Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 16
16 ©huttm SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 Fjölbrautaskólinn Breiðholti INNRITUN í FJÖLBRAUTASKÓLANN í BREIÐ- HOLTI fer fram í Miöbæjarskólanum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi kl. 9.00-18 svo og í húsakynnum skólans viö Austurberg dagana 3. og 6. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu aö öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 10. júní. Þeir sem senda umsóknir síöar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið (menntaskólasvið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlis- fræðibraut, Félagsfræðibraut, Náttúrufræðibraut, Tónlistarbraut, Tungumálabraut og Tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkraliðaréttinda) og Hjúkr- unarbraut, en hin síðari býður upp á aðfaranám að hjúkrunarskólum. Hússtjórnarsvið:Tværbrautirverða starfræktar: Matvælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitingaskóla fslands og Matvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkra- stofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistabraut bæði grunnnám og framhaldsnám svo og Handmenntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennaraháskóla íslands. Tæknisvið: (Iðnfræðslusvið) Iðnfræðslubrautir Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru þrjár: Málm- iðnabraut, Rafiðnabraut og Tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbún- ingsmenntun að tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs í fjórum iðngreinum: Húsasmíði, rafvirkjun, rennismíði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einni'g tekið stúdentspróf á þessum námsbrautum sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá náms- braut. Uppeldissvið: Á uppeldissviði eru þrjár náms- brautir í boði; Fóstur- og þroskaþjálfabraut, íþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, fé- lagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar náms- brautir: Samskipta- og málabraut, Skrifstofu- og stjórnunarbraut, Verslunar- og sölufræðabraut og loks Læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verlsunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að Ijúka sérhæfðu verslun- arprófi í tölvufræði, markaðsfræðum og reiknings- haldi. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðs. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breið- holti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, sími 75600. Er þar hægt að fá bæklinga um skólann svo og Námsvísi F.B. Skóiameistari »}**»2* c,NpQoáufr t. CAKÁ.ÐA feröav,nn‘"*UI \| -------* SSSS-**1 4 GLÆSILEGIR VINNINGAR SUMARGETRAUN & Sportval ■ ' Hlemmtorgi — Simi 1090 Síðumúla 15, sími 86300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.