Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Ævintýrafólkið - þau sem af lifðu: Baldur Drobnica. V.B. China Blrma Thailand Bangtok Kambodscha SprBtly-lnseln\ Boschuíi durch Chincsenl Ortder I Rellung Bomeo Sumatra SIGLT TIL FUNDAR VID DAUDANN Nokkrir radíóamatörar lögðu upp siglingu um suður-Kínahaf í því skyni að setja upp stöð á hinum afskekktu Spratly-eyjum undan ströndum Viet-nam. Sú för varð endaslepp * 1 ■ Norbert Wilson er ekki maður sem lofar meiru en hann getur staðið við. Festa o|> traust er honuni ineira að skapi. Ilann Ixtur nægja að leggja jafnt o;> þétt inn á byggingarsparircikninginn og veitir sér l'átt utan bjórglas á kránni öðru hvoru. Nei, hann er ekki neinn góðborgari, Ijarri því og hann fyllir ekki hóp þeirra sem dreymir um kampavín með morgun- matnuni. Alla xvi hcfur hann gert það eitt sem menn ætluðust til af honum: Hann hlaut góða menntun, kvæntist æskuvinkonu sinni og hélt tryggu sam- bandi við heimili og aldraða forcldra. En nú leyfir hann sér að tala ofurlítið frjálslega: „Ég er ekki hissa á því þótt menn hafi talið að þarna væri um fyrsta flokks njósnasendiflokk að ræða“, scgir hann við félagana, sem ineð honum voru ábátnumogsnýrsérað Baldri Drobnica. „Einn okkar var arkitekt, sem hefði átt að geta brotist inn í hús með snilldar- legum aðferðum. Annar var úrsmiður sem hafði kunnað að kippa hlutunum í lag, ef einhvcr tímasprcngjan hefði farið að ganga vitlaust. Nú, sjálfur er ég fróður um rafeindatækni og loks ert þú, Baldur, nokkurs konar atvinnunjósn- ari". En nú brestur Baldur þolinmæðina: „Hættu þessari vitleysu", segir hann. „Eins og nógu margt hafi ekki farið úrskeiðis". Leynilegt verkefni Á boröinu fyrir framan þau fjögur sem lifðu ferðalagið af má sjá dagblöð sem segja farir þeirra ekki sléttar: „Átti bátur Þjóðverjanna að vinna að leyni- lcgu verkefni úti fyrir ströndum Viet- nam?“ er aðalfyrirsögnin á „South China Morning Post“, sem gefið er út í Hongkong. „Skipsbrotsmennirnir sannir að sök sem njósnarar". segir „Strait Times" í Singapúr. „Dularfullir atburðir tengjast bátnum og för hans“, segir loks „Die Welt“ í Bonn Yfirmenn Baldurs Drobnicas hafa nú staðfest það sem vinir hans vissu fyrst fyrir skömmu: Þessi 48 ára gamli Kölnar- búi er enginn venjulegur embættismað- ur. Hann vinnur hjá stjórnardeild til verndar stjórnarskránni, - í gagnnjósna- hluta hennar, - Deild IV. Var þá njósnari á ferð um borð í skútunni í þeim tilgangi að safna upplýs- ingaefni. Var tilgangurinn þá njósnir með ferð nærri þeim eyjum sem ekki þykja beint vel lagaðar til þess að eyða á þeim sumarfríinu, - en þar sem nóg er um olíu og ýmis hcrnaðarmannvirki sem ýmis lönd vildu gefa mikið fyrir að fá upplýsingar um? Baldur Drobnica, sem er harðgerður maður með skarpt minni og gæddur kaldri skynsemi er farinn á taugum. Hann veit að þessar upplýsingar um hann leiða til þess að hann mun verða fluttur eða settur til hliðar vonum fyrr á ■ Leiðin sem fimmmenningarnir fóru. Hvítu punktarnir sýna þann hfuta áætlaðrar ferðar til Manila setn aldrei var farinn. Hvíti krossinn sýnir hins vegar staðinn þar sem fnlLimi v>.»r hídroaA á lítilli eyju úti fyrir strönd Mosambique og iðulega heimsótt