Tíminn - 20.02.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 20.02.1983, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 ■ Hvert ætli Sovétríkin stefni á næstu árum og áratugum? Þessi spurning skiptir vitaniega geysimiklu máli, ekki adeins fyrir íbúa Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra heldur og fyrir allan lýðinn úr því Sovétríkin eru jú annað af tveimur mestu herveldum heims og ræður rúmlega einum sjötta hluta beitilands. Málið er líka það að meðal svokallaðra sérfræðinga ríkir um þessar mundir mikil óvissa um fyrrnefnda spurningu, hvert kommúnlstaríkið muni stefna, og eru þeir til að mynda ekki fáir sem þykjast sjá ýmis hnignunarmerki, einkum í vondu efnahagsástandi sem skriffinnskubáknið ræður ekki við og vaxandi þjóðernisríg milli þeirra ótal mörgu þjóða sem byggja þetta mjög svo víðlenda ríki. Það er því orðið mikið sport að reyna að spá fyrir um þróun mála í Rússíá og eru menn langt í frá sammála, fremur en venjulega. Ekki varð fráfall Brésnéfs og uppgangur Andrópovs heldur til að minnka óvissuna, ekki ennþá að minnsta kosti, og því hafa spámenn frjálst spil um sinn. Þeir hafa líka óspart notað sér frelsið til getsaka og meðal þeirra er Bretinn Donald James, hvers framtíðarsýn við munum h'ta hér ögn nánar á. Það er raunar vafasamt hvort James þessi geti talist í hópi sérfræðinganna: hann er reyfarahöfundur. Bók James um þetta efni, The Fall of the Russian Empire, eða Fall rússneska heimsveldisins, er nýkomin á markað hér sem annars staðar en hún er önnur bók ef undan eru skildar tvær sem hann ritaði í samvinnu við annan mann. Fyrri bókin, Njósnari að kvöidi, fékk mikið lof gagnrýnenda og hefur nú veríð breytt í vinsæla sjónvarpsseríu- Bók hans um fall Sovétrikjanna þótti líka á sinn hátt allrar athygli verð og ekkert vitlausari framtíðarsýn en hver önnur: menn geta jú leyft sér hvað sem er meðan framtíðin er ennþá framtíð og allt getur gerst. Sjálfum okkur til skemmtunar ætlum við hér að búa til frásögn upp úr bók James um síðustu ár Sovétríkjanna, auðvitað af fullkomnu ábyrgðarleysi. Það verður að hafa í huga að bók James er skáldsaga með persónum sem hreyfa sig hingað og þangað en öllu slíku er sieppt. Það má líka hafa það með að bókin er ekki merkileg sem skáldverk, þvert á móti raunar. Loks skal tekið fram að hún er skrifuð áður en Leóníd Brésnéf hvarf til feðra sinna og Andrópov tók við, það skiptir þó engu höfuðmáli úr því sem komiö er. Hefjumst handa. væri eina rétta svarið gegn vaxandi óróa og hann átti sér marga fylgismenn, ekki síst meðal yfirmanna hersins. En hann átti sér einnig ýmsa andstæðinga sem vildu reyna ögn hógværari leiðir og þeirra á meðal var kona nokkur sem, þótt fáránlegt megi virðast í stirðnuðu karlasamfélagi Sovétríkjanna, hafði ris- ið til æðstu metorða. Natalja Róginóva var aðalritari kommúnistaflokks Rússlands, varaforsætisráðherra og meðlimur í Stjórnmálaráðinu, Pólít- búró, eins og Kúba. Það var almennt álitið innan Kremlarmúra að þegar Rómanovskíj hyrfi á fund Brésnéfs tæki við löng valdabarátta þeirra tveggja. f bili höfðu harðlínumennirniryfirtök- in. Þar má meðal annars nefna sem dæmi aðgerðir sem gripið var til gegn mótmæl- endum í Leníngrad í apríl árið 1986. Um það bil 50 verkamenn voru handteknir eftir mótmælaaðgerðir á hinni svoköll- uðu Bláu brú Leníngrad borgar en eftir að félagar þeirra utan múranna höfðu myndað nefnd til að fá þá látna lausa og sýnt fram á styrk sinn neyddist yfirmaður KGB í borginni, Stefan Dora, til að láta að kröfum þeirra. Verkamennirnir 50 voru látnir lausir og ýmsar umbætur gerðar. Þeir hrósuðu sigri í nokkra mánuði en í september sama ár voru allir handteknir aftur. Þær aðgerðir