Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 19 lét hann gamlan draum rætast: aö eignast sjálfur fallega snekkju. Þegar „Siddhar- ta“ hljóp af stokkunum í janúar 1979, lét hann alla vini sína mæta samkvæmis- klædda til veislu og þar flaut kampavínið og kerti blikuðu. Verkamannssyninum hafði tekist ■ að eignast 600 þúsund marka snekkju og hann skírði hana sem áður segir „Siddharta“, en það orð er komið úr sanskrít og þýðir „sá sem náð hefur takmarkinu". Þegar „Siddharta“ lagði úr höfn í Singapúr þann 3. apríl sl. var haglabyssa með í för. „Hver sá sem reynir að ráðast á bátinn má eiga það víst að ég drepi hann“, segir Marx. Menn eru í besta skapi, þegar báturinn líður fagurlega af stað yfir sjávarflötinn. Þetta er einsog orlofsferð á draumaskip- inu. Fisktorfur skjótast um í tæru yfir- borði sjávarins og menn drekka bjór og masa um alla heima og geima. Jenny, ástkona skipstjóra, er hinn ágætasti kokkur. Norbert Willand skemmtir sér í leik við kettina þrjá um borð, þau „Draug“, „Mjallhvít" og „Snjáldru". Diethelm Múller segir hverjum sem heyra vill frá þeirri heppni sinni að hafa fundið mann til þess að leysa sigaf á úrsmíðaverkstæð- Radíóamatörarnir nota eldsneytið til þess að knýja rafala fyrir útbúnað sinn. Marx hefur miklar áhyggjur af eldfimum efnum um borð. „Siddharta" getur ekki sokkið, segir hann. „Það eina sem gæti komið henni fyrir kattarnef er bruni". Skothríð Á sjöunda degi ferðarinnar kl. 13.10 sá Drobnica fyrstur ferðalanganna ey- juna Amboyna Cay á 7 gráðum 53 mínútum norður, 112 gráðum 55 mín- útum austur. Senditækin voru opin á tíðninni 14 320 Khz og nú náðist sam- band við bandaríska radíóamatörinn Pat McKee, sem staðsettur var á flug- stöðinni Clark á Filippseyjum. Hann tók samtalið upp á segulband: McKee: „Sjáið þið þegar eyjuna?" Báturinn: „Eitthvað er það. Það lítur út eins og sandströnd. Við erum enn þrjár mílur frá henni. Við skoðum málið betur þegar við komum nær“. Þögn. „Þarna virðast vera kókospálmar, en við sjáum ekki fólk. Jú, þarna sýnist okkur vera hreyfing“. inu, þann tíma sem Spratly-leiðangurinn stendur. ' Múller er astmaveikur og tekur pillur við þeim kvilla við hverja máltíð. „Von- andi þarf ég ekki að leggjast til sunds“, segir hann, „því ég kann ekki að synda. Gero Band kann heldur ekki að synda. Hann er raunar astmaveikur líka. Marx 'skipstjóri er harðánægður með farþegana, sem leggja honum lið við að dytta að bátnum, þótt stundum fái hann bakþanka: Hefur hann ekki brotið eina af megin varúðarreglum, þar sem hann hefur tekið um borð sex varabensín- geyma, sern hver um sig inniheldur 25 lítra af bensíni. Þeir standa á afturdekkinu. McKee: „Hve langt frá erúð þið nú?“ Báturinn: „Svona eina mílu“. Þögn. „Við höfum náð til eyjarinnar sem við stefndum til. En það eru menn þarna, líklega hermenn. Við höldum beint áfram til næstu eyjar". McKee: „Allt í lagi. Er annars nokkuð að?“ Báturinn: „Ekki enn. Biðjum þig að vera við stöðina, ef eitthvað kemur fyrir“. McKee: „í hvaða átt stefnið þið?