afskekkt svæði í Af-, ríku. Það gerði hann algerlega sem „prívatmaður", eins og hann segir. í Gíneu veitti forsetinn honum sérstaka áheyrn og í Mogadischu veitti hann stjórnvöldum hjálp við að gera við sendistöð. Áður en til Spratly-svæðisins var hald- ið rak hann augun í auglýsingu í tímarit- inu „Yacht“. Þar auglýsti Þjóðverji, búsettur í Singapur, tvíbotna bát til leigu. Var þetta lystisnekkja meðfjórum tveggja manna klefum og vel hentug til lengri siglingar. Fjórmenningarnír og eigandi snékkjunnar, PeterMarx, .kom- ust fljótt að samkomulagi símleiðis: Drobnica og félagar tóku farkostinn á leigu fyrir 1000 mörk á dag. Góðir viðskiptavinir Peter Marx hafði sannarlega þörf fyrir leigugjaþdið. Hann hafði ekki getað greitt afborganir af bátnum, sem nefnd- ist „Siddharta“, í langan tíma. Því hafði hann búið þar um borð um hríð ásamt vinnustað, þar scm hann er ekki lengur nothæfur til þeirra verkefna sem voru sérgrein hans, en þau tengdust cinmitt njósnurum austan að. Annars þárf Baldur ekki að ásaka sjálfan sig. Það voru aðrir menn sem hrundu áætluninni „Siddharta" í framkvæmd. Ráðleysisför Upphafsins að þessu ráðleysisferða- lagi er að leita til fundar sent haldinn var í íbúð einni í Köln. Það voru undirbún- ingsviðræður. Fjórir menn lúta yfir stór sjókort, mæla fjarlægðir og ræða um ýmsar leiðir. Þcir ræða um nokkuð sem þeir kalla DF 6 FK, DJ 6 SI, DJ 3 NG, DJ 4 EI. Þessar kynlegu skammstafanir eru þó ekki táknmál leyniþjónustunnar, heldur kallmerki radíóamatöranna Nor- bert Willand, Baldur Drobnica, Gero Band og Diethelm Múller. Allir hafa þeir fjarskiptaleyfi í B flokki og skipa þar með úrvalið í hópi 43 þúsund radíóamatöra í V-Þýskalandi. Þeir eru tengdir saman af bandi brennandi ást- ríðu í þessu áhugamáli. Þeir safna kort- um sem sanna að þeir hafa náð sambandi við hin og þessi lönd og það af slíkum áhuga að helst verður jafnað við dugnað forngripasafnara, sem stundum. gerast kirkjuþjófar eða smyglarar fyrir köllun sína. Baldur Drobnica er reyndastur þeirra fjögurra. Frá honum er líka hugmyndin um siglingu til Spratlyseyja komin. Litlu eyjarnar í Suður-Kínahafinu, sem flestar eru þaktar fuglaskít og að mestu í kafi á flóðinu eru ekki fyrst og fremst hættuleg- ar vegna sjóræningjanna, sem elta uppi flóttamenn frá Viet-nam, til þess að ræna þá fjármunum. Miklu óttalegri eru hinir þungvopnuðu erfðaóvinir í stór- pólitíkinni. - kommúnistaríkin Viet- nam og Kína. Drobnica hefur sagt þeim hinum und- an og ofan af pólitíska ástandinu. Þeir vita að Filippseyjar, Taiwan og Malasía gera einnig tilkall til eyjanna. Einnig vita þeir að á þessum slóðum hefur komið til sjóbardaga á milli Kínverja og Vietnama og að árið 1975 hertók Vietnam stærstu eyjuna og byggði þar virki fyrirskömmu. En þennan umrædda dag í Köln er þó minna rætt um stjórnmálin. Radíóama- törar lifa í eigin heimi og í þeim heirni skipta pólitískar hræringárminnstu máli. í hinni amerísku handbók radíóarna- töra eru tilgreind um það bil 315 „lönd" sem hægt er að ná radíósambandi við og er það meira en helmingi hærri tala en þeirra landa sem aðild eiga að Samein- uðu þjóðunum. í augum manna eins og Drobnica eru litlar eyjar líka „lönd" þótt þar