voru svo vel skipulagðar að félagar þeirra gátu ekkert gert. Þessar mótmælaaðgerðir í Leníngrad voru raunar á engan hátt einstæðar í Sovétríkjunum á þessum tíma. Víða um landið kom öðru hvoru til svipaðra aðgerða en hér er minnst á Leníngrad vegna þess að leiðtogi verkamannanna þar var Jósef Denskíj. Eftir að hann var handtekinn öðru sinni var farið að dreifa „neðanjarðar" bæklingum og áróðursrit- um frá svonefndum Frjálsum verkalýðs- félögum sem Denskíj undirritaði. Deild- ir úr þessum Frjálsu verkalýðsfélögum spruttu þá upp víða um Sovétríkin en samband milli deildanna var lítið fyrst mjög í frammi þrátt fyrir djúpstæðan klofning í þeirra röðum. Annars vegar voru þeir sem vildu reyna að færa skipulagið í manneskjulegra horf, hins vegar voru ákafir rússneskir þjóðernis- sinnar sem vildu endurvekja gloríu Rúss- lands án afskipta þjóðarbrotanna sem þeir töldu sníkjudýr á rússneska skrokknum. Þann 7. nóvember fóru verkamenn og stúdentar sem sé í kröfu- göngur, ráðist var á verslanir forréttinda- stéttanna og lögreglu- og KGB sveitir fengu ekki við neitt ráðið. Því var kallað á aðstoð hersins en meðal herdeildanna sem komu á vettvang var ein sem fyrst og fremst var skipuð Úsbekum. Er sú deild reyndi að stöðva göngumenn braust þjóðernisrígurinn upp á yfirborð- ið, til mikilla átaka kom og fjölmargir létu lífið. Reynt var að þagga þetta atvik niður, og Úsbekarnir úr herdeildinni voru allir sem einn sendir í fangabúðir, en þetta sýndi Ijóslega hvert stefndi. Tæpum mánuði síðar, þann 3. des- ember 1986, lést Rómanovskíj, aðalrit- ari Kommúnistaflokksins og forseti landsins, eftir langvarandi veikindi. Út- för hans fór fram með mikilli viðhöfn nokkrum dögum síðar og var gripið til afar mikilla varúðarráðstafana um land- ið allt, ekki síst í ljósi þess að ýmsir hópar stúdenta höfðu nú tekið til við gamla iðju rússneskra ungmenna, sem sé hryðjuverk. Þau beindust fyrst og fremst gegn þjóðarbrotunum, en einnig sauð óánægján í þjóðarbrotunum sjálfum. Þrátt fyrir þessar miklu varúðar- ráöstafanir kom víða til óeirða. í Moskvu var hvellsprengjum varpað að sjálfri líkfylgdinni, til blóðugra átaka kom í úthverfunum sem réttnefnd voru fátækrahverfi, í lýðveldinu Azerbajdjan var gerð árás gegn aðalstöðvum komm- únistafokksins, órói var í Georgíu, Kirg- higia og Úkraínu og í Eistlandi var hætt við opinberar minningarathafnir um Rómanovskíj. Sem fyrr gerðu sovésku leiðtogarnir hvað þeir gátu til að þagga ir þegar Rógínóva var handtekin um áramótin 1986-7. Þar var náttúrlega að verki Semjon Kúba, yfirmaður KGB, sem hafði aflað sér valdamikilla bandamanna á bak við tjöldin. Kúba lét setja Rógínóvu í stofufangelsi og. næsta árið var hann sterki maðurinn í Kreml. Hann var hins vegar ekki svo sterkur í sessi að hann gæti sest í þau tvö embætti sem losnað höfðu við fráfall Rómanovskíjs, nefni- lega aðalritaraembætti og forsetaem- bættið. Því brá svo undarlega við að bæði þessi sæti voru tóm á þeim tíma sem nú fór í hönd. Kúba tók á hinn bóginn í sínar hendur embætti innanrík- isráðherra og tryggur bandamaður hans, Búkin, var skipaður forsætisráðherra. Þeir félagar hófust handa um að styrkja vald KGB en aðhöfðust annars lítið til að raunverulega leysa hin aðsteðjandi vandamál. Með vorinu 1987 kom enn frekar í ljós hve vandinn var mikill. Matarskortur var víða í ríkinu og óánægjan var svo megn að Frjálsu verkalýðsfélögunum óx sífellt fiskur um hrygg þó einstakar deildir gætu lítið samband haft sín í milli. Róstur voru stöðugt í lýðveldunum í útjaðri Sovétríkjanna - meðal annars var talað um að Úkraínski frelsisherinn væri farinn að hafa sig í frammi á nýjan leik - og hryðjuverk ákafra rússneskra þjóðernissinna