögnunar Blöndu-
virkjunar og annarra framkvæmda
Landsvirkjunar í ár.