sé um að ræða drang á stærð við fótboltavöll einhversstaðar í Kyrrahaf- inu. Skilyrðið er aðeins það að eyjan liggur meira en 300 mílur frá næstu strönd. Sérstaklega er áhuginn mikill á svæðum sem umdeild eru og því erfiðara sem er að ná sambandi við þau, - þess eftirsóknarverðari þykja þau. Sá sem byggir sér litla stöð á „einskismanns- landi" má vera viss um að þegar í stað vilja margar þúsundir manna ná sam- bandi við hann hvaðanæva að úr heimin- Fjármunir í boði Hér eru einnig nokkrir fjármunir í boði. Amerískur áhugamaður lýsti því til dæmis yfir í fagtímariti nýlega að hann vildi greiða 1000 dollara fyrir samband við Spratlys-eyjar. Spratlyseyj- ar eru í röð allra eftirsóttustu „land- anna“, þar sem þar er að finna bæði sjóræningja og vopnaskak, en enga radíóamatöra. Þó átti að heita að þar væri eina stöð að finna á sínum tíma. Ameríska skútan „Bamnyandah" sigldi árið 1979 fram hjá stærstu eyjunni og Viet-namarnir voru ekki lengi að Itcfja á hana skothríð. Sluppu skútumenn með naumindum undan. Drobnica minnist aðeins stutt- lega á þennan atburð. Fjórmenningarnir í Köln koma sér saman um að steinþegja um áætlun sína. Enginn skal fá að stöðva þá. En Drobnica, sem þau hin hafa enga hugmynd um að er viðriðinn njósnastarf- semi, þarf að yfirstíga enn eina hindrun, áður en lengra er haldið. Hann þarf að fá yfirvöld til þess að leggja blessun sína yfir ferðalagið, þar sem hann er tengdur gagnnjósnadeildinni. Til þess þarf hann undirskriftir þriggja háttsettra manna. Austur-Evrópulönd eru svæði sem hon- um er harðbannað að leggja leið sína um, en hins vegar er honum þegar heimilað að fara til Spratlys- svæðisins, þótt þar bítist tvö kommúnistaríki um völdin. Þannig urðu embættismennirnir í Köln til þess að baka starfsbræðrum sínum í Bonn hin mestu vandræði. Tveimur vikum áður en af stað er haldið auglýsir Drobnica í tímariti radíóamatöra hvert hann ætli að halda og skömmu síðar er fréttunum útvarpað á bylgju sem allir radíóamatörar fylgjast vandlega með. Getur þetta ekki kallast varlega farið, ef hér var um að ræða ferð að undirlagi leyniþjónustunnar, eins og margir vildu vera láta. Ferðin til Spratly-svæðisins var ekki fyrsti ævintýralciðangurinn, sem Dro- bnica tókst á hendur. Hann hafði sest að ■ Þeir Miiller og Gero Band (til hægri) létu lífið kínverskri vinkonu sinni, Jenny, Hann hefði tekið hvaða tilboði sem var. I sigiingaklúbbnum í Singapúr varar fjöldi manns Marx við því að leggja upp í ferðina. Vinir hans sýna honum blaða- úrklippu, þar sem skýrt er frá því að Filippseyingar hafi stórlega aukið víg- búnað á þessu svæði. En Marx lætur alla varkárni lönd og leið og undir niðri hlakkar hann til ferðalagsins. Loks fær hann farþega sem hafa áhuga á öðru en ferðum út til eyja með baðströndum, eins og Penang og Bali. Hugsunin um ferðina heillar hann, en hann er enginn ævintýramaður. Hann er vanur sjómaður og 15 ára gamall, þegar hann hafði lokið skyldunámi, fór hann í siglingar á flutningaskipi. Hann sótti námskeið og kvöldskóla og tók skip- stjórapróf með miklum glæsibrag. Marx lét þó örugg störf á stórum skipum lönd og leið og ásamt vini sínum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.