gegn þjóðarbrotunum færðust sömuleiðis í aukana. Landið var að liðast í sundur en leiðtogarnir máttu ekki vera að því að bregðast öðruvísi við en með hörkunni. Fangar streymdu í Gúlag-eyjaklasann svo tugþúsundum skipti og alltaf fjölgaði hermönnum þjóðarbrotanna sem dæmdir voru til fangelsisvistar fyrir minni háttar afbrot gegn hinum rússneska yfirboðara. Og nú lagðist allt á eitt. Veturinn hafði verið harður, miklir þurrkar voru um sumarið og afleiðingin varð einmitt það sem sovéskir leiðtogar óttuðust jafnan mest: uppskerubrestur. Hrnn Sovétríkjanna Fánýtar vangaveltur bresks rithöfundar nm framtíð Sovétríkjanna Hefjumst handa. Eftir dauða Brésnéfs tók hinn gamli samstarfsmaður hans, Mikhaíl Róman- ovskíj, völdin í sínar hendur. Róman- óvskíj var þá þegar orðinn fjörgamall, maður og fæstir bjuggust við að hann héldist á toppnum nema örfá ár, eða meðan valdasellurnar í Kreml væru að útkljá hver skyldi verða eftirmaður hans. Valdabarátta í Sovétríkjunum gat sem kunnugt er tekið óratíma og svo var í þessu tilviki. Á meðan fylgdi Rómanov- skíj dyggilega þeirri stefnu sem Brésnéf hafði mótað og gerði litla tilraun til að leysa þau gífurlegu vandamál sem við Sovétríkjunum blöstu. Efnahagurinn var í mjög slæmu ásigkomulagi og sumir sérfræðingar spáðu því að ekki mætti mikið út af bera til að allt færi beinlínis í kaldakol. Annað vandamál, og ekki auðleystara, snerti þjóðarbrotin í ríkinu. Þjóðernisstefna hafði smátt og smátt farið vaxandi meðal þeirra fjölmörgu þjóða sem byggðu Sovétríkin og fyrir kom að upp úr sauð milli þeirra. Rússar voru herraþjóð í ríkinu, eins og á keisaratímanum, og þó þeir létust styðja þjóðernismeðvitund hinna þjóðanna var reyndin önnur: hvaðeina var gert til að bæla niður þjóðernishreyfingarnar. Þetta var ekki síst áberandi innan ■ Yfirmaður KGB á þessum árum var harðlín- umaður af gamla skól- anum, Semjon Kúba,þá nokkuð við aldur en fór ekki dult með valda- drauma sína hersins. Nýlega hafði verið tekin upp sú stefna að mynda hersveitir þjóð- arbrotanna, Úsbekar í einni deild, Ar- menar í annarri og svo framvegis, en yfirmenn voru nær allir Rússar og báru satt að segja ekki mikla virðingu fyrir þjóðerni undirmanna sinna. Þeim var jafnvel bannað að ræða sín í milli á þjóðtungum sínum og hvers kyns aga- brotum var harðlega refsað. Fjöldinn allur af hermönnum voru á þessum árum sendir í fangabúðir í Síberíu og víðar og átti það eftir að koma sovéskum yfirvöld- um í koll. Én fangabúðirnar uxu einnig af öðrum orsökum. Eftir því sem efnahagurinn versnaði óx andóf sovésks almennings gegn stjórnvöldum og þó það andóf væri óskipulagt og varfærnislegt var tekið á því með hörku. Hvar sem bólaði á verkföllum eða mótmælaaðgerðum var öryggislögreglan KGB látin hafa frjálsar hendur um að bæla slíkt niður og forsprakkarnir voru jafnan sendir í fangabúðir. Yfirmaður KGB á þessum árum var harðlínumaður af gamla skólanum, Semjon Kúba, þá nokkuð við aldur en fór ekki dult með valdadrauma sína. Kúba, sem hafði tekið sér þetta gamla dulnefni Stalíns á þriðja áratugn- um, var þeirrar skoðunar að aukin harka ■ Deildir ór Frjálsu verkalýðsfélögunum voru stofnaðar víða um Sovét- ríkin - um sama leyti náðu úkraínskir útlagar loks samstöðu en þá var leiðtogi þeirra myrtur í París. um sinn, og harkalega brugðist við gegn þeim. Engu að síður gekk KGB illa að kveða þau niður og þó Denskíj væri fluttur í fangabúðir gleymdist hann ekki. Um sama leyti gerðist það að úkraínskir útlagar á Vesturlöndum mynduðu loks með sér allsherjar samtök undir forystu einarðs leiðtoga, Stepan X, en þau samtök voru, að því er virtist, kæfð í fæðingu er Stepan X var myrtur í París vorið 1986. Þar var að sjálfsögðu