Tíminn - 05.03.1983, Side 6

Tíminn - 05.03.1983, Side 6
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983 Koo og fortídin ■ Nú loks, sex árum eftir að Christina Onassis skildi við mann sinn, gríska skipamiðl- araerfingjann Alexandros Andreadis, hefur Christina lát- ið uppskátt, hver skilnaðar- ástæðan var. Hún heitir Kath- leen Stark, betur þekkt sem Koo Stark, núverandi vinkona Andrews Bretaprins. Christina og Alexandros voru gift í tvö ár, og þegar skilnaðinum var komið í kring á sínum tíma, vildi Christina ekki láta annaö uppi en að þau hefðu einfaldlega fjarlægst hvort annað. Alexandros sjálf- ur þagði þunnu hljóði. Það var veturinn 1977-78, sem Alexandros sýndi sig fyrst með skilnaðarorsökinni opin- berlega meðal leikfélaga sinna í þotugenginu í Gstaad. Þá ráku félagar hans upp stór augu yfir því, hversu mikið Alexandros hafði grennst. Hann, sem hafði verið í sama þyngdarflokki og kona hans, hafði lést um 20 kíló á meöan hann var að eltast við Kath- leen, sem þá var með öllu óþekkt. En því er líkast sem vinir hans frá þessum tíma kunni ekki að meta Koo Stark. Fyrir skemmstu fór Koo nefnilega í skíðafrí til Sviss, eins og hitt fína fólkið, og gerði sér vonir um að rekast á félagana frá því á árum áður. En nú brá svo við, að minnið sveik þá alla saman. Þeir gátu ómögulega komið henni fyrir sig. Þegar hún lét þeim þá vitneskju i té, að nú væri hún ástmey breska prinsins, yppti fína fólkiö bara öxlum og sneri við henni bakinu. Christina Onassis hleypti kettinum úr sekknum, og þeg- ar Gunter Sachs var spurður eftir áliti á Koo, horfði hann bara þegjandi á farandbikar, sem hann hafði nýlega unnið til! Nú er velt vöngum yfir, hvort það var einber tilviljun. ■ Alexandros Andreadis léttist um 20 kíló meðan samband hans og Kathleen Stark stóð. ■ Fína fólkið í St. Moritz og Gstaad gaf Kathleen viður- nefnið „Ástmærin.“ Nú vill það ekkert með Koo hafa að gera. MARLON BRANDO ORDINN ALVARLEGA ASITANGINN — þess vegna fitnar hann og f itnar ■ Marlon Brando hefur löngum haft smekk fyrir fínleg- ar, smávaxnar, suðrænar, fagr- ar og hljóðlátar konur. Nýjasta vinkona hans uppfyllir öll þessi skilyrði, eins og best vcrður á ■ Sumir liorast niður, þcgar ástarlífið lendir í erfiðleikum. Hjá Marlon er því öfugt farið, hann bara fitnar og fitnar á meöan hann sér ekki fram úr, hvernig hann má eignast Yac- hio sína! kosið. Umfram allt er hún hljóðlát, og þegar Marlon kynnir hana sem ungfrú Wang, einkaritara sinn, brosir hún bara lcyndardómsfullu brosi! Reyndar hefur Marlon Brando ungfrú Wang í þjón- ustu sinni, en stúlkan, sem hann kynnir svo oft með þess- um hætti, heitir reyndar Yac- hio Tsubaki, og er japönsk að þjóðerni. Vinir Marlons og nágrannar í Laurel Canyon í Kalíforníu segja einum rómi: - Marlon er ástfanginn upp fyrir haus. Þeir fylgjast vel með þróun mála, og það hefur ekki farið framhjá þeim, að þessi 27 ára gamla fcgurðardís gistir oft hús Marlons, sem er 32 árum eldri. Nú hefur Marlon heiðrað þessa ástmey sína sérstaklega. Hann hcfur boðið henni með sér til dvalar á Suðurhafseyj- unni Tetiaroa, sem Marlon festi kaup á, eftir að hann lék í Uppreisninni á Bounty og tók upp ástarsamband sitt við inn- fæddu stúlkuna Tarita. Þau bjuggu saman á eynni og þcgar Marlon yfirgaf hana og tvö börn þeirra, Tehotu og Che- yenne, eftirlét hannTarituTet- iaroa. Nú vildi Marlon kynna hina nýju ástmey sína fyrir fjöl- skyldu sinni og þykir það óbrigðull vottur þess, að hon- um sé alvara i þetta sinn, enda segja þeir, sem best vita, að hann hafi þegar borið fram bónorð við Yachio. Yachio er ekki sögð ráðahagnum fráhverf, en þar sem hún er alin upp við mjög strangan japanskan aga, tekur hún tillit til skoðana foreldra sinna, sem viðtal dagsinsj ■ „í Bandalagi kvenna í Reykjavík samcinast 30 félög kvenna í Rcykjavík, 13 kirkju- kvenfélög, líknarfélög, til dæmis Thorvaldsenfélagið, Hringurinn og Hvíta bandið og nokkur stétt- arfélög kvenna, t.d. Sókn,“ sagði Unnur Scliram Ágústsdótt- ir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, í viðtali við Tímann. „Bandálagið var stofnað árið 1917 af átta kvenfélögum. Síðan hefur félögunum fjölgað jafnt og þétt og nú eru 13.000 konur og nokkrir karlar í þeim. Tilgangurinn er að sameina þessi félög og virkja þau í alla vega líknar-og menningarmála- starfsemi. Oft höfum við gcngist fyrir söfnunum, sem hafa skilað miklum árangri. Nægir í því sambandi að nefna, að á ári fatlaðra söfnuðum við 110 mill- jónum gömlum og keyptum fyrir þær taugagreiningartæki sem gefið var á Borgarsjúkrahúsið. í fyrra á ári aldraðra héldum við kvöldvökur á öldrunarheimilum borgarinnar, gáfum Droplaugar- stöðum vandað píanó, sem mér „SERSTOK KVENNAMÁL VERÐA ALLTAF TIL” — segir Unnur Schram Ágústsdóttir, formadur Bandalags kvenna í Reykjavík skilst að komi í góðar þarfir. að fara á öldrunarheimilið í enda erum við í þann mund að Furugerði." kaupa sams konar píanó sem á -Þið hélduð aðalfund fyrir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.