Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 4
SUNNUDAGUR 29. MAl 1983 ■ Fólksmergöin á Strikinu Ásgeir Hvítaskáld: ■ Einn sem enn hékk í blómabyltingunni. Spilaði bara á gítarinn sinn og ■ Atvinna víkinganna þarna cr aö halda uppi auglýsingaspjöldum. skeytti ekki um líisgæöakapphlaupið. • • KAUPMANNAHOFN borg turnanna ■ Ég bjó á stúdentagarði í Kaup- I niannahöfn og var að læra tölvufræði. | Allir sögðu að framtíðjn væri í tölvum. En ntcr hundleiddist námið; hafði cngan áhuga. Allan daginn sat ég í skólastofu hlustandi á munnræpu kennarans og skildi ekki baun. Maður fær verk í eyrun ef maöur hlustar letjgi á eitthvaö sem maöur hefur ekki áhuga á. Við vorum látin gera tölvuforrit. Mín sýndu alltaf villur þegar þau voru keyrð í gegnum tölvuna. Eg þurfti að sitja í lest í' klukkutíma til að komast í skólann. Eina tilhlökkunin var að fara á stúdenta- krána og fá sér björ, tcfla skák eða fara með Ijóð á íslensku. En ég átti mér þann leynda draum að yrkja Ijóð og skrifa skáldsögur. Alla tíð hefur mér fundist vinna og fyrirskipanir leiðinlegar. Það eina sem mig langaði innst inni er að vera ég sjálfur og skrifa; segja sannleikann og boða frelsi. Skrifa sögur unt það sem hendir mig dags daglega og fe.sta lífs- speki og pælingar mínar í ljóðform svo það entist í milljón ár. En sagt var við mig að búið væri að skrifa allt og ekkert nýtt hægt að skrifa. Það væri engin not af skáldum. Þeir væru bara mannleysur sem nenntu ekki að vinna, lifðu á styrkjum og sníkjum. Skrifuðu svo bara bull sem enginn hefði gagn af. Það væri engin framtíð í því. Skáld og rithöfundar væru úrelt fyrirbæri, því allskonar af- þreyingartæki væru tekin við. Þetta hafði verið prentað inn í huga minn í æsku. Þegar vídeóið kom fékk ég að heyra ennþá fleiri rök. Sjáið til, faðir minn var kaupsýslumaður og Tak stóra fataverk- smiðju í Reykjavík. Égátti aðtölvuvæða fyrirtækið svo gróðinn yrði meiri. Af hagkvæmni sjónarmiöum var ég í Kaup- mannahöfn að læra eitthvað sem mig langaði alls ekki. Eyddi peningum í drykk og djamm Peningunum sem ég fékk að heiman eyddi ég í drykk og djamm. Stundaði námið illa. Var oft fullur, allt fór í skapið á mér. Fíkk oft þunglyndisköst og þá talaði ég ekki við neinn dögum saman. Mér fannst ég engu hlutverki hafa að gegna í þessum heimi. Ég ræddi oft opinskátt um þctta við strákana á kránni. En við komum þar saman nokkrir Islendingar til að drekka okkur fulla í friði. Ég var sæll við að vera laus við nöldrið heima. En ég mátti ekki koma heim fyrr en útskrifaður tölvu- fræðingur og ef mér mistækist, félli eða eitthvað, þá fékk ég cnga vasapeninga. Þannig að það var alltaf eitthvað að naga mig í bakhluta hugans. Líkt og létt -byrði, sem búin er að dingla lengi á bakinu en orðin þreytandi. Eitt sinn var það umræðuefni okkar hve margir hefðu lent í strætinu sem höfðu komiö til Köben til að læra. Hvað varð um öll skáldin sem urðu að engu. „Hvernig stendur á því að börn hinna ríku verða oft líkt og að engu?" spurði ég- „Það er vegna þess að börn ríkra fá aldrei tækifæri til að vera þau sjálf", sagði einn með kringlótt gleraugu og var að læra heimspcki og hafði þann kæk að hrista hausinn. Þjakaður af hræðslu og ótta við föður minn, en á hinn bóginn löngun til að vera maður með mönnum, veltist ég um fullur. Ymist í reykjarsvælu á krám eða í troðfullum lestarvögnum. Með hugan- um skipt í tvennt. Krakkarnir á ganginum á stúdenta- garðinum voru félagslynd og það var alltaf eitthvað að skc. Eitt kvöldið á eldhúsuntræðufundi var ákveðið að fara í skoðunarferð inn í borgina. Skoða allt það sem túristarnir skoða. Bara svona í gamni, af þvt allir voru í haustfríi. Ég held þetta hafi nú aðallega verið 'flipp. Kaupmannahöfn er stór borg og falleg. Hana er endalaust hægt aðskoða. Ég' hafði marg skoðað hana. Þó mest að kvöldlagi, þegar skemmtistaðir og öl- kjallarar voru opnir. Kannski myndi ég sjá borgina í öðru Ijósi núna þegar ég hafði vcrið þarna að hrærast í henni miðri. Löngunin til að uppgötva eitthvað nýtt og einskær forvitni urðu til þess að ég sló til. Klukkan átta ákveðinn morgun heyrði ég að allir voru ræstir út og barið á hurðina hjá mér. Þegar ég kom í sameiginlega eldhúsið okkar með blautt hárið var ég skammaður. Mér finnst svo gott að lúra aðeins.lengur á morgnana. Flestir voru búnir að borða morgunverð. Einhver hafði hjólað út í bakarí og keypt rúnnstykki. Á borðum voru linsoðin egg, te og álegg. Danskur morgunveröur cr ríkulegur og maður getur dundað sér í heilan klukkutíma. Brauðmylsna og birki var um allt borð. Nokkrir voru á slopp. Við lögðum af stað í strætó go ætlunin var að láta eins og fífl og skemmta okkur. Við vorum átta; þrír danskir strákar, tvær danskar stúlkur, ein norsk, einn Tyrki og svo ég, íslendingurinn. í hcimsókn hjá Tuborg Fyrst var komið við í Tuborg brugg- verksmiðjunum. Tekin var hópmynd fyrir utan, þar sem allir stóðu prúðir og stilltir. Við gengum upp og niður stiga í gegnum alla verksmiðjuna á eftir leið- sögumanni sem sagði margtuggða brand- ara. Komurn ofan í gerjunarkjallarann. Kíktum þar inn um kýraugu og sást kraumandi froða. Stúlkurnar héldu fyrir nefið. Ég og einn Dani höfðum dregist aftur úr. Náðum tali af einum vinnumanni í slopp. Ungur strákur, hálf fullur. Við fengum hann til að gefa okkur bjór, sem við laumuðum undir peysur okkar. - Ætli foreldrar hans samþykki að hann sé að læra að verða bruggari? Þau hafa ábyggilega reynt að hafa hann ofan af því, vegna drykkjunnar sem á sér stað í bruggverksmiðjunum. En hann hafði kannski áhuga á því sjálfur. Ein- hvcr verður að brugga ölið. Hvað væri Danmörk án bjórsins. Þessi maðurhefur hlutverk, - hugsaði ég. Það er þreytandi að skoða ntikið í cinu. Og eftir ægilegt labb verður maður þyrstur. Loks var okkur boðið að setjast við langborð þar sem gos og öl stóð á borðum. Stúlkur í hvítum sloppum gengu um með upptakara. Utbýtt var bæklingum og pappaspjöldum til að hafa undir glösum. Karlmcnnirnir fengu einn sterkan bjór og cinn veikan. í túristasjoppu keyptu þau öll rauðar húfur með Tuborg auglýsingu á. Allir voru hlæjandi og skoðandi sig í spegli. En mig langaði í hvítt kaskeiti eins og setjarar og blaðamenn voru með í gamla daga. Og ég fékk mér svoleiðis. „Þú eyðileggur allt". „Hvað, þurfa allir að vera eins?“ sagði ég- „Hann vill alltaf vera öðruvísi en aðrir", sagði ein stelpan sem þekkti mig náið. En ég var hrcykinn af kaskeitinu mínu. Aftur var tekin hópmynd fyrir utan. En nú var hópurinn villtari og hélt ekki röð. Ég klifraði upp á steypta kúlu. í strætó hafði ég derið niður fyrir augum svo ég þurfti ekki að horfa í augun á fólkinu. Það var gaman. Fólkið í stætó þagði. En við sögðum brandara og sátum með hvort annað í fanginu. Fólkið horfði út um gluggana og reyndi að bæla niður bros. rúllustigann hlógum við eins og vitleysing- ar. Næst gengum við um Strikið. Þetta var í miðri viku og fullt af fólki. Parið sem týnst hafði í Magasin dróst aftur úr, því hún var á háhæluðum skóm. Ég elskaði allt þetta fólk. Hver hafði sinn heim til að lifa í. En voru allir ánægðir í starfi. Bjórinn sent ég hafði fengið í verk- smiðjunni var með óvenjulegum miða: „Má ekki notast utan verksmiðjunnar. Ekki til sölu", stóð á honum. Ég drakk bjórinn á hlaupum í mannþvögunni. Mér fannst hann vera betri á bragðið en allur annar bjór. Tekin var hópmynd af okkur í þvögunni. Maður fær sjokk að sjá hafmeyna Við fórum niður á Löngulínu. Skoð- uðum hafmeyjuna sem er lítil kopar- stytta á steini og maður fær sjokk þegar maður sér hana í fyrsta sinn. Maður verður fyrir vonbrigðum, finnst hún svo lítil og ómerkileg. En hún er lagleg og fíngerð ef skoðuð í ró. Á móti blasti við risastórt hálfmálað skip í smíðum. Gam- aldags skútur sigldu hjá. Þarna var allt í Japönum sem voru að taka myndir af hver öðrum. Næst sáum við Amalienborg, höllina sem drottningin býr í. Fyrir utan var stórt steinlagt torg. Lífverðir stóðu við litla rauða kofa. Ungir strákar í uniformi og með svartar uppháar bjarnarskinns- húfur. Greyin standa þarna hreyfingar- lausir allan daginn. Ekkert.gaman. Hver hafði pínt þá til að sinna þessu starfi. Við brugðum okkur inn í Magasin Du Nord. Það var aðallega til að fara á piskeríið. Þetta er stóreflis verslun á fimm hæðum; ys og þys. Fullt af fólki að skoða og kaupa. Hægt að fá alit á milli himins og jarðar. Karl á kjólfötum var að sýna rauðan orm, sem skreið um lófann og ofan í glas á dularfullan hátt, raf- magnaðist einhvernveginn. Börn voru að Itorfa á. Dönsku strákarnir klöppuðu til að stríða karlinum. Það fannst mér illa gert. Við töpuðum einum strák og stelpu og létum kalla þau upp í hátalara- kerfinu. Þegar þau komu blóðrauð niður Farið í fína pelsabúð Á Strikinu er krökkt af allskonar búðum. Fataverslanir með diskófötum, skartgripaverslanir, kínverskir restau- rantar, pelsaverslanir, postulínsbúðir. Allt það dýrasta. Ég fór inn í fína pelsabúð. Sjálfur alveg staurblankur, krakkarnir voru fyrir utan búðarglugg- an. Ég benti á flottasta pelsinn, dragsíð- an með hettu. Afgreiðslumaðurinn færði mig úr sjóliðajakkanum og setti mig í þykkan, kafloðinn og mjúkan pelsinn. Mig svimaði er ég sá hvað stóð á verð- miðanum. Kostaði sama og nýlegur Volvo. Ósmeykur lét ég hann stjana í kring unt mig eins og ég væri grossér. Ég sá krakkarnir skellihlógu fyrir utan. En ég hugsaði mér í alvörunni að kaupa svona pels þegar ég væri orðinn frægur rithöfundur. Þarna sjáið þið, innst í huga ntínum er ég alltaf að gera ráð fyrir að verða rithöfundur í framtíðinni. „Heyrðu, ég ætla að athuga þetta nánar. Kem kannski eftir tíu ár“, sagði ég og brá mér i gisinn sjóliðajakkann.' Afgreiðslumaðurinn brosti, en mér var fuil alvara. Við fórum fram hjá ostabúð þar sem lyktin angaði langt út á götu og stærðeflis oststykki voru inni með hnefa stórum holum. Inn um glugga á smá kjötverslun sá ég slátrara höggva kótilettur með exi. Þarna var starf sem gerði gagn. Gerði hann þetta af köllun eða nauðbeygður af löngun eftir efnislegum gæðum. Nei. Ég sá hann var að flauta og höfuðið vaggaði til og frá. Og stórir spékoppar komu á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.