Tíminn - 02.02.1983, Side 8

Tíminn - 02.02.1983, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sígurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýslngasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Skrípaleikur á Alþingi ■ Sennilega hefur aldrei verið leikinn annar eins sknpaleikur innanveggja Alþingishússins og síðustu daga í sambandi við lokameðferð bráðabirgðalaganna um efnahagsmál, sem sett voru í ágústmánuði síðastliðnum. Stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum hafði strax stór orð um, að hún myndi, ásamt Alþýðuflokknum, nota stöðvunarvaldið í neðri deild til að fella Iögin. Yfirlýsingu um þetta hefur hún endurtekið jafnan síðan. Þessi afstaða hefur þó aldrei verið rökstudd, enda ekki hægt, þar sem af falli laganna myndi leiða stóraukna verðbólgu og aukinn halla á ríkisrekstrin- um. Fall laganna kynni þó að mega réttlæta, ef gerðar væru tillögur um aðrar aðgerðir í staðinn. Slíkt hefur stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum ekki gert. Aðeins ein ástæða hefur getað valdið því, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki þessa óeðlilegu afstöðu. Hún er óvildin í garð Gunnars Thoroddsen og vonin um að geta hrakið hann úr ráðherrasessi sem allra fyrst. Fjöldi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins hafa for- dæmt þessa afstöðu, þar á meðal ritstjórar Dagblaðsins og Vísis. Vitað er líka að ýmsir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem teljast til stjórnarandstöðunnar, telja andstöðuna gegn bráðabirgalögunum mesta óráð. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti því með einhverjum ráðum að komast hjá því að fella lögin. Einn þessara þingmanna er Eggert Haukdal. Hann taldi sig hafa fundið ráð, þegar hann lét varamann sinn, Siggeir Björnsson mæta á þingi, en Siggeir er fylgjandi bráðabirgðalögunum. Hefðu lögin verið tekin til endanlegrar meðferðar meðan hann sat á þingi, væru þau nú komin í höfn. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, áttuðu sig hins vegar ekki á þessu í tæka tíð. Þeim er margt annað betur gefið en að vera fljótir að hugsa. Fyrsta hugsun þeirra var sú, að Gunnar Thoroddsen hefði keypt Eggert Haukdal til að víkja af þingi,og Gunnar ætti allt annað skilið en að þessi ráðagerð heppnaðist. Að ráðum þessara formanna tveggja var beitt málþófi til að hindra framgang laganna meðan Siggeir sat á þingi. Klókindi Eggerts Haukdal báru því ekki tilætlaðan árangur, en aftur á móti þann, að hann féll í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins niður í vonlaust sæti, því að það var m.a. notað gegn honum að hann hefði selt sig. Geir Hallgrímsson og Ólafur G. Einarsson áttuðu sig fyrst á því, hvar þeir voru staddir, þegar Siggeir Björnsson var farinn af þingi. Þá var farið að bjóða ríkisstjórninni ýmis boð, ef hún frelsaði Sjálfstæðis- flokkinn frá því að greiða atkvæði um bráðabirgðalög- in. Eitt tilboð var á þá leið, að lögin væru lögð til hliðar og öðluðust samþykki á þann hátt. f*á þyrfti enga atkvæðagreiðslu um þau. Annað tilboð var á þann veg, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins sætu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þegar umræðu um lögin var frestað í neðri deild í fyrradag, stóðu mál þannig, að stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum vissi ekki sitt rjúkandi ráð og hver höndin var upp á móti annarri. Hvernig halda menn að færi, ef jafn forustulítill og hringlandalegur flokkur ætti að fara að stjórna landinu á erfiðum tímum? Þ.Þ. skrifad og skrafad AB f Reykjavfk Guðrún Helgadótlir Ólafur Ragnar Grímsson. Gudrún og |Ólafur höfðu sætaskipti Jí forvalinu |— Guðrún skipar 3. sætið, en lOlafur Ragnar það 4. sem var I uppbótarþingsæti Alþýðubanda- | lagsins f þingkosningunum 1979 Ekkert fréttnæmt hjá allaböllum ■ Útreið Geirs Hallgríms- sonar í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík vakti að vonum athygli og umræður í öllum fjölmiðlum og var Þjóðviljinn framarlega í flokki þeirra sem um fyrir- bærið fjölluðu og hefur dreg- ið margar gáfulegar ályktanir af niðurstöðunni. Sama blað hefur fylgst mjög vel með prófkjörum framsóknar- manna og eyddi ómældu rými á síðum sínum til að útskýra framboð og leggja línurnar fyrir fulltrúaráðs- menn framsóknar í Reykja- vík áður en gengið var til vals frambjóðenda á lista flokksins. Eftir að úrslit voru kunn hélt blaðið enn áfram hugleiðingum um úrslitin. Trúr þeirri stefnu sinni að telja prófkjör meðal fram- sóknarmanna sæta tíðindum var talsvert meira skrifað í Þjóðviljann í gær um skoð-. anakönnun meðal fulltrúa- ráðs framsóknarmanna á Norðurlandi vestra en um samanlögð forvöl Alþýðu- bandalagsins í höfuðborginni og á Suðurlandi. Öll blöðin nema Þjóðvilj- inn birta viðtöl við frambjóð- endur þá sem ýmist sigruðu eða töpuðu í forvölum Al- þýðubandalagsins í þessum tveim kjördæmum. Aðeins í Þjóðviljanum eru úrslitin feimnismál. Útreið Baldurs Óskarssonar framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins, á Suðurlandi eru ekki frétta- efni í málgagni þjóðfrelsis. Látið er nægja að skýra frá því í þurrpumpulegri frctta- frásögn að Garðar Sigurðs- son hafi orðið efstur. Engum hinna minni spá- manna á málgagninu var hleypt í að draga ályktanir af úrslitum forvalsins í Reykja- vík og verða lesendur að leita á önnur mið til að frétta af kosningasigrum og ósigrum forystuliðs Alþýðubanda- lagsins. En leiðarahöfundur málgagns verkalýðshreyfing- ar hefur fallkandidatinn í Reykjavík til skýjanna og telur hann einn dugmesta þingmann sem íslensk vinstrihreyfing hefur átt á Alþingi fyrr og síðar. Verkin ekki metin Geir Hallgrímsson leiðir nú liðsmenn sína til sigurs í væntanlegum kosningum úr sjöunda sæti á lista þeirra. Einn dugmesti þingmaður vinstrihreyfingar fyrr og síðar mun leiða flokk sinn til sigurs úr fjórða sætinu. Er furðu líkt á komið með þeim skör- ungunum Geir Hallgrímssyni og Ólafi Ragnari. Morgun- blaðið stappar stálinu í Geir og hans lið og Kjartan skrifar um fjórðasætismanninn í Þjóðviljann: „Þegar síðast fóru fram alþingiskosningar tryggði Al- þýðubandalagsfólk í Reykja- vík flokki sínum fjögur þing- sæti, en þar mátti þá ekki miklu muna. Samkvæmt niðurstöðum forvalsins er það Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sem skipar fjórða sætið á lista flokksins að þessu sinni. Það hlýtur að vera Alþýðu- bandalagsmönnum sérstakt kappsmál að tryggja Ólafi Ragnari örugga kosningu og flokknum sigur um leið. Þjóðviljinn hefur á síðari tímum verið heldur spar á hrósyrði um þá einstaklinga sem best skila sínum störfum í forystusveit okkar pólitísku hreyfmgar. Og verkin eru ekki alltaf metin svo sem vert væri. Hvað sem öðru líður má ekki minna vera en á það sé minnt hér og nú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur í störfum sínum á þingi þau tæp fimm ár, sem hann hefur átt þar sæti reynst einn dug- mesti þingmaður, sem ís- lensk vinstrihreyfing hefur átt á Alþingi fyrr og síðar. Þótt sjónarmið vinstri manna á íslandi séu ólík í ýmsum efnum, þá ættu þeir að geta verið um það sam- mála að fáir eigi meira erindi á þing en Ólafur Ragnar. Á þann skilning mun vænt- anlega reyna þegar að alþing- iskosningum kemur. k.“ „Það kom í ljós síðustu dagana að sterk öfl innan flokksins unnu gegn mér og hefur það greinilega borið árangur," sagði Ólafur Ragn- ar í viðtali við Tímann í gær. Er hann var beðinn að skýra hvað hann ætti við með „sterk öfl“ svaraði hann. „Það er bara innanflokksmál okkar í Alþýðubandalag- inu.“ Þau „innanflokksmál" verða sjálfsagt rædd og krufin til mergjar innan Alþýðu- bandalagsins. Guðrún Helgadóttir skaut þingflokksformanninum aftur fyrir sig í forvalinu og sigraði naumt. Það gæti því verið freistrandi fyrir þá að sjá um endanlega uppröðun á listann og hafa hann óbreyttan frá því sem var. En Guðrún slær varnagla við öllum slíkum ráðagerðum. Hún sagði í Tímanum í gær, er hún var spurð hvort hugs- anlega yrði hróflað við listan- um: „Það held ég komi tæplega til. Ég sé nú ekki af hverju ætti að fara að breyta því, - ég held að lista frá forvali hafi aldrei verið breytt og tel því með mestu ólíkind- um að slíkt verði gert nú.“ í fótspor Geirs? Þegar Geir Hallgrímsson hrapaði niður í sjöunda sætið lagðist hann undir feld í nokkra daga og hugsaði sitt ráð, en vildi engu svara um hvort hann tæki sæti á listan- um eða ekki. Síðan tilkynnti hann þá ákvörðun sína að berjast til sigurs úr sjöunda sætinu. Ólafi Ragnari er líklega margt betur gefið en að liggja þolinmóður undir feldi á eintali við sjálfan sig. En hann hlýtur innan tíðar að kveða upp úr um hvort hann fetar í fótspor Geirs eða lætur „sterku öflin" hrekja sig út úr stjórnmálaþátttöku um sinn. Á meðan bíður maður spenntur eftir að pólitískir fréttaskýrendur Þjóðviljans dragi sínar ályktanir af hrapi þingflokksformannsins. Akvörðun Islendinga er ekki mál bandarískra stjórnvalda ■ RIKISSTJÓRNIN hefur tekið af skarið um hvalinn. A fundi sínuni í gærmorgun samþykkti sljórnin tillögu Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráðherra, um að mótniæla samþvkkt Alþjóðahvalveiðiráðsins utn algjört veiðibann á hval hér við land frá árinu 1986. Þessi ákvörðun er tckin að mjög vel athuguðu ntáli. Allar cfnisástæður hníga í þá átt að ekkert sé því til fyrirstöðu að nýta hvalastofnana með skynsamlegum hætti á næstu árum jafnframt því sem rannsóknir á stofnunum verði auknar svo enn minni hætta verði á því að stofnarnir verði ofnýttir. Ilvalurinn er, eins og Náflúruverndarráð hefur bent á, nýtanleg auðlind, og hlýtur því að meðhöndlast sem slik. Ýmsir aðilar í Bandaríkjununt hafa verið með hótanir í garö. Islendinga, sem ckki eru gjarnir á að láta undan slíkutn þrýstingi. Hótað er aðför að íslenskri starfsemi vestra, svo sem að Fluglciðum og fisksölufyrirtækjum, í því skyni að draga úr viðskiptuin þcssara aðila í Bandaríkjununt. Jafnvel eru sumir að tala um viðskiptabann í þessu sambandi, setn þýddi þá það, að bandarísk stjórnvöld lcgðu meiri áhcrslu á refsiaðgerðir vegna vciða á nokkrum livölum en vegna upprætingu frelsis og kúgun þjóöa í sumuin kommúnistaríkj- um, sem Bandaríkjamcnn stunda þó áfram viðskipti við nánast eins og ekkert sé. Enda er það víst svo, að í sumra augum skipta hvalirnir meira niáli en mannfólkið. BANDARÍSK stjórnvöld höfðu nú síðustu dagana ósæmi- leg afskipti af ákvörðun íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Þau afskipti hafa vafalaust gert þá ákvörðun, sem tekin var, cnn sjálfsagðari. Það er að sjálfsögðu gjörsamlega óviðeigandi af bandarískum stjórnvöldum að rcyna með þeim hætti, sem gcrt var, að hafa bein áhrif á ákvörðunartöku íslenskra stjórnvalda í máli, sent hlýtur að teljast innanríkismál okkar. Hvað þá að bjóða upp á verslun af því tagi, sem gert var. Ef Bandaríkjamenn vilja semja við islenska aðila um fiskveiöar innan lögsögu Bandaríkjanna og löndun á þeim fiski, sem þannig aflast, í bandariskum höfnum, þá er það auðvitað athyglisvert mál, sem sjálfsagt er að kannaö sé bæði af stjórnvöldum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. En að bjóða upp á slíka samninga meö þeim skilyrðum aö Islendingar taki aðra afstöðu í hvalveiðimálinu heldur en sjávarútvegsráðherra landsins var búinn að skýra frá, að hann muni gera tillögu um í ríkisstjórninni, er frekleg ókurtcisi, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra hefur orðað það kurteislega í blaðaviötölum, að sér finnist „ákaflega óviðeigandi að þetta skuli bera svona að“, og jafnfraint bent á, að þótt þetta sé „eflaust vel meint hjá Bandaríkjamönnum" þá hafi afskipti þeirra af tnálinu „ekki verkaö vel“. Kannski vcrður þessi klaufaskapur bandariskum stjórnvöld- um til nokkurrar leiðbeiningar í framtíðinni um að skipta sér ekki af innanlandsákvöröunum smáþjóða - jafnvel þótt það sé vel meint og vafalaust gert til að fullnægja kröfum pólitískra þrýstihópa vestanhafs. Þess ber líka að gcta, að við höfum nóg með okkar vandamál þótt hcimiliserjum Reagans sé ekki blandaö inn í íslcnsk stjórnmál. -Starkaður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.