“ Báturinn: „50 gráður. Næsti ákvörð- unarstaður er 40 mílur í burtu héðan“. Þögn. „Ég kem auga á turn og fjölda af loftnetsstöngum. Ég séénga fána og veit ekkert hverrar þjóðar þeir eru þarna“. Þögn. „Það er búið að skjóta á okkur tvívegis. Þeir hafa hæft bátinn. Við snúum við eins fljótt og við getum“. McKee: „Eruð þið særðir?" Báturinn: „Nei. En við vitum ekki um ásigkomulag bátsins“. Þögn. „Eldur um borð; Eldur um borð“. McKee: „Sendið út neyðarkall; Send- ið strax út neyðarkall; “Ekkert svar • Ekkert samband við næst við bátinn meir. Þetta var síðasta fjarskiptasamtal við „Siddharta". Dagurinn er hinn 10. apríl kl. 15.50. Pat McKee lætur yfirmann stöðvar sinnar þegar vita af hvað hent hefur og enn lætur hann sendiráð Þjóðverja í Singapúr vita. Vinur Marx, Dan Hollo- way, sem er þyrluflugmaður, hefur einn- ig hlustað á samtalið og gerir loftskeyta- stöðinni í Singapúr, svo og sendiráði Þjóðverja aðvart. Djöfullinn laus Um borð er djöfullinn laus. Marx skipstjóri hefur gert sér Ijóst að á eyjunni eru fallbyssur og hann siglir nú sem bráðast undan. En það er um seinan. Maður er sýnilegur á ströndinni, sem veifar tveimur rauðum flöggum, en þar er ekki um að ræða merki til þcirra í bátum. heldur er hann að leiðbeina fallbyssuskyttunum. Enn kveður við skot. Sjógusur standa hátt í loft upp. 30 sekúndum síðar kcmur næsta skot. Skipstjórinn kippist við, hann hefur fengið skot í brjóstið. Blóð spýtist úr munni og nösuni. Bensíndunkarnir springa í loft upp. Fyrir framan þá stóð Diethelm Múllér. 1 óðagotinu sá enginn hvernig dauða lians bar að höndum. Marx grípur eftir slökkvitækinu, en ’honum tekst ekki að ná lokanum af því. Skyndilega stöðvast vélin. Allir fleygja sér flatir á bak við skjólborð á dekkinu. í hitanum gengur vel að leysa taugarn- ar sem halda skipsbátnum uppi og hann fellur í vatnið. Þessi fjögurra metra langi bátur er þeirra eina von. „Treystir þú þér til þess?“ spyr Marx Jenny vinkonu sína. Hún hendir tveimur tómum bens- ínbrúsum í sjóinn, fleygirsér áeftir þeim og syndir með þá að skipsbátnum, sem þegar hefur rekið um það bil þrjú hundruð metra frá snekkjunni. Drobn- ica verður nú líka fyrir skoti. Ég hef verið hæfður!" hrópar hann, en heldur rósemi sinni. Jenny nær út að bátnum og rær í áttina til „Siddharta." Þau kasta sér öll í sjóinn og klifra um borð. Áfram er haldið að skjóta. En straumar eru hagstæðir og bera litla bátinn í burt frá eyjunni. Gero Band stendur á öndinni þegar hann segir þeim hinum að sér hafi tekist að ná sambandi við Filippseyjar. „Þá verður okkur bjargað innan tveggja klukku- stunda," segir hann. En þetta er aðeins byrjunin. í þrjár klukkustundir hnipra þremenningarnir sig saman í bátskelinni og áfram halda skotin að dynja. Þegar kvöldar eru þau loks komin svo langt frá eynni að byssumar draga ekki til þeirra. Öll hafa þau sár á handleggjum og fótum, nema Gero Band. Um borð finna þau krukku með agúrkum, plastausu, skrúfjárn, þéttriðna körfu og ár. En engan mat og það sem verra er, - ekkert til að drekka. Hjálpin kemur seint Norbert Willand leifár í fáti að pillun- um sem læknir hans hafði látið hann fá, cn það cru hreinsitöflur, scm gera kleift að búa til