útsend- ari KGB að verki. Þannig að sæmilega kyrrt var á yfir- borðinu enn um sinn en undir niðri gerjaðist megn óánægja. Hún braust svo rækilega upp á yfirborðið á byltingar- afmælinu ’86, 7. nóvember, en þá var skyndilega hætt við hina hefðbundnu hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Þetta hafði aldrei gerst áður og sýndi að eitthvað meira en lítið væri að. Opinber skýring var sú að hersveitirnar sem taka áttu þátt í sýningunni hefðu þurft að fara á mikilvægar heræfingar í Austur-Þýska- landi en hið rétta var að þær höfðu verið sendar með hraði til Leníngrad þar sem lá við uppreisn. Verkamenn höfðu ákveðið að fara í mikla kröfugöngu til stuðnings félögum sínum í fangelsi og þeir voru studdir af stúdentum sem farnir voru að hafa sig ■ í Leningrad kom til mikilla átaka á byltingar- afmælinu, fjölmargir létu lífið þegar stúdentar og verkamenu fóru í kröfu- göngur tií að mótmæla ástandinu. allt þetta niður og sneru sér síðan óskiptir að valdabaráttunni. í fyrstu virtist sem Natalja Rogínóva hefði flest tromp á hendi. A nokkrum stormasömum fundum sýndi hún fram á erfiðleikana sem við var að etja í sovésku efnahagslífi og að róttækar umbætur yrðu að eiga sér stað. Hún átti töluverðan stuðning innan flokksins og meðal yngri manna í hernum og fór upp úr miðjum desember í leynilega ferð um lýðveldi Sovétríkjanna til að afla sér frekari stuðnings. Þar lagði hun fyrir aðalritara kommúnistaflokkanna á hverjum stað mjög róttækar tillögur um skipan þjóðemismála, sem í raun gengu út á að hver þjóð fengi mun meira svigrúm en áður til að þróast og dafna. Leiðtogarnir sem hún ræddi við áttu flestir embætti sín að þakka þjónkun við hið rússneska vald en gátu ekki annað en tekið vel í tillögur hennar. Samtímis lét Rógínóva til skarar skríða á opinberum vettvangi - sendimaður hennar, rithöf- undurinn ígor Búkhanskíj, gaf til kynna á fundi í London að Sovétríkin væru ef til vill tilleiðanleg að fallast á sameiningu Þýskalands ef þar yrðu ekki staðsett nein vopn annarra rtkja. Þetta hefði getað þýtt upplausn í NATO og leiðtogar Vesturlanda voru satt að segja dauðfegn- ■ í Moskvu var hvell- sprengjum varpað að lík- fýlgd Rómanovskíjs for- seta, til blóðugra átaka kom í úthverfum borginn- ar og órói var í Azerbajd- an, Georgíu, Kirghiziu, Úkraínu og Eistlandi. Um sumarið varsovésku leiðtogunum loks ljóst hversu alvarlegt ástandið var. Það lá í augum uppi að um veturinn væri jafnvel hætt við raunverulegri hungurs- neyð. Þeir reyndu að kaupa það korn og þau matvæli sem unnt var erlendis frá en það dugði ekki til. Því var tekin upp matarskömmtun og mjög ströng matar- skömmtun. Vitanlega kom hún verst niður á föngunum í fangabúðunum, og meðal hermannanna sem hnepptirhöfðu verið í fangabúðir sveif hungurvofan að. Síðar þetta sama sumar var tilkynnt orkuskömmtun og það var ekki skemmtileg tilhugsun fyrir íbúana sem þekktu heljarklær rússneska vetrarins. Sökum hamsturs hurfu flestar vörur áður en varði úr verslunum, gangprísar á svarta markaðnum hækkuðu upp úr öllu valdi og auðvitað bitnaði óánægja fólksins á yfirvöldunum eða þeim fulltrú- um hennar sem fólkið náði til. Árásum á lögreglumenn fjölgaði, uppþot voru tíð. Enn eitt vandamál sem Kúba mátti kljást við var að nú höfðu Frjálsu verkalýðsfélögin komið séu upp mál- gagni sem þau nefndu af kaldhæðni sinni Iskra, eða Neista, sem var nafnið á málgagni Bolsévíka áður fyrr. Útgáfa þessa blaðs var ótrúlega vel skipulögð og ■ Er uppskerubrestur varð sumaríð 1987 varð að grípa tU matarskömmt- unar og með haustinu braust út alvöru hungurs- neyð. Hún kom verst niður á föngunum í fanga- búðununm.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.