Tíminn - 02.02.1983, Side 20

Tíminn - 02.02.1983, Side 20
Opið virka daga / 9-19. V, Laugardaga 10-16 HEDD” , I Skemmuvegi 20 Kopavogi l Simar (91)7 75 51 & 7 80-30 ' Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu \ Kaupum nýlega r bíla til niðurrifs j Gagnkvæmt tryggingaféíag 'isi ^^■abriel M p HÖGGDEYFAR u 1* . u GJvarah 1 utir s“ða 1 g i ~ Geigvænleg þróun peningamála á sl. ári: UTLAN JUKUST UM 86% - INNUN JUKUST UM 60% ■ Útlánaaukning við- skiptabankanna á sl. ári varð 86%, en innlánaaukning varð uin 60%. Þetta kemur m.a. fram í frctt frá Seðlabanka íslands um bráðabirgðuyfirlit uin þróun peningamála á sl. ári. Segir í fréttinni að reikningar Seðlabankans sýni mikið út- streymi fjármagns til innláns- stofnana á sl. ári. Kröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hafi lækkað um 81 milljón á árinu og innistaiður ýmissa sjóða hafi aukist veru- lega. Þá hafi utanríkisviðskipti haft mikil samdráttaráhrif í peningamyndun, eins og þróun gjaldcyrisstöðu beri með sér, og á heildina litið hafi aukning grunnfjár vcrið tiltölulega lítil, cða rúm 49%, þrátt fyrir mikil lán Seðlabankans til innláns- stofnana. í fréttinni kemur fram að innlánsstofnanir hat'i tckið veru- lcg yfirdráttarlán á liðnu ári og að yfirdráttur hafi í árslok numið 344 milljónum króna. Afurða- og rekstrarlán sem Seðlabankinn endurkeypti hafi aukist um 111% á árinu og mest hafi aukningin orðið vegna endur- keyptra lána vegna iðnaðar, eða 177%. Endurkaup vegna sjávar- útvegs hafi aukist um 119%, scm stafi af birgðaþróun og breyting- um gengis. Þar kemur jafnframt fram að lausafjárstaða innlánsstofnana hafi rýrnað um 920 milljón krónur á liðnu ári, og hafi lausafjárstaðan í heild, að frá- dreginni jákvæðri lausafjárstöðu gagnvart útlöndum um 199 mill- jónum króna, numið -661 milljón krónum, en það jafngildi -6.2% af heildarinnláum saman borið við +3.9% í ársbyrjun síðasta árs. Hafi það aðeins einu sinni áður gerst, að lakari lausafjárstaða væri á áramótum, en það hafi verið í lok árs 1968, þegar samsvarandi hlutfall var neikvætt um 7.5%. Segir í fréttinni að ljóst sé að útlánageta innlánsstofnana sé lítil miðað við þessar aðstæður, þar sem þær hljóti að kappkosta að bæta lausafjárstöðu sína. Víxillán Seðlabankans þurfi að endurgreiða á næstu mánuðum, og refsivextir yfirdráttar fari stighækkandi, frá 70% til 150%, en með þeim sé stefnt að því að yfirdráttur við Seðlabankann myndist aðeins í undantekning- artilfellum. -AB ■ Ein af nvjum fjáröflunar- leiðum borgarinnar sem samþykkt var mcð fjúrhagsáætlun fyrir árið 1983 er aö notendur gxsluvalla greiði að hluta fyrir þá þjónustu sem þar er veitt. Að sögn Bcrgs Felixsonar forstöðumanns Dag- vistunar barna í Rcykjavík er nú unnið að því hjá stofnun hans að Ijúka undirbúningi sem nauðsyn- legur cr áður en þessi samþykkt kcmur til framkvæmda. Bergur sagði að framkvæmdin yrði þannig að fólk ætti kost á að kaupa sér mánaðarkort með , nokkruin afslætti og er í dag gert ráð fyrir að kortið kosti 200 krónur fyrir 25 dagu, en hver heimsókn á gæsluvöll kostar ef greitt er fyrir hana sér 10 krónur. Aðgangur að gæsluvöllum hefur hingað til vcrið ókcypLs fyrir öll liöni. , Bergur Felixson sagðist ekki geta sagt um það hvenær hin nýja skipan kæinist á, en ýmislegt þvrfti að gera fyrst svo sem að prenta aðgöngukor! að gæslu- völlununi og miðla upplýsingum til notenda. Hann sagði að mcð þessu móti væri gert ráð fyrir að notcndur grciði 14.5% af kostnaði við vellina. -JGK LÍTIÐ SEM EKKERT ÞÝÐIR AÐ FRAM- LEIÐA SKREIÐ í AR ■ Dökkt útlit er nú á skreiðarmörkuðiiin okkar í Nígeríu og Ijóst að birgðir innanlands cru nú langt uml'ram það sem við getum hugsanlega selt til Nígeríu í ár cn til munu vera um 250.000 pakkar af skreið í landinu. I rliðleikaruir stal'a einkuni af efnahagsástandinu í Nígcríu en stjórnvöld þar hafa gcfiö út efnahagsstcfnu sem niiðar að því að draga stórlega úr gjaideyriseyðslu þjóðarinnar. Af þessu sést að lítið sem ekkert þýðir fyrir okkur að framleiða skreið í ár. „Ég held að auðveldast sé að taka þetta út sem heildardæmi og skoða hvað þeirra efnahags- stcfna boðar í heildina. Þá kemur í Ijós að hcildargjaldeyris- útgjöld í Nígeríu á árinu 1981 og fram í mars 1982 voru 1,2 milljarður naira á mánuði. (1 naira = 27 kr.). Síðan voru efnahagsaðgerðir settar í gang sem miðuðu að því að skera þetta niður í 800 millj. naira á mánuði eða urn tvo þriðju hluta, og í fjárlagaræðu forsetans fyrir 1983 var stefnt að því að skera útgjöldin niður í 600 millj. naira sem þýðir áð þeir eru að skera niður núna um einn þriðja miðað við 1982 og helming miðað við 1981" sagði Magnús Frið- geirsson hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins í samtali við Tím- ann er við spurðum hann út í skreiðarsölumálin. „Hafi okkur þótt erfitt að búa viö árið 1982 með þeirri útgjaldaupphæð hlýtur okkur að líða enn verr undir hinni upphæðinni sem er einum þriðja lægri“ sagði hann en bætti við að þrátt íyrir 800 millj. naira markið hafi eyðslan í raun verið um 950 ntillj. á árinu 1982. Magnús sagði síðan að með þessu gætum við þó alls ekki ákvarðaö hve mikinn hlut skrcið- in fcngi af þessum gjaldeyris- skammti. Þaö væri kosningaár núna í Nígeríu og svo gæti farið að skreiðin fengi meira svigrúm en málin gætu einnig þróast á hinn veginn. „Mér finnst algerlega útilokað að spá um hvað nái fram að ganga" sagði hann. Það kom fram í máli Magnúsar að skreiðarsölumálin í Nígeríu er nokkuð tilviljanakennd. Þeir hefðu búist við meldingum frá Nígeríustjórn um þau allt frá í apríl á síðasta ári en aldrei hefði verið gefin út ákveðin stefna í þcim af hendi stjórnarinnar og væri ekki búist við því frekar í ár en fyrri ár. „Ég fæ ekki séð að um ákveðið mynstur sé að ræða í efnahagsáætlunum þeirra sem segir hve mikið magn af skreið verði keypt“ sagði hann. Það liggur hinsvcgar Ijóst fyrir að erfiðara er að fá skreiðar- kvóta af 600 millj. en var af 950 millj. og verður því baráttan hörð um hvern naira. „Þetta er eina landið sem tekur þessa afurð, okkur hefur ekkert miðað á öðrum mörk- uðum þrátt fyrir mikla viðleitni, og því erum við neyddir til að berjast hart fyrir tilveru okkar á þessum markaði" sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að á fundi með framleiðendum skreiðar í síðasta mánuði hefðu verið ræddar horfur og útlit og þá hefði komið fram eindregið að ekki þýddi fyrir okkur að framleiða skreið í ár umfram þær birgðir sem til væru í landinu. -FRI h.» > - ; dropar Pólitísk minningarorð ■ Kjartan Olafsson, Þjóð- viljaritstjóri, skrifar forystu- grein í blað sitt í gær, þar sem hann Ijallar m.a. utn fall Ólals Ragnars Grímssonar, þing- flokksformanns, niöur í von- laust sæti. Þar er að finna þessa klausu: „Hvað sem öðru líður (?) má ekki minna vera en á það sé minnst hér og nú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur í störf- um sínum á þingi þau tæpu fimm ár, sem hann hefur átt þar sæti, reynst einn dugmesti þingmaður sem íslensk vinstri- hreyflng hcfur átt á Alþingi fyrr og síðar.“ Þessi unintæli lykta mjög af pólitískri minningargrein. Sumir hafa þó velt því fyrir sér, hvort Kjartan liafi ekki verið of fljótur á sér. Þótt valda- kjarninn úrSósíalistaflokknum gamla hafl enn einu sinni hreinsað svolítið til í Tónabíós- fundarstílnum, og Svavar flokksformaður hafi farið í felur mcðan á forvalinu stóð til þess að vera ekki fyrir gamla síntabandalaginu, þá eru innanflokksátökin í Alþýðu- bandalaginu út af þessum at- burði rétt að hefjast að sögn innvígðra og alls óvíst enn, hver skrifar pólitíska minning- argrein um hvern. Það veröur óneitanlega gaman að fylgjast með framvindunni, og sjá í leiöinni hvort Þjóðviljinn fari að skrifa fréttir uni forval Alþýðubandalagsins á sama hátt og blaðið hefur skrifað um prófkjör annarra flokka. Eða verða minningarorðin látin nægja? Fá kjötiðnaðar- menn frítt inn? ■ Nú er baráttan um kvik- myndagesti í algleymi. Eftir- farandi auglýsingu frá kvik- myndahúsi gat að líta í öllum blöðunum í gær: í þcssari hrollvekju rekur sérvitringurinn Jón bóndi hótel og reynist það honum ómetan- leg hjálp við fremur óhugnan- lega landbúnaðarframleiðslu hans, sem þykir svo gómsæt, að þéttbýlismenn leggja á sig langferðir til að fá að smakka á henni. Gestrisnin á hótelinu er slík, að enginn yfirgefur það, sem einu sinni hefur fengið þar inni. Hefur Jón bóndi kannski fundið lausnina á kjördæmamálinu án þess að Hótel Helvíti (Mótel Hell) I þessari hrollvekju rekur sérvitr- ingurinn Jón bóndi hótel og reynist það honum ómetanleg hjálp við fremur óhugnanlega landbúnað- arframleiðslu hans, sem þykir svo gómsaet, að þéttbylismenn leggja á sig langferðir til að fá að smakka á henni. Gestrisnin á hótelinu er slík, að engínn yfirgefur það, sem einu sinni hefur fenglð þar Inni. Hefur Jón bóndi kannski fundið lausnina á kjördæmamálinu án þess að fjölga þingmönnum? \/IAh..«mi. *MU\ fjölga þingmönnum? Við- kvæmu fólki er ekki ráðlagt að sjá þessa mynd. Leikstjóri: Kevin Connor. Aðalhlutverk: Rory Calhoun, Wolfman Jack. Bönnuð börnum innan 16 ára. BÖNNUÐ BÆNDUM INN- AN 80 ÁRA Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Krummi... ... þykir það mikið afrek hjá hvalnum að hafa getað komið Ronald Reagan og Alþýðu- bandalaginu í eina sæng!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.