drykkjarvatn úr þvagi. Slíkt hefði getað komið að góðum notum nú, en svo sem margt annað höfðu þær orðið eftir um borð í „Siddharta." Heppilegt var að Jenny hafði tekið tómu bensín- brúsana með. Hún fyllir þá af sjó og bindur við línu. Þannig verður báturinn að minnsta kosti stöðugri. Nóttin kcmur og ekki bólar á Ameríkönunum frá herstöðinni. Nýr dagur rennur upp. Enginn minnist á dauða Múllers. Hann er bannorð. Gero Band er spurður í þaula af hinum í bátnum. “ Var þessi amcríski þarna raunverulega?" spyrja þau aftur og aftur. Þau sjá bjórdós íljóta framhjá, en í því í lítil hjálp. Hér en engan dropa vökvunar að fá. En það er þó bót í máli að ekki hleypur illt í sár Peter Marx. Willand undrast vcgna hvers hann ekki þyrstir, en brátt fer hann að verða var við að munnurinn fer að herpast saman og að tungan fcr að verða límkennd. Fimmmenningarnir ausa stöðugt yfir sjg sjó. „Ætla þeir ckki að gera neitt til þess að bjarga okkur?" hugsar Peter Marx með sér. En ekki er mikillar hjálpar að vænta frá hernaðaryfirvöldunum sem aðeins hugsa málin á stórpólitískum grundvelli. Fremur er að treysta á einstaklinga og þá fyrst og fremst Volkcr Bock, sem er meðeigandi í „Siddharta" og góður vinur þeirra Peter Marx og Jcnny. Hann fær sér flugvél og fer í leitarflug yfir Amb- oyna Cay og hinar eyjarnar. Þriðji dagurinn. Flugfiskur þvælist upp í bátinn, en enginn getur hugsaðsér að leggja sér til munns þessa ógæfulegu skepnu. Drobnica skrúfar nafnplötuna sem er 20 sentimetrar á lengd af kinn- ungnum og hugsar sér að nota hana sem sólspegil, þyrfti að vekja athygli á bátnum. Hann tekur til að krota einslags skipsdagbók með skrúfjárninu aftan á plötuna. Fyrst skrifar hann nafn bátsins og þá athugasemd um dauða Múllers. „DJ 4 El“. krotar hann, en það var kallmerki Múllers. Þorsti og leiðindi Fjórði dagurinn rennur upp. Yfir- þyrmandi leiðindi. Smám saman verður einangrunin og þrengslin kveljandi. Einkum eru þófturnar óhægur sess.þau halla sér fyrst til vinstri og skömmu síðar til hægri. Marx skolar munninn með sjó, en gætir þess að ekki fari dropi ofan í sig. Hann veit að sá sem sýpur sjó mun þar | með soga slíkt magn af vökva út úr líkamanum að hann deyr innan skamms. „Hvar er sjóher Ameríkananna?" krotar Drobnica í spjaldið og hugsar um leið að | þetta krot muni mcnn fyrst lesa þegar þau öll eru dauð... Firnmti dagurinn. Drobnica hefurnáð nokkrum smáfiskum upp í körfuna. Þau tyggja fiskana. En svo missa þau körfuna fyrir borð. Jenny er snillingur í þeirri list að bjarga sér. Hún sparar kraftana og hreyfir sig varla. Þegar Willand byrjar að tala, hvetur hún hann til þess að hlífa sér. Drobnica verður hugsað heim til eiginkonu sinnar og hann gerir allt sem honum dettur í hug að megi verða sér til bjargar. Hann kroppar hrúðurkarla af bátssíðunni og tyggur þá. Gero Band þjáist mikið. Hann veit að hann mun halda skemmst út af þeim öllum. Þegar kvöldar og sólarlagið er sérlega fagurt segir hann: „Þetta er fallegur staður til þess að deyja á.". Þau finna að Gero Band hefur gefist upp. Volker Bock flýgur þennan dag yfir Amboyna-Cay og tekur nokkrar myndir af herstöðinni, þótt það sé mjög lífs- hættulegt. Hann vonar að Ameríkanarn- ir hafi fyrir tilstuðlan Þjóðverja hafið leit að skipsbrotsfólkinu. En „Sjöundi floti" Bandaríkjanna skiptir sér ekki af ncinu, til þess að lenda ekki í útistöðum, sem valda kynnu uppnámi. Sjötti dagur: Fimmmenningarnir koma nú auga á fyrstu skipin. Mörg þcirra eru aðeins tvo kílómetra í burtu. Ekkt^rt stansar þó. Gcro Band segir Drobnica hvað gera skuli við eigur hans að sér látnum og biður fyrir kvcðjur til vina og ættingja. Sjöundi dagur: Rautt skip siglir hjá. Þau koma auga á merki bifreiðafram- leiðandanna „Datsun.“ „Þeim liggur á að koma bílunum á rnarkað," segir Drobnica. Gero Band verður æ lasnari. Hann lýtur út fyrir borðstokkinn og fær sér sopa af sjó. Þau hin reyna ekki einu sinni að halda aftur af honum. Þau virða vilja hans. „Þetta var síðasta bjórglasið" scgir Band og þrem stundum síðar er hann látinn. Marx þreifar á púlsinum til þcss að ganga úr skugga um að hann sé allur. Þá segir Jenny: „Við verðum að fleygja honurn fyrir borð.“ Willand lokar augun- um á honum. Þau lcsa saman faðirvorið og láta líkið síðan renna fyrir borð. Níundi dagur: Flugvél flýgur yfir bát- inn þrjá hringi og hverfur svo frá. Drobnica skráir dauða Gero Band á nafnplötuna. Hann skrifar með smærra letri en áður. Það verður að vera eftir pláss fyrir nöfn hinna líka. Willand fer hrakandi. Hann fcr að sjá leðurblökur og ávítar Jenny fyrir að liafa bitið sig í fótinn. í æðiskasti vill hlann fleygja Marx út úr bátnum. „Hann er mcð eitraða ígerð,“ æpir hánn. „Hann smitar okkur öll.“ Sem betur fer hefur hann þó ekki krafta til að hrinda þessu í framkvæmd. Tíundi dagurinn: Drobnica ákveður að binda sig fastan við bátinn þegar þau hin cru dauð. Áður hyggst hann skrúfa nafnplötuna á sinn stað. Hann álítur að kona hans kynni að eiga erfitt með að fá greidda líftrygginguna, ef hann ekki finnst. Augljóst cr að Willand mun ekki lifa til næsta morguns. Marx verður líka æ mattfarnari og Jenny, sem aldrei lætur bugast, sér að hverju stefnir, Loks gcrist það að japanska skipið MS. Linden, sem siglir undir fána Pan- ama, stöðvar vélar sínar og þá cru þau stödd 7 gráðu 52 mínútur norður og 109 gráðu 05 mínútur austur. Skipbrotsmennirnir hafa haldið út í 243 stundir. Spenningúrinn nær hámarki á síðustu mínútunum. Þegar Drobnica ætlar að fara að hagræða bátnum við skipshliðina og biður Jenny um viðvik, þá æpir hún á hann og slær hann utan undir. Fimm mínútum síðar, þegar þau hafa fengið glóðvolgan vatnssopa að drekka, bresta bæði þó í grát og fallast í faðma. Sá hægláti maður, Norbert Willand, drekkur flösku af kók á klukkustundar- fresti, eftir björgunina. Það er eins og hann haldi að sér muni innan tíðar ekki lengur standa slík blessun til boða. Þetta var hans fyrsta ævintýraför. „Líklega einnig sú síðasta," segir Drobnica,“ sem oft grípur fram í fyrir hinum, meðan þetta viðtal fer fram. En Norbert Will- and lætur ekki vaða ofan í sig: „Alltaf er nú Afganistan heillandi," segir hann. (Þýtt úr „Stern